Morgunblaðið - 21.03.1953, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 21. marz 1953
ÍÞIÓTfI
Glæsilegt sundmót haldið
1 Keílavík á morgun
Fjöídi Reykvíkinga keppir þar sem gestir.
SUNDMÓT Knattspyrnufélags Keflavíkur fer fram í Sundhöll
Keflavíkur á morgun, sunnudag, kl. 3 e. h. Þátttakendur eru milli
30 og 40 úr Keflavík, en auk þess keppa 14 Reykvíkingar, flestir
úr ÍR sem gestir. Sundmenn frá Keflavík hafa að undanförnu
sett svip á sundmót í Reykjavík, en nú gefst Keflvíkingum tæki-
f^eri á að sjá sundmenn sína í harðri keppni bæði innbyrðis og
við Reykvíkinga. Er því ekki að efa að fjölsótt verður í Sundhöll
Keflavíkur á sunnudaginn. ■
Mikill sundáhugi *-----------------------
Ekki er með neinu móti
hægt að segja fyrir um úrslit
í ýmsum sundgreinanna. Á
fáum stöðum á landinu er
sundáhugi meiri en í Keflavík,
en Reykvíkingarnir hafa og
æft vel því fyrir höndum er
■’ keppnin milli Reykjavíkur og
utanbæjarmanna, sem er eins
konar „Iandskeppni" í sundi
og vill hvorugur aðilinn láta
sinn hlut baráttulaust fyrir
hinum.
KEPPENDUR
,\ kvennasundunum keppir
Helga Haraldsdóttir KR við
keflvísku stúlkurnar og ef að
líkum lætur munu systurnar
Guðný og Inga Árnadætur og
Vilborg Guðleifsdóttir veita henni
harða keppni.
Keppnin í karlasundinu verður
ekki síður spennandi. Þar mæta
þeir Þorsteinn Löwe UMFK og
Magnús Guðmundsson KFK í 400
m bringusundi. I 200 m skriðsundi
karla keppa m.a. Gylfi Guðmunds
sin ÍR, Helgi Sigurðsson, Ægi og
Steinþór Júlíusson KFK og í 50
m baksundi karla þeir Sig. Frið-
riksson, UMFK, Björn Jóhanns-
són, UMFK og Örn Ingólfsson,
ÍR. Auk þess verður keppt í flug-
sundi karla og nokkrum ungl-
ingasundum.
Þróttur vill vera með
í Reyhjavíkurmóiinu
FYRfR Knattspyrnuráði Reykja- j
víkur liggur nú umsókn frá
knattspyrnufélaginu Þrótti um
heimild fyrir félagið til þátttöku
í meistaramóti Reykjavíkur í
knattspyrnu. Hefur knattspyrnu-
ráðið þegar rætt þetta mál á
einum fundi en ákvörðun var
frestað.
Knattspyrnufélagið Þróttur hef
ur fengið heimild til þátttöku í
íslandsmótinu og verða með í
því í sumar. Væri því óeðlilegt j
ef félaginu yrði neitað um þátt-
, töku í Reykjavíkurmótinu.
rÉssneskri fyrirmynd
PRAG, 20. marz. — í fréttum frá
Tékóslóvakíu er skýrt frá því, að
, tékknesku knattspyrnufélögin
hafi verið leyst upp, og er í ráði
að stofna önnur, er séu með sama
j sniði og rússnesku knattspyrnu-
, félögin.
1 Reuter-NTB
Imunfélagsméti
IBR lýkur í dag
STARFSEMI Tennis- og badmin-
tonfélags Reykjavíkur hefir ver-
ið mjög blómleg í vetur, og
heimsókn danska kennarans hef-
ir orðið mjög til þess að glæða
áhuga fólks á þessar'i skemmti-
legu og hollu íþrótt.
