Morgunblaðið - 29.03.1953, Síða 8
MORGVHBLAÐIÐ
Sunnudagur 29. marz 1953
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni 'Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. •— Sími 1600.
skriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Þáttur Sjálfstæðisverkenna
CÍÐINN, málfundafélag Sjálfstæð
isverkamanna og sjómanna, á í
dag 15 ára afmæli. Af því tilefni
er ástæða til þess að minnast
starfs og baráttu þessara félags-
samtaka.
Þegar Óðinn var stofnaður voru
erfiðir tímar í þessu landi. Sam-
stjórn Framsóknarflokksins og
Alþýðuflokksins, hin „frjálslynda
umbótastjórn“, eins og þessir
flokkar kalla hana, hafði þá farið
með völd undanfarin ár. En þá
var þröngt í búi hjá mörgum
verkamannafjölskyldum á Is-
landi. Atvinnuleysi fór stöðugt
vaxandi. Fólkið flykktist úr sveit
unum á mölina, þar sem atvinnu-
möguleikarnir voru mjög tak-
markaðir.
Innan stéttarsamtaka verka-
lýðsins beittu kratarnir algeru
ofriki. Verkamönnum var neitað
um full félagsréttindi, nema þeir
skrifuðu undir yfirlýsingu um að
þeir væru í Alþýðuflokknum. —
Valdháfarnir beittu lúalegri póli-
tískri hlutdrægni við úthlutun
vinnu við opinberar fram-
kvædir á vegum ríkisins.
Við þessar aðstæður stofnuðu
nokkrir Sjálfstæðisverkamenn í
Reykjavík til samtaka sín í milli.
Takmark þeirra var fyrst og
fremst að vinna að bættum kjör-
um verkalýðsstéttarinnar á sjó
og landi, gera samtök hennar
frjáls og óháð og vinna að auk-
inni samvinnu hennar og sam-
starfi við aðrar þjóðfélagsstéttir.
Óðni hefur orðið mikið á-
gegnt í baráttu sinni að þessu
takmarki. Hann hefur hvar-
vetna beitt áhrifum sínum til
þess að bæta kjör meðlima
sinna og annarra launþega. —
Sjálfstæðisverkamenn hafa nú
forystu í mörgum launþega-
samtökum höfuðborgarinnar.
Þau samtök hafa oft náð
meiri árangri í kjarabaráttu
sinni og á friðsamlegri hátt en
þau stéttarfélög, sem kommún
istar og kratar hafa stjórnað.
Fyrir forgöngu Sjálfstæðis-
verkamanna var Alþýðusamband
íslands leyst úr ánauð kratanna.
Verkalýðssamtökin urðu eftir það
frjáls hagsmunasamtök launþega.
Var það mikil og þörf umbót.
Þá hafa Sjálfstæðisverkamenn
beitt sér fyrir ýmiskonar umbót-
um á löggjöf, er varðar hagsmuni
verkalýðsins og efnaminna fólks
í landinu. Má í því sambandi
nefna þá breytingu á skattalög-
um, að undanþiggja aukavinnu
efnalítilla einstaklinga við bygg-
ingu eigin íbúða skattgreiðslum.
Af umbótum í húsnæðismálum
hafa Óðinsfélagar einnig haft
mikil afskipti og komið þar veru
legum umbótum fram.
En einn veigamesti þátturinn í
starfi þessara samtaka Sjálf-
stæðisverkamanna hefur verið
sá aukni skilningur, sem þeim
hefur tekizt að skapa á skaðsemi
stéttabaráttunnar en nauðsyn
friðsamlegs samstarfs á milli
stétta þjóðfélagsins. Hann hefur
dregið mjög úr þeirri tortryggni
og úlfúð, sem ríkti oft áður milli
launþega og vinnuveitenda.
Á stefnu Sjálfstæðisflokksins
;hafa . samtök Sjálfstæðisverka-
m,anna haft mikil áhrif. Þeir hafa
tekið virkan þátt í baráttu hans
og milli þeirra og leiðtoga flokks-
ins hefur ríkt góð og náin sam-
viiina. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur tekið upp baráttuna fyrir
hagsmunamálum þeirra og borið
mörg þeirra fram til sigurs. Hef-
ur það ekki aðeins orðið verka-
mönnum til góðs heldur þjóðinni
í heild.
Þegar Óðinn var stofnáður voru
það aðeins nokkrir tugir verka-
manna, sem í hann gengu. Nú
skipta félagar hans hundruðum.
Að baki liggur mikið og gagn-
legt starf. Framundan bíða mörg
verkefni.
