Morgunblaðið - 25.03.1953, Síða 8
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 25. marz 1953
Otg.: H.f. Arvakur, Reybjavlk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ébyrgQann.)
Lesbók: Árni Óla, sími 304*.
Augiýsingar: Árni Garðar Kristinawm*.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðala;
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlanfla.
í lausasölu 1 krónu eintakiS.
Ueikurinn m handritamálið
sagður
VIÐ íslendingar höfum flutt
mörg rök og sterk fyrir þeirri
kröfu okkar, að hinum íslenzku
handritum í Danmörku verði
skilað aftur og þau flutt hing-
að til heimalands síns. Síðast
á fundl Stúdentafélags Reykja-
víkur, sem haldinn var f yrir
skömmu, voru þessi rök rifjuð
upp. Hafa þær umræður verið
raktar hér í blaðinu.
. En í þessu sambandi er ekki
síður ástæða til þess að vekja
athygli'á ummælum dansks rit-
höfundar, sem nýlega hefur lát-
ið þetta mál til sín taka á þann
hátt, að við íslendingar hljót-
um að vera honum þakklátir. —
t>að er JÖrgen Bukdahl, en eft-
ir hann birti Lesbók Mbl. snjalla
grein um handritamálið s. 1.
sunnudag.
> í grein þessari kemst Jörgen
Bukdahl m. a. að orði á þessa
leið:
íslenzku handritin varða ís-
iand einvörðungu. enda þótt í
þeim sé að finna sögulegar
heimildir viðvíkjandi hinum
Norðurlöndunum, sögulegar
heimildir, sem nú mundu vera
týndar ef íslendingar hefðu
ekki verið vel vakandi og sýnt
meiri áhuga á norrænum
fræðum heldur en Svíar og
Danir. Og í viðurkenningar-
skyni fyrir að það er fslend-
ingum að þakka, að vér vit-
um talsvert um forsögu vora,
ættu þeir skilið að vér send-
um þeim handritin, þar sem
ísland hefur nú komið fótum
undir sig og á sinn eigin há-
skóla, sem er eini staðurinn,
þar sem fullnægjandi rann-
sókn á handritunum getur
farið fram. Það er ekki annað
en undanbrögð, þegar nokkr-
ir prófessorar við háskólann í
Kaupmannahöfn setja sig á
móti afhendingu handritanna
á þeim forsendum, að meðan
þau séu þar, sé Kaupmanná-
höfn rannsóknarmiðstöð fyrir
fomnorræn fræði, því að með
sárfáum undantekningum hafa
það aðeins verið íslendingar
sem hafa kunnað að gefa
þessi handrit út.“
Þarna er í fáum orðum sagður
sannleikurinn án allrá umbúða
Úm kjarna handritamálsins. Á
hann hafa margir fleiri Danír
kqmið aúga. enda þótt prófess-
orar Hafnarháskóla hafi á þess-
um vetri látið sér sæma að þyrla
upp einstæðu moldviðri um hin
íslenzku handrit.
• ■ Auðsætt er nú orðið að hand-
hitamálinu muni ekki ráðið til
lykta af danska þinginu á þess-
um vetri, eins og nokkrar vonir
stóðu til. Framundan eru tvénn-
ar kosningar í Danmörku.. Slík-
ir tlmar eru ekki taldir hentug-
ir til að ráða til lykta viðkvæmu
stórmáli eins og. handritamálið
vissulega er. í hugum margra
Dana. - ^
En þótt þessi dráttur verði
epn á reikningsskilum milli
Dana og íslendinga í þessu niáli
ep þó ástæðulaust fyrir okkur ,
að örvænta um æskilega niður-
stöðu þess. Ástæða er til þess
að. benda enn á það, að sam-
kvágmt yfirlýsíngum danskra
stjórnmálaleiðtoga er tvímæla- ’
laust meirihluti fyrir því í danska
þinginu að handritunum verði ^
skilað. Á þessum vetri hafa einn-
ig komið fram fjölmargar radd-
jir í dönskum blöðúm, sem mæla
eindregið með því að orðið verði
ivið hinum íslenzku kröfum. —
IÞað væri því tæplega skynsam-
legt af okkur íslendingum, að
;hefja allsherjar sókn á hendur
Dönum í þessu máli einmitt nú.
|Við vitum éinnig að við eigúm
mikils metna stuðningsmenn í
Iþessu máli meðal fremstu stjórn-
| málaleiðtoga Dana. Okkur hlýt-
jur að vera ljóst, að þegar
(um slikt stórmál er að ræða,
skiptir það ekki megin máli,
hvort því er ráðið til lykta miss-
erinu fyrr eða seinna.
