Morgunblaðið - 21.01.1953, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.01.1953, Qupperneq 2
MORGUHBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. jan 1953 "] Niklar umræður um Fram- kvæmdabankann í efri deild i Kommúnisiar sýna hug sinn fil raforku- veranna og áburðarverksmiðjunnar. SÍÐUSTL’ tvo daga hafa orðið allmiklar or háværar umræður um írumvarpið að Framkvæmdabanka íslands í efri deild Alþingis. Tar frumvarpið til 2. umræðu. Hafði borizt nefndarálit frá fjár- iiagsnefnd, sem hafði klofnað. Meirihlutinn, sem í voru Bernharð Stefánsson, Gísli Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Karl Kristjáns- son lögðu til að frumvarpið yrði samþykkt með nokkrum breyt- Sngum Brynjólfur Bjarnason kommúnistaþingmaður vildi láta vísa Tfruijivarpinu frá með rökstuddri dagskrá. Jarðskjálitinn á Kamschatka tÍTVEGUN STOFNFJÁRLÁNA Framkvæmdabankanum er ætl ,að mjög þýðingarmikið hlutverk, að útvega lánsfé til fjárfestingar. í*. e. að afla lánsfjár til langs tíma og lána sem stofnfé. Hlut- verk bankans verður tvískipt. í fyrsta lagi að útvega fé innan- Jands til fjárfestingarlána og <öðru lagi að útvega fé erlendis tjl fjárfestingarlána. FORGANGA UM SÖFNUN LÁNSFJÁR INNANLANDS Engin stofnun er til í land- inu, sem sérstaklega er ætlað það hlutverk að hafa for- göngu um söfnun fjár innan- ! lands. Er Framkvæmdabank- anum ætlað slíkt hlutverk og ) telur ríkisstjórnin það svo þýð ingarmikið og sérstakt hlut- 1 verk, að ekki sé hægt að j blanda því saman við önnur I verk og ekki hægt að fela það ncinni stofnun, sem fyrir er, 1 án þess að valda truflun. SAMRÆMING í ATVINN UMÁL UM Á undanförnum árum hefur Jieirri skoðun vaxið fylgi, að nauðsynlegt sé að samræma framkvæmdir í atvinnulífinu sem mest. Einkum á þetta þó við um framkvæmdir, sem ríkið stendur að. Er framkvæmdabank I anum ætlað það hlutverk að veraj ríkisstjórninni til ráðuneytis í i járfestingarmálum. Honum er setlað að stuðla að því, að fram- lcvæmdir ríkisins og aðgerðir í íjárfestingarmálum séu í sem Leztu samræmi við þjóðarhag. KOMMAR ERU Á MÓTI MARSHALL HJÁLP! Brynjólfur Bjarnason komm- •ínistaþingmaður hélt háværar xæður um frumvarp þetta. M. a. «r ætlazt til þess að stofnfé bank- árns verði framiag úr Motvirðis- sjóði að upphæð um 101 milljón ícróna. Að sjálfsögðu snúast kommúnistar gegn þessu. Lína þeirra hefur jafnan verið að berj- ast gegn allri efnahagsaðstoð, Úæði frá Marshall-stofnuninni og gagnkvæmu öryggisstofnuninni. I samræmi við þá baráttu komm- •únisla gegn viðreisn V-Evrópu vildi Brynjólfur hafna hinu óaft- Vrkræfa framlagi í mótvirðissjóði, sem gerir okkur kleift að reisa Sogsvirkjunina, Laxárvirkjunina og Áburðarverksmiðjuna. HLUTABRÉF í ÁBURÐAR- VERKSMIÐJUNNI Eysteinn Jónsson, fjármála- ráðherra, tók til máls í um- ræðunum og hrakti nokkrar af firrum Brynjólfs. Meðal annars er gert ráð fyrir því að hluti stofnfjár Fram- kvæmdabankans verði hluta- bréf í Áburðarversmiðjunni að upphæð 6 milljón kr. Stað- hæfði Brynjólfur að ætlunin með þessu væri „að braska mcð Áburðarverksmiðjuna og selja hana auðbröskurum“, sem hann kallaði. HLUTABRÉF VERÐA HVORKI SELD NÉ VEÐSETT Fjármálaráðherra benti hon um einfaldlega á það að í lög- unum væri gert ráð fyrir að Framkvæmdabankinn mætti hvorki selja né veðsetja