Á’nrif stéttastríðsins þurfa enn
að þverra. Samvinnan milli
verkamanna og annarra stétta
verður enn að aukast og verða
fjölþættari. Fjölmörgum hags-
munamálum verkaiýðsstéttarinn-
ar þarf að ráða til lykta á raun-
hæfan hátt. Atvinnuöryggið verð
ur að aukast, félagslegur þroski
að glæðast.
Sjálfstæðisflokkurinn mun
halda áfram að styðja verka-
menn, sjómenn, iðnaðarmenn
og aðrar verkalýðsstéttir í
baráttu þeirra fyrir bættum
kjörum og afkomuöryggi. í
þeirri baráttu mun málfunda-
félag Sjálfstæðisverkamanna
j í Reykjavík leysa af hendi
1 mikilvægt hlutverk eins og á
• s. 1. 15 árum.
Morgunblaðið flytur Óðins-
félögum heíllaóskir á þessum
• afmælisdegi samtaka þeirra.
Helgi Ben. gefur
tóninn
í MOÐSUÐU ályktunum síðasta
flokksþings Framsóknarflokks-
ins vekur það eitt athygli, að
Helgi Benediktsson í Vestmanna-
eyjum gefur þar tóninn í afstöðu
flokksins til dómsmála og réttar-
fars. Var að hans fyrirlagi sam-
þykkt yfirlýsing um nauðsyn
þess, að „bættari og réttlátari
skipan verði komið á þau í fram-
tíðinni.“
Á því fer auðvitað mjög vel,
að maður, sem liggur undir
ákæru fyrir fjölþætt lögbrot
skuli marka stefnu Framsóknar-
fiokksins i dóms- og réttarfars-
málum. Það sýnir réttarvitund
Tímaliðsins í réttu Ijósi.
Vegna þess að landskunnum
lögbrjót og braskara hefur ekki
verið hlíft við að standa ábyrgur
gerða sinna samkvæmt landslög-
um, tekur flokkur hans sig til
og samþykkir vítur á yfirmann
dómsmálanna!!!
Hvers konar ,réttlátari skipan"
dómsmálanna er Tímaliðið eig-
inlega að krefjast?
Það er að kref jast sérrétt-
inda fyrir flokksmenn sina til
þess að mega brjóta lög og
reglur. Það er að kref jast þess.
að önnur lög gangi yfir þá en
aðra borgara þjóðfélagsins.
Þetta er einkar líkt Tíma-
liðinu.
Svo kemur þetta sama blað
og segist vera hinn eini sanni
og rétti vörður réttar og vel--
sæmis í landinu!!
En meðan Helgi Benedikts-
son i Vestmannaeyjum mark-
ar stefnu Framsóknarflokks-
ins í dómsmálum verður erf-
itt fyrir Tímann að vinna
trúnað þjóðarinnar í þessum
málum. Hitt er sönnu nær, að
hún sannfærist um yfirdreps-
skap hans og hræsni.
Kiiupniarmahafnarbréf frá Páli JÓR-ssysti:
Eftirtektarvetðor fitniur í dansha
um liiiiáritiiiÉlii
Kaupmannahöfn í marz 1953. '
FUNDUR danska stúdentafélags-
ins um handritamálið var að
ýmsu leyti eftirtektarverður. Er
því ástæða til að minnast nánar
á hann en hægt var að gera í
stuttu fréttaskeyti.
í fundarboðinu var umræðu-
efnið orðað þanníg: „Á að skila
Islendingum hinum fornnorrænu
handritum?" Margir höfðu búizt
við, að þarna mundi anda kalt í
okkar garð. En þetta fór betur en
vænta mátti.
Margir só(ttu fundinn. En þar
voru fáir i^ngir stúdentar. Ef
þeim hefði verið áhugamál að
mótmæla afhendingu handrit-
anna, þá er líklegt að þeir hefðu
fjölmennt. Fjarvera þéirra virð-
ist bera vott um, að þeir láti sig
málið litlu skipta þrátt fyrir á-
róður gegn afhendingu af hálíu
nokkurra vísindamanna.
í sömu átt bendir líka dálítil
skoðunarkönnun, sem Eivind
Langvad, stúd. med. sonur Kay
Langvads, yerkfræðings, gekkst
fyrir meðal nokkurra stúdenta o.
fl. ungra manna.
Langvad spurði 45 unga
stúdenta, 15 menntaskólanem-
endur og 15 aðra að því, hvað
þeir vissu um handritin. Ekki
nema 7 af þessum 75 vissu eitt-
hvað um þaú.
HVAÐ HAFA DANIR GERT
FYRIR SAFNIÐ?
