Morgunblaðið - 28.03.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1953, Blaðsíða 2
J MORGVISHLAÐIÐ Laugardagur 28. marz 1953 Eystdm Jónsson, Ijármólaróðh. ber á á blekklngum Tímans í Sæfellsmállna FYRÍR íáum dögum siðan hratt' ég með grein i Morgunblaðinu árás Tímans á mig út af meintri skattaeftirgjöf minni er ég yar fjármálaváðherra til h.f. Ssefells í Vestmannaeyjum. Sýndi ég fram á það með ljós- um rökum að ásakanir blaðsins í minn garð út af þessu máli væru rógur einn því skattaeftirgjöfin hefði átt sér stað átta vikum eftir |jaó að ég lét af embætti fjármála ráSherra. Þá var vitanlega annar ráð- heiaa kominn í það embætti. Kg le.it á þetta sem venjulegt fleypur blaðsins í minn garð þótt að það hefði átt hægt með að vllá hvað.a ráðherra hefði úr- skthðað eftirgjöfina ef það hefði viljað, en viljand.i eða óviljandi hefði það borið niður á skökkum stað. ;í Átti ég þá við það að blað fjár- ráalaráðherra hefði getað vitað Jjtvenær ráðherraskipti fóru fram f því ráðuneyti. : í gær ríður Tíminn enn á vaðið og í stað þess að afsaka frum- hjátip sitt endurtekur hann nú s|mu ósannindin. j Birtir blaðið glefsur úr bréfi frá framkvæmdastjóra h.f. Sæ- fells til sjávarútvegsmálaráðherra •Sóhanns Þ. Jósefssonar. sem liggi sþgir blaðið, í skjölum Sæfells- xjáálsins í ráðuneytinu, og er dags. jan. 1950, eða rúmum mánuði ejftir að ég iét af embætti fjár- málaráðherra. Þessar sundurslitnu setningar framkvæmdastjórans í bréfi hans tjl mín eiga svo að sanna það að ég hafi verið sá ráðherra sem eft- irgjöíina veitti 6. febr. 1950. Auðvitað forðast Tíminn það að birta allt bréfið því þá værj uppistaðan horfin úr lygavef hans. Til þess að taka af öll tví- rnæli í þessu efni skal ég birta hréfið hér, það hljóðar sem hér sbgir: Guðlaugur Gíslason Vestmannaeyjar —• Island. 9. jan. 1950. Herra sjávarútvegsmálaráð- tjerra Jóhann Þ. Jósefsson, Heykjavík. Ég leyfi mér að snúa mér til þín viðvíkjandi eftirstöðvum af skatti Sæfell h.f. kr. 50 þúsund, sem embættið hér er nú að til- líynna okkur lögtak á, en sem ég Vissi ekki betur en að um hefði yecið samið á sínum tíma, er þú vaist fjármálaráðherra, að yrði strikað út, er við gerðum upp að fullu öll önnur gjöld félagsins við embættið hér í júní 1948. Aðdragandi þessa máls er gem hér segir. í júní 1948 tilkynnti émhættið okkur, að lögtak yrði gert fyrir ógreiddum sköttum og öðrum gjöldum Sæfell h.f., sem þá mun hafa verið um kr. 130 þúfeund. Ég átti þá tal við skrif- stofustjóra fjármálaráðuneyi'.s- ina, herra Magnús Gíslason um þcttn og sendi honum efnahags- jjeikning félagsins og fór fram á að við fengjum eftirgefið kr. SfLþúsund af sköttum félagsins <rá 1945 gegn þvi að við gerðurh Ípp öll önnur gjöld við embætt- S. Skattarnir umrætt ár námu gamtals rúmlega kr. 225 þús., en íf þeim hafði verið greitt kr. Í75 þúsund. Tilkynnti hann em- ættinu hér með bréfi, að hann iéllist á, að kr. 50 þús. af gjöld- ám félagsins yrðu látnar bíðá til hausts gegn umræddum skilyrð- V.m. Stjórn fiélagsins taldi sig ekki geta fallizt á þetta, þar sem eftir sem áður væri yfirvofandi lögtak hjá félaginu eftir 3 til 4 xn^nuði fyrir