Morgunblaðið - 25.03.1953, Page 2
2
MORGINBLAÐIÐ
Miðvikudagur 25. marz 1953
/ , r
pplausnin í Alþýðuflokknum öiiindraður innflutningur
kemur íram s ný|um myndum
Arásir Henni^ala á hægri sinnaða IbkksbræSur
Auásik alþýðublaösins
Á EMIL JÓNSSON
ÉO SÉ, að í Morgunblaðinu er
Jiví haldið fram, að árás Alþýðu-
jjlaðsins út af hússölu suður í
N.jarðvíkum sé í raun og veru
árás á Emil Jónsson. Ætlun Al-
týðublaðsins sé sú, að ná sér
ihiðri á Emil vegna þess, að hann
íiefui' verið vinstri krötum, sem
íiú stjórna Alþýðuflokknum,
Jiungur í skauti.
: Auðvitað er það óumdeilan-
Jegt, að umrædd hússala er á
ábyrgð Emils Jónssonar. Sannað
að hann gerði sem vitamála-
Mjóri tillögu um að selja húsið.
Hann er hinn fasti embættismað-
ur, sem á að fylgjast með þess-
Im málum, og bar honum þess
yegna að gera ráðherra aðvart,
4f eitthvað var athugavert við
bessa ráðstöfun. Það gerði hann
^kki, heldur lagði beinlínis til,
hð hún væri framkvæmd. Um
Ííbyrgð Emils verður þess vegna
hkki deiit né heldur hitt, að árás-
fn hlinar fyrst og fremst á hon-
tsm.
1 En ég er ekki sammála Morg-
unblaðinu um, að þetta sé visvit-
kndi tilræði Alþýðublaðsins við
jEmn. Raunar má minna á fleiri
sH.ÍV: upphlaup Alþýðublaðsins út
■jaf málum, sem hægri kratar bera
iábyrgð á, og kynni það að benda
jtil, að hér væri um að ræða
jjskipulagða atlögu gegn þessum
jfnönnum.
I.
ÍALÞÝÐUBLAÐIÐ RÆÐST Á
SIGURJÓN A. ÓLAFSSON
j Til dæmis um það má nefna,
!að nýlega tók Alþýðuflokkurinn
iindir árás Þjóðviljans á atvinnu-
tnálaráðherra út af reglugerð um
ivistarverur sjómanna á íslenzk-
tun skipum. Sérstaklega eftirtekt-
jarvert var það, að Alþýðuflokk-
júrinn herti einmitt á árásinni
íeftir að gögn höfðu verið færð
jfyrir því, að reglugerðin var ein-
initt samin meðal annars af hin-
tim aldna forystumanni sjómanna
^amtakanna, Sigurjóni A. Olafs-
syni'. Má nærri geta, að þau á-’
lcvæði, sem hér um ræðir, hefðu
aldrei verið sett í reglugerðina,
ef Sigurjón hefði ekki verið þeim
samþykkur. Árás Alþýðublaðsins
jVarð þess vegna ekki skilin öðru-
vísi en sem árás á Sigurjón A.
Ólaísson.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ RÆÐST Á
FULLTRÚA FLOKKS SÍNS í
UTANRÍKISMÁLANEFND
Annað dæmi er margendur-
tekin tilraun Alþýðubiaðsins til
jíjiess að vekja sundrungu um
jlandhelgismálið. Þar hamrar Al-
jbýðublaðið æ ofan í æ á því, að
ríkisstjórnin hafi óeðlilega leynd
jum þetta merkilega mál. Þessum
rógburði er haldið uppi af því
itiiefni einu, að íslenzka ríkis-
atjórnin hefur ekki birt síðustu
jórðsendíngu brezku stjórnarinn-
ar né svar sitt við henni. I þessu
fylgir íslenzka stjórnin aðeins
njálfsagðri alþjóðavenju um það,
.að það er auðvítað sú ríkisstjórn,
jóem tillögu gerir, sem ræður því,
hvoA hún er birt á meðan vin-
í:«amTe;gar viðræður eiga sér enn
jstað'’um málið.
Ekki nóg með það, heldur hef
•ur öinnig verið frá því skýrt, að
fulltrúi Alþýðuflokksins í utan-
rtkismálanefnd hefur tekið þátt í
afgpiðslu ríkisstjórnarinnar á
jmálinu og verið henni sammála.
