Morgunblaðið - 25.11.1952, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 25. nóv. 1952
Æskulýðshöll
og félagsheimili
8. NÓV. ritar frú Bjarnveig
Bjarnadóttir að ýmsu leyti at-
hylisverða grein í Morgunblaðið
um nauð'syn á fleiri tómstunda-
heimilum hér í bæ.
Yfirleitt er allt það, sem snert-
ir tómstundaheimilin í grein þess
ari, skrifað af taisverðri þekkingu
og skilningi, en aftur ámóti hitt,
er snertir nauðsyn á byggingu
seskulýðshallar, er skrifað af lít-
illi rökvísi og virðist kenna all-
mikils þekkingarskorts á málinu.
Meðal annars segir frúin á ein-
um stað: „Að æskulýðshöll sé
ekki heppilegasta lausnin á því að
kenna ungu fólki að eyða tóm-
stundum sinum á réttan hátt“.
Af því að ég og sjálfsagt margir
fleiri, minnsta kosti öll þau 33
félög, sem standa að baki Banda-
lagi æskulýðfélaga Reykjavíkur,
eru á allt annarri skoðun í þessu
máli, þá sé ég ástæðu til að ræða
þetta mól á nokkuð breiðari
grundvelli en gert er í áminnstri
grein. Samt vil ég strax taka fram
að það, sem hér verður ritað um
þetta mál, er gert á mína eigin á-
byrgð, en ekki sem stjórnarfull-
trúi B.Æ.R.
Ég lít svo á, að æskulýðshöllin
og félagsheimilin eigi að byggja
hvert annað upp og styðja hvort
annað. I því sambandi má benda
á þá staðreynd, að í æskulýðs-
höllinni eiga fyrst og fremst þau
salarkynni að vera, sem ofvaxið
er hinum einstöku tómstunda-
heimilum að koma upp og frá
fjárhagslegu- og' félagslegu sjón-
armiði virðist heppilegt, að hin
einstöku íþrótta- og æskulýðsfé-
lög eigi sameiginlega, þar sem
slíkt fyrikomulag tryggir meðal
annars betri nýtingu og öruggari'
rekstrarafkomu í framtíðinni.
En þau salarkynni, sem sam-
þykkt hafa verið af byggingar-
nefnd í hinni fyrirhuguðu æsku-
lýðshöli, eru þessi: íþróttasalur,
2Cx402 metrar og áhorfendapiáss
fyrir 300 manns. íþróttasalur
þessi er nægiiega stór fyrir hin-
ar ýmsu lands- og millilanda-
keppnir í inni íþróttum. Þá
skautasalur með svellstærð 26
ferm sinnum 56 ferm, ásamt á-
horfendaplássi í sætum og stæði
fyrir 3000 manns.
í sambandi við þessa 2 sali eru
búningsherbergi ásamt fleiri her-
bergjum viðkomandi þessum 2
sölum. Þetta eru öll salarkynni
hinnar fyrirhuguðu æskulýðshall
ar, samkvæmt teikningum, sem
fyrir liggja og byggingarnefnd
Reykjavíkur hefur samþykkt. —
Hvað framtíðin ber í skauti síhu
viðvikjar.di viðbótarsalarkynn-
um, er enn of snemmt að dfeila
um. Og það, sem til umræðu er
nú, eru þessir tveir salir, hvort
þeir eigi rétt é sér eða ekki.
Félagsheimilin eru fyrst og
fremst ætluð fyrir hið innra fé-
lagsstarf, fundarhöld, íþróttaæf-
ingar og þess háttar, en æfinga-
salir hinna einstöku féiagsheim-
ila þurfa því og geta ekki verið
það stórir, að þeir séu ætlaðir
fyrir fjölmenna keppni, lands-
mót og þess háttar. Þess vegna
er það fullkomin hagfræði, að
20—30 félög eigi sameiginlegan
sal til slíkra hluta. Að öðrum
kosti yrðu félagsheimilin hvert
fyrir sig að vera miklu stærri en
nauðsyn krefði. íþróttafélögin
*hafa nú þegar reynslu í þessum
efnum. Þau eiga sameiginlegan
íþróttasal, þar sem er íþróttasal-
urinn að Hálogalandi, en þar sem
sá salur er nú bráðum ónothæfur,
þurfa þau mjög bráðlega að fá
annan. Þess vegna var ákveðið að
reisa íþróttasal æskulýðshallar-
innar fyrst.
Þau salarkynni, sem mest ber
á í lifini fyrirhuguðu æskulýðs-
höll, ír' skautasalurinn, en það
eru þau salarkynni, sem ég per-
sénulega álít, að eigi í framtið-(
inni rncntum vi-sæidum að fagna,
og merkilegustu hlutverki að
gegna.
Allir Reykvíkingar hafa eflaust'
tekið eítir því, að þegar góður S
skautaís er hér á Tjörninni og
Sælir eru friðflytjendur
ÁRLEGA eru háð mikil alþjóða-1; Séra Óskar Þorláksson, dóm-
þing í Caux í Svisslandi. Á ís- kirkjuprestur, hefur sagt í út-
landi er þeirra sjaldan getið, en
stórblöð erlendis, eins og t. d.