eftirstöðvunum og fem engin leið yrði þá til að bjarga. þar sem allt handbært fé félagsins og reyndar meira færi i að greiða þær kr. 80 þús., sem við buðumst til að greiða upp í skattana. Ég fór þá til Heykjavikur og átti tal við skrif- „stofustjórann í skrifstofu hans í _ „Mikið vinnur þú lyrir Höskuld, gæzka ráðuneytinu og skýrði hornun enn ítarlega frá efnahag félags- ins og rekstraraikomu undanfar- ið ár og ítrekaði tilmæli okk- ar um eftirgjöf á umræddri upp- hæð gegn því að félagið greiddi aö fullu öll önnur gjöld sín við embættið hér. Að þessu viðtali loknu fór hann með mig inn á ráðherraskrifstofu þína og skýrði þér frá málavöxtum. Niðurstöð- una á samtali okkar þriggja skildi ég á þann veg, að um- ræddar kr. 50 þús. yrðu látnar bíða til hausts, eins og áð.ur var um talað, en yrðu síðar strikað- ar út, ef fjárhagur félagsins batn- aði ekki, þannig að við yrðum taldir færir um að greiða það, án þess að það riði félaginu að fullu, þó að sjálfsögðu gegn því að við greiddum allar aðrar skuldir okkar við embættið. Eft- ir að ég kom heim, greiddi ég skrifstofu bæjarfógetans hér ki'. 80.557.00, sem var það, sem við þá skulduðum, að undanskildum umræddum kr. 50 þús. Síðan höfum við ekki verið krafðir utn greiðslu á upphæðinni fyrr en í byrjun des., að núverandi bæjar- fógeti benti mér á að við skuld- uðum þessa upphæð og óskaði eftir að hún yrði greidd. Tjáði ég honum, að ég stæði í þeirri meiningu, að ráðuneytið hefði ;V sínum tíma fallizt á eftirgjöf á upphæðinni. Ég vil undirstrika það hér, að það sem að framan er sagt um viðtal mitt við skrif- stofustjóra ráðuneytisins og þi#, er aðeins minn skilningur á mál- inu og að sjálfsögðu engin full- yrðing um, að ég hafi ekki gctað misskilið niðurstöðuna á viðtali okkar, en hins vegar sagt eftir beztu sannfæringu. Löghald hjá félaginu nú þýðir sama og gjaldþrot fyrir félagið, þar sem það á raunverulega ekki fyrir skuldum, sé gengið út frá bókfærðu og raunverulegu verði eigna þess í dag. Stjórn félagsins hefur því fal- ið mér að fara fram á við þig, að reyna að túlka mál þetta fyrir núverandi fjármálaráigherra og fá hann til þess að fallast á eftir- gjöf á umræddri upphæð. Ég vil í þessu sambandi benda á, að síðan 1943 hafa skattar Sæfell h.f. numið rúmlega kr. 500 þús- und, auk allra annarra gjalda til ríkissjóðs, og voru skattarnir alltaf skilvíslega greiddir meðan nokkur geta var fyrir hendi. | Ég vil að endingu geta þess, að bæjarfógetinn hér spurðist fyrir um það hjá fjármálaráðuneytinu nokkru fyrir jól, hvort umrædd upphæð ætti að strikast út, en barst á gamlársdag neikvætt svar. í von um að þú gerir þitt beztá í þessu efni fyrir okkur kveð ég virðingarfyllst, ■ Guðl. Gíslason (sign.) (Leturbreýtingar eru gerðar af mér) ) Af þessu bréfi er það Ijóst að. framkvæmastjóri Sæfells villj ekki halda því fram að ég hafi lofað sér eftirgjöf á því sem óinn- heimt var af sköttum félagsins. Af bréfinu sést það hinsvegar að fjárrhálaráðuneytið hefur í minni tíð gengið fast eftir inn- heimtu á skattskuldum félagsins, sem stöfuðu frá 1945 og innheimt stóra fúlgu af skuld félagsins árið 1948. Bréfritarinn heldur því