: Hógþurður Alþýðublaðsins um
ríkisstjórnina bitnar því einnig í
Jtessu tilfelli á þess eigin flokks-
1 manni. Af því að það er hægri
jj krati má til sanns vegar færa,
iað hér sé enn eitt dæmi þess, að
j þeic verði sérstaklega fyrir skeyt
j um Aiþýðublaðsins.
ÁRÁSIRNAR ÚT A.F
UPPÁSTUNGUNNI UM HER
BITNA Á GYLFA
En dæmin um árásir Aiþýðu-!
blaðsins á þess eigin flokksmenn
eru engan vegin öll talin með
þessu. Allir kannast við bægsla-
gang Alþýðuflokksins að undan-
förnu út af stofnun íslenzks hers.
Ekki er þó kunnugt, um, að neinn
af stjórnmálamönnum þjóðarinn-
ar hafi gert tillögu um að stofna
íslenzkan her, nema Gylfi Þ.
Gíslason á Aiþingi i október s.l.
Allur hámagangur Alþýðuflokks-
ins út af þessu hlýtur .því fyrst
og fremst að lenda á Gylfa Þ.
Gísiasyni.
En hvernig má það vera, að
Gylfi Þ. Gíslason er einmitt
manna frakkastur sjálfur í því
að hamast gegn sinni eigin til-
lögu? Um það er érfítt að segja.
En ekki tjáir að halda fram, að
illvilji í garð Gylfa ráði, eins og
verið gæti í þeim dæmum, sem
ég taldi að framan. Ef reyna ætti
að finna á þessu skynsamlega
skýringu, mundi hún helzt vera
sú, að í algeru málefnaleysi Al-
þýðuflokksins hafi Gylfi sjálfur
reynt að búa til málefni til þess
að hafa síðan eitthvað til að
berjast gegn!!!
En sú skýring er þó dálítið
hæpin og getur til dæmis naum-
ast átt við framkomu Hannibals
gegn sjálfum sér. Ég var meðal
þeirra mörgu, sem heyrðu Hanni-
bal Valdimarsson lýsa yfir því á
Lækjartorgsfundinum fyrst í
desember, að menn mættu eiga
von á því, að hann hlutaðist til
um að vatni yrði hleypt á mann-
virkjagerðina austur við Sog og
bæjarbúar sviptir rafmagni, ef
ekki yrði tafarlaust látið að viija
hans.
Ég—skrifaði orðin ekki niður,
en ég skildi þau á sama hátt og
aðrir, sem hótun um að mann-
virkjunum austur við Sog skyldi
ekki hlíft og Reykvíkingar fengi
að sitja í kolsvarta myrkri, ef
ekki yrði lotið skipunum Hanni-
bals.
Ég skal ekkert ræða um það,
hvort þessar hótanir hefðu átt
rétt á sér eða ekki. Hitt furðaði
mig stórlega, þegar bæði Alþýðu-
blaðið og Hannibal neituðu að
hann hefði nokkurn tíma viðhaft
þessi orð. Sá vesaldómur að
hlaupa þannig frá eigin orðum
fannst mér meiri en svo, að ætl-
andi væri manni, sem um þær
mundir var að taka við forystu
í pólitískum flokki, og þó að það
væri aðeins Alþýðuflokkurinn.
Þegar allt þetta er hugleitt
finnst mér það helzt til bráðlát
fullyrðing að segja, að árásir Al-
þýðublaðsins á hægri krata nú
séu af illum toga spunnar til
þess að ná sér niðri á þeim.
Þessum möguleika er auðvitað
! ekki hægt að neita, en ég spyr
þó hvort hitt sé ekki sennilegra,
sem einnig hefur komið fram í
Morgunblaðinu ekki alls fyrir
löngu, aS skýringin sé sú, að
landsfrægt skoffín hafi nú telcið
við stjórn þessa vesæla flokks?
J. B.
á efnivörum til iðnaðar
Kynnikvöld Guð-
spekilélagsins
ANNAÐ kynnikvöld Guðspeki-
félagsins var síðastliðið sunnu-
dagskvöld. Þessir menn töluðu:
Frú Guðrún Indriðadóttir, er tal-
aði um andlega gerð mannsins frá
dulfræðilegu sjónarmiði. Næst
talaði Halldór Jónasson frá Eið-
um. Ræddi hann um afstöðu sína
til Guðspekinnar fyrr og siðar og
það, er hann taldi, að Guðspeki-
félagið ætti að leggja áherzlu á.
