Morgunblaðið - 21.03.1953, Síða 14
14
MORGUWBLAÐIÐ
Laugardagur 21. marz 1953 |
Framhaldssagon 28
Hann skellihló.
,,Ef til vill er ég bara gamall,
elunginn refur, sem er að reyna
við yður nýja aðferð. Eigum við
að segja klukkan níu á mánudag-
inn? En liggur yður nokkuð á að
fara. Ég hef unnið baki brotnu í
allan dag og er f eginn að fá tæki-
færi til að hvíla mig“.
Þegar hún kom heim skömmu
eeinna, mætti hún Derek við
dyrnar.
„Gott kvöld“, sagði hann. „Það
er gott að þú komst. Það er ekk-
ert þægilegt að hvíla sig svona
uppistandandi“.
„Það hefur enginn beðið þig að
hvíla þig hér“, sagði hún og
brosti íil hans.
Hann hló við. „Ár.ægjan af að
sjá þig, er vel þess virði að haft
eé dálítið fyrir því“.
Hann vék til hliðar á meðan
hún stakk lyklinum í skráargat-
ið.
„Hvernig stendur á því að þú
ert kominn til borgarinnar?"
epurði hún.
„Léleg viðskipti. Ég er í at-
Vinnuleit. Leikhúsið okkar í
Liverpool lokar eftir nokkrar
vikur. Fólk virðist kjósa heldur
að sitja heima þegar svona kalt
er í veðri. Við höfum tapað á
gýningunum síðustu tvær vik-
urnar. Við getum ekki haldið því
áfram. Janice þætti gaman að
heyra það“. Hann brosti lítið
eitt. „Hún myndi segja að það
væri vegna þess að hún fór. Er
hún ekki í fullum blóma og
ánægð með tilveruna?"
„Ég heyrði síðast frá henni
fyrir tíu dögum“, sagði Alice.
„Þá fékk ég kort frá París“.
„Fyrir tíu dögum?“ sagði hann
hissa. „En hefur þú ekki séð hana
gíðan hún kom heim?“
Hún leit snögglega á hann.
„Síðan hún kom heim? En ....
ég skil ekki. Hún er ekki komin“.
í stað þess að svara tók hann
gamanbrotið dagblað upp úr vasa
SÍnum og rétti henni, Á fremstu
Það er gallinn. Eina leiðin er að
komast að í gegn um kunnings-
skap“.
Hann hallaði sér fram í sætinu.
„Ein ástæðan fyrir því að ég
vil vera hér í London, er að þá
gæti ég séð þig oftar“.
Daufur roði færðist u, p vanga
hennar. Hún vissi ekki hverju
hún átti að svara. Hann hallaði
sér aftur á bak í sætinu og stakk
höndunum í vasana.
„Hvaða álit hefur þú á mér?“
spurði hann og horfði rannsak-
andi á hana undan hálflokuðum
augnalokunum. „Finnst þér ég
skrítinn eða skemmtilegur? —
Finnst þér gaman að tala við
mig? Ég hef enga þá eiginleika
til að bera sem gera menn að
hetjum eins og vin þinn Ashburn.
Ekkert gæti fengið mig til að
þola harðindi og vanlíðan, ef ég
kæmist hjá því. Ég hata miklar,
opnar víðáttur. Mér fellur betur
við borgirnar, og því stærri og
mannfleiri, því betra. Ég vildi
heldur vinna á næturnar en á
daginn. Ég vildi heldur vinna til
fjögur á nóttinni og Jjggja svo
í rúminu fram eftir degi. Ég ber
ekki virðingu fyrir öllu kven-
fólki. Ég set þær ekki á háan
hest. En ef konur eru vingjarn-
legar, skynsamar og laglegar, þá
fellur mér við þær og ég reyni
að reynast þeim vel“.