að vísu fram að þegar hann greiddi rúm- ar kr. 80.557.00 árið 1948 og fékk greiðslufrest á 50 þús. kr. sem eftir stóðu, hafi hann skilið þ.að svo að eftirstöðvarnar yrðu eftir gefnar ef sýnt væri að fjárhagur félagsins batnaði ekki. Síðar í bréfinu tekui' nann svo frain og sdgist undirstrika það að það sem hann að framan segi um viðlal sitt við mig og skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins sé aðeins sinn skilningur á þvi sem fram hafi farið og engiii fullyrðing um það að hann kunni ekki að liafa misskilið niðurstöðuna á viðtali okkar. Hann biður svo um það fyrir hönd félagsstjórnar sinnar að ég túlki ástæður félagsins við núver andi fjármálaráðherra (t janúar 1950 var Björn Olafsson fjármála- ráðherra eins og vitað er). Þetta bréf er eins og áður segir sent til mín eftir að ég fór úr fjármálaráðuneytinu, og sé ég ekki hvað þar er sem gcfa megi mér að sök. Yarla mun það eins- dæmi, að borgarar landsins skriíi ráðherrum núverandi eða fyrr- verandi um áhugamál sín. Bréf framkvæmdarstjóra Sæ- fells sannar ekkert fvrir málstað Tímans í þessu máli, og' þótt blað- ið vilji telja það til gagna sér í hag. Blaðið er beiðni til mín um að tala máli félagsins við annan ráðherra, en hefði verið óþarft að biðja mig um slíkt ef bréfriíarinn heföi talið málið afgert Þótt bréf þetta hafi verið látið í Sæfells- plöggin og ég hafi ekki látið fylgja því athugasemd sannar það ekkert heldur fyrir Tímann. — Bréfið heldur engu ákveðnu fram sem þörf er að mótmæla. Vitnisþurður framkvæmdar- stjóra H.f. Sæfells um það að hann var enn krafinn um greiðslu fyrst í desember 1949, og neitun fjármálaráðuneytisins um eftirgjöf rétt fyrir jól sama ár sýnir bezt að engu hafði verið Iofað í þessu efni nema frestin- um íil hausts. Eftirgjöf skuldarinnar fór fram 6. 2. og var Björn Ólafsson þá , orðinn fjármálaráðherra. Áður ■ fór fram í ráðuneytinu athugun ! á „status" hihs umrædda félags og er hún sem hér segir: „VARÐANDI SKATTEFTIR STÖÐVAR SÆFELLS H.F. Samkv. viðtali við skattstjór- ann í Vestmannaeyjum er status fyrirtækisins þessi: Eignir: Togarinn Helgafell .. 553.500.00 Fasteign ............. 64.384.00 Bifreið o. fl......... 29.583.00 Eigin hlutabréf...... 57.000.00 Útistandandi skuídir . 15.000.00 719.467.00 Skuldir:............ 1.471.000 00 Skuldir umfr. eignir 751.533.00 Skattstjóri telur fasteignina skráða langt fyrir ofan fasteigna- mat en tæplega meira en 100.000, kr. virði. Um togarann kveðst hann ekki geta dæmt. Hann tcl- ur firmað insolvent. Allar eignir toppveðsettar. Mér sýnist augljóst innheimtu- tilraun árangurslaus og löghalds-j gjörð sú sem hafin er muni leiða til gjaldþrots ef fram gengur.“ ) (Það sem hér að framan segir eru orð þess manns í ráðuneyt- inu er athugunina gerði). Mér er svo skýrt frá að eftir7 gjöfin hafi verið úrskurðuð sím- leiðis hinn 6. 2. 