Á það má enn benda að
norræn samvinna væri lítils
megandi ef ókleift reyndist
að ná samkomulagi um slíkt
mál á friðsamlegan og skap-
Iegan hátt. Á því vekur Jörg-
en Bukdahl einarðlega athygli
í fyrrnefndri grein sinni.
Baráttan fyrir sjálfstæði fs-
lands var löng og hörð. Þeir,
sem hana háðu urðu að berj-
ast af festu og þrautseigju.
En þeir unnu að lokum sig-
ur. —
' Eins mun fara í baráttunni
fyrir heimflutningi hinna ís
Ienzku handrita, sem í margar
' aldir hafa dvalið í útlegð.
Réttlætið er okkar megin.
Þess vegna mun hinn íslenzki
málstaður sigra.
Sfélið sfemfiir upp úr!
LEIÐTOGAR kommúnista eru
nú hver á fætur öðrum teknir
að skrifa „opin bréf“ undir dul
nefni í „Þjóðviljann". Bréf þessi
eiga að heita frá mönnum utan
kommúnistaflokksins en aðal inni
hald þeirra er þó yfirlýsing um
það, að kommúnistar séu hinir
einu sönnu „ættjarðarvinir"!!
Svona barnalega einfaldir eru
forvígismenn hinnar íslenzku
fimmtuherdeildar. Þeir halda, að
með því að bregða sér undir
huliðshjálm dulnefnanna fái þeir
dulið úlfseyru kommúnismans.
En hversvegna telja þeir Brynj-
ólfur Bjarnason og Einar Olgeirs-
son nauðsynlegt að breiða þannig
yfir höfundarheiti sinna eigin
ritsmíða?
Ástæðan er engm önnur en sú,
að þeir eru hræddir við það al-
menningsálit, sem er að skapast
á þeim og flokki þeirra. Þeir
vita, að ofbeldisstefna Rússa,
kynþáttaofsóknimar austan járn-
tjalds og hreinsanirnar innan
kommúnistaflokkanna þar eystra
hafa sveipað hinni rauðu þoku
frá augum þúsunda manna á ís-
landi. Fólkið sér allt í einu, hvað
er, og hefur verið að gerast undir
járnhæl hins kommúníska ein-
ræðisskiplulags. Það sér lika hina
skriðdýrslegu þjónkun íslenzku
kpmmúnistanna við Rússa og
harðstjórn þeirra.
Þennan vaxandi skilning á eðli
kommúnismans og baráttuaðferð-
um óttast leiðtogar fimmtuher-
deildarinnar hér á landi eins og
pestina. Þess vegna bregða þeir
sér í dulargerfi í blaði sínu. Þeir
halda eins og strúturinn, að þeg-
ar þeir stinga sjálfir hausnum
niður í sandinn þá sjái vegfar-
andinn ekki stélfjaðrir þeirra. i
Síðosta borátta Stalins við
rússneska bændarna
MEIRI háttar órói ríkur núna '
í sveitum Rússlands, sambæri-1
legur við samyrkjuherferðina I
snemma á 4. tug aldarinnar.)
Hann er síðasta stigið i lang-
vinnri baráttu Sovétstjórnarinn- |
ar til að ná fullum tökum. á
bændum og framleiðslu þeirra, I
Með núverandi 5 gra áætlun
ætla Sovétforingjarnir að auka
kornframleiðslu um 50 millj.
tonna á næstu þremur árum, og
svarar það til þess, sem Sovét-
stjórnin hefur knúið fram á 35
árum.
Árið 1952 var kornuppskeran
129 millj. tonna, og Malenkoff
var hreykinn yfir, að kornvanda-
ráálið hefði „ákveðið og endan-
lega“ verið leyst. Áætlunin krefst
þess núna, að uppskeran hafi náð
180 millj. tonnum árið i 955.
LÉLEGAR AFURDIR
Hingað til hafa bættír búskap-
arhættir valdið þessari aukningu
nær einvörðungu. Ságt er af
áætlunarmönnunum, að hinu
nýja takmarki eigi aðallega að
ná með bættum afurðum, en
gæði þeirra standa afurðum Vest-
urlandaþjóða hvað lágmark
snertir talsvert að baki,
En skv. reynslunni er eigi unnt
að búast við, að þetta muni tak-
ast á þremur árum. Stjórnin virð-
ist heldur eigi líkleg til að geta
útvegað tækin. í rauninni hefur
framleiðsla akuryrkjuáhalda þeg
ar beðið hnekki vegna samfærslu
í endurvígbúnaðar- og þunga-
iðnaðinum.