hluta- bréfin án samþykkis Alþingis. Enda stendur þetta skýrum stöíum í frumvarpinu, þótt blind augu kommúnistans hafi ekki tekið eftir því. Annari umræðu lauk í gær og var frumvarpinu vísað til 3. umræðu með nokkrum breyting- um frá meirihluta fjárhagsnefnd- ar, sem samþykktar voru. Togari með fundur- í vörpunni ÍSAFIRÐI, 20. jan. — Fyrir nokkru kom hingað inn Reykja- víkurtogarinn Helgafell, en er skipið var að veiðum út af Vest- fjörðum, kom tundurdufl í vörp- tina, en ekki vissu skipverjar um það fyrr en duflið var í pokan- um komið inn á þilfar. Guðfinnur Sigmundsson, sem er kunnáttumaður í meðferð dufla, frá því á stríðsárunum, fór á bát til móts við togarann út á svonefnda Prestabugt. Skip- verjar á Helgafelli, sem skoðað höfðu duflið á þilfarinu, fengu þá að vita, að duflið var virkt. Guðfinnur gerði það óvirkt, þar sem það stóð á þilfarinu og tók síðan duflkúluna með sér í land. — Mun kúlan vera um hálfur annar metri í þvermál. Fyrir tveim árum kom einn Akureyr- artogaranna með tundurdufl á þilfari. — Dufl Helgafells er hið fimmtánda, sem Guðfinnur gerir óvirkt. Úflendingar fái ekki ahrinnuleyfi Á FUNDI í stjórn Sambands mat- reiðslu- og framreiðslumanna, er haldinn var í gær, var samþykkt ■ginróma að mælast til þess við viðkomandi yfirvald, að veita ekki erlendum mönnum atvinnu- íeyfi í matreiðslu eða fram- reiðslustörfum, né endurnýja slík leyfi til þeirra erlendu manna, sem slík leyfi hafa áður fengið. Samþykkt þessi er gerð vegna þess aivarlega atvinnuástands, sem skapazt hefur meðal fram- réiðslumanna og matreiðslu- manna frá því um og íyrir síð- ustu áramót. Samband matreiðalu- og fram- reiðslumanna hefur tilnefnt full- trua sína í veitingaleyíisnefnd Reykjavikur fyrir árið 1953 þá Janus Halldórsson fo'mann sam- bandsins samkv. tiJlögu Fram- reiðsludeildar og Böðvar Stein- þorsson íyrrv. form. sambands- ins samkv. tillögu Matreiðslu- deildar. Varamenn á sama hátt Sigurður B. Gröndal og Kári Halldórsson. Forvifnir áhorfendur WASHINGTON, 20. nóv. — Fjórar aðalsjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna hafa tilkynnt, að líklegt sé, að um 70 milljónir manna hafi fylgzt með embættis- töku Eisenhowers, forseta, í sjón- varpi. — Enn fremur er áætlað, að hálf milljón manna hafi kom- ið til Washington ÞRIÐJUDAGINN 4. nóvember s.l. um miðaftansleytið kom mikil ókyrð á mælana í jarð- skjálftarannsóknastöðinni í Ott- awa í Kanada. Kl. 18.09 eftir mið- tíma Evrópu sýndu mælarnir svo ógurlega harðan kipp, og þessu hélt fram í tvær klukkustundir, að hver kippurinn kom af öðrum. Tilkynningar til vísindamanna voru þegar sendar út frá jarð- fræðistofnunum háskólanna í Kaliforníu og New York og einnig frá Hawaieyjum. Allar þessar stöðvar mældu og jarð- skjálftana og reyndu að komast fyrir hvar þeir ætti upptök sín. Kom þeim saman um að hann mundi hafa verið í austurhluta Síberíu. Sama kvöldið sendi bandaríska flotamálaráðuneytið viðvaranir með loftskeyturn til allra amer- ískra stöðva í Kyrrahafi. Alla leið frá Japan til Kaliforníu- stranda voru strandvarnalið og j hjálparsveitir kallaðar til starfa. Jarðskjálfta rannsóknastöðin í Berbers Point tilkynnti að jarð- skjálftinn hefði hlotið að vera ógurlegur. Kl. 20.42 skall fyrsta fljóð- bylgjan, þriggja meíra há, á eynni Attu í Aleuteneyja-klasan- um og gekk þar á land. Kl. 21 náði flóðbylgjan til eyj- arinnar Adak, sem er austarlega í Aleuteneyja-klasanum, gekk þar á land og braut hafnarmann- virki. Kl. 23.55 skall flóðbylgjan á eynni Midway og flæddi þar yfir bandarísku loftvarnastöðvarnar, svo að þar varð hálfs meters djúpur sjór. 5. nóv. kl. 0.10 var flóðbylgjan komin undir eyna Wake og Hawaieyjar og hættumerki voru gefin á báðum stöðum. Kl. 3,16 skall fyrsta flóðbylgj- an, tveggja metra há, á eynni Oahu, sem er ein af Hawaieyj- um. Fólkið trylltist af skelfingu, því að árið 1946 hafði flóðbylgja skoilið á eynni og 169 menn drukknað. Kl. 3.30 flutti amerískt herlið burt alla íbúa á norðanverðri eynni Oahu. Rétt á eftir skall megin flóð- bylgjan, eða öliu heldur fjórar holskeflur hver af annarri á eynni. Það var eins og allt Kyrra- hafið ólgaði og byltist um. Sjór- inn gekk yfir bæi og byggðir og fjölgi húsdýra drukknaði. Á vesturströnd Bandarikjanna bjuggust mertn við flóðbylgjunni þá og þegar. Kanadisku loft- skeytastöðvarnar sendu út tilkynningar til allra skipa á Kyrrahafi, að þau skyldu flýta sér sem mest til næstu hafnar. — Á Long Beach í Kaliforníu voru menn ótta slegn- ir, því að þar geta flóðöldur gert mikinn usla. En að þessu sinni náði flóðaldan ekki til megin- lands Ameríku. Jarðfræðingar um allan heim voru önnum kafnir til að reikna út hvar þessi ógurlegi jarð- skjálfti hefði átt upptök sín, en hræringar frá honum hafa fund- ist um allan hnöttinn. Með að- stoð bandarísku rannsóknastöðv- , anna á Aleuteneyjum og Hawai tókst svo að ákveða að upptök jarðskjálftans hefði verið í horn- inu þar sem mætast 60 breiddar- ' gráðan og norðlæga og 160 lengd- argráða, eða í Gischginskaja-fló- anum, rétt við vesturströnd Kamtschatka. Sérfræðingar jarðfræðideildar háskólans í New York tilkynntu þá: „Jarðskjálfti þessi hefur ( verið álíka mikill og jarðskjálft- inn 1906, sem lagði San Francis- co í rústir, eða jarðskjálfinn mikli í Japan 1923, þegar 100.000 manna fórust“. j Þessar ályktanir sérfræðing- anna gáfu herstjórnum vestur- veldanna umhugsunarefni, því að hjá Kamtschatka hafa Rússar aðalbækistöðvar Kyrrahafsflota Rússar höfðu skýringuna á relðum höndum i>að var ekki jarðskjálfti helchsr kjarncrkysprengja síns og hafa verið að efla þær frostin ó þessum slóðum i bvrjun seinustu árin. í Petropavlovsjc nóvembermánaðar og myndast og Ust-Kamtschatka voru nú þá ísbreiður, sem ná yfir allt. hinar öflugustu flotastöðvar. Ochotiska-hafið, þegar kemur í Industrialinij, sem er útborg fram í febrúar og stöðva allar Petropaylovsk, voru risavaxnar siglingar langt fram á vor. Væri herskpia-smíðastöðvar. íbúa- því unt að skapa þarna hlýja fjöldi borgarinnar var nú orðinn hafstraiuna, mundi það gjör- 150.000. Þar voru einnig tveir breyta öllu á Ishafsströnd Síber- flugvellir fyrir hernaðai’flugvél- íu, jurta og dýralif mundi auk- ar. Og víðsvegar um Kamtschatka ast mjög og Síbería mundi geta eru stöðvar fyrir kafbáta og lundurspilla. Af þessu drógu herstjórnir Vesturveldanna sínar ályktanir, framleitt nóg kornmeti handa al- heimi. Þessi tilkj'nning sver sig mjög í ættina. Rússar monta af því, a?S en prófessor L. Don Leet við hafa komizt að kjarnorku-leynd jarðsjálfta rannsóknastöð Har- armálinu, og þeir ætla sér svo