Morgunblaðið - 30.11.1952, Blaðsíða 11
Sunnudagur 30. nóv. 1952
MORGUNBLAÐIÐ
il
SipoMi - Indriðason sexfiugttr
ÉG HAFÐÍ eínhvern pata; áf því
að Sigvaldi Indriðason, frá
Skarði á Skarðsströnd væri um
það bil að verða sextugur. Sann-
ast langaði mig til að rengja
slíkt, þar eð allt hans fas og lát-
æði vitna svo glögglega á móti
slíku.
— Jæja, Sigvaldi minn, segi
ég strax og ég er sestur, er það
ekki einhver vitleysa sern verið
er að segja að þú sért að verða
sextugur, því ef svo er, er er ég
ákveðinn í að fá að birta við þig
viðtal í Mbl. í tilefni þessara
tímamóta.
— Ég verð víst að trúa þvi,
bæði móður minni og kirkjubók-
inni bar saman um aS ég væn
fæddur 30. nóv. 1892, en mamma
var greind kona og sagði eimmgis
það sem hún vissi sannast Jg
réttast. En þú máttir ekki s'Hiina
koma, því sannast að segja kom
það í hug minn að bregða mér til
Bretlands og drekka afmstlis-
skálina með Churehill, þvi við
eigum báðir sama afmæíisdag-
inn.
— Þú ert víst fæddur á Skarði
á Skarðsströnd, því míkla höfuð-
bóli?
— Nei, ég er fæddur á Hvoli
í Saurbæ, sonur hjónanna Indriða
Indriðasonar og Guðrúnar
Eggertsdóttur. Þaðan íluttist ég
ársgamall að Króksfjarðarnesi.
Var þar í 6 ár. Fluttist þaðan að
Ballará og var þar til 1914 og
fluttist með foreldrunrt minum
þaðan er þau brugðu búi, að
Skarði til Kristins bróður míns
og konu hans. Átti ég heimili á
Skarði til 1947 að ég fluttist til
Stykkishólms, þaðan til Borgar-
ness eftir tvö ár og var þar í
þrjú ár og hingað er ég nú kom-
inn aftur. Hér er gott aS vera og
að mínu áliti hinn ákjósanlegasti
framtíðarstaður. „Og héðan ekki
fer ég fet, fyrr en ég er dauður“,
eins og segir í vísunni, Þ- e. a. s.
ef ég má ráða. Næsti áfanginn
verður svo í kirkjugarðmn á
Skarði.
— Maður vonar að bíð verði
á því ferðalagi. En annars, þú
hefir mörgu kynnst og víða far-
ið um dagana.
— Já, mörgu hefi ég kynnst
Og víða hefi ég farið bæði utan
lands og innan og þýðir nú lítið
að telja allt það upp £ litlu við-
tali. Lítillar menntunar naut ég
ungur á nútíðar mælvkvarða,
móðir mín kenndi mér að lesa,
faðir minn að skrifa og reikna
og kristinfræði undir fermingu,
en sá ágæti prestur Guðlaugur
Guðmundsson fermdi mig. Um
tvítugt var ég á lýðháskóla í
Hjarðarholti hjá séra Ólafi og tel
ég það eitthvert mesía fyrir-
myndarheimili er ég hefi kynnst
og hefi ég þó þekkt mörg. Minn-
ist ég þeirra ágætu bjóna og
barna þeirra ætíð með hlýhug og
vírðingu.
Ég var lengi hjá Kristni bróður
mínum á Skarði en Skarð á marg
ar eyjar, ítök og hlurmtndi fram
á firðinum, sem langt er til að
sækja. Annaðist ég formennsku
þar í mörg ár. Var svo lánsam-
ur að hlekkjast aldrei á, þrátt
fyrir stirð og erfið veður og lang-
ar sjóferðir. Var oft sullsamt í
þeim túrum, margt erfíðiö, en oft
var fjörugt og gaman. Sérstak-
lega þegar maður hafði góða og
skemmtilega félaga og gnoðin
skreið fyrir fullum seglum. Þá
var ekki ósjaldan að Iagið var
tekið og spýtt í bárufaldinn.
— Vel á minnst. Þú hefir alltaf
verið ljóðelskur og haft yndi af
flutningi vísna og kvæða, enda
hefi ég iOft heyrt þín getið sem
veitanda gleðinnar í samkvæmis
Og skemmtisölum.
— Stakan og söngurínn hafa
líka verið mitt hálfa líf. Ég hefi
drukkið í mig lífsspeki hinna
gömlu og góðu skálda, Og fundið
fjörið færast um mig allan við
gamanyrði og gleðimál þeirra.
Þunglyndisvísur og svoleiðis, læt
ég sem vind um eyrun þjóta, er
til með að gleyma öllu ef ég
kemst í eitthvað sem fyndið er
og smeliið. Verst af ollu þykir
mér þegar skáldgáfunm var út-
hlutað að þá skyldi ég vera svona
þar meðal annars fíott ástar-
æfintýri gamallar piparmeyjar.
Fór þetta í taugarnir á einni í
salnum og var bæjarfógeta gert
aðvart um að ekki væri holt að
láta mig vaða svona áfram. Hafði.
verið skorað á mig að endurtaka
þessa skemmtun, og ætlaði ég að
verða við þeim tilmælum, en
fékk um íeið boð frá fógeta þar
sem hann sagði stopp. Ég nennti
þá ekki að standa í þrefi en fór
til Ólafsfjarðar og Akureyrar.
Hafði þá borist þangað sagan um
bann fógetans og var það til þess
ið ég hefi aldrei fengið aðra eins
aðsókn.
Annars minnist ég líka, og var
það í fyrsta sinn sem ég kom í
útvarpið. Þá var útvarpsstöðin í
Hafnarstræti, og tækin svona og
svona. Kvað ég við raust m. a.
mansöng úr Númarímum. Þeg-
ar ég er að enda við flutninginn
og er að fara fram, mæti ég vini
mínum Helga Hjörvar, og var
skammarlega útundan, þyí ef ég hann ^ - frýni]egur og segir að
hefði getað sest a skaldafakmn,
sá skyldi hafa skeiðað, maður,
ekki síður en mínir góðu reið-
hestar sem ég alltaf sakna og
voru eitthvað líflegri en blessað-
ur jeppinn þó hann hafi fleytt
mér yfir margt. En ég er viss
eins og Páll gamli Ólafsson, að
hitta alla mína gömlu og góðu
reiðhesta hinum megin og þá skal
sprett úr spori.
— En hvað með kvæðaskemmt- ,
anir þær sem þú hefir tekið
þátt í? )
— Ég hafði alltaf yndi af
kvæðastemmum og söng, ég var
í fjölda ár forsöngvari í þrem
kirkjum, mætti þar alltaf ef þess
var koStur, enda kirkjusókn góð.
Þá varð maður að gefa sér tón-
inn sjálfur því ekki var orgel-
inu fyrir að fara. Svo fór ég að
hugsa hærra, ætlaði að verða
stórfrtegur söngvari, en ekki blés
byrlega lengi vel í þeim efnum.
Svo er það einn sumardag að Jón
Leifs kemur að Skarði. Var Jón
búinn að frétta að ég ynni kvæða-
lögunum og kom nú til að vita
sína vissu. Ég var út í eyjum
þegar hann kom, en var sóttur
þangað. Jón var þá með einhverj-
ar „spólur“ meðferðis og vildi
endilega að mín rödd yrði tekin
upp á þær. Var ég afar spennt-
ur fyrir þessu og flutti mörg
kvæðalög inn á spólurnar. Einnig
sungum við bræður tvísöng fyr-
ir Jón. Fór hann hinn ánægðasti
til baka og hvatti mig til að
leggja leið mína til höfuðstaðar-
ins og kyrja þar. Vin minn Jón
hefi ég oft hitt síðan en aldrei
heyrt í spólunum og má guð vita
hvað af þeim hefir orðið.
— En hvernig var með áfram-
haldið?
— Auðvitað stóðst ég ekki
eggjanir Jóns, lagði leið um
haustið til Reykjavíkur, fékk þar
vin minn, Ríkarð Jónsson, til að
æfa með mér nokkur tvísöngs-
lög. Pantaði síðan Iðnó, kyrjaði
þar yfir troðfullu húsi, fékk ágæt
"ar undirtektir og svo hefir jafn-
an verið slðan ef mér hefir dott
ið í hug að „troða upp“, kyrjað
hefi ég í flestöllum kaupstöðum
og kauptúnum frá Vestmanna-
eyjum, vestur um til Húsavíkur.
