Morgunblaðið - 06.01.1953, Blaðsíða 10
r
I
10
MORGVNBLABI9
Þriðjudagur 6. jan. 1953
itiimriiiiifiiiiniiifit-iii
Hamingjan 1 hendi mér
Skáldsaga eftir Wmston Graham
ÍWM.,,,..„„„...„„„„„.
Framhaldssagan 11
Ég varð að nema staðar og
reyna að átta mig. Aftur fann ég
þessa undarlegu lykt. Ég var
kominn inn á gang þar sem bak-
stiginn lá niður. Fimm dyr lágu
fram á þennan gang. Bak við
einar þeirra heyrði ég hljóðið,
sem ég hafði heyrt áður. Eins og ,
skelii. Ég opnaði dyrnar og fór
inn. Það var einshvers konar
geymsla. Enginn var þar. En á
borði stóð steinolíulampi. Ég tók
eldspýtustokk úr vasa mínum.
Það brotnuðu þrjár eldspýtur í
höndunum á mér áður en mér
tókst að kveikja á lampanum.
Svo færðist daufur, gulur bjarmi
um herbergið. |
Mér varð hughærra. Ég mundi
geta séð allt, sem ég þurfti að
sjá. Ég fór aftur fram á ganginn, j
l0ít i kring um mig og hlustaði. j
Efckert hljóð .... enginn andar-
dráttur, engin vindiingalykt .... 1
en einhver önnur lykt. Ekki gat
það verið af ryki. Hún var of
sterk. Það var brunalykt.
Ég hljóp niður baktröppurnar
og kom í mjóan gang þar sem
voru margar dyr. Ég opnaði eina
þeirra og kom inn í framreiðslu-
herbergið á milli eldhússins og
borðstofunnar. Aftur fram á
ganginn. Inn um dyrnar fyrir
endanum á ganginum. Setustofa
fyrir þjónustufólkið sennilega.
Handan við það, herbergi, þar
sem ljósaperur lágu á Éakka. Þar
var sterkari brunalykt. Ég opn-
aði dyrnar, þar sem mér fannst
reykinn leggja frá. Ég var kom- 1
inn aftur í framreiðsluherbergið. |
Ég hóstaði og bandaði frá mér
reyknum með hendinni. Mökkur-
inn var örðinn þykkur. Um leið ,
og ég kom inn í næsta herbergi,
sá ég hvar mér hafði skjátlast. I
Þar voru grænar dyr, sem ég
hafði ekki komið auga á. Ég
opnaði þær og var kominn í eld-
húsið.
Mökkinn lagði á móti mér ....
og í fyrsta sinn fann ég hita. Ég
fékk ákafa hóstakviðu, en hljóp
að dyrum, sem auðsjáanlega lágu
niður í kjallara.
—//—
Um leið og ég opnaði þær,
gaus hitinn á móti mér. Ég þurfti
ekki á lampanum að halda, svo
ég setti hann frá mér. Ég fór
niður þrjár eða fjórar tröppur.
Ég hafði séð vegsummerki eftir
marga bruna, en ég hafði aldrei
séð íkveikju á þessu stigi áður.
Kjallaraherbergin voru stór
og í herberginu, sem ég kom í,
voru tvær hrúgur á gólfinu, en
það logaði aðeins í annarri
þeirra. Ég sá það á hinni hrúg-
unni, hvaða efni hafði verið not-
að til að mynda þetta mikla bál.
Kerti, sem var komið að því að
brenna út, var uppi á hrúgunni
og í kring um það bréfarusl. —
Undir voru tómir trékassar og
aflóag húsgögn. Hrúgan náði
næstum til lofts í kjallaranum.
Ég lagði vasaklút yfir augu
mér, hallaði mér yfir hrúguna og
blés á kertið. Það mundi lítið
duga, því brátt mundu eldtung-
urnar úr hinni hrúgunni ná í
hana líka. Ég þreif járnstaut og
reyndi að eyðileggja hana og ýti
henni til hliðar, en eitthvað rann
til í hrúgunni, sem logaði í og
logandi flygsur breiddust út um
allt herbergið. Það var ekki verk
fyrir einn mann að ráða niður-
lögum þessa elds. Það var meira
að segja vafamál hvort það væri
mögulegt þótt fleiri væru.
