Morgunblaðið - 21.03.1953, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 21.03.1953, Qupperneq 5
Laugardagur 21. marz 1953 MORCVISBLAÐIÐ 5 ^J^uenjjjóéin o<^ ^JJ-eimiliá Flosteppi úr islenzkri Í>AÐ er sannarlega ánægjuefni, jafnt konum sem körlum, þegar nýjar iðngreinar eru teknar upp hér á landi, og þá ekki sízt, þegar efnivaran, sem þarf til iðnaðarins er alíslenzk eða svo að segja, eða Unnið er úr vöru, sem hefur verið yerðlaus og talin vera einskisnýt. Gólfteppagerðin við Skúla- götu mun nú vera orðin kunn flestum húsmæðrum borgarinnar, enda starfað frá 1945. Þar eru gólfteppi hreinsuð með nýtízku tækjum, gólfrenningar saumaðir saman, svo úr þeim verða teppi, og síðast en ekki sízt, eru þar búnir til dreglar úr notuðum fiskilínum, en áður fyrr var þeim fleygt í sjóinn eða þær brenndar, þegar þær þóttu ekki nothæfar lengur. Fyrir nokkru hitti ég að máli Kristján Hansson, forstjóra Gólf- teppagerðarinnar, og spurði hann Um þessa gólfdreglagerð. — Henni kom faðir minn H. K. í framkvæmd og var stjórnandi |Dg eigandi hennar á meðan hans naut við, segir Kristján. — Það var miklum erfiðleikum bundið að koma gólfteppagerð- inni í framkvæmd því til þess að fiskilínan yrði nothæf, þurfti að Srekja hana í fínni þræði. Engar vélar til þess voru fyrir hendi. Leitað var til margra fyrirtækja erlendis, um útvegun á slíkri vél, en allt kom fyrir ekki. Hún var hvergi til. Loks var gripið til þess ráðs að láta smíða svonefnda af- snúningsvél hér. Daníel Vest- mann á Akranesi gerði hana í samráði við föður minn, og má hún því heita alíslenzk uppfinn- íng. Vélin hefur reynzt okkur ágætlega. Nú eru í verksmiðjunni 2 af- Snúningsvélar, sem geta rakið úr 40 lóðum á 8 klukkustunda vakt. — Hvað tekúr svo við, þegar þúið er að rekja sundur línuna? — Þá er hún lituð, en það ger- Um við líka hér, og loks er hún gett í vefstólana. Við komum inn í herbergi, þar Sem eru tveir stórir vefstólar og fyrir framan hvorn spólur með alla vega litum þráðum. Tveir Sterklegir karlmenn hamast við að vefa. — Hérna er ofið upp á gamla mátann, segir Kristján. — Það er erfitt verk að vefa úr svona grófu efni, en þó ljúka vefararnir 40 metrum á dag hvor. Dreglarn- Sr geta verið allt að því meter á breidd. í öðrum vefstólnum eru ofnir ifeókósdreglar, en efnið í þá er feeyptnýtt frá útlöndum. í hinum vefstólnum eru ofnir dreglar úr línu. — Hvor tegundin er endingar- betri? •— Ég held að óhætt sé að segja að dreglarnir úr línunni séu allt að því fimmfalt sterkari en kókos dreglarnir. Við framleiðsluna á línu-dreglunum er engin erlend efnivara notuð, nema tvinninn, földunarborðar og liturinn, en það er eins og gefur að skilja mjög óverulegur hluti af fram- leiðsluverðinu. Línuna fáum við hjá útgerðar- mönnum og borgum kr. 1.50 fyrir kílóið af línunni, þegar hún er ekki nothæf lengur til veiða. Verðið á dreglunum fullgerðum yerður svo frá 47.00—67.00 krón- Ur meterinn. Keimsókn í Tep Þarna verða flosteppin til Þarna eru gólfteppin sanmuð saman — Hvað er mikið af línu á i hvern mótorbát á ári og hvað kaupir þú mikið af henni? — Hver bátur getur haft upp undir tonn