Við höfðum ágæta talsmenn á
fundinum og studdu þeir okkur
drengilega. Fleiri ræðumenn
mæltu með en á móti afhendingu
handritanna. Talsmönnum okkar
var að minnsta kosti eins vel
tekið og andstæðingum okkar.
Prófessor Jón Helgason var eihi
íslendingurinn, sem tók þarna til
máls. Hlaut hann dynjandí lófa-
klapp, þegar hann hafði lokið
máli sínu.
Benti Jón þó á, eins og nefnt
hefur verið í skeyti, að Ðanir
hafa ekki byggt stórhýsi handa
Árnasafninu áns og handa öðr-
um söfnum, að það á við pen-
ingaskort að búa, og að aðbún-
aður á safninu er þannig, að
handritin geta brunnið á svip-
stundu. Bendir þetta ekki til
þess, að handritin hafi eins mikla
þýðingu fyrir Dani og sumir
segja.
MEÐ AFHENDINGU
OG Á MÓTI
Prófessor Hjelmslev, sem var
frummælandi á fundinum, var
þarna eins og fyrri daginn aði
staglast á því, að málið, seml
handritin hafa verið rituð á, sé
ekki íslenzka heldur samnorrænt ■
mál (,,fornnorræna“), og að efnij
þeirra sé líka samnorrænt Ís-J
lendingar eigi því ekki heimtingu
á handritunum.
Hjelmslev sagðist hafa skrifað
Hedtoft og spurt hann, hvort
hann hafi gefið íslendingum lof-|
orð um handritin. í fjarveru,
Hedtofts hafði einkaritari hans
svarað, að Hedtoft væri fylgjandi;
afhendingu en hefði ekki gefið
Ioforð um þetta fyrir hönd Dan-
merkur.
C. A. C. Brun, utanríkisráð og
fyrrum sendiherra í Reykjávík,
varð fyrstur til að andmæla
Hjelmslev. Gerði hann það í vel
rökstuddri ræðu. Brun sagðist
ekki vera í minnsta vafa um, að
óskir íslendinga um handritin
væru réttlátar. Handritin eru
skrifuð af íslendingum á ís-
lenzku, sagði Brun. Það getur
ekki skaðað íslendinga, þótt sum
þeirra fjalli um önnur efni en
íslenzk. Danir hafa varðveitt
handritin vel. En þarna er um
íslenzkar bókmenntir að ræða, og
verður það þyngra á metunum.
SÍÐFENGINN ÁHUGI
Almenningur í Danmörku vissi
litið eða ekkert um handritin fyr
en fyrir fáeinum árum, þegar
farið var að ræða afhendingu
þeirra. Þau voru í höndum Dana
í meira en 200 ár áður en mönn-
um fannst ástæða til að efna til
sýningar á þeim.
Höfuðatriðið er þetta: Handrit-
in hafa litla þýðingu fyrir Dani,
en þaú eru helgidómur íslend-
inga, einu fornminjar þeirra og
grundvölJurinn að varðveizlu - ís-
lenzkrar tungu og íslenks þjóð-
enris, sagði Brun.
Hjelmslev þótti einkennilegt,
að íslendingar fara fram á að
fá handrit úr dönskum en ekki
líka úr sænskurh söfnum, þótt
ýmis íslenzk handrit séu í Sví-
þjóð. i
Brun svaraði, að þetta mimdi
stafa af því, að Kaupmannahöfn
var í rauninni höfuðstaður ís-
lands. þegar handritin voru send
þangað.
Brun sagði ennfremur: Því hef-
ur verið haldið fram, m. a. af|
Hjeímslev, að handritamálið hafi
verið útkljáð árið 1927, vegna I
þess að fselndingar hafi þá feng- j
ið ýmis handrit gegn því skilyrði,
að þeir bæðu ekki seinna um I
fleiri. En þetta skilyrði af hálfuj
Hafnarháskóla hefur aldrei ver-l
ið opinberlega tilkynnt íslend-
ingum.
FORDÆMI
Sumir hafa sagt, að afhending
handritanna mundi hafa þær af-
leiðingar að aðrar þjóðir gætu
heimtað handrit og aðra dýrgripí
úr dönskum söfnum. En þetta er
misskilningur. Það getur ekki
skapað fordæmi fyrir aðra, þótt
við gefum íslandi handritin. Ef
ég gef einhverjum manni gjöf,
þá geta vitaníega ekki aðrir
heimtað með rétti að fá líka gjaf-
ir frá mér.
Prófessor Bröndum Nielsen var
einn ræðumanna. Hann var sam-
mála Hjelmslev.. Bröndum Niel-
sen sagði, að ef afhenda ætti ís-
lendingum handritin, þá gæti það
dregist lengi, þar sem fyrst yrði
að ljúka við fornnorrænu orða-
bókina.