Times, víðlesin blöð í Evrópu-
löndunum, einnig á Norðurlönd-
um og í Ameríku, segja oft frá
þessúm þingum. Þessi þing
standa stundum vikum saman og
faert er út að fara vegna veðurs, ^ þangað sækja menn frá mörg-
þá er fólk þar í hundraða- og jafn um löndum. Sumir dvelja aðeins
v,ei þósundatali ó skaulum á nokkra daga, aðrir lengur. Það er
1 jörninni og þótt þar megi sjá ^in upprunalega Oxfordhreyfing,
fóik svo að segja á öllum aldri er nu gengur undir nafninu,
varpserindum frá þessari hreyf-
ingu og þingunum í Svisslandi,
og fleiri hafa kynnt þetta hér
lítilsháttar. Einnig hefur undir-
ritaður skrifað um þetta nokkr-
ar blaðagreinar.
FORUSTUMENN ÞJÓDA
VINNA FRIÐARVERKIÐ
Fyrir skömmu var háð þing-
mannaráðstefna í sambandi við
eitt þessara alþjóðaþinga í Sviss.
og flestum stettum, þa eru samt Moral Re-Armament, venjulega' Á þingmannaráðstefnunni mættu
Kr\rni« aíí íinrr ínnownn _ ____ _
börnin og unglingarnir að sjálf-
sögðu fjölmennastir.
Þrátt fyrir fjölgun leikvalla
hér í bæ nú á síðari árum, er
gatan samt á mörgum stöðum
aðalleikvöllurinn. Hvaða þýð-
ingu myndi bjartur og rúmgóður
skautasalur hafa í þessu sam-
bandi? Hann myndi daglega
draga til sín af götunum börn og
unglinga hundruðum saman. Af
götunum, þar sem slys og dauði
Framhald á bls. 11
skámstafað MRA, sem stendur
að þessum þingum. Ég hef áður
kallað þessa hreyfingu Siðferðis-
vakningu og mun nota þá þýð-
ingu á nafninu. Á þingum þess-
um er unnið í anda Krists, en á
yfir 70 fulltrúar frá 24 þjóðum,
Þar var utanríkisráðherra Dana,
Ole Björn Kraft, níu rikisþings-
menn allra flokka frá Sviþjóð.
Frá Indlandi kom hópur þing-
manna. Forustu þeirra hafði Shir
nokkuð óvenjulegan hátt. Lögð Guha, er hafði setið 23 ár í
er megináherzla á að sameina i
góðhug og samstarfi vinnuveit-
endúr og vinnuþiggendur, þjóða-
brot og þjóðir, stéttir og flokka.
Þar er fyrst og fremst unnið frið-
arverk.
fangelsi áður í sambandi við sjálf
stæðisbaráttu Indverja. Þýzki
ráðherrann, Heinrich Hellwege,
mætti þar, einnig utanríkisráð-
herra Pakistan, einn fyrrv. ráð-
herra Persíu, tengdasonur dr.
ti
H.f. Eimskipafélag íslands:
M.s. „GULLFOSS
Ferð til Miðjarðarlíafslaiida
Vegna fyrirhugaðrar ferðar M.s. „GULLFOSS“ til Miðjarðarhafslanda í loks marz-
mánaðar 1953, geta væntanlegir farþegar lái.ið skrá sig í farþegadeild vorri frá og með
deginum í dag að telja.
Aætlaðir viðltomustaðir:
Gert er ráð fyrir að farið verði frá Reykjavík miðvikudag 25. marz, og komið við á
þessum stöðum erlendis: Algier, Palermó, Napólí, Genúa, Nizza, Barcelóna og Lissabon.
Til Reykjavíkur verður svo væntanlega komíð aftur laugardag 25. apríl, þannig að öll
ferðin mun taka um 30 daga. Landferðir á of_mnefndum viðkomustöðum mun H.f. Orlof
annast, og verður nánar auglýst síðar um fyrirkomulag þeirra.
Fargjöld:
í þessari ferð skipsins telst aðeins eitt farrými á skipinu, og hafa farþegar aðgang að
öllum salarkynnum skipsins, án tillits til þess hvar þeir dvelja í skipinu. Munu allir
farþegar malast í borðsal skipsins á fyrsta farrými. Fargjald ásamt fæðiskostnaði, þjón-
ustugjaldi og söluskatti verður það, sem hér segir:
í eins manns herbergi á C- og D-þilfari fyrsta farrýmis kr. 8.549.00
í tveggja manna herbergi á B- og C-þilfari fyrsía farrýmis — 8.034.00
í tveggja og þriggja manna herbergi á D-þilfari fyrsta farrýmis — 7.519.00
í tveggja manna herbergi á D- og E-þilíari annars farrýmis — 6.386.00
í fjögurra manna herbergi á D- og E-þlfari annars farrýmis — 6.180.00
Það skal tekið fram, að ferðin verður því aðeins farin, að þátttaka verði nægileg
að dómi félagsins og aðrar ástæður leyfa.
Reykjavík, 25. nóvember 1952.
H.F. Eimskipafélag íslands
Farþegadeild — Sími: 1260.
Biðjið eingöngu um
Framleitt
sérstaklega til
varnar gegn tannskemmdum
Heiidsölubirgðir:
Agnar l^lorðfjörð & Co. h.f,
Lækjargötu 4
Símar 3183 og 7020
Nafnið
iryggir yður kaupmátt krónunnar
Mossadeq, þá atvinnumálaráð-
herra Thailands og einnig sendi-
herra þeirra í Berne, og ýmsir
slíkir forustumenn víðs vegar að
úr heiminum.
Um svipað leyti hafði verið háð
í Berne 41. alþjóðaþing þing-
manna, en á þingmannaráðstefn-
unni í Caux (framborið: Kó) í
Sviss, sagði sænski jafnaðar-
manna þingmaðurinn, Per Or-
gaard: „Þingin í Caux eru ógæt-
lega fallin til þess að skapa skiln-
ing og einingu milli þjóða. í
Berne samþykkjum við málá-
miðlunartillögur. Hér í Caux tek
ur hver og einn sína ókvörðun
skilyrðislaust. Þessi heimsöfl
verða að sameinast bæði. Áhuga-
eldurinn verður að læsa sig frá
manni til manns. Hver einasti
sannur lýðræðisþegn hlýtur að
ljá Siðferðisvakningunni fylgi
sitt“.
Gustaf Morf, svissneskur sam-
bandsþingmaður, sagði: „Við
stjórnmálamennirnir þurfum að
tileinka okkur stefnufestu, og
hana fáum við hér í Caux“.
VOPNIN EIN VEITA EKKI
SIGUR í HUGSJÓNA-
STYRJÖLD
Á þingmannaþinginu í Berne,
hvatti Bandaríkja senatorinn,
Alexander Wiley, þingmenn
hinna ýmsu þjóða til að sækja
þingin í Caux. Hann benti á,
hversu áríðandi það væri lýð-
ræðisþjóðunum að eiga einhverja
máttuga sameiginlega hugsjón,
og einmitt í Caux tileinkuðu
menn sér slíka hugsjón.
Þessi Bandaríkja senator er í
utanríkismáladeild öldungadeild
arinnar. Hann sagði énnfremur:
„Heimsátökin eru á milli hug-
sjóna. Það er misskilningur okk-
ar á vesturhveli jarðar að hægt
sé að leiða deiluna til lyktar með
herstyrk og valdbeitingu. Við
eigum í hugsjónastyrjöld. Ég hef
staldrað við í Caux. Þar eru hug-
íjónir að verki. Frakkar og Þjóð-
verjar taka þar höndum saman.
Tommúnistar verða þar fyrir
liugarfarsbreytingu. Vinnuveit-
endur og vinnuþiggendur semja
um einingu og samstarf. Fyrir
tveimur dögum fór háttsettur
pýzkur embættismaður frá Caux.
Þangað hafði hann leitað sér
hvildar. Hann fór þaðan aftur
vonglaður og staðráðinn í því að
samstarfa sem bezt leiðtogum
þjóðar sinnar“.
Daginn eftir að senatorinn
Tutti þessa ræðu sina, stóð feit-
letruð yfirskrift í blaðinu Detroit
Free Press, á þessa leið: „Þjóð-
irnar þurfa að leggja Siðferðis-
vakningunni lið“.
RODD ÞYZKALANDS
í ræðu, sem þýzki ráðherrann,
Heinrích Hellwege, flutti, sagði
hann:
„Það var Dr. Frank Buchman,
sem fyrstur allra manna rétti
fram liönd til þýzku þjóðarinri-
ar 1946, sem þá hafði þolað svo
miklar hörmungar, og bauð henni
sæti við fundarborð þjóðafjöl-
skyldunnar. Honum vildi ég færa
mjög sérstakar þakkir og tjá hon-
um, hversu geysilega mikla virð-
ingu við berum allir fyrir hon-
um“. Dr. Frank Buchmann er,
eins og margir munu kannast
við, upphafsmaður Siðferðis-
vakningarinnar.
Ráðherrann talaði þar næst
um vandamál þýzku þjóðarinnar,
og hve þungt þau lægju sum á
herðum sínum, og sagði:
„Mér varð hugsað til Frank
Buchmanns og hinna mörgu vina,
sem ég mundi hitta fyrir í Caux,
og hér hef ég fundið þá hvíld
og geðró, sem ég þráði. Hér hef-
ur mér orðið hugsað til vina
’ minna í mínum eigin flokki og
til vina minna í samstarfi flokk-
anna, sem nú standa að stjórn-
inni, og ég hef einnig hugsað til
vina minna í andstöðuflokkun-
um. Við eigum ekki allir heima
Framhald á bls. 11