Morgunblaðið - 25.03.1953, Page 14

Morgunblaðið - 25.03.1953, Page 14
MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. marz 1953 M SYSTIRIN SKALDSAGA EFTIR MAYSIE GRIEG Framhaldssagan 31 „Við skulum ekki tala meira um það. Hefurðu saknað mín í kvöld?“ „Já, ég var svo hræðilega ein- mana. Ég er alltaf einmana, þeg- ar þú ert ekki hjá mér“. Hann þrýsti hana í fang sér. „Elsku konan mín“, sagði hann. Janice hafði hitt Lennox Ruth- erford að máli fyrr um kvöldið. Hún hafði hitt hann á skrifstofu hans og hann hafði kynnt hana fyrir unga rithöfur.dinum, Ralph Andersen, sem hafði skrifað leik- I ritið fyrir hana. Eftir stuttar við-' ræður höfðu þau farið öll út og 1 enætt kvöldverö á litlu veitinga-1 húsi, Ralph Anderson var ekki bein- línis aðlaðandi persóna, en herra Rutherford sanr.fserði hana um að hann yrði brátt frægur leikrita- höfundur. Þetta var fyrsta leik- ritið hans en mundi vafalaust vekja mikla athj'gli. Ekkert vant- aði nema smávegis peningaaðstoð fiagði herra Rutherford, góðan leikstjóra og hana í aðalhlutverk- )ð. Þegar hann minntist á peninga- aðstoðina, litlu mennirnir báðir hvor á annan og síðan á dýra loð skirinsfeldinn, sem hún var á öxlunum. Það var önnur gjöfin sem hún hafði fengið frá Jack í París. Þeir höfðu lesið um gift- ingu hennar og herra John Hay- wood Ashburn og í öllum blöðum hafði staðið að Jack væri mjög vel efnaður maður. Var nokkuð eðlilegra en að þessi ríki maður veitti fjárhagslega aðstoð til leik- ritsins sem konan hans átti að leika aðalhlutverkið í? Janice hafði ekki sagt herra Eutherford frá því að Jack væri mótfallinn því að hún tæki upp leikstarfsemi á nýjan leik. Hún sá enga ástæðu til að minn á það enn sem komið var. „Hlutverkið er gert aðeins fyr- ir yður“, sagði herra Anderson. Hún brosti til hans yfir borðið. , Þakka yður fyrir“. „Ég hef leitað mér upplýsinga", sagði hann, „og það virðist mögu- leiki á því að fá leikhús eftir sex e-ða átta vikur. Við verðum að ráða leikarana, leikstjórann og byrja æfingar". Á meðan þau drukku kaffi og líkjör, las hún fyrsta þáttinn. Hún varð óneitanlega fyrir vonbrigð- um. Samtölin voru vafalaust skemmtileg, en aðalkvenhlutverk ið var ekki eins og hún hafði hugsað sér það. Hún hafði haldið að hún yrði kvenhetjan, en aðal hlutverkið hjá herra Anderson var uppgjafa dansmær, metorða- gjörn og sínk, sem giftist gömlum miljónamæring og gerði bæði sér og honum lífið óbærilegt, og sömu leiðis börnum hans uppkomnum frá fyrra hjónabandi. „Ég skil ekki að þetta hlutverk eigi svo vel við mig“, sagði hún stamandi. Mennirnir tveir litu hvor á ann an aftur. Þeir höfðu hálft í hvoru búist við þessu. Lennox sagði sannfærandi: „Kæra Janice, sagði ég þér ekki að þetta væri „karakt er“-hlutverk? Hvernig getur þú búist við því að verða fræg á einu kvöldi í leikhúsi í London ef þú leikur bara venjulega kvenhetju? í þetta hlutverk verður að vera falleg kor.a, og þú ert það. En þetta hlutverk krefst einnig hæfi leika og ég er viss um að þú hefur þá líka. Ég held að þú hafir þá í ríkum mæli“. Hún leit upp. Hún var orðin rjóð aftur í kinnum, og augu henn ar ljómuðu. Mikla hæfileika, sagði hann. Já, það var satt. Derek hafði sagt að hún hefði Snga hæfileika. Það væri gaman að sýr.a honum að hann hefði j haft á röngu að standa. Hún j mundi vilja íórna öllu til að lítil-1 lækka hann. „Karakter“-hlut-1 verk. Það var ágætt. Hún mundi j verða fræg. Derek mundi falla áj kné fyrir framan hana og viður- | kenna að hann hefði haft á röngu að standa. ,,Ég tek leikritið með mér heim og lýk við að lesa það þar“. Jack reis upp. Hann þurfti að segja henni nokkuð og hann þótt- ist viss um að betra væri að ljúka því af sem fyrst. Hann vissi ekki hvers vegna hann þurfti að telja í sig kjark til að segja henni frá boði Bruce lávarðar, En hann hafði hliðrað sér hjá því að minn; ast á það við hana í tvo daga. I kvöld hafði Alice gefið honum nýtt hugrekki. „Manstu eftir Bruce Andrews?