Það varð stutt þögn. Háðs-
hreimurinn hvarf úr rödd hans,
þegar hann hélt áfram:
„Ég vona að þú haldir ekki að
ég hafi brugðist systur þinni á
nokkurn hátt? Við höfðum aldrei
talað um það í alvöru, en ef við
eigum að geta verið vinir, held
ég að við ættum að tala út um
það. Ég bauð henni út með mér,
ég viðurkenni það, en ég sýndi
henni aldrei ástleitni. Ég var
aldrei hið minnsta ástfanginn af
henni. Hún var falleg og gat ver-
ið skemmtileg, en fyrir mér var
hún aldrei persóna".
Hún hikaði, en sagið svo: „Nei,
ég held ekki að þú hafir brugð-
ist henni. Ég skal viðurkenna að
ég hélt það einu sinni, en....“
Hún þagnaði. Það var komið
fram á varir hennar að segja:
„En ég hef komizt að svo mörgu
um Janice síðan“.
„Fellur þér við mig?“ spurði
hann og enda þótt hann horfði I
glettnislega á hana, þá var rödd- |
in þó alvarleg. „Eða er mér ó-
sigurinn vís frá byrjun“.
„Mér fellur vel við þig“, sagði
hún. *
„Er það satt?“ Hann varð
ánægður á svipinn og auðsjáan-
lega undrandi. „Af einhverjum
ástæðum bjóst ég ekki við því.
Ég hélt að velþóknunin væri öll
mín megin“. Hann hnyklaði brún
ir. „Fjandakornið, ég skal fá
vinnu í London“.
Þegar hann var farinn, gekk j
Alice þrisvar að símanum og tók I
upp heyrnartólið, en hún hringdi i
þó aldrei til Janice. „Það er of
seint“, sagði hún. „Þau eru hátt-
uð. Ég hringdi heldur í fyrramál-
ið“. |
En hún hringdi heldur ekki um J
morguninn. Úr því þau kærðu'
sig ekki um að komast í samband j
við hana, þá ætlaði hún ekki að
troða sér upp á þau. En gat það ,
verið? Það gat ekki verið að þau j
vildu slíta öllu sambandi við,
hana. Hún hugsaði með sjálfri sér 1
að um einhvern misskilning hlyti,
að vera að ræða. Þau myndu hafa
hringt þegar hún var ekki heima.!'
Hún sat inni allan daginn, en ekki
hringdi síminn.
Um tíuleytið um kvöldið var
hringt á dyrabjölluna. Þegar hún
opnaði, stóð Jack fyrir framan
hana. ,
13. kafli. I
Á næsta augabragði var hún
komin í fang hans. Hvorugt
þeirra vissi hvernig það vildi til.
Fyrst starði hún á hann undr-
andi og áður en hún vissi af, var
hún komin í fang hans. Hann
kyssti hana á vangann og hann
sagði:
„Drottinn minn, hvað það er
gott að sjá þig aftur, Alice. Við
höfum verið burtu aðeins í nokkr
ar vikur, en mér finnst það heil
eilífð".
síðunni stóð:
„Herra og frú John Haywood
Ashburn komu heim úr ferða-
laginu á meginlandinu í gær-
kvöldi. Þau hafa sezt að í íbúð
sinni í Mayfield House, Mayfair.
Herra John Haywood Ashburn
er þekktur dýrafræðingur".
Alice var föl þegar hún rétti
honum blaðið aftur þegjandi.
„Langar þig í te? Ég verð fljót
að laga það“, sagði hún.
»Ég er ekki vanur að drekka
te á þessu.m tíma sólarhrings“,
gagði hann, „en ég get auðvitað
reynt það. Allt verður einu sinni
fyrst“.
Hún vissi ekki hvað hún átti
að hugsa. Hún tók bollana úr
skápnum og setti þá á bakka.
Þau voru komin til borgarinnar
og höfðu ekki gert henni viðvart.