Úrlausnarinnar er að leita í
síðustu yfirlýsingu Stalins um
hagfræðileg vandamál Rússa. Þar
er vikið að algerri þjóðnýtingu
samyrkjubúanna, sem eru algeng
ustu akuryrkjustofnanir í Rúss-
landi.
Samyrkju- og ríkisbú ná yfir
95% alls ræktaðs lands og láta
í té 73% akuryrkjuframleiðsl-
unnar. En enn er eínkaeignar-
hald mikilvægur þáttur í sam-
yrkjubúskapnum, sem var há-
mark þess, er Kremlstjorninni
tókst að læða inn á bændur á
fjórða tug aldarinnar.
NÝ STEFNA
Ríkið á raunar bæði jarðirnar
og hinar mikilvægari vélar. En
samyrkjan á framleiðsluna og
hefur rétt til sölu hennar á
frjálsum markaði, þegar- búið er
að framleiða hið ákveðna magn
og skattar og önnur gjöld hafa
verið innt af höndum. Jafnvvl
eiga bændur sér enn til dáLtil
bú.
Þannig kemst talsverður hluti
af kornframleiðslu lanþsmanna
hjá eítirliti stjórnarinnar. Bænd-
um verður og eðlilega tamara
að sýna einkaeign sinni meiri
umhjrggju en samyrkjubuskapn-
um.
Núna var Stalin, er hamí dó,
nýbúinn að úrskurða að þessu
ástandi yrði að linna. Það mundi,
! að því er hann sagði, skipta
!„geysimiklu máli“, að hinn nú-
verandi munur iðnaðar og akur-
yrkju hyrfi. ■ Ríkið mun fraih-
kvæma þetta með því að sketla
eign sinni á allan afrakstur bú-
anna, bæði samyrkju- og eink'a-
búa. ,
Til endurgjalds munu bændur
hljóta iðnaðarvðrur við því verði,
isem ríkisvaldið setur. Þeir munu
' eigi vera „sviptir eignarréttin-
um“. En þeir munu ekki framar
eignast nokkurn skapaðan hiut.
! Þessu kerfi hefur þegar verið
komið á varðandi þau bú, sem
framleiða iðnaðarvarning, og hin
jum 254 þús. samyrkjubúum, sern
. til voru í ársbyrjun 1950, er 'oeg-
jar búið að steypa saman í 9?
'þúsund stærri einingar.
I •—David Floyd.
VeivaKandi sJforifar:
ÚR DAGLEGA LIFINU
Togarar bæjar-
úlgerðarinnar
B.V. Ingólfur Arnarson fór á salt
fiskveiðar 19. þ.m. Skúli Magnús-
son fór á veiðar 11. þ.m. Hallveig
Fróðadóttir kom 17. þ.m. með 94
tonn af ísuðum ufsa, 64 tonn af
ísuðum karfa, 25 tonn af ísuðum
þorski, og 8 tonn af öðrum ísfiski.
Ennfremur hafði skipíð 7 tonn
af lýsi og 5 tonn af grút. Það fór
aftur á veiðar 19. þ.m. Jón Þor-
láksson fór á veiðar 15. þ.m. Þor-
seinn Ingólfsson fór á veiðar 14.
þ.m. Pétur Halldórsson fór á salt
fiskveiðar 27. febrúar. Jón Bald- I
vinsson fór á saltfiskveiðar 14.
þ.m. Þorkell máni er í Reykja-
vík vegna hilunar í trollspili.
í fiskvérkunarstöð Bæjarútgerð
arinnar höfðu 155 manns vinnu í
þessari viku.