“ spurði hann. „Hann var í kvöld- veizlunni áðan. Hann bað mig um að lcomað með í rannsóknarleið- angur til Haiti í Vestur-Indíum. Við eigum að leggja af stað innan mánaðar. Ég . . ég sagði að við mundum koma“. Hún starði á hann eins og hún tryði ekki sínum eigin eyrum. „Sagðír þú að við mundum koma?“ „Já, auðvitað“, sagði hann. Hann talaði hátt til að missa ekki kjarkinn. „Þetta er tækifæri sem mér býðst ekki aftur. Margir þátt takeridanna taka konurnar sínar með, svo að þú verður ekki ein- mana. Það verður gaman fyrir þig. Við verðum fjóra eða fimm mánuði í ferðinni“. 14. kafli. Janice starði á hann með skelf ingu í augunum og reiði sauð niðri í henni. „Áttu við að þér sé alvara um að ég .. ég fari þetta með þér?“ stamaði hún. „Auðvitað vil ég að þú komir með mér“. Hann brosti. „Ekki mundir þú vilja að ég færi án þin svona skömmu eftir að við erum gift“. ,,Nei .. en .. en“, sagði hún. Svo varð þögn. „En Jackie, þetta er ekkert ferðalag fyrir kven- fóik .. eintómir svertingjar. Ég hef lesið um þennan stað .. ég hef lesið margt hræðilegt þaðan. Það eru eintómir svertingjar, sem borða menn“. Hann hló. „Hvaða vitleysa. Það er sið- menntað fólk. Það er forseti þar og stjörn, eins og við höfum. Fólk ið er ekkert frábrugðið okkur að öðru leyti en því að það er svart á hörund". „Elsku Jack .. ég veit ekki hvað ég á að segja.“ Hún snéri sér frá honum og beit 1 neðri vörina. Hún var í mikillí klipu. Hann vildi að hún færi með honum á þessa villi- mannaeyju, þar sem voru bara svertingjar, og þar átti hún að vera í fjóra eða fimm mánuði. Einmitt núna, þegar henni bauðst þetta einstaka tækifæri til að geta sér frægðar á leiksviðinu í Lond- on. Hún hélt meira að segja á hlutverkinu í annarri hendinni undir sænginn. Hún hafði verið að lesa það þegar hann kom Því meira sem hún las af þvi, því vissari varð hún um að herra Rutherford hafði á réttu að standa. Þetta var stórmerkilegt leikrit. Það mundi vekja mikla hrifningu og hún mundi verða fræg sem aðalleikandinn. Hún hafði hugsað nákvæmlega um það hvernig hún ætlaði að segja Jack frá því. Hún ætlaði ekki að láta hann vita neitt fyrr en nokkrum dögum áður en sýn- ingamar ættu að hefjast og þá mundi vera of seint fyrir hana að draga sig í hlé. Það gæti verið að í hart færi á milli þeirra, en hann mundi láta undan að lok- um. Hann mundi skilja að hún gæti ekki hætt við hlutverkið á síðustu stundu. Og nú var hann að stinga upp á því .. nei, hann var að segja henni að hún ætti að koma með honum í ferðalag sem tæki fjóra—fimm mánuði. Voru nokkrar líkur til þess að herra Anderson mundi fresta æfingum lese DEMANTSFUGLINN XIX. við Hans. „Við skulum einhvern tíma reyna að borga þér fyrir Iífgjöfina,“ bættu þeir við. „Við skulum ekki eyða tímanum í óþarfa mælgi, heldur skulum við hraða okkur á fund föðurs okkar. Ég hefi nú kló- fest demantsfuglinn, sem hann treysti ykkur til að finna. En í þess stað brugðust þið honum, en stunduðuð svall og ólifnað“. sagði Hans við bræður sína. „Ef til vill hefði ég ekki átt að bjarga bræðrum mínum frá hengingu, eins og refurinn hafði ráðlagt mér. Það verð- ur mér kannske að faili. En við sjáum nu hvað setur,“ húgs- aði Har.s með sjálfum sér. Nú hélt allur hópurinn af stað heim í kóngsgarð, en löng ferð var fyrir höndum. Það var nefnilega ekki hægt fyrir þau öll að stíga á bak demantshestinum — hann bar ekki nema tvennt, en þau voru fjögur að tölu. Næsta dag var mjög heitt í veðri, og gerðust þau