- Ég komst með naumindum að
tröppunum og flýði upp. Þegar
upp kom þurrkaði ég tárin úr
augunum á mér, tók lampann og
hélt áfram. Ég reyndi að muna
hyernig herbergjaskipunin var.
Eyrst gangurinn, eldhúsið, her-
bergið, þar sem ljósaperurnar
voru, framreiðsluherbergið. — I
þetta sinn skjátlaðist mér ekki.
Ég þreif símatólið og hringdi.
Mér fannst ég þurfa að bíða óra-
tíma. Þegar ég beið eftir svari,
rak ég augun í sívalning, sem var
hálfur á bak við frakka. Slökkvi-
tæki.
„Þetta er í Lewis Manor“, sagði
ég. „Við Sladen. Það hefur komið
hér upp eldur. Eftir hálftíma
verður of seint að bjarga húsinu.
Þér verðið að senda meira en
einn bíl. Segið þeim að flýta
sér“.
„Lewis Manor“, sagði röddin
með mestu rósemi. „Einmitt.
Hver talar?“
„Tracey Moreton“, sagði ég.
„Hafið hraðann á“.
—//—
Ég fleygði frá mér símatólinu
og tók slökkvitækið niður af
veggnum. Það var síðan fyrir
stríð og dálítið ryðgað. Gat þó
verið að það verkaði. í fram-
reiðsluherberginu var vaskur.
Ég skrúfaði frá krananum og
opnaði margar skúffur þangað
til ég fann þurrkur, vætti þær í
vatni og vatt utan um. I einni
skúffunni voru gamlir hanzkar,
sem Elliot notaði, sennilega þeg-
ar hann Var að fægja silfrið. Ég
setti þá á mig. Ég--var að leggja
af stað, þegar ég kom auga á
gleraugnahús á borðinu. Ég tók
gleraugun úr því og setti þau
upp. Ég sá allt í þoku í gegn um
þau, en þau mundu vernda augu
mín.
Svo hljóp ég aftur niður í
kjallarann með slökkvitækið
undir hendinni.
Eldurinn var ekki kominn í
hina hrúguna, og mér sýndist
hann ekki hafa magnazt mikið.
Ég hvolfdi slökkvitækinu og það
verkaði eins og það átti að gera.
Ég beindi stróknum að loganum.
Viðurinn, sem hafði verið log-
andi varð svartur. Eg gat slökkt
alveg öðrum megin. Svo sneri ég
tækinu upp. Þá varð árangurinn
ekki eins góður. Logarnir slokkn
uðu ekki vegna þess að duftið úr
slökkvitækinu náði ekki til
þeirra. Og þá sá ég líka að hin
hrúgan var farin að loga efst.
Um leið og slökkvitækið var
tæmt, datt drumbur úr hrúgunni
og á það, svo ég hafði nærri
misst það út úr höndunum. Ég
sleppti því. Neistarnir flugu á
ermina mína. Jakkinn minn fór.
skyndilega að loga. Ég nuddaði
mér upp við vegginn og slökkti
í honum. Ég' gat ekkert meira að-
hafzt. Ef mér skjátlaðist ekki, þá
var eldurinn líka kominn í aðal-
stigann upp á Ioftið.
Þá datt mér í hug Tracey, sem
ennþá lá í anddyrinu. Ég velti
því fyrir mér, hvort það mundi
hafa verið vilji hans að fara með
húsinu. En ég gat ekki látið hon-
um eftir þá ósk.
Ég skreiddist upp tröppurnar
og settist í efsta þrepið, næstum
örmagna. Ég tók af mér gleraug-
un og hanzkana. Helmingurinn
af erminni á jakkanum mínum
var brunnin af, og önnur skálm-
in var lika sviðin. Nú rauk ekki
eins mikið af bálinu. Af því dró
ég þá ályktun, að reykurinn
hefði komizt út annars staðar.