í síðustu viku hófst hið árlega
innanfélagsmót félagsins, og voru
þátttakendur milli 40 og 50. Úr-
slitaleikirnir eru nú aðeins eftir,
og verða þeir eiknir í íþrótta-
húsinu að Hálogalandi kl. 5.10
e. h. í dag. Er ekki ósennilegt, að
það verði margt um manninn, því
að von er á góðum leikjum. Þeir,
sem hafa í huga að byrja að
leika badminton á næstunni, og
hinir, sem þegar eru byrjaðir,
ættu ekki að láta þetta tækifæri
til þess að kynnast íþróttinni,
sér úr greipum ganga.
Eftirtaldir úrslitaleikir verða
háðir í dag: Tvíliðaleikur karla,
meistaraflokkur: Wagner Wal-
bom og Einar Jónsson : Þorvald-
ur Ásgeirsson og Friðrik Eigur-
björnsson. Tvíliðaleikur kvenna,
meistarafl.: Bergljót Wathne og
Júlíana Isebarn : Unnur Briem
og María Þorleifsdóttir. Tvennd-
arkeppni, meistarafl.: Unnur
Briem og Wagner Waibom :
Júlíana Isebarn og Einar Jóns-
son. Einliðaleikur karla, meistara
flokkur: Wagner Walbom : Einar
Jónsson. Tvíliðalcikur karla,
1. flokkur: Ragpar Georgsson og
Kristján Benjamínsson : Davíð
Thorsteinsson og Árni Ferdi-
nandsson. Tvíliðaleikur kvenna,
1. fl.: Guðmunda Stefánsdóttir
og Hulda Guðmundsdóttir : Hall-
dóra Thoroddsen og Hjördís.
Tvenndarkeppni, 1. fl.: Sigríð-
ur Guðmundsdóttir og Pétur
Nikulásson : Hulda Guðmunds-
dóttir og Kristján Benjamínsson.
Einliðaleíkur karla, 1. fl.: Guð-
mundur Jónsson : Kjartan Magn-
ússon.
Að lokinni keppni verða afhent
verðlun.
Enn um skautametin
í GÆR (10. marz) komu tvö svör
við fyrirspurn minni frá 4. þ.m.,
annað mjög svo hógvært frá
stjórn ISI, en hitt frá hinum góð-
kunna íþróttafrömuði, Ármanni
Dalmannssyni, Akureyri.
,,Er Ármann furðu stórorður í
umræddu svari, eignár mér að-
djróttanir í garð Akureyringa og
t^lur mig bæði fara með rang-
hprmi og sýna fáfræði. Að hætti
stórorða manna færir hann engin
rök fyrir máli sínu, en játar ó-
beinlínis það, sem hann þykist
ve.ra að afsanna. Hann viður-
kdnnir t. d. að í fréttum frá mót-
/inu og í skýrslu, sem send var
ÍSÍ, hafi Akureyringar alls staðar
miðað við þau met, sem þá voru
staðfest, þótt þeir hafi mátt vita
ai|S metaskýi-slur voru á leiðinni
(gða komnar) til ISI um mun
bétri árangur en náðist nyrðra.
Þetta köllum við nú að fara vís-
vitandí með blekkingar. Þá við-
urkennir Ármann að sú tilgáta
mín sé rétt, að Akureyringar hafi
ekki reiknað með því að árangur
Kiistjá.ns frá Noregi yrðu stað-
féjstir sem íslandsmet. Og hvers
vegna, jú vegna þess, samkvæmt
oijðum hins fróða manns Ár-
manns Dalmannssonar, að í Nor-
egi séu ekki staðfest norsk met,
nema því aðeins að þau séu sett
innan Noregs!!
Það þarf varla að taka það
frþm að þessi furðulega fullyrð-
rng Ármanns ætti ekki að eiga sér
stþð í veruleikanum. Við þurf-
annað en að líta í skauta-
sonar hans, Jóns D. Ár-
mfennssonar, i árbókinni 1952, til
þt^s að sannfærast, en þar eru
ÖIWU I V
urp ekki,
kafla so
m. a. talin Upp heimsmet þau,
sem Norðmenn hafa sett í Davos,
sem ég hef hingað til haldið að
væri í Sviss en ekki Noregi, en
kannske veit Ármann Setur.