eftir vertiðina. Hndan- farin ár höfum við framleitt dregla úr 100 tonnum á ári og ofið 20 þúsund metra ár hvert. ★ í SÖMU braggabyggingu við Skúlagötu er til húsa annað og yngra fyrirtæki, sem engu að síður er athyglisvert. Það er ,.,Vefarinn“, sem framleiðir flos- dregla úr íslenzkri ull, og mun það vera fyrsta fyrirtækið þeirr- ar tegundar hér á landi. ,,Vefarinn“ og „Gólfteppagerð- in“ vinna saman að því leyti, að ,:Gólftéppagerðin“ sér um saum, sölu og dreifingu á framleiðslu „V_efarans“. Ég sný mér til Björns Svein- björnssonar til að spyrja hann frétta af þessari merku nýung í íslenzkum iðnaði. -— Fyrirtækið „Vefarinn" var stofnað seint á síðastliðnu ári, segir Björn. — Sveinbjörn Jóns- son, faðir minn, átti upptökin að stofnun þess og á mestan heiður- inn skilinn af því hve vel hefur tekizt með allar framkvæmdir. Undirbúningurinn að stofnuninni hófst fyrir rúmu ári. Tveir frændur í Noregi, Otto Hoven og Bjarne Hoven, sem reka fyrirmyndar teppaverk- smiðju í Mandal, hafa stutt okk ur með ráðum og dáð. Við erum komin inn í allstór- an braggasal, þar sem stendur griðarmikill vefstóll, sem nær al- veg upp í hvelfinguna. Þar er ekki ofið „upp á gamla mátann“. Þessi vefstóll gengur fyrir rafmagni, og ég sé ekki betur en maðurinn, sem stendur við hann eigi nokkuð ró- lega aaga, að minnsta kosti þessa stund, sem ég staldraði þarna við. En auðvitað verður hann að hafa vakandi auga með öllu, sem fram fer í vefstólnum og skipta um skyttu þegar þess gerist þörf. — Vefstólinn fengum við frá Þýzkalandi, segir Björn. —Norsk ur sérfræðingur kom hin^að til að setja hann saman og koma honum í lag. Samtímis var ís- lenzkur maður, Ármann Rögn- valdsson, sendur til Noregs til að læra meðferð stólsins og annað sem lýtur að framleiðslu renn- inganna. Sá norski er nú farinn, en Ármann hefur tekið við. Við höldum sambandinu við verk- smiðjuna í Mandal — nokkurs konar móðurverksmiðja — og hafa þeir þar verið okkur hjálp- legir um margt. — Efný/aran. . ..? —.. .. er mest íslenzk ull, sem er unnin fyrir okkur á Álafossi. í grunninum er svokallað juta- Framh. á bls. 12 ÞÆR eru ótaldar, ánægjustund- irnar, sem bækur Pearl S. Buck hafa veitt íslenzkum lesendum, ekki hvað sízt meðal kvenþjóð- arinnar. Þessi ameríska skáld- kona virðist búa yfir ótæmandi skáldsagnalind til að ausa af. Næstum árlega kemur frá henni ný bók, heillandi, áhrifamikil — og gerólík þeirri næstu á undan. Pearl Buck hefir niu börn til að ganga í móður stað. Með fyrri manni sínum eignaðist. hún eina litla stúlku, sem var andlega vanheil og sem hún skrifaði um indæla litlu bókina: „Barnið, sem aldrei verður stórt“, í næsta hjónabandi eignaðist hún þrjú börn og önnur fimm hefir hún ættleitt! Pearl Buck er fædd í Suður- ríkjum Ameriku en öll bernsku- ár sín átti hún heima í Kína, þar sem faðir henhar var trú- boði. Allt fram til 15 ára aldurs fannst henni hún vera miklu ,meiri Kínverji en Ameríkumað- ur. Á heimavistarskólanum í Shangliai varð henni fyrst ljóst, að til voru aðrir Kinverjar en hið fátæka bændafólk og verka- menn, sém faðir hennar hafði helgað líf sitt. Síðar fór Pearl í Virginíu-háskólann og segir hún sjálf, að það hafi verið hinir ömurlegustu dagar ævi sinnar, því að hinir amerísku landar hennar hafi starað á hana eins og eitthvað viðundur og breytt út orðróm um', að hún væri í raun og veru Kínverji. Eftir að hún giftist dr. Buck var hún aftur í fleiri ár búsett í Kína, þar sem maður hennar | vann að trúboði. Þar lifði hún kínversku byltinguna og hafði af henni náin kynni. Árið 1927 byrjaði Pearl Buck að skrifa. Hún átti í miklum erfiðleikum að finna útgefanda að fyrstu bók sinni: „Austan- vindar og Vestan“ og einnig handritinu að „Gott land“ var hvað eftir annað vísað í dyr. Eftir langa og mikla hrakninga hafnaði það loks hjá útgefanda ; einum, Richard Walsh, sem ákvað i að hætta á útgáfu bókarinnar. j Hún fékk glæsilegan sigur, öflaði ; höfundi sínum heimsfrægðar og j bókmenntaverðlauna Nobels. Pearl Buck segir, að hún eigi það móður sinni að þakka, aff hún varð rithöfundur. Faðir henn. ar sagði hinsvegar alltaf, að kon- ur ættu að halda sér við heimilis- störfin. Pearls S. Buck „Einu sinni", segir Pearl Buck, „eftir að ég var byrjuð að skrifa, sagði hann við'mig: Kæra dóttir mín, ég vona, að þú munir aldrei skrifa neitt, sem ekki er satt“. Nú býr Pearl Buck með fjöl- skyldu sinni efst uppi í skýja- kljúf einum í New York. IIún fer á fætur kl. 7 á hverjum morgni, dvelur eina klukkustund með manni sínum, Richard Walsh og börnum sínum og vinn- ur síðan 3—4 klukkutíma við gamla kínverska skrifborðið sitt. Pearl S. Buck býr yfir mikl- um og skapandi rithöfundarhæfi- leikum. Hún lýsir sögupersónum sínum af djúpum og hlýjum skiln ingi, sem aldrei er fordæmandi og af fínni kímni, sem aldrei harðnar í skarpa ádeilu. Hún seg- ir sjálf, að hver persóna í skáld- sögum hennar sé fyrir hana sem hver önnur lifandi manneskja, sem hana tekur sárt að skilja við, þegar hún hefir lokið við að skrifa bókina. Hattatízkan í vor er mjög fjöl- breytilcg, segir í berzkum blöð- um. Hattarnir eru bæði litlir og stórir, og sitja ýmist framan á enninu eða aftur á hnakka. Ný- ung er það að nú eru allmikið notuð lifandi blóm í hattana. Ætti íslenzkum konum líka að vera það kleift þegar líður á sumariff. ★ Til að hreinsa hárbursta: — Heitt vatn og sápa linar burst- ann og skemmir. Forðizt aff nudda hann mikið. Notið i stað sóda Ieystan upp í köldu vatni. Sódinn leysir úr l'ituna án þess, að nokkuð nudd þurfi að koma til greina. Þurrkiff burstann ekki við heitan ofn eða á móti sólu, heldur látiff hann á skuggsælan stað, reist- an upp á endann, eftir að hafa j hrist vandlega úr honum væt- ! una. Rakt, hlýtt og kalt loft skiptist á daglega í baðherberginu og veld ur því, að móða sezt á baðherberg isspegilinn. Ef þér farið öðru hvoru yfir hann með dálitlu af glyceríni sezt gufan síður á hann. Gáfia dagsins Hvað er það um borg og bý, sem bfúkast dag og nætur, ! hleypur víða húsum í, j l j. hefur þó enga fætur. j ; Róðning á bls.’ 12 . • .< Tvær nýjungar í íslenzkum iðnuði Dreglar úr notuðiÞin fiskiEínum Skáldkonan Pearl S. Buck, sem gengur níu börnum í móður stað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.