Morgunblaðið - 21.01.1953, Qupperneq 10
I
10
MORGUTSBLAÐJÐ
Miðvikudagur 21. jan. 1853
ii'iiiaiiiiiumunmmmia
ninmiiiiiiiiiint
Hamingjan í hendi mér
*»._
Skáldsaga eítir Wmston Graham
Hii(iiii<iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini*niiiii
Framhaldssagan 24
Þar keypti hann kvöldblað og
fór yfir Westminster Bridge. Það
var farið að rigna og þegar hann
var kominn á miðja brúna nam
hann staðar til að spenna upp
regnhlífina. Ég hægði á göng-
unni en stöðvaði ekki. Það var
betra að vera nær honum þegar
farið var að dimma.
Þegar yfir brúna kom beygði
hann til hægri. Það var orðið
mannfátt því að við vorum komn
ir af aðalgötunum. Ég var orðinn
rennblautur af rigningúnni.
Við vorum á stað þar sem hús-
in höfðu verið sprengd í loftárás-
um og ekkert var umhverfis
nema steinhnullungar og gras-
stúfar á milli. Ég hraðaði ferð-
inni, náði honum og tók í hand-
legg hans.
„Þér eruð komnir af réttri
leið“, sagði ég.
Hann reyndi að losa handlegg-
inn. „Þér græðið ekkert á því að
elta mig“. Hann hvessti á mig
augun og gleraugun hristust á
nefinu á honum.
„Segið mér, hver það er sem
sendi yður?“
Til allrar hamingju var
gangstéttin orðin blaut svo að ég
heyrði fótatakið á bak við mig,
þótt gengið væri á gúmmísólum.
Eg hlýt að hafa beygt mig ein-
mitt á réttu augnabliki því járn-
stöngin lenti á milli herðablað-
anna á mér, svo að ég sá stjörn-
ur. Ég sneri mér við og sló af öllu
afli og hitti einhvern. Ég hafði
aldrei á ævi minni slegið svona
fast. Maðurinn hvarf líka niður
í grjótið, en ég tók til fótanna á
eftir Jerome.
Ég náði honum undir Ijóskeri.
Nú var mér orðið sama hvort
nokkur sá til okkar. Ég sló til
hans svo að hann féll við á hnén.
Svo þrýsti ég honum upp að
veggnum, tók um hálstauið hans
og sneri upp á.
„Jæja, hver sendi þig .... út
með það?“
„Varlega“, stundi hann. „Hjart
að .... ég er Újartveikur
„Svona .... út með það“.
Hann varð allt í einu máttlaus
og ég lét hann detta. Hann var
orðinn náhvítur í framan eins og
veggurinn og ég hélt að ég hefði
gengið of langt. Ef hann var
dauður var mér réttast að hypja
mig og það stráx.
Þá heyrðist í lögregluflautu.
Ég stóð upp bg um leið bærði
Jerome á sér. Ég beygði mig nið-
ur aftur, tók utan um hálsinn á
honum og hristi hann.
„Hvað heitir maðurinn?"
-//—
Fólk stóð í þyrpingu við ljós-
kerastaur nokkuð frá. Lögreglu-
þjónn kom gangandi í áttina til
okkar eftir auðri götunni og
skimaði í kring um sig.
„Ég sver það“, sagði ég, „að
ef þú segir mér ekki tafarlaust
hvað maðurinn heitir, þá skal ég
gíera út af við þig áður en hjálp
kemur“.
Hann sagði eitthvað, sem mér
heyrðist vera „Suss“.
„Hvað?“
„Fis. ...“
„Hvað heitir hann“.
„Eg er búinn að segja það.
Fisher“.
„Clive Fisher?"
Hann kinkaði kolli og ég
sleppti honum. Lögregluþjónn-
inn sá mig um leið og ég stóð
upp. Ég sneri við og tók til fót-
anna. Hann kallaði og hljóp á
eftir mér.
Ég hljóp yfir klungur og grjót
og hann blés sífellt í flautuna.
Ég var nærri búinn að flækja mig j
f þvottasnúrum og fór í hringi í j
kríng um öskutunnur. Loks kom
ég að vegg, þar sem hægt var að
komast yfir. Svo fór ég upp eitt-!
hvað bratt og skellti mér niður
endilöngum, um leið og lest kom
þjótandi eftir teinunum.
Um leið og hún var farin fram J
hjá, skauzt ég yfir teinana og
niður hinum megin. Og þar hljópl
ég áfram eftir árbakkanum.
Eftir fimm mínútur nam ég
staðar til að kasta mæðinni.
Köllin voru komin í fjarska.
Loks náði ég í leigubíl og bað
hann um að aka heim á gistihús-
ið. —
Mér létti þegar ég sá að bíllinn
stóð fyrir utan. Ég fór inn og
spurði um Söruh. Mér var sagt
að hún væri að borða kvöldmaí.
Ég strauk hendinni yfir hárið á
mér og fór beint inn í salinn.
Ég hlýt að hafa verið ófrýni-
legur ásýndum, því að yfirþjónn
lyfti brúnum, þegar hann sá mig
og Sarah hálf-reis upp úr sætinu
þí^ar ég kom.
„Oliver, hvað er að?“
„Ekkert“. Ég settist í sæti mitt.
Hrói höttur
snýr aftur
eítir John O. Ericsson
103.
— Herra, sagði pilturinn. Þú ættir ekki að láta hengja
mig, því að ég get gert þér greiða. Það geri ég þó aðeins
með því skilyrði, að ég fái að fara frjáls ferða minna. Ég
get sem sé opnað borgarhliðið fyrir ykkur-
— Ertu genginn a/ vitinu? gortarinn þinn. Meinarðu, að
þú getir hleypt okkur inn í kastalann?
— Öllum með tölu, herra. En fyrst verðurðu að lofa að
drepa mig ekki.
— Óðara og þú hefur hjálpað mér inn í höllina, ert þú
frjáls maður og getur farið hvert á land sem er.
Merchandee greip í öxlina á piltinum og hristi hann.
— Út með það, sem þú veizt, hundinginn þinn, öskraði
hann. Og mundu, ef þú leynir okkur einhverju, þá brýt ég
hvert bein í þér.
— Láttu mig vera, herra, sagði pilturinn og reyndi að
slíta sig lausan. Hvernig heldurðu, að ég geti sagt þér það,
sem ég veit, ef þú heldur mér svona fast?
— Slepptu honum, Merchandee, sagði sýslumaðurinn.
Hann veit það ósköp vel, að fara með svik, er sama og að
missa lífið. Ætlarðu að opna hliðið fyrir okkur, drengur?
— Nei, herra, svaraði pilturinn, þegar Merchandee var
búinn að sleppa honum. Ríkarður hefur sjálfur lyklana að
hliðinu, og ég veit ekki hvar hann geymir þá. En ég veit
um annan stað, þar sem þið getið allir komizt inn fyrir
varnargarðinn.
— Segðu okkur þá frá honum, sagði sýslumaðurinn. Það
er komið fast að miðnætti, og tími til kominn, að við höfumst
eitthvað að.
BUSENDINGAR
, Vörusendingar, sem flytja á með flugvélum vorum
frá Reykjavík til staða úti á landi^ skulu fxamvegis
vera komnar til vöruafgreiðslu félagsins á 'íteykja-
víkurflugvelli eigi síðar en klukkutíjma- fyrir brott-
för flugvélar. Að öðrum kosti mega -sendendur vara,
búast við því, áð þær þurfi að bíða næstu flugferðar/
Flugfélag Islands h.f.
útasala
XJerzí. JínaiL
n^i^ar^ar ^j/oh
Lækjargötu 4
nóon
íl-
Penincgaskápisr
Lítill peningaskápur óskast
keyptur. Tilboð til afgr. Mbl.
„B. B. — 803“, fyrir mán-
aðamót. —
Barnasokkar
ullarsokkar kvenna, kjóla-
efni frá kr. 34,00 m., kápu-
efni, vírblúndur.
A N G O R A
Aðalstræti 3. Sími 1588.
Atvinna
Ung kona óskar eftir at-
vinnu við búðarstörf sauma-
skap eða hliðstæða vinnu.
Tilboð merkt: „Reglusemi
— 802“, leggist á afgr.
Mbl. fyrir laugardag.
Skrifstofuherbergi
óskast
Þarf ekki að vera mjög
stórt, æskilegast í Miðbæn-
um eða við hann. Uppl. í
síma 82168, milli kl. 2—4.
íbúð óskast
1 herbergi og eldhús ósk-
ast til leigu strax. Uppl. í
sima 1660 milli kl. 10 og 12.
Tvö HERBERGI
TIL LEIGU
fyrir barnlaust fólk. Mætti
elda í öðru. Verð: 600,00 kr.
á mán. Fyrirframgreiðsla
fyrir 1 ár. Upplýsingar í
Barmahlið 33 kl. 6—8.
Til sölu er ameriskur
kæliskápur
Norge, 4ra ára model. Tilboð
merkt: „867 — 804“, send-
ist afgr. Mbl.
KEFLAVÍK
STOFA
óskast í Keflavík eða ná-
grenni. Til leigu lítil íbúð í
Reykjavík. Tilboð óskast
send Mbl. fyrir kl. 5 laugar
dag merkt: „Leiga — 806“.
Nýtt, vandað, útskorið
SÓFASETT
til sölu, Einliolti 2.
færisverð.
Tæki-
BILL
með stöðvarplássi óskast til
kaups. Upplýsingar í síma
4131. —-
Bezt að auglýsa I Morgunblaðinu -
NYKOMIÐ
Doppótt eldhúsgardínnefni
(Organdi). Breidd 90 cm.
Verð kr. 24.95 m. Einnig
bleyjugas breidd 150 cm. —
Verð kr. 8.90 m.
Anna Gunnlaugsson
Laugaveg 37, sími 6804.
Ullarsokkar
Barna- unglinga-
og kvenna
Vefnaðarvörubúð
Vesturgötu 4.
1 da§ o@ á
morgun
seljum við verulega gott
taft moire svart og dökk-
blátt á kr. 30.00 pr. meter.
Freyjugötu 1, simi 2902.
TAKH) EFFIR
Getum nú aftur tekið til við-
gerðar allsk. gull og silfur-
muni. Smíðum úr brotagulli
og silfri. Vönduð vinna. —
Fijót afgreiðsla.
VALUR FANNAR,
gullsmiður, Laugaveg 15.
Röskur og ábyggilegur maður
oskar eftir atvinnu
fljótlega. Er vanur af-
greiðslu og skrifstofustörf-
um: Önnur vinna kemur
einnig til greina. Tilboð
sendist afgr. Mbl. fyrir 25.
þ.m., merkt; „Fljótlega —
805“. —
Bíeflavík
o@ nærsveitir
T A K I Ð E F T I R
Lítið, nýtt hús til sölu, ef
viðunanlegt tilboð fæst. Gott
að komast að því, þægilegt
til flutnings. Uppl. í síma
9352. —
Húsnæði — Ldn
eSa fyrirframgreiSsla
Ung hjón óska eftir 3—4ra
herb. íbúð til leigu, helzt á
hitaveitusvæðinu. — Fyrir-
fiamgreiðsla eða útvegun á
láni kemur til mála. Tilboð
merkt: „Ilúsnæði — lán —
793“, leggist inn á afgr. fyr-
ir föstudagskvöld.
1. veðréttar-
skuldabréf
í húseign við bæinn, að upp-
hæð kr. 74.000,00, er til sölu
af alveg sérstökum ástæð-
um. Þeir, sem kynnu að vilja
kaupa bréfið, leggi nöfn sín
inn á afgr. Mbl. fyrir n. k.
laugardagskvöld, mei-kt: —
„Skuldabréf — 795“.
^ BEZT AÐ AllGLÝSA A
T í MORGUISBLAÐIIHI. V