Síðastur talaði Guðjón B. Bald-
vinsson og lýsti því, er hann taldi
höfuðatriði Guðspekinnar og yfir-
burði hennar yfir trúárbró'gðin.
Frú Anna Magnúsdóttir lék á
slaghörpu.
ÁRSÞING iðnrekenda samþykkti
eftirfarandi tillögur um innflutn-
ingsmál: ^
„Ársþingið leggur áherzlu á
eftirfarandi:
a) Leyfður sé óhindraður inn-
flutningur frá öllum viðskipta-
löndum okkar á efnivöru til iðn-
aðar, umbúðum, sem ekki eru
framleiddar í landinu og á vara-
hlutum og vélum til endurnýjun-
ar fyrir starfandi iðníyrirtæki.
Ef siíkar vörur eru háðar leyfis-
veitingum, séu innflutnings- og
gjaldeyrisleyfin látin gilda allt að
6 mánuðum frá útgáfudegi, jafnt
þó að þau séu gefin út á síðustu
mánuðum ársins.
b) Ársþingið álítur varhuga-
vert, á meðan hörgull er á er-
lendum gjaldeyri, að leyfa ótak-
markaðan innflutning á tilbún-
um iðnaðarvörum, einkanlega á
þeim sviðum, þar sem innlendar
verksmiðjur eru færar um að
fullnægja eftirspurninni á sam-
keppnishæfu verði, svo að með
engum rökum verði talið, að
hagsmunir neytenda réttlæti
slíkan innflutning, enda veitir
vaxandi samkeppni milli inn-
lendu iðnfyrirtækjanna neytend-
um vernd gegn óhæfrlegri verð-
álagningu frá verksmiðju. Þá vill
ársþingíð að marggefnu tilefni
skora á hlutaðeigandi yfirvöld að
skerast tafarlaust í leikinn um
það að ekki sé á boðstólum í
verzlunum erlendur iðnaðarvarn-
ingur, sem ekki er leyfður inn-
flutningur á.
c) Ársþingið lætur í Ijósi
ánægju yfir því, að iðnaðarmála-
ráðherra hefur hlutazt til um að
nokkrar af tillögum Rannsóknar-
nefndar ríkisins í iðnaðarmálum
um rýmri gjaldeyrisyfirfærslur
fyrir hráefnum til iðnaðar og
vægari fyrirframgreiðslur til
bankanna við pöntun þeirra verði
látnar koma til framkvæmda.
d) Eftir framkomnar upplýs-
ingar frá iðnaðarmálaráðherra
um fyrirkomulag Norðurland-
anna á vöruskiptaverzlun við
Austur-Evrópulöndin, telur árs-
þingið tvímælalaust rétt, að slík
verzlun af íslands hálfu, sé ekki
í höndum einstaks félags, heldur
hafi bankarnir milligöngu um að
ráðstafa þeim gjaldeyri til inn-
flytjenda."
REKSTRARLAN
TIL IBNAÐARINS
„Ársþingið telur, að óhæfilega
mikið af fjármagni bankanna sé
bundið í innfluttum iðnaðarvör-
um, er biði eftir sölu í samkeppni
við innlendar iðnaðarvörur, engu
lakari að verði eða gæðum, á
sama tíma og innlendu verk-
smiðjurnar vanti rekstrarfé.
Ársþingið beinir eindregnum
tilmælum til ríkisstjórnarinnar
um að útvega Iðnaðarbankanum
15 millj. króna lánið, sem ríkis-
stjórninni var veitt heimild til
útvegunar á af síðasta Alþingi.
Þá telur ársþingið nauðsynlegt
að Iðnlánasjóður sé efldur að
mun og árlegt framlag ríkisins
til hans verði stórum aukið.“
Æskuheimili í Reykjavik
Blaðinu hefur borizt eftir-
farandi frá stjórn B.Æ.R.:
HINN 5. f. m. var sú samþykkt
gerð í bæjarstjórn Reykjavíkur,
er margir misskildu svo, að nú
yrðí horfið með öllu frá byggingú
fyrirhugaðrar æskulýðshallar. —•
Fyrir því sneri stjórn Bandalags
æskulýðsfélaga Reykjavíkur sér
til borgarstjóra og beiddist þess
að fá markaða skýrt afstöðu bæj-
arstjórnar til þessa máls.