þá ákaf- lega þyrst, en hvergi gátu þau komið auga á vatn, þar sem þau gætu svalað þorsta sínum. Þegar þau voru orðin úrkula vona um, að þau myndu finna vatn til þess að drekka, kallaði elzti bróðirinn allt í einu upp: — Hér er vatn! Hann hafði komið auga á brunn. Þau hlupu nú að honum, en þá reyndist hann tómur. Með því að Hans var orðinn dauðþreyttur, settist hann á brunnbarminn og ætlaði að hvíla sig þar andartak. En þá réðust bræður hans á hann og hrintu honum niður í brunn- inn. Síðan tóku þeir kóngsdótturina og flýttu sér allt hvað af tók heim í kóngsríki. Af Hans er það að segja, að hann skall niður á botn brunns- ins. Failið var nokkuð hátt, en þó meiddi hann sig ekki meira en það, að hann gat staðið upp. Það hafði verið langt •síðan brunnurinn hafði verjð notaður, og var því kominn talsverður gróður í botn hanp. Var því mýkra í botni brunns- VOHIiBILL TIL SCLU Bedford, smíðaár 1943, 3—t tonna, með framdrifi, lítið notaður ög vel með farinri. Vélin árs gömul, mikið af varahlutum, lágt verð. Er kaupandi að jeppa og girð- ingarstaurum. Uppl gefur Jón Gunnarsson, sími 81952, kl. 12—1 og 6—7 í kvöld og næstu tvo daga. Enska *— Vélritun Óska eftir að komast í sarr. band við karl eða konu, sem getur tekið að sér, sem auka starf, sjálfstæðar bréfa- skriftir á ensku fyrir minni háttar fyrirtæki, ásamt vél- ritun. Leggið nafn og síma- númer, eða heimilisfang inn á afgr. blaðsins fyrir helgi merkt: „Hallar. — 4G8“. Vil kaupa, milliliðalaust, fremur lítið Einbýlishús í Reykjavik, Hafnarfirði eða nágrenni. Tilboð merkt: — „Einbýli — 469“, sendisi afgr. blaðsins fyrir n.k. sunnudag. —- Sjómaður óskar eftir 2 herbergj'um og eldhúsi nú þegar eða 14. maí. Mikil fyrirframgxeiðsla, ef óskað er. Tilboð sendist blaðin.i fyrir hádegi á föstudag, — merkt: „Reglusemi — 465“ Maívömkaqpmenn Nolckurt magn af reyktum rauðmaga tilbúið til af- greiðslu í maí. Tilboð send- ist Mbl. fyrir laugardag — merkt: „Hagstæð kaup -— 470.“ Hjón með eitt barn óska eftir 1—2ja herb. íbúð í Reykjavík eða Hafnar- firði. Uppl. í síma 3587, -— milli kl. 5 og 8 næstu kvöla Tejgja og Spennur í boði Við geturn afgreitt teygjui og spennur fyrir teygjubelti gegn bankatryggingu í Kaupmannahöfn. Sýnishorr send eftir óskum. GeUings Fabriker Borgergade 108, Köbenhavn K. LAW Vel tryggðir víxlar keyptir með sérstökum skilmálum. Upplýsingar í bréfi merkt: „Trygging — 471“, leggist inn á afgr. blaðsins. TIMBURKUS nýtt, 20 ferm. að stærð í ó- samsettum flekum, ti'. sölu. Heppilegt sem sumarhús bílskúr eða þ. u. 1. — GuSjón Steingrímsson, lögfræðingur, Strandgötu 31 Hafnarflrði. — Sími 9960. Eitt herbergi og eldhjús í kjallara, með öllum þæg- indum, til leigu í nýju húsi nálægt Miðbænum. Tilboð merkt: „Reglusemi — 473“, sendist afgr. Mbl., sem fyrst GOLFTEPPI DREGLAH VARÐAN Laiigaveg 60, sími 82031 KAPUEFNI Og KJÓLAEFNI vortíakan ¥ARÐAN l.augaveg 60, sími 82031 Glugga- ifaMaeffni ýmsar gerðir. VARÐAN I.augaveg 60, sími 82031 NÁTTKJÓLAR NÆRFÖT VARÐAN ILaugas'eg €0, sími 82031 ’flf.rn*- SKYRTUR úr nælongabardine Hern- Frfóaiabindi YARÐAN ILangaveg 60, sími 82031 ÍK V E N- PEVSliR »11 og ísgarn. YARÐAN l.augaveg 60, sími 82031 (£f INjlon sokkar. VARÐAN Langaveg 60, sími 82031 Kveabuxur (prjóuasilki) verulega ó- dýrar. — Barnaullarbolir. Freyjugiitu 1. sími 2902. Vantar mann til svefc&astarfa á bse í nágrenni Reykjavík- ur. Uppl. í síma 5302, Kára- stig 13. — Ráðskona Kvenmaður óskast til að sjá tvm lítið heimili. Góð húsa- kynni.. Aðeins tilboðum, sem rnynd fylgir, svarað. Mynd endursendist. Tilboð með nppL leggist á afgr. Mbl., fyrir 31. þ.m. merkt: „Hús- íeg — 466“. í í I í I! i H f i f f ií'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.