Ég heyrði drunur . eins ðg
hleypt hefði verið á fullum
straum á eldavélina í stóra eld-
húsinu. Ég opnaði dyrnar sem
voru fjær. Hitabylgju lagði á
móti mér. Anddyrið og tröpp-
urnar upp á loftið stóðu í björtu
báli. Ég hrökklaðist út aftur og
lokaði dyrunum. Eina ráðið var
nú að komast í krihg um and-
dyrið og út.
Það var kjánalegt að úera að
hafa fyrir því að þreifa -' eftir
króknum á glugganum, en það
er eins og f|^tir siðir hangi í
manni. Ég gat loks opnað og
Sveiflaði mér út. Það var kol-
Hrói höftur
snýr aftur
eítir John O. Ericsson
90.
— Herra, sagði ókunnþ maðurinn við Róbert. Þeir leidd-
ust eftir götunni og varð hann að leiða riddarann, því að
hann var allölvaður. Við skulum fara upp á varnargarðinn
og ganga umhverfis borgina. Það er miklu betra að fara þá
leið — við villumst þá síður.
— Það veit Guð, að ég veit ekki hver þú ert, en mér finnst
uppástunga þín ágæt.
— Mér þykir það leiðinlegt, að þú skulir ekki trúa mér,
herra, svaraði hermaðurinn. Ef ég væri einhver óþokki, sem
vildi þér illt þá myndi ég heldur fara með þig um hinar
þröngu.götur í borginni, þar sem myrkrið er sem mest. í
staðinn fyrir að gera það, fylgi ég þér um varnargirðinguna,
þar sem þú getur hvenær sem er kallað á varðmann þér til
aðstoðar.
•—■ Það er mikið til í því, sem þú segir, og það getur verið
að þú sért heiðarlegur maður. Ef þú kemur mér heilum á
húfi heim, þá' skal ég ekki gleyma að minnast á þig við sýslu-
manninn.
Ókunni herhiaðurinn þakkaði og fylgdi hinum nýja vel-
gjörðarmanni fram hjá vaktturni. Hér voru menn á vakt.
Þegar þeir komu inn fyrir dyrnar, kom á móti þeim her-
maður, sem legið hafði á bekk hjá eldinum. Hann þekkti
þegar Róbert, sem var einn af helztu hermönnum sýslu-
mannsins. Þegar þeir höfðu heilsazt lagðist vaktmaðurinn
aftur fyrir á bekknum, en Róbert og ókunni hermaðurinn
héldu áfram ferð sinni.
Uppi á varnargarðinum sáu þeir annan hermann, sem gekk
fram og aftur. Sýslumaðurinn hafði um þessar mundir tvö-
faldan vörð, því að það var aldrei að vita upp á hverju Hrói
höttur tæki, því að hann var sagður mjög reiður um þessar
mundir.
Svartnættismyrkrið grúfði yfir borginni. Þeim megin við
múrinn, sem vissi út frá borginni grúfði myrkrið eíns og
þéttur veggur.
iGOODYEAR
m
■
■
: hjólbarðar og slöngur
■
1 væntanlegir bráðlega
• .
■ í eftirtöldum stærðum:
«• -< J
: 700 x 15 670 x 15 760 x 15 500 x 16 525 x 16 •
í 600 x 16 650 x 16 900 x 18 700 x 20 750 x 20
ftftefdnááon /,/
Hverfísgötu 103 — Sími 3450
Opnum í dag kl. 1
Tökurrs upp nýtízku
hömruð piBsefní.
Mikið úrval.
l Ci (íl
cinzci ounnn
Bankastræti 4.
Sundhöllin
i
■ m-
: verður lokuð fyrst um sinn vegna viðgerðar. |
■ « ■!
■ «■
■ r
■ ■;
: Suntlhöll Reykjavíkur. :j
Skrifstofustúlka
■
■
| óskast í ca. 4 mánuði. — Þarf að vera samvizkusöm, lipur
•' og æfð í vélritun. — Tilboð með upplýsingum sendist
5 afgr. Morgunbl. merkt: „S. S.“—572 fyrir 7. janúar.
— Bezt að auglýsa £ Morgunblaðínu —