Hefur nú borizt svar á þessa
leið:
„Borgarstjórinn í Reykjavík,
Reykjavík, 11. marz 1953.
Út af fyrirspurnum stjórnar
B.Æ.R., vegna samþykktar bæj-
arstjórnar 5. febr. s.l. um félags-
heimili og iþróttahús, þykir rétt
að taka fram:
Á síðustu árum hafa ýmis fé-
lög unnið að því að koma upp fé-
lagsheimilum víðs vegar í bæn-
um og hlotið til þess styrk úr
bæjarsjóði.
Reynslan virðist sýna, að þetta
sé eðlileg þróun og æskileg til
þess að greiða fyrir hollu félags-
og skemmtanalífi æskulýðsins.
Þessi félagsheimili leysa að
meira eða minna leyti þá þörf,
sem upphaflegum tillögum um
æskulýðshöll var ætlað að leysa.
Síðastliðin fjögur ár hefur bæj-
arstjórn Reykjavíkur haft nána
samvinnu við B.Æ.R. um æsku-
lýðshallarmálið með því að full-
trúi bæjarstjórnarinnar hefur
unnið að málinu með húsnefnd
B.Æ.R.
Á síðastliðnu ári samþykkti
B.Æ.R. að fyrsti áfangi æskulýðs
hallarinnar skyldi vera íþrótta-
salur og hefur bæjarstjórn sam-
þykkt það og heitið til þess fjár-
styrk.
Bæjarstjórn telur þarna stefnt
í rétta átt og heitir sem fyrr full-
um stuðningi við byggingu sam-
eiginlegs íþróttahúss, þar sem
verði íþróttasalur, skautasalur
og húsakynni til nauðsynlegra
veitinga.
Gunnar Thoroddsen".,
Sfjorri B.Æ.R.' télur svár þetta
vel viðunandi, enda samrýmast
síefnu Bandalagslns á næstu ár-
um og þeim uppdráttum, sem
skipulagsnefnd bæjarins hefur
þegar samþykkt. Æskuheimíli í
Reykjavík verður því fyrst og
fremst íþróttaheimili með nokk-
urri aðstöðu til félagslífs og má
geta því nærri, hvers virði það
má vera fyrir heilbrigt æskulíf,
ef vel er á haldið.
Orðin „þessi félagsheimili leysa
áð meira eða minna leyti þá þörf,
sem upphaflegum tillögum um
æskulýðshöll er ætlað að leysa“,
skilur stjórn B.Æ.R. engan veg-
inn svo, að bæjarstjórnin sé horf-
in frá hugmyndinni um æsku-
lýðshöil eða æskuheimili í Reykja
vík, heldur aðeins frá upphaf-
legu tillögunum um æskulýðs-
höll, sem bornar voru fram áður
en B.Æ.R. tók til starfa. Þegar
íþróttasalur er reistur, skauta-
skáli og húsakynni til veitinga,
þá verður það væntanlega hlut-
verk ríkisins, Reykjavíkurbæjar
og B.Æ.R. að ákveða hvað næst
skuli byggja á hinni miklu og
góðu lóð B.Æ.R.
Sameinum því hugi vora og á-
tök, góðir Reykvíkingar, og hrind
um í framkvæmd þessu mikla
nauðsynjamáli reykvískrar æsku,
og hættum öllum barnalegum
deilum um það, hvort húsin skuli
heita æskulýðshöll, æskuheimili
eða eitthvað annað. Nafnið er al
gert aukaatriði. Verkið varðar
öllu.
Það mun verða með atbeina
góðra manna til heilla og bless-
unar öldnum og óbornum.
Stjórn Bandalags
æskulýðsfélaga Reykjavíkur.
Aðalfundur Málara-
meistarafélagsins
AÐALFUNDUR Málarameistara-
félags Reykjavíkur var haldinn
17. marz 1953 í Breiðfirðingabúð.
í stjórn voru kosnir: Jón E.
Ágústsson formaður, Hörður Jó-
hannesson varaformaður, Ólafur
Jóríssóri rifa'ri, Halldól' Maghús-
son gjaldkeri, Pétur Hjaltested
meðstjórnandi.