Engin
óánægjct
BONN, 23. marz — Ridgway,
hershöfðingi, yfirmaður Atlants-
hafsherjanna, sagði í dag, að sér
væri ekki kunnugt um neina
óánægju meðal þeirra brezku og'
frönsku liðsforingja, sem dveld-
ust í aðalstöðvum Atlantshafs-1
herjanna í París. — En ýmis blöð
í Vestur-Evrópu hafa undanfar- j
ið rætt mikið um það, að brezkir j
og franskir liðsforingjar gætu á
engan hátt átt samvinnu við hina
bandarísku starfsfélaga sína. — j
Ridgway, hershöfðingi er nú á
ferðalagi um Véstur-Þýzkaland. ‘
Prófessorinn og
Eisenhower
STUTTU eftir, að Eisenhower,
núverandi forseti Bandaríkj-
anna hafði verið
xtnefndur heið-
irsforseti Kol-
*mbí uh áskólans
at hann ásamt
.onu sinni
,Mamie“ Eisen-
ower, hátíðlega
kademiska
veizlu og frú
lisenhower
nlaut sæti við
I hliðina á einum
mjög háttsettum prófessor, sem
augsýnilega þekkti hana ekki og
sem jafn augsýnilega var ekki
sérlega hrifinn af herforingjan-
um — Eisenhower, því að hann
linnt.i ekki á að útmála, hve frá-
munalega vitlaust það væri að
kjósa mann til heiðursforseta ein-
ungis vegna þess, að hann væri
nógu frægur — herforíngja-
sprautu eins og þennan Eisen-
hower, sem líklegast gerði ekki
betur en geta lagt saman -tvo og
tvo!
Lofaði heppni sína.
AÐ LOKUM fór svo að „Mamie“
Eisenhower varð nóg boðið af
tali sessunautar síns og sagði við
hann: A •
— Vitið þér eiginlega, hver ég
er?
■— Nei.
— Ég er frú Eisenhower.
— Hinn háttsetti prófessor sót-
roðnaði og stamaði:
— Vitið þér eiginlega, hvér ég
er?
— Hefi ekki hugmynd um það,
svaraði frú Eisenhower.
— Guði sé lof, stundi prófessor-
inn upp — ög hvarf hið skjótasta
írá borðinu.
' >
Blæs ekki byrlega fyrir
„stöðlinnm“
MAÐUR, sem kallar sig
Krummi og kveðst vera hat-
rammur á móti „stöðlinum“ hef-
ir nýlega skrifað mér eftirfatandi
bréfkorn, sem honum er mjög
umhugað um, að fái að birtast:
„Kæri Velvakandi!
Er það ekki furðulegt, hve
erfitt reynist að finna gott og gilt
orð fyrir nafnskrípið „stoppi-
stöð“. Ef til vill er það vegna
þess, hvað úrlausnin er einföld og
liggur í augum uppi: stoppistöð,
stöð, þar sem almenningsvagnar
staðnæmast til að hafa afgreiðslu,
skila fólki, taka fólk, stöð fólks-
ins, á meðan það bíður komu
vagnsins. Nafnið „biðstöð" svar-
ar ágætlega til allrar þesskonar
afgreiðslu. Það er líka stutt og
þægilegt, ekkert hægt að þvi að
finna, hvorki málfarslega né að
efni til.
1 ■ !
i ■ | J
\ 23 ]
&
Biðröð — eða stöðull?
Að taka upp nafnið „stöðuIT* *
(þótt ágætt orð sé í réttri merk-
ingu) og umturha þannig sögu-
legri merkingu þess, eru mál-
spjöll sem málvöndunarmenm
hefði sízt átt að henda. Það er
sambærilegt, því sem segir í vísu-
botninum: ef þeim liggur
lífið á leggja þeir hnakk á kúna'*
í stað þess að söðla hestinn. —
Krummi“.
Saknar dósahnífanna.
HÚSMÓÐIR í Sogamýrinm
skrifar:
„Hvernig víkur því við, að ekki
fylgja lengur dósahnífar með ís-
lenzkum niðursuðuvörum? Áður
fyrr brást ekki, að með hverri dós,
hvort sem um var að ræða sardin-
ur, gaffalbita, svið eða eitthvað
annað, fylgdi dósahnífur eins ög'
vera bar. Það getur komið sér
meira en lítið óþægilega fyrir
fólk, sem leggur upp í ferðalag
og hefir með sér niðursoðinn mat
til að snæða hvar sem vera skal
á leiðinni, að uppgötva, að það bef
ír engin tæki meðferðís til að
opna dósirnar og komast þanrúg
að krásinni. Einnig er það marg-
faldur erfiðisauki, að þurfa að
notast við venjulega stóra dósa-
hnífa til að taka imn litlar og
grunnar niðursuðudósir.
Ég verð að segja íslenzkum iðn-
aði það til hróss, að miklar fram-
farir hafa orðið í niðursuðu mat-
væla á síðustu árum. Hinsvegar
finnst mér illa að ráði sínu farið
að svipta okkur þessum sjálf-
sögðu þægindum — dósahnífim-
um og það því fremur, sem ‘ég
held, að alveg hafi gleymzt að
láta þennam minnkaða tilkostnað
koma fram í lægra verði til kawp
cnda".