Það var undarlegt. Voru þau
bæði ennþá reið við hana? Henni
fannst hún allt í einu vera orðin
mjög einmana í heiminum. Ef
Janice vildi ekki sjá hana vegna
Dereks, þá myndi Jack ekki vilja
sjá hana heldur. Henni leið svo
illa, að hún var dauðhrædd um
að hún myndi fara að gráta. Og
hún kærði sig alls ekki um að
láta Derek sjá það til sín. Hann
sízt af öllum. Hún óskaði þess
innilega að hann myndi ekki
minnast aftur á heimkomu Jan-
ice. ^
„Ég er að reyna að koma undir
mig fótunum hérna í London",
sagði hann. „Það er mjög erfitt,
en ég er viss um að ef ég get
fengið leyfi til að setja leikrit á
Svið, þá er mér borgið. En allir
.vilja ráða.til $ín fra^,
XVI
„Þú þarft ekki að skýra það fyrir mér. Ég veit ósköp vel
hvað amar að þér,“ sagði refurinn. „Ég ætla þó að hjálpa
þér í þetta sinn, þótt þó eigir það ekki skilið, en það verður
líka í síðasta skiptið, sem ég rétti þér hjálparhönd," bætti
‘hann við-
i „Þú skalt halda áfram að moka — allt fram á næstsíðasta
! dag. En þá máttu hvíla þig, því að ég mun sjá fyrir því, sem
, þá verður eftir af hólnum,“ sagði refurinn.
Hans varð mjög feginn þessum tíðindum og lofaði að fara
jalveg að ráðum refsins. — Þegar Hans var búinn að moka
jstanzlaust í 9 daga, var mjög lítið búið af hólnum. Hann
'sofnaði snemma um kvöldið, því að hann var orðinn mjög
I þreyttur eftir allt þetta erfiði.
I Daginn eftir fór hann snemma á fætur og leit út um
! gluggann. Þá var hóllinn með öllu horfinn.
Hans varð mjög glaður, þegar hann sá, að hóllinn var
ihorfinn. Hann fór beina leið á fund kóngsins og sagði
honum tíðindin.
Kóngurinn varð nú að gefa Hans dóttur sína fyrir konu,
j þótt honum væri ekkert vel við það. Hann mátti ekki ganga
|á bak orða sinna.
„Nú verður þú að gæta dóttur minnar vel,“ sagði kóngur-
inn, þegar hann kvaddi Hans.
„Enginn mun gæta hennar betur en ég. Hún skal verða
aðnjótandi alls hins bezta, sem völ er á,“ sagði Hans. Síðan
þakkaði hann kóngi fyrir trygglyndi það, sem hann hefði
sýnt sér. Við svo búið gengu Hans og kóngsdóttir á braut.
| Þau höíðu ekki farið langt, þegar refurinn varð á vegi
þeirra.
„Nú ertu búinn að eignast kóngsdótturina úr demantshöll-
inni — fallegustu stúlkuna, í heiminum. Demantshesturinn
m^ndj.nú sæm^j ykliur veþ“ sagði refurinn-
3
Herranólt Menntaskólans 1953:
Þrír á boði
Gamanleikur eftir L. Du Garde Peach.
Leikstjóri: Baldvin Halldórsson.
Þýðandi: Helgi Hálfdánarson.
Sýning í Iðnó sunnudag klukkan '20.
Aðgöngumiðar á kr. 15.00 og 20,00 séldir í dag kl. 2—8.
jju- og gömlu dansamir
í Breiðfirðingabúð i kvöld klukkan 9.
Hljómsveit Svavars Gests,
Aðgöngumiðasala frá klukkan 5.
3
i
Barnaskommtun
heldur Landsmálafélagið Vörður í Sjálf-
: stæðishúsinu sunnudaginn 22. marz kl. 3 e.h.
■
■
! SKEMMTIATRIÐI:
■
■
■ Hljómsveit Aage Lorange Vikur lög úr teikni-
■
S myndum VValt Disney.
m
; Ilelga Valtýsdótfir les upp með aðstoð Ingi-
m
bjargar Þorbergs.
■
Torfi Baldursson spilar á munnhörpu og
■
; gítar samtímis.
■
■
; Þjöðdansar. ncmciidur úr Verzlunarskóla ísl.
■
■
m
; Baldur og Kcnni.
■
■
; Kvikmyndasýning.
■ •
■
■
■
■ Aðgöngumiðar á 3 kr. fyrir böm og 5 kr. fyrir fullorðna
; seldir á skrifstofu Varðar í Sjálfstæðishúsinu í dag
! klukkan 9—12 f. h.
■
■
■
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR.