Morgunblaðið - 28.02.1953, Blaðsíða 10
r
10
MORGVNBLAÐIÐ '
Laugardagur 28. febr. 1953
iitiiiiiiinimn
^Jsvenjojó k
m oa
eimi
hi
IFS® 1 ® © «■ ®
Fmnskur listiiisHif gæti orð-
yrírmyndor
KVENNASIÐAN hitti fyrir
skömmu að máli ungfrú Gyðu
Jónsdóttur, en hún er nýkomir
heirn frá útlöndum eftir þriggja
ára dvöl í Noregi og Finnlandi,
þar sem hún hefir verið við nám
í iistiðnaði, aðallega vefnaði og
útsaumi.
Gýða er full af áhuga á hinum
fjölþættu viðfangsefnum sínum
' ög hefir frá mörgu að segja frá
veru sinni og námi erlendis og
Gistiðnaði frændþjóða okkar á
Norðurlöndum.
í NOREGI OG
FINNLANDI
>' — Fyrsta árið, segir hún, V'ar
ég við „Statens Kvinnelige
Industriskole“ í Osló, en síðan
, fór ég til Finnlands og var fyrst
,eitt ár á handavinnukennara-
skóla í Helsingfors, sem er hinn
stærsti og mikilvægasti af sinni
,gerð í Finnlandi. Skólinn starfar
í mörgum deildum, sem hver fæst
við sína sérstöku námsgrein:i
vefnað, útsaum, fatasaum, hatta-j
saum o. fl. Næsta ár var ég svo
við listiðnaðarskólann ,Ateneum‘. j
Það er gömul stofnun, næstum
því 80 ára, mjög stór og umfangs- :
mikil. Skólinn er í sömu bygg-1
ingu og Listasafnið og Listahá-
skóiinn í Helsingfors.
.FINNSKAN ERFIÐ —
MIKIL DÝRTÍÐ
í Venjulega er gert ráð fyrir
-þriggja ára námstíma en mjög
fáir útlendingar eru þar nema í
hæsta lagi eitt ár, til að sjá og
hynnast íinnskum Jistiðnaði
meira en að leggja stund á reglu-
legt nám til jafns við Finna
.sjálfa. Ber þar margt til, t. d.
það, hve útlendingum er erfitt
að fylgjast með kennsiunni, sem
,fer fram á finnsku og einnig hitt,
:bve dýrtíð er mikil í landinu, og
■;»11 möguiegt er fyrir út’endinga
fáð finna nokkra ígripavinnu til
Ræíl vil nnglrú Gyðu Jónsdóilur
Gyða .Tónsdóttir.
Hka á gömlum merg. Er hægt að
sjá á söfnum þeirra mörgum, að'
þeir hafa, þegar aftur í grárri
forneskju verið komnir ótrúlega
langt í veí'naði útsaumi og baik-
arvinnu einnig. Hinsvegar er þar
minna um tréskurð heldur en hjá
okkur íslendingum.
ÞJÓÐLEGIE OG
FRUMLEGIR 1 SENN
Það sem mér finnst athyglis-
verðast um Finna á þessu sviði
er það, hve mikla alúð þeir'
leggja við að halda við hinu
gamla og þjóðlega í heimiiis- og
listiðnaði sínum, hve vel þeimj
hefir tekizt að gera hið gamla
nýtt, án þess að um beina stæ!-
ingu sé að ræða.
Þeir eru skemmtilega hug-
kvæmir og lagnir við að gefa
listmunum sínum finnskan og í
senn frumlegan svip.
leitt hneigðar fyrir handavinnu?
— Þær eru mjög myndarlegar
og verklegar í sér og svo dug-
legar og afkastamiklar, að furðu
sætir. A mörgum heirnilum eru
til vefstólar, sérstaklega til
sveíta. Finnar kunna mjög vel að
meta það, sem handunnið er,
enda hefir vélaiðjan ekki útrýmt
handiðnaðinum að eins miklu
leyti í Finnlandi og víða annars
staðar.