vard-hóskólans, kvað upp úr sem ekki að nota hana til hern- með það hverjar mundu hafa aðarþarfa, eins og aðrar þjóðir, orðið afleiðingar jarðskjálítans. heldur til friðsamlegra fram- Hann sagði: „Mikið tjón hlýtur^ fara fyrir mannkynið. Að þessu loknu kom rússneska stjórnin skýringu sinni á Kamt- schatka atburðinum á framfæri við erindreka sína í Norðurálf- unni, og einn þeirra, franski blaðamaðurinn Jaques Blach- Morhange dreifði henni út. Hann segir þar, að borgin Petropav- lovsk hafi að vísu hrunið í rústir, en áður hafi hvert mannsbarn verið flutt þaðan. Hann segir, að ísinn muni ekki hamla sigling- um á þessum slóðum í vetur og kveðst vona að Churchill skýri neðri málstofu brezka þingsins frá því, að tilraun Rússa hafi heppnast. Jafnhliða þessu var það svo borið út um öll Vesturlönd, að það hefði verið vetnissprengja, sem Rússar hefði notað þarna. Dr. Ernst Wanner við veður- stofnunina í Zúrich hefir hent gaman að þessum fréttum og seg- ir að frásögnin muni slaga álíka hátt upp í sannleikann, eins og fló slagar upp í fíl. Og hann út- skýrði þetta svo enn betur fyrir almenningi með þessum orðum: „Ef annar eins jarðskjálfti hefði átt upptök sín í Sviss, þá mundi hans hafa gætt svo mjög í Lon- don að allir reykháfar þar hefði hrunið“. (Úr „Der Spiegel"). að hafa orðið í öllum byggðum á strönd Kamtschatka, og í Petropavlovsk og nágrenni henn- ar hlýtur allt að vera í rústum“. Tass-fréttastofan rússneska lét ckkert til sín heyra og þagði alveg um jarðskjálfann. En frá Hélsinki barst sú frétt, að sima- sambandsl. væri milli Moskvu og Petropavlovsk. En rússneska stjórnin gætti þess, að engar fregnir bærust frá Kamtschatka. En síðan á stríðsárunum hefur verið eitthvert samband milli ís- hafsrannsóknarstöðvarinnar í Leningrad og ýmissa brezkra jarðfræðinga og veðurfræðinga. Þetta notuðu Rússar sér til þess að láta íshafsstofnunina i Lenin- grad koma eftirfarandi frásögn til Breta um það, sem gerzt hafði í Kamtschatka: — Enginn jarðskjálfti né sjá- varhamfarir hafa orðið hjá Kamt schatka, heldur var Sovét stjórn- in að gera tilraunir í sambandi við nýjustu uppgötvanir í kjarn- orkuvísindum. Tilraunin, sem gerð var i flóanum hjá Kamt- schatka hafði þann vísindalega tilgapg, að gengið væri úr skugga um hvort ekki væri hægt að skapa hlýja sjávarstrauma með kjarnasprengingum. Eins og kunnugt er, byrja Miðskóladeild áfram við Menntaskólaim á Áknreyri ALÞINGI samþykkti í gær og verður afgreitt scm lög, frum- varp um breytingu á lögum um menntaskóla. Þessi nýju lög fela það í sér að fræðslumálastjórn er heim ilt, ef ástæða þykir til, að halda uppi miðskólakennslu við menntaskólana í óskiptum bekkjardeildum. Eins og sakir standa mun slík miðskóladeild við mennta skóla einkum koma til greina j við menntaskólann á Akur- eyrj. Þar mun á næstu árum^ verða nægilegt húsrúm fyrir. miðskóladeild. Bcnda því all- ar líkur til að miðskóladeild verði áfram við Menntaskól- ann á Akureyri, Spegjlliin i ÞEGAR Spegillinn kemur r.æst út, hefst 28. útkomuár hans, en að venju ræðir Spégillínn helztu málin, sem rædd eru manna á meðal á hinu nýbyrjaða ári. Spegillinn mun líka breyta um svip og letur. — Ég tel þetta vera miklu sigurstranglegri frá- gang, sagði ritstjórinn. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.