Morgunblaðið - 21.03.1953, Side 6
6
MORGUISBLAÐIÐ
Laugardagur 21. marz 1953 ]
Smásaga dagsins:
/r
A flótta undan kertastjaka
jiúrra krakki" í HiégarSi
Skopsaga eftir
Anton Tschechow
MEÐ pakka, vafinn inn í dag-
blaði undir hendinni gekk Sascha
Smirnow inn á lækningastofu
dr. Kosehelkow. „A-ha, sælir,
ungi maður“, sagði læknirinn
alúðlega, „og hvernig gengur það
svo, hvernig hafið þér það, hvað
er títt?“
Sashca var mjög óstyrkur,
deplaði augunum án afláts, lagði
höndina á hjarta stað og stam-
aði loks með röddu, titrandi af
geðshræringu: „Móðir mín sendir
yður sínar hjartanlegustu kveðj-
ur og þakklæti .... ég er eina
barnið, sem hún á, þér hafið
bjargað lífi mínu, læknað mig af
ógurlegum sjúkdómi og .... við
vitum hreint ekki, hvernig við
fáum þakkað yður sem skyldi“.
„Oh, sei—sei, ungi maður“, tók
læknirinn fram í „ég gerði ekki
annað en það, sem hver maður
hefcji gert í mínum sporurn".
„Ég er eina barnið“, sem móð-
ir mín á .... við erum fátækt
fólk sem höfum ekki ráð á að
endurgjalda yður erfiði yðar og
fyrirhöfn eins og þér ættuð skil-
ið. Okkur tekur það mjög sárt,
herra læknir og þessvegna vilj-
um við biðja yður að þiggja af
mér og móður minni þessa smá-
gjöf sem vott um þakklæti okk-
ar. Þetta er mjög dýrmætur hlut-
ur, sjaldséður og forn listmunur
úr bronsi“.
„En þetta er bara hreinasti
óþarfi", sagði læknirinn í von um
að sleppa. undan gjöfinni.
En Sascha tók varlega pappír-
inn utan af hlutnum og stillti
honum hátíðlega á borðið. Þetta
I var meðalstór kertastjaki úr
I bronzi með listrænu handbragði,
og alla vega útflúri.
I Á fótstallinum var mynd af
tveimur standandi kvenverum,
allsnöktum, sem mig skortir bæði
djörfung og viðeigandi hugarfar
til að lýsa.
Læknirinn virti fyrir sér gjöf-
ina um leið og hann klóraði sér
hugsandi á' bak við eyrað. Svo
ræskti hann sig og saug upp í
nefið, á báðum áttum.
„Já, þetta er virkilega Ijóm-
andi gripur“, tautaði hann loks-
ins, „en — hvernig ég á að koma
| orðum að því — ef til vill ekki
alveg viðeigandi í hvaða sam-
kvæmi sem er“.
, „Vitaskuld", sagði Sascha, þeg
ar maður lítur'á málið með aug-
| um fjöldans, þá birtist þetta lista
! verk auðvitað í allt öðru ljósi.
En þér, herra læknir — þér verð-
ið að setja yður ofar fjöldanum
KVOLOVAKA
Slysavarnadeildin Hraunprýði í Hafnarfirði
héldur hina árlegu kvöldvöku sína sunnudaginn
22. marz kl. 8,30 e. h. í Bæjarbíói.
Skemmtiatriði:
Skemmtunin sett: Frú Soffía Sigurðardóttir.
Dægurlög, Alfreð Clausen.
Upplestur. Frú Jóhanna Hjaltalín.
Söngur, tvöfaldur kvartett.
Sjálfvalið efni. Þóroddur Guðmundsson.
Söngur. Sigurður Ólafsson.
7. Leikþáttur. Nefndarfundur.
8. Upplestur. Karl Guðmundsson.
Kvartettsöngur.
Söngleikur: Burnirótin.
Kynnir frú Guðrún Eiriksdóttir.
Aðgöngumiðar seldir í Bæjarbíói eftir kl. 3 á morgun,
sunnudag. — Sími 9184. KVÖLDVÖKUNEFNDIN.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
9.
10.
Safnaðarfundur
fyrir Háteigssókn, verður á venjulegum messustað í húsi
Sjómannaskólans, kl. 4 e. h., sunnudaginn 22. marz n. k.
Fundarefni: KIRKJUBYGGINGIN
og önnur safnaðarmál.
SAFNAÐARNEFNDIN
og það mundi særa mig og móður
mína mjög djúpt, ef þér vilduð
ekki taka við þessari gjöf. Þér
hafið bjargað lífi mínu. Við gef-
um yður í endurgjaldsskyni það
dýrmætasta, sem við eigum til
.... mér þykir aðeins leitt, að
við eigum ekki annan kertastjaka
hliðstæðan við_ þennan hér . .“.
„Þakka yður fyrir, vinur minn,
þakka yður kærlega fyrir. Skilið
til móður yðar hjartanlegri
kveðju frá mér, en sjáið þér nú
til og athugið málið sjálfir. Hér
eru börn á hlaupUm út og inn,
konur í sjúkraheimsóknum.......
Nei, í öllum bænum, skiljið þér
ekki kertastjakann yðar eftir hér.
Það er erfitt að skýra það út fyr-
ir yður, en ....“.
„Nú, úr því að svona er, hafið
þér ekkert að útskýra. Þetta er
eins auðvelt og það getur verið“,
hrópaði Sascha, glaður í bragði,
„látið þér stjakann hér á bak við
þennan vasa, þar er hann öld-
ungis öruggur. Vandræði, dæma-
laus vandræði, að stjakann á
móti skuli vanta! Verið þér nú
sælir herra læknir, blessaðir og
sælir“.
Þegar Sascha var farinn, horfði
Dr. Koscholkow lengi á kerta-
stjakann. Hvað átti hann til
bragðs að taka? Átti hann að
gefa hann einhverjum eða setja
hann á bazar?
Loksins datt honum í hug einn
góðvinur hans, skopleikarinn
Schaschkin, sem hann auk þess
skuldaði dálítið af peningum.
Þegar sama kvöldið var hinn
vandlega innvafði kertastjaki af-
hentur Schaschin, skopleikara.
En hann yppti öxlum, néri hend-
ur sínar og sagði: „Hvað í ósköp-
unum skyldi ég bara eiga að gera
með slíkan grip. Ég sem bý í
leiguhúsnæði. Og ég fæ leikkon-
ur í heimsókn, það er ekki eins
og að þetta sé mynd, sem hægt
er að láta hverfa á einfaldan
hátt niður í skrifborðsskúffu!“
„Blessaðir, seljið þér stjaka-
ræfilinn", sagði hárskerinn við
leikhúsið hans. Ekki langt hér
frá er gömul kona, sem verzlar
með bronzmuni........ Farið og
spyrjið eftir frú Smirnow. Það
kannast allir við hana“.
Og tveimur dögum síðar, er
Dr. Koschelkow sat í rólegheit-
um í vinnustofu sinni, var hurð-
inni allt í einu hrundið upp og
Sascha Smirnow kom þjótandi
inn. Hann var ljómandi af gleði.
í annarri hendinni hélt hann á
einhverju, sem vafið var inn í
dagblað.
„Herra læknir", byrjaði hann
og stóð á öndinni af því, hve
honum var mikið niðri fyrir.
„Getið þér ímyndað yður hve glöð
við urðum? Okkur hefir tekizt
að hafa upp á kertastjaka á móti
þeim, sem við gáfum yður. Móðir
mín er í sjöunda himni .... Ég (
er eina barnið sem hún á. Þér
hafið einu sinni bjargað lífi
mínu ....“.
Leikfélag Hveragerðis sýnir gamanleikinn „Kúrra krakka“ að Hlé-
garði í Mosfellssveit í kvöld kl. 9. — Leikurinn heíir verið sýnöur
níu sinnum að undanförnu við ágæta aðsókn, og verður sýningum
haldið áfram víðsvegar um Suðurland og ef til vill víðar. Ferðir
á sýninguna héðan frá Reykjavík eru kl. 8.30 frá Feröaskrif-
stofunni.
fkjor og hönrl - athyglisverð bók
KARLMANNASKÓR. Gott úrval. Verð frá kr. 90.00.
KARLMANNASOKKAR — Verð frá kr. 10.00.
KVENSKÓR — Fallegt úrval, svartir og mislitir.
KVEN NÆLONSOKKAR — Sterkar og fallegar tegundir.
BARNASKÓR, — hælbanda úr svörtu lakkskinni og
brúnu og hvítu skinni.
BARNAHOSUR — margir litir.
Lárus Lúðvégsson
FYRIR nokkru barst mér í hend-
ur bók, sem fullyrða má, að sé
í fremstu röð þeirra bóka, sem
allir þeir er hafa atvinnurekstur
í einhverri mynd með höndum,
ættu að kynna sér vel. Á ég hér
við bókina Hugur og Hönd, sem
er samin af Paul Bahnsen, sál-
fræðing, í ágætri þýðingu dr.
Brodda Jóhannessonar.
Útgefendum bókarinnar ber að
þakka ríkulega fyrir þessa ágætu
bók, sem mun vafalaust verða1
marglesin sem ein hin besta um
allt, er viðkemur sálfræði í sam- |
skiptum manna á meðal við öll
hagnýt störf, rituð af djúpum i
skilningi og vísindalegri ná-j
kvæmni, en þó sett fram á auð -
skilinn og umbúðalausan máta á
látlausu og hreinu máli.
Efni bókarinnar skiptist í
marga kafla, sem allir hafa að
geyma mikinn fróðleik um allt,
er varðar samskipti manna á
vinnustað. Fullyrði ég, að bók
þessi muni hjá ótal mörgum
ráðamönnum fyrirtækja og verk-
stjórum svara fljótt og rétt þess-
ari algengu spurningu: Hvað á
ég að gera til þess að bæta rekst-
ur fyrirtækisins? Við þessari
spurningu munu margir geta
fengið ótal mörg svör í bókinni.
Þar eru gefin ráð, sem eru hald-
betri en aukinn vélakostur, ef
verkhyggni og verktækni er lítt
numið hjá þeim sem stjórna. Þar
er mönnum kennt að þekkja
sjálfan sig og hvernig samskiftin
frá sálrænu og hagnýtu sjónar-
miði eigi að vera meðal vinnandi
fólks.
Undurstöðuatriði allra hinna
dásamlegu verka mannsins er að
hugur og hönd starfi saman ó-
þvingað hvert af öðru samstillt og
þjálfað, þá verður margt ótrú-
lega auðvelt. Bókin er meðal
annars lykillinn að því að auka
stórlega afköst í framleiðslu, án
nokkurrar þvingunar. Þvert á
móti bendir hún á leiðir, sem
sálfræðingar hafa fundið að
henta hverjum einstökum best
í ótal tilfellum, þar sem beita
skal mismunandi gáfum, lægni
og öðrum eðliskostum á þann
máta, að einstaklingarnir öðlist
vinnugleði og hljóti lííshamingju
af störfum, sem þeir, án þess að
vera leiddir á réttar brautir,
mundu fara á mis við í lífinu.
íslendingum má vera mikill
fengur að þessari bók vegna þess
að vinnutækni í íslenzkum iðn-
aði og hverskonar framleiðslu er
skemmra á veg komin en hjá ná-
grannaþjóðunum. Er það ekkl
nema eðlilegt sökum þess, hve
umræddar starfsgreinar eru ung-
ar hér á landi, en hjá frændþjóð-
um okkar á Norðurlöndum er al-
gengt að verktækni og verkstjórn
hafi þróast í fleiri ættliði þannig,
að reist er á langri reynslu, því
er það ómetanlegt að fá í hendur
bók með samþjappaðrí lífsreynslu
og speki, bók, sem gæti, ef vel
er lesin og rétt metm, lyft ís-
lenskri verkmenningu á hærra
stig á stuttum tíma. Ég vil ein-
dregið benda öllum iðnaðarmönn-
um, hvaða starfsstigi, sem þeir
eru á, að lesa bókina Hugur og
Hönd.
Takið í þjónustu ykkar árang-
ur af starfi fjölmargra hinna
færustu manna, til að bæta sam-
búð manna og fegra lífið á þann
vísindalega máta, sem vinnusál-
fræðin ein getur bent á bæði
vinnuþyggjenda og atvinnurek-
anda til hagsbóta. Það er ein leið-
in til þess að lyfta þjóðfélaginu
á hærra menningarstig öllum til
gagns og ánægju.
Björgvin Frcderiksen.
Amerískir
vatteraðir, stór númer, —
komnir aftur. Verð kr. 484.
1AUGAVEG 10 - SlMI 3387
Ensk hraðritun
Stórt innflutningsfyrirtæki óskar eftir stúlku, sem er
vel að sér i enskri hraðritun, til starfa. nokkra tíma á
viku eftir samkomulagi. Tilboð merkt: „Hraðntun —
419“, sendist afgr. Mbl. sem fyrst.