Finnskar stúlkur vinna heil ó-
sköp eins og sagði áðan. Þær
hirða ekki svo mjög um ýmis-
legt dútl og „snurfus“ í húshald-
inu, enda hafa þær engan tíma
til slíks. Mikill hluti giftra
kvenna í Finnlandi er knúinn til
að vinna utan heimilisins að
meira eða mina leyti, vegna þess,
hve líísafkoman er örðug. En
enginn mælir æðruorð og að-
dáunarvert er, hve finnska þjóð-
in hefir þegar rétt við eftir
þrengingar styrjaldarinnar. —
Það hefir kostað svita og mikið
erfiði. —
FINNSKA ULLIN GÓÐ
— Hvað um ullariðnað Finna?
— Það er yfirleitt lítið um
sauðfjárrækt í Finnlandi, svo að
ullariðnaður er þar ekki ýkja
mikill. Annars er finnsk ull, hin
svonefnda Lantras-ull, viður-
kennd sem ein hin bezta teg-
und ullar, sem völ er á. Finnar
flytja hinsvegar inn töluvert af
ull til vinns’u þ. e. þeir þurfa
mjög á hlýjum ullarfötum að
halda' að vetrinum. Ullarvinna
þeirra, það sem hún er, er ákaf-
lega vönduð og falleg.
Línvefnaður Finna er einnig
mjög eftirtektarverður.
Framh. á bls. 12
Þegar börn ern
C
„SKÓGUR í SNJÓ“ — Þetta er hinn svokallaði Finnvefur, sem
er sérkennandi fyrir finnskan vel'nað, gamfan og nýjan. Tepp'.ð er
oíið af Laila KarttuKen, sem er ntjög þekkt fyrir vefnað sinn,
byggðan á þjóðlegum fyrirmyndum.
að létta undir með námskostnað-
inn. Ég þóttist heppin, er ég fékk
um skeið vinnu við að vefa hjá
ýinni mjög þekktri finnskri vefn-
aðarkonu, Margareta Ahlstedt-
yillandt. Fékk ég þar góóa æf-
'ingu og reynslu í að vefa gobel-
in-vefnað (myndvefnað) um leið
bg ég vann mér inn nokkuð af
peningum.
STANDA Á GÖMLUM •
iYIERG
F- — Hvað geturðu sagt mér um
íinnskan vefnað?
e— Finnar standa í ýmsum
fereinum framar hinum Norður-
löndunum í listiðnaði og hand-
jiðnaði ails konai'. Þcir standa þar
. Það er margt sameiginlegt með
finnskum og íslenzkum vefnaði,
en sá finnski er miklum mun
fjölbreytilegri. Mikið er um hinn
svonefnda Rya-vefnað, aðallega
mottur alls konar og Finnvef-
inn, sem mjög er sérkennandi
fyrir finnskan vefnað bæði fyrr
og síðar. í nýtízku vefnaði eiga
Finnar nokkuð, sem ekki þekkist
á hinum Norðurlöndunum, en
það er hinn svokallaði bindi-
þiáðsvefnaður, sem aðallega er
notaður við dúka.
FINNSKAR STÚLKUR
DUGLEGAR OG
AFKASTAMIKLAR
Eru. finnskar stúlkur yfir-
Svona malreiða
Spánverjar saftfisk
1. Roð og bein eru tekin úr
hálfu kg. af útvötnuSum saltfiski
sem síðan er skorinn í meðal-
stóra bita. Þeir eru þerraðir með
hreinum léreftsklút, dift niður
í hveiti og síðan steiktir Ijós-
brúnir í sjóðandi ohu eða feiti.
Síðan teknir upp úr feitinni.
Laukur er brúnaður og nýir
tómatar skornir í sneiðaj og settir
saman við. Þetta er svo ásarm
fiskinum látið x poti og soðið í
örlitlu af vatní, þangað ti! i'isk-
urinn er meir. Borið fram með
soðnum hrísgrjónum og steikt-
um fransbrauðsteningum.
2. Sundurskornir tómatar og
kartöflur í sneiðum ásamt söx-
uðum lauk er látið út í dálítið
af saltfisksoði. Eftir fimm min.
suðu er saltfiskinum, sem sóðinn
hefir verið til hálfs, bætt við í
smábitum og síðan soðið í nokkr-
ar mínútur til viðbótar.
Borið fram með feiti og pipar
stráð yfir eftir smekk.
ÞAÐ er ekki nema eðlilegt,
að börn séu stundum feimin.' —
Enginn er alltaf öruggur um
framkomu sína . . . hvorki börn
né fullorðnir. Flest börn eru
þannig á vissu aldursskeiði, að
þau eru feimin að tala við ókunn-
uga. Venjulega hverfur þessi
feimni fljótlega, en ef henni er of
mikil gaumru gefinn getur feimn-
in festst við barnið . . . því til
míkilla örðugleika síðar.
Feimni stafar af öryggisleysi,
og öryggisleysi er ekki hægt að
útiloka algerlega, en það er hægt
að vinna gegn því, með því, að
veita barninu eðlilegt sjálístraust
með umhyggju og alúð.
Feimna barnið virðist oft blátt
áfram ókurteist. Það svarar ekki
vingjarnlegam spurningum og
býður ekki góðan dag. En barn-
inu er gert mikið ógagn, ef ;~.ett
er ofan í við það eða því er hegnt
fyrir framkomuna. Auðvitað er
jafnslæmt að stríða barni á
feimni.
Hins vegar eiga hinir fullorðnu
ekki að afsaka barnið: „Við
skulum láta hana eiga sig ....
hún er svo afskaplega feimin“.
Barnið tekur það sem staðreynd,
að það sé feimið og heldur því
áfram. Fullorðnir eiga aldrei að
tala um barn í áheyrn þess. Það
er því miður allt of oft gert, en
sérstaklega getur það verið skað-
legt fyrir barn, sem er feimið.
Látið barnið heldur afskipta-
laust. Beinið ekki athygli ann-
arra að því. Ef barnið er feimið
við fullorðið fólk, þvingið það þá
ekki til að umgangast það. Lofið
því að athuga sinn gang í ró og
næði, og brátt mun það komast
að raun um að engin ástæða er i
fyrir íeimninni.
Verra er, ef barnið er feimið
við jafnaldra sína, og ef sú feimni
virðist ekki fara fljótlega af,
þá getur annað ofreldið kom-
ið til hjálpar . . . fengið barnið til
að taka þátt í leiknum, og gera
hann sem skemmtilegastan. Ef
hægt er að koma því við, er gott
að híð feimna barn umgangist
börn, sem eru því minni máttar.
Hvað gerir það, þótt þau séu svo
lítið yngri og ekki eins skyni
sigur á feimninni, þá leitar það
áreiðanlega til sir.na jafnaldra.
Ef um eldra barn er að ræða,
er hægt að tala við það í róleg-
heitum, en ekki þó of oft. Það
er gott ráð, að segja að maður
hafi sjálfur þjáðst af feimni, en
hún hafi farið af, þegar frá leið.
Styrkið sjálfstraust barnsins og
æfið það smátt og smátt í því að
umgangast aðra. Það verða menn
nefnilega að læra. Það kemur
ekki af sjálfu sér.
Sumum foreldrum þykir gam-
an að því, að láta börnin fara með
kvæði eða syngja fyrir gesti sína.
Það skaðar ekki, ef ekki er gert
of mikið af því, en það gerir
börnunum heldur ekkert gagn.
Betra er að venja börnin á að
„upp troða“ fyrir jafnaldra sína,
leika leikrit eða halda stuttar
ræður. Það gefur sjálftraust, sem
síðar getur komið að gagni.
Einkunarorð heimilisins: —
— Bkssun heimilisins er nægju-
Fegurð heimilisins er reglusemi.
semi. — Heiður heimilisins er
gestrisni.
borin? Þegar barnið hefur unnið
Gáfa cPaplns
Hver er sú fríða,
sem fyllir sig á holdi manna?
Undan sér rekur hún eina þernu,
aftur og fram í ýmsa króka.
(Piáðning í frh. Kv.síðu, bls. 12).
•fc KJÖT af kindum, sem fóðr-
aðar eru nálægt sjó er auð-
ugra af næringarefnum en af
öðrum kindum, vegna þess, að
í fæðu þeirra er, auk hinna
venjuiegu grsenu efna, visst
magn af sjósöltum, sem
styrkja og næra blcð þeirra
og vöðva. . I
Skenimtileg skíða- og úíiföt. Stúlkan til vinstri á myndinni að oían
er í gráum skíðabuxum með venjulegu sniði og stórrj og hlýrri
svartri peysu með hvítum röndum. Ilúfan er einkar snotur og fer
vel við. — Stúlkan til fcægri er í svörtum skíðabuxum og gulbrúo-
um stormjakka með leðurblökuermum, vasa með loki beint framan
á brjóstinu og hotíu. ~ Mjög hentugur skíðabúningur.