1950. Athugasemd ráðherra var sem hér segir og er hér birt með leyfi hans: „Vírðist tilgangslaust að ganga að félaginu til þess að innheimta eftirstöðvar skattarina. Fjárnám myndi leiða til gjaldþrots. Tel ég því rétt að fella niður eftirstöðv- arnar ca. 50 þús. ef aðrir lána- drottnar ganga ekki að félaginu og það i'ær að starfa áfram. B. Ó. (sign). N.B. Vestmannaeyjar gefi oi'tir sinn hluta af stríðsgróðaskatti". Ritstjóri Tímans getur nú rcynt að t'inna i ástæðum ráð- berrans rök fyrir staðleysum sín- Urn um það að B. Ó. — Biörn Ól- aísson, þá fjármálaráóhen'a, hafi úi-'skurðað eftirgjöfina á þeim foísendum að ég hafi yerið búinn að hpita henni mcðan ég tór mcd þau mál, Sú leit verður árangurslaus. Rilítjórjnn .stcndur enn eftir sfaðinn að endurteknuni osann- indum og biekkingum í þessu jiláli. Svo fór nú um sjóferð þá. — Tímaritstjói'inn er enn auðvirði- lpgri úsaunindamaður eftir þessa síðustu grein sína um mig heldur ep eftir fyrsta frumhlaup hans. Það var hugsanlegt að í fyrstu hexði hann ekki athugað að ég var farinn úr fjármálaráðuneyt- inu 6. febr. 1950 þegar eftirgjöf- in var úrskurðuð. Hugsanlegt, en þó ólíklcgt af því honum var svo hægt að fá réttar dagsetningar varðandi ráð- herraskipti, einmitt í fjármála- ráðuneytinu og þá líka um það hvenær eftirgjöf þessi var úr- skurðuð þar. Eftir þær upplýsingar, sem ég svo gaf í svargrein minni voru álygar Tímaritstjórans öllum Ijósar. Það var sem sé „teknist“ ómögulegt að eigna mér úrskurð annars fjármálaráðhei'ra löngu eftir að ég var farinn úr ráðu- neytinu. Þá er gripið til þóss að birta einstakar setningar úr bréfi fram- kvæmdastjóra Sæfells til mín frá 9. jan. 1950, slíta þær úr sam- hengi við annað efni bréfsins, en sleppa því að framkvæmdastjór- inn vill ekki halda því fram að hann hafi fengið loforð um eftir- gjöfina og seglst meira að segja undirstrika það. — Þær ástæður sem Björn Ólafs- son þáverandi ráðherra fjármála- ráðuneytisins færir svo á sínum tíma fyrir eftirgjöfinni, sem hann úrskurðaði eru líka tvímælalaus- ar. — Hann víkur ekki einu orði að því að loforð eða neitt slíkt liggi fyrir, enda var það ekki til, og úi'skurð sinn byggir hann ein- göngu á fjárhagsástandi hluta- félagsins, að undangenginni at- hugun ráðuneytis hans. Það hlýtur að vekja undrun manna p.ð núverandi fjármála- ráðherra Eysteinn Jónsson skirr- ist ekki við að lána blaði sínu bréf, sem liggur í ráðuneytinu, stílað til annars ráðherra til þess að misþyrma því bréfi á þann hátt er Tímaritstjórinn gerir, í því skini að klekkja á pólitísk- um andstæðing, og halda áfram ósönnum áróðri. Og þetta gerir ráðherrann þótt I hxins vörzlu séu íull gögn fyrir því að Björn Ólafsson úrskurðaði eftirgjöfina og ástæður hans fyrir úrskurð- inum. Með því athæfi tekur núver- andi fjármálaráðherra 4 sig ábyrgðina á þessari lygaherferð Tímans. 15 FRESTIR EYSTEINS Tíminn reynir að gera lítið úr því að Eysteinn Jónsson hefur látið veita 15 fresti í Hæstarétti í skattamáii Helga Benediktsson- ar, og þannig haldið því máli gangandi í 3 ár. Auðvitað er það öðrum að kenna!! Ég átti líka von á því. En í þessu máli, eins og hinu fyrra, tala staðreyndivn- ar sínu máli. „Mikið vinnur þú fyrir Hös- kuld gæzka." í öllum skrifum Tímans um þessi mál virðist það koma betur og betur í Ijós að blaðið hafi til- einkað sér siðgæði Helga Bene- diktssonar í meðferð sannleikans. Jóhann Þ. Jósefsson. Aðalfundur Trésmíða félags Reykjavíkur TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavikuc hélt aðalfund sunnudaginn 15. þ. m, — Anton Sigurðsson, form-, flutti skýrslu félagsstjórnar. f upphafi minntist hann þeirra félaga, sem látizt höfðu á árinu. Fundarmenn risu úr sælum Og yottuðu hinurn iátnu virðingu sína. Nýjir félagar sem gengið höfðu í félagið á síðastliðnu ári voru 38. Atvinnuástand hjá húsasmiðum var með lakasta móti fyrripart árs, og var þar aðallega um aS kenna lánsfjárskorti þ.eirra er byggingarnar áttu svo og slæmu. ti&jriari, þegar kom fram í apríl mánuð fór að rætast úr um at- vinnu hjá trésmiðum og má heita að atvinna hafj haldist sæmilega góð síðan. SKÝRSLA FORMANNS Þegar aðgerð á húseigninní Lauxásveg 8, sem Trésmiðafélag- ið á aö háifu leiti á móti Landa* sanxbandi iðnaðarmanna, var lok- ið, var' skrifstofa félagsins flutt þangað í hin nýju húsakynni, við það bættust starfsskiiyrði félagsins að miklum mun. Félagið gekkst fyrir gróður- setningarferð upp í Heiðmörk 4 s. 1. sumri, eins og undanfariu sumur. í þeirri ferð voru gróðursettar tvö þúsund nýjar trjáplöntur 1 gróðurreit félagsins. Formaðuí kvatti íélagsmenn til að taka þátt í þein) ferðum í framtíð- inni og leggja hönd á plóginn við að gera þann blett sem frjó- samastan. Málfundadeild var stofnuð inn- an félagsins á s. 1. ári, leiðbein- andi er á hverjum fundi deild- arinnar, er leiðbeinir mönnum með fundarstjóm og x-æðu- mennsku. Deildin hefir haldiS fundi reglulega á hálfs mánaðar fresti. Að lokum skýrði formaður frá uppsögn samninga við Vinnu- veitendasamband íslands, vinnu- deilunni og hinum nýju samn- ingum. STJÓRNAFKIÖr OG REIKNINGAR ~ r Að lokinni sKýrslu formannð lýsti Ragnar Þórarinsson form. kjörnefndar, kjöri stjórnai', end- urskoðenda og trúnaðarmanna- ráðs fyrir j'firstandandi ár. Fraxri höfðu komið tvær tillögur um menn í trúnaðarstöður. Tillaga A, sem börin var fram af upp- stillingarnefnd félagsins og til- laga B, sem borin var fram af sex öðrum félagsmönnum. Alls- herjaratkvæðagreiðsla fór frant um tillögurnar í skrifstofu félags ins dagana 7. og 8. marz og urðis úrslit þau, að A-tillaga fékk 134 atkv. B-tillaga fékk 109 atkv. 4 seðlar voru auðir og 4 seðlar ógildir. Samkvæmt þeim úr- slitum voru eftirtaldir menn rétt kjörnir í stjórn félagsins fyrir yfirstandandi ári'Pétur Jóhannes son, formaður, Jóhann Kristjáns- son, varaform., Bergsteinn Sig- urðsson, ritari, Sigui'ður Péturs- son, vararitari, Benedikt Davíðs- son, gjaldkeri. Varastjórn: Benedikt Einars- son, Krjstinn Sæmundsson og Teitur Júlíus Jónsson. Endurskoðendur: Torfi Her- mansson og Jón Guðjónsson. Auk þess voru kjörnir tveif vara endurskoðendur og tólf manna trúnaðarráð. Ragnar Þóraiúnsson, skrifstofu- stjóri félagsins, las reksturs- og efnahagsreikning félagsins og voru þeir samþykktir samhljóða. Reksturshagnaður ársins reynd- ist vera 99.771.35 kr., sem skiptisé á hina ýmsu sjóði félagsins. Brynjólfur N. Jónsson, las upp reikning Ekkna- og ellistyrktar- sjóðs og var hann samþykktuc samhljóða. Sjóðir félagsins eru nú: Félags- sjóður, Sjúkrastyrktarsjóður, Framhald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.