Hitt er annað mál og ekki eftir-
breytnisvert, að Norðmenn munu
að sögn aðskilja þau skautaaírek,
sem unnin eru utan og innan
Noregs. Það breytir engu fyrir
okkur Islendinga sem ætíð höf-
um haft öll met í sama flokki.
Þá kemur Ármann með þá
snjöllu tillögu, að ef til vill væri
bezt að siá striki yfir öll met. Ég
get tekið undir það að nokkru
leyti. Á ég þá við að slegið sé
striki yfir öll gerfimet, því hug-
takið met er og verður ávallt
bezti árangur í hverri íþrótta-
grein hvort svo sem einhverjum
hiutdrægum smámunaseggjum
tekst að koma því til leiðar að
aðeins það næst bezta hljóti stað-
íestingu.
Ármann lýkur svari sínu með
því að telja það ranghermi hjá
mér að skautametin frá 1952 hafi
verið kærð. Hér fer hann þó enn
sjálfur með rangt mál, því mót-
j mælin, sem Akureyringar sendu
j út af metunum voru send skrif-
stofu ÍSI rétt eftir mótið, enda
I kemur það óbeinlínis fram í
j ;vari iSI að metin hafi verið vé-
' engd af einhverjum.
Læt ég svo útrætt við Ármann
Dalmannsson fyrst hann er ckki
fróðari um þessi mál en grein
hans ber vott um.
SVAR 7SÍ
Enda þótt ég telji svar stjórn-
arinnar hógvæ.t, þá verð ég að
viðurkenna að það er hvergi
nærri fullnægjandi. Stjórnin seg-
ir að vísu að það hafi komið í ljós
að skautabraut sú, sem notuð var
á Isiandsmótinu 1952, hafi ekki
verið í samræmi við alþjóðaregl-
ur um skautabrautir og því hafi
hún samþykkt á fundi 8. sept.
1952 (7 mánaða umhugsunar-
tími) að staðfesta ekki sem ís-
landsmet beztu árangra, sem þar
náðust. En mér er spurn, að
hvaða leyti var hún ekki í sam-
ræmi við reglurnar. Og ennfrem-
ur, byggir stjórníSÍ ekki frávísun
sína á einhliða frásögn kæruað-
ilans? Mér er kunnugt um að
dómarar mótsins voru beðnir um
álit sitt á fyrstu kæru Akureyr-
inganna, og töldu þeir hana
byggða ó misskilningi, enda iá þá
fyrir vottorð um rétta lengd
brautarinnar og réttan radius
beygjanna. Síðan hefur ekki ver-
ið talað við umrædda dómara í
sameiningu, en hins vegar sam-
þykkt að staðfesta ekki metin og
getur það varla verið fyrir áhrif
ánnarra en kæruaðilans. Er það
næsta fátíð aðferð hjá ÍSÍ að
íreysta aðeins á skýrslu annars
ðilans, en !áta hjá !íða að kynna
'ér sjónarmið hins.
Enda þótt dómarar mótsins
með yfirdómaranh í broddi fylk-
higar teldu a!lt vera í lagi með
biautina og radiusinn, þó tcldu
Ákúreyrihgar sig vita betur. —
Slógu þeir, að sögn, ýmsu órök-
studdu fram og fullyrtu m a. að
n sutin hefði aðeins verið þriggja
metra breið og sums staðar
mjórri. Þólt þetta hefði aðeins get
Framh. á bls. 12.
FrakkEands og Spásiarferíiiniar
Ferðaáæflun Ferðaskrlfstoiunnar.
EINS og kunnugt er af fyrri
fréttum hefur Ferðaskrifstofa rík
isins, í samvinnu við Flugfélag
íslands, ráðgert ferðalög til Spán-
ar nú í vor. Nauðsynleg gjald-
eyrisleyfi hafa nú fengizt og hef-
ur því verið ákveðið að fara tvær
ferðir til Spánar. Hver ferð mun
taka 18 daga. Flogið verður með
„Gullfaxa“ báðar leiðir með við-
komu í París í tvo sólarhringa.