HANDRIT FUNDIN Á ÍSLANDI
Alsing Andersen, fyrv. ráð-
herra, svaraði Hjelmslev og
Bröndum Nielsen röggsamlega.
Benti hann á, að Danir gætu feng
ið íslenzka vísindamenn til hjálp-
ar, til þess að ljúka við orðabók-
ina á sæmilegum tíma.
Framhald á bls 10
Velvakann > fcrifar:
ÚB DAGLEGA LtFINU
Síbelíus og vindillinn.
FYRIR nokkru síðan var ung-
verski píanósnillingurinn,
idor F. Foldes,
iðinn til xnið-
gisverðar til
iclíusar, híns
ina finnska
ijöfurs á heím
hans rétt utan
5 Helsingfors.
gar komið var
5 kaffinu bauð
oelíus gesti sín
n kostugíega
iðan Havana-
vindil. Foldes tók við — en
gerði um leið þessa athugasemd:
— Ég reyki nú reyndar ekki,
en ég vildi samt gjarnan eiga
þennan vindil sem skemmtilega
endurminningu um ánægjulega
kvöldstund.
Sibelíus tók þá vindilinn aftur
og sagði:
— Nú, úr því svo er, þá afsakið
þér, að ég gef yður heldur annan
ekki rétt eins dýran!
Meira um dúfur.
FYRIR nokkru birti ég allharð-
ort bréf frá Austurbæingi á
móti dúfum og andmælti ég hon-
um víst heldur og tók svari dúfn-
anna. Nú hefir annar Austurbæ-
ingur skrifað mér og tekur í sama
strenginn og hinn, og það kröftug
lega: Það er að vísu rétt, segir
hann, að í mörgum glæsílegustu
borgum erlendis er mikil dúfna-
mergð en það er ofsagt að öilum
þyki vænt um þær, að enginn
vilji af þeim sjá. Þvert á móti er
mikið undan þeim kvartað, enda
er sorgleg sjón að sjá, hvernig
margar glæsilegar byggingar eru
útdritaðar eins og fuglabjörg, all-
ar sillur fullar af fúlum fúglasltít
og taumarnir niður allar húshlið-
ar, það er heldur bæjarprýði það!
Verzlunareigendur kvarta stór-
lega undan þvi, að vegfarendur
eiri ekki við sýningargluggana
fyrir ofandriti.
Ekki meinlansar.
OG meinlausar eru þær ekki.
Þær eru smitberar. Pasteur-
stofnunin í París rekur 6% lungna
berklasmitana þar í borg til
þeirra, enda er farið að vinna aS
útrýmingu þeirra víðast hvar, þar
sem þær eru orðnar að illri plágu
t. d. á Trafalgar Square í London,
Markúsartorginu í Feneyjum cg
víðar. S.l. sumar var yfir 5000 dúf
um fargað í Munchen. En líklega
látum við allt dankast þangað til
það telst svara kostnaði að reyna
að útrýma þeim, sem sennilega
verður ekki fyrr en það ér ek'ki
vinnandi vegur. — Annar Austur-
bæingur".
Ég viðurkenni, að það er nokk-
uð til í þessu hjá Austurbæingi en
hvað um það — ég sný ekki til
baka með það, að mér er einkár
vel við blessaðar dúfurnar.
sSfi-Uí
IíjíMv!
Anægjuleg stund
í Hallgrímskirkju,
HÚSMÓÐIR skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Sl. sunnudag fór ég til barna-
guðsþjónustu í Hallgrímskirkju.
Það var ánægjuleg stund. Börnin.
fylltu alla bekki kanellunnar, og
eftirvæntingin skein á hverju
andliti. Hvert beirra fékk bibíl'i-
mvnd og presturinn taiaði við
börnin og lagðl fyrir þau spurn-
ingar.
Við hlið mér sat lítill snáði, á
að gizka 6 ára. Hann gat svaráð
öllum spurninpum nrestsins enda
þótt hann væri öðru hvoru að
skoða mvndina sína, en hann svar
aði svo lá'd. að fáir hafa heyrt
það, nema ég.
Til eru menn, sem finnst lítið
til um starf prestanna. En hverj-
um getur fundizt það lítilsvert
Starf að sá fræi kærleikans og sið
gæðisins í barnssálina. Því að sál
barnsins er eins og akur, éf sáð
er góðu fræi verður góður árang-
ur, ef sáð ér vondu verður árang-
urinn eftir því. — Börn við guðs-
þjónustu, stór eða smá, mikið eða
minna falleg, ljós eða dökk er eitt
hið yndislegasta, sem ég veit.
Húsmóðir'*.