Siðleysi í
blaðamermsku
TÍMINN gerði það fyrir nokkra
að árásarefni á Jóhann Þ. Jós-
efsson, að liann hefði í fjármála-
ráðherratíð sinni vcitt fyrirtæki,
sem hann væri meðeigandi að í
Vcstmannaeyjum eftirgjöf á skött
um. Fór blaðið síðan mörgum
hörðum oröum um þessa ráða-
breytni.
Síðan hefur það verið upp-
lýst, að Jóhann Þ. Jósefsson var
alls ekki fjármálaráðherra þegar
umrædd ráðstöfun var gerð.
Nokkrir mánuðir voru þá liðnir
frá því að hann lét af embætti
f jármálaráðherra.
Auðvitað hefur Tímiim vitað
um þetta þegar hann birti rógs-
grein sína. Frásögn lians hefur
því verið byggð á visvitandi ó-
sannindum.
I þessu sambandi mætti spyrja
Tímann að því, af hverju þa#
spretti, að skattkröfumáli ríkis-
sjóðs á hendur Ilelga Benedikts-
syni, sem nokkur undanfarin ár
hefur verið fyrir hæstarétti, hef-
ur verið frestað þar samtals 15
sinnum eftir beinu fyrirlagi Ev-
steins Jónssonar?
Hraustlega varinn
Þessi skjólstæðingur núverandl
fjármálaráðherra er forvígis-
maður Framsóknarmanna í Eyj-
um og jafnframt forseti bæjar-
stjórnar þar af náð kommúnista.
Hann hefur mörg undanfarin á*
legið undir ákæru fyrir víðtæk-
ustu gjaldeyris- og verðlagsbrot,
sem um getur hér á landi. Enginn
maður hefur verið hraustlegat
varinn í Tímanum en einmitt
þessi maður. Jafnhliða segist
þetta málgagn Framsóknarflokka
ins eitt standa trúan vörð uttt
velsæmi í viöskiptamálum!!
Ekki stóð heldur á Tímanum
að verja hið stórfellda verðlags-
brot Olíufélagsins á sínum tíma,
sem dæmt hefur verið í undit-
rétti.
Svo á almenningur í Reykja-
vík að trúa því, að Rannveig
vesalingurinn berjist sífellt liinni
góðu baráttu gegn verðlagsbrot-
um og fyrir velsæmi í viðskipta-
málum. En í Vestmannaeyjum er
Helgi Benediktsson musterisridd-
ari Framsóknar og höfuðleiðtogi
í þessari baráttu!
„Djöfull
sundrungarinnar“
KOMMÚNISTABLAÐIÐ hefut
þangað til í gær þagað eins og
steinn um hinn nýja „Þjóðvam-
arflokk". En þá skrifar Brynjólf-
ur Bjamason þar grein undir
dulnefninu „föðurlandsvinur". —.
Ber hún titilinn „Hugleiðingar
um væntanlegt samstarf sósíal-
ista og annarra ættjarðarvina“.
Biður Brynjólfur liðsmenn síntt
umfram allt, að „forðast djöful
sundrungarinnar“. Er auðsætt, atl
þar á hann við „Þjóðvamar-
fIokkinn“.
Öll er þcssi grein Brynjólfs
Bjarnasonar greinilegur vottur
þess ótta, sem ríkir nú innatt
herbúða Moskvumanna. Er þa«
táknrænt fyrir ástandið þar, aS
fiokksforinginn þorir nú ekki
lcngur að skrifa undir nafni f
hiað sitt.
f l
Tvö frægðarverk
FRAMBJÓÐANDI Alþýðuflokks-
ins í Borgarf jarðarsýslu, sen»
jafnframt er varaformaður flokka
sins hefur unnið tvö verk sér tii
frægðar. Hið fyrra vann ham*
fyrir alilöngu síðan er hartn barð-
ist gegn því að Akurnesingaf
fengju síðari togara sinn til at-
vinnubóta í byggðarlaginu.
Síðara afrekið vann flokksfor-
inginn við hljóðnema útvarpsina
fyrir nokkrum dögum með því
að brjóta þar hljómplötu samkv,
ósk nokkurra hlustenda sinna. —
Mirinit það siðlausa háttemi tölu-
vert á bókabrennur nazista og
kommúnista.