Ferðirnar verða 16. og 30. apríl.
Allítarleg ferðaáætlun hefur
nú verið samin um Spánarferð-
ina í samráði við spánskar ferða-
skrifstofur, og fer hér á eftir úr-
dráttur úr henni:
Flogið verður frá Reykjavík til
Parisar 16. apríl og dvalizt þar í
tvo daga. Verða þá helztu söfn og
aðrir merkir staðir skoðaðir, m.a.
Louvre-stafnið og Versalir.
16. apríl. Flogið frá Reykjavík
til Parísar: Eftirmiðdeginum og
kvöldinu eytt í að skoða sig um
í borginn. Næsta dag, verður farið
um borgina og merkir staðir skoð
aðir t. d. The Madeleine — Plece
de la Concorde, Champs-Elysés —
Napoleon‘s Tomb, Military School
Eiffel-turninn, Palais de Chaillot
— Arc de Triomphe, Montmartre,
Sacré-Cæur og Louvre safnið.
18. april. Um morguninn verð-
ur farið til Versala. Lagt af stað
um eftirmiðdaginn til Barcelona
og gist þar um nóttina.
18. apríl. Flogið um eftirmið-
daginn til Barcelona, þar sem
tekið verður ó móti farþegunum
og þeim komið fyrir á þeim hót-
e!um, þar sem þeim er ætlað að
búa.
19. apríl. Barcelona. Borgin
skoðuð, helztu staðir heimsóttir,
svo sem Pueble Espanol kirkjan,
Tibidabo o. fl.
20. apríl. Farið verður í stutt
ferðalag frá Bareelona í góðum
bifreiðum tii Sitges, sem er einn
þekktasti baðstaður á Miðjarðar-
hafsströnd Spánar. Komið til
Barcelona um kvöldið.
21. apríl. Dagurinn frjáls til
eigin þarfa í Barcelona.
22. apríl. Farið verður frá
Barcelona til Valencia í góðum
langferðabifreiðum (Pullman).
Það markverðasta skoðað á leið-
inni. Gist verður í Valencia.
23. apríl. Farið frá Valencia til
Alicante. Áður en lagt er af stað
verða nokkrir staðir í Valencia
skoðaðir, þ. á. m. E1 Mercado, La
Lonja og kirkjan. Komið til Ali-
cante um kvöldið og gist þar.
24. apríl. Farið frá Alicante til
Murcia. Nokkrum tíma verður
eytt til þess að sjá sig um á báð-
um stoðum.
25. apríl. Farið frá Murcia um
morguninn til Granada, og það
markverðasta skoðað á leiðinni.
Gist í Granada.
26. apríl. Deginum varið i
Granada og Alhambra skoðuð.
Borgarlífið verður skoðað og far-
ið í Capilla Real og fleiri staði.
Fólki verður gefinn kostur á að
sjá nautaat. Um kvöldið verður
farið í heimsókn til sígaunahell-
ana í Albaicin. Um kvöldið verð-
ur dansað.
27. apríl. Farið frá Granada til
Madrid. Gist í Madrid.
28. apríl. Farið á helztu staði
í Madrid, svo sem Prada-safnið,
sem er heimsfrægt fyrir málverk
sín, Real Fabrica de Trapices,
San Francisco el Grande o. fl.
29. apríl. Farið til E1 Escorial,
konungsborgarinnar. Komið ti!
Madrid seinni hluta dags og gist
þar.
30. apríl. Farið til Toledo og
borgin skoðuð. Á meðal þeirra
staða, er markverðastir eru, má
nefna Alcazar, Casa del Greco og
Greco-safnið, hin heimsfræga
dómkirkja óg samkomuhús Gyð-
inga (synagog). Komið aftur til
Madrid um kvöldið og gist þar.