— Þú hefir haft mikla ánægju
af þessu?
—- Já, og stundum kom ýmist
skrítið fyrir. T. d. á Siglufirði.
Þar fékk ég fullt hús og sagði
ég hafi gerst brotlegur við hlut-
leysi útvarpsins, þar sem ég hafi
ílutt þarna skammir og skæting
um ríkisstjórnina, og fór hann
mörgum vanölætingarorðum um
þetta, en ég komst ekki að. Loks
tókst mér að sannfæra hann um
að þetta væri Sigurður Breið-
fjörð sem læsi svona yfir stjórn-
inni, og skyldi hann bara snúa
sér til hans. Flest starfsfólkið
var komið utan um okkur. Tók
einhver eftir því að gleymst hafði
að skrúfa fyrir útvarpið og heyrð
ist því þetta allt út yfir landið,
sem uppbót á Númarímurnar.
— Að ýmsu hefurðu starfað
um æfina?
— Já, ég var um langan tíma
skrifari hjá Þorsteini syslumanni
í Búðardaí. Þar var agætt að
vera, fyrirmyndarheimili og þau
hjónin elskuleg í alla staði.
Einnig var ég mörg þing dyra-
vörður og væri gaman að rifja
upp mörg spaugileg atvik það-
an, en sleppum því. Þau eiga
annarsstaðar heima.
Ég hefi líka verið til sjós á
togurum og smærri fleytum. Á
ég frá þeim dögum sjoð minn-
inga. Marga lærdóma má draga
af starfi og æfi sjómannsins.
— Hvað viltu þá segja um æfi-
förina í heild?
— Ég tel það einhverja þá
mestu hamingju að ég skyldi í
vöggugjöf fá gott skaplyndi. Það
er af fáum að verðleikum metið
og oft hefir það fleytt mér yfir
örðuga hjalla. Gleðin er sterk-
asti þáttur góðs lífs og aðals-
merki hreins hugar.
Undir þetta er alveg hægt að
taka og lýkur samtalinu, nema að
þegar við stöndum upp segir
Sigvaldi:
— Já, eitt enn. Ég ætla að
endingu að lofa þér að heyra
eina formannavísu sem kona ein
á Skarðsströndinni kvað til mín
fyrir mörgum árum. er ég sigldi
Skarðsskipinu milli Ólaíseyjar og
lands. Hún er svona:
Síst er hik á Sigvalda,
þótt sævar kviki dætur,
súðablikann Blíðfara,
beint fram strika lætur.
Sigvaldi er kvæntur Camillu
Kristjánsdóttur frá Borgarnesi,
frændkonu sinni af Skarðsætt.
Á. H.
opnvogsbúar
Höfum opnað sölubúð að Álfhólsveg 32,
Kópavogi.
iiaupfélag Kópavogs
Náleast jóla lífsgiöð V.æti,
von og •
•
B„» sinni VÍ5 a”d'
spænis jólahátiðmm. ^ {arnir
Nú þegar eru gvíslega
• nfi hinum margv»
að wmast a5 er sam-
undirbumngi, sem
fara‘ m tilbúið fyrir jóia-
Hjáokkurera ^ sjaWan
VerZlTeahe?r verið jafn mikið úr-
eða aldrei helir . ri eins og
nú. Þrátt fynr Það’ 1 timanlega.
legt að gera 3°laUm við sV0 minna
Næstudagamu^ á
húsmæður o0 {iölbreytta varn-
ýmislegt af hmum fiolb
ingi-
Bæfarskrifstofurnai
Austurstræti 16, eru
EKSil OPIHIAR
til afgreiðslu mánudaginn 1. desember næstkcmandi.
BORGARSTJÓRINN
MHSTEK MIIIS
MASTER MIXER er sterk
WÍASTER MIXER er stílhrcm
MASTER MIXER hefir 450
Watta mótor
ÞAÐ BEZTA ER ÁVAL.LT
ÓDÝRAST
Heimilishrærivélin
Þeir, sem ætla að tryggja sér hrærivélar fyrir jól, eru
vinsamlega beðnir að tala við okkur sem fyrst.
LUDVIG STORR & CO.
Þvottahússvélar
— Efnalaugavélar
Útvegum við frá Elnglandi og Tékkóslóvakíu.
LÁRUS ÓSKARSSON & CO.
Sími 5442