1. maí. Dagurinn frjáls í Mad-
rid.
2. maí. Dagurinn frjáls í Mad-
rid.
3. maí. Flogið heim til Reykja-
víkur um Prestwick.
Siðastliðið haust var farin á
vegum Ferðaskrifstofu ríkisins
fyrsta skipulagða hópferð íslend-
inga til Spánar. Sú ferð tókst
mjög vel, og voru þátttakendur á
einu máli um, að heimsóknin til
Spánar hafi verið ógleymanleg,
svo margt var þar nýstái’legt að
sjá.
Menn ættu að athuga, að þær
ferðir, sem nú verða farnar, taka
ekki lengri tíma en þvi, sem
venjulegt sumarleyfi nemur, og
er því hér um að ræða einstakt
tækifæri til þess að lengja sumar-
ið, með því að eyða sumarleyf-
inu suður í löndum.
Verzlunarmönnum skal sér-
staklega bent á, að hér gefst þeim
kostur á að komast til Spánar á
hentugan hátt 'og haft nógan tíma
til verzlunarerinda.
ðsliundur áíenniS'
AÐALFUNDUR í Áfengisvarna-
nefnd kvenna í Reykjavík og
Hafnarfirði, var haldinn 27. febr.
Á árinu voru haldnir 3 fulltrúa-
fundir og 11 stjórnarfundir. —
Nefndin opnaði skrifstofu í
október síðastliðnum á Njáls-
götu 112, þar sem tekið hefur
verið á móti fólki og veitt að-
stoð og hjálp þeim, er til hennar
hafa leitað. —■ Sömuleiðis hefur
nefndin nú, eins og undanfarið
haft^gamstarf með kvénfélögun-
urn'iíti um land um áfengismál
og hvatt konur til að vera á
verði og fylgjast vel með gangi
þeirra mála. — Átta sérstæðar
áfengisvárnanefndir kvenna eru
starfandi úti um land.
Á vegum nefndarinnár og
Þingstúku Reykjavíkur hafa
verið haldin „Tómstundakvöld
kvenna“, sem byrjað var á í
fyrra. Hafa þau verið mjög vin-
sæl og vel sótt. Á þessu ári hafá
um 600 konur verið þar gestir.
Nefndin fagnar því, að hjálpar-
stöð sú, er Reykjavíkurbær hef-
ur sett á stofn, er tekin til starfa.
Hefur það alltaf verið sérstakt
áhugamál hennar frá byrjun, að
slík stofnun væri til og mun
nefndin hafa samstarf við hjálp-
arstöðina.
Stjórn félagsins skipa eftirtald-
ar konur:
Form.: Frú Viktoría Bjarna-
dóttir. Varaform.: Frú Jóhanna
Egilsdóttir. Gjaldkeri: Frú Guð-
laug Narfadóttir. Ritari: Frú
Sigríður Björnsdóttir. Meðstjórn-
endur: Frú Aðalbjörg Sigurðar-
dóttir og frú Þóranna Símonar-
dóttir.
KósmeeSranámslrelð
í Darnnörku
NORRÆNA félagið mun, eins og
tvö undanfarin ár, annast milli-
göngu um það, að íslenzkar stúlk-
ur geti tekið þátt í fjögurra mán-
aða sumarnámskeiði við St.
| Restrup húsmæðraskólann í
! Danmörku fyrir hálft gjald. —
Hefst námskeiðið 3. maí og lýkur
130. ágúst. Kostnaður er 350,00
, kr. danskar fyrir kennslu og
j heimavist. Lágmarksaldur er
| sem næst 18 ár.
Umsóknir skulu sendar Nor-
| ræna félaginu, Reyjavík, og
1 þar tilgreindur fæðingardagur og
ár, skólavistir og einkunnir, og
j einnig skulu meðmæli fylgja.
j Umsóknir skulu hafa borizt Nor-
] ræna félaginu fyrir 1. apríl n.k.
A BIÍZT Atí AVGLtSA Z
W I MOMWMiLAfílNV