Morgunblaðið - 29.03.1953, Page 14

Morgunblaðið - 29.03.1953, Page 14
MORGUHBLAÐIÐ Su.nrm€agur 29. marz 1953 í XI SYSTIRIN SKÁLDSAGA EFTIR MAYSIE GRIEG Framh'aidssagan 35 aS því komin að ganga þegjandi fram hjá henni, og hún kallaði Því til hans. Hann var þreytuleg- ur. Hann var í svörtum slitnum frakka, sem hnepptur var alveg upp í háls og svartan hattinn hafði hann dregið langt fram á ennið. „Komdu S£e’.“, sagði hann. „Hvað hefur þú verið að aðhafast undanfarið“. „Ég hef fengið aðra atvinnu'V eagði hún, „hjá Bruce Andrews lávarði. En þú .. hvað hefur þú Cert? Ég vissi ekki að þú værir kominn aftur til borgarinnar". „Jú, ég hef verið hér í nokkrar vikur“, sagði hann. „Ég hef ætlað að heimsækja þig, en .. ég hef verið önnum kafinn“ „Mér sýnist þú vera veikluleg- ur“. Hann forðaðist augnaráð henn ar. „Ég hef verið kvefaður, en það er að batna“. „Ertu við leikstjórn núna?“ _„Ekki éins og er“, sagði hann. „Ég .. ég b.ýst við að f'á eitthvað bráðlega. Ég hef mörg járn i eld- inum, en það er erfitt að fá ná- kvæmlega það sem ég vil“. Hann brosti dálítið hæðnislega. „En það gengur að lokum“. „Eg vor.a að þú eitthvað bráðlega“, sagði hún. „Eg vildi að ég gæti hjáleað þér“. „Það er allt í lagi“, sagði hann atuttur í spuna. „Ég ætlaði að bjóða þér út eitthvert--kvöldið .. «nig langar til að þú fáir að akemmta þér ,og eiga ánægjuleg- ar stundir en..“ hann hikaði. „Ég er dálítið félítill eins og er. Um leið og ég er búinn að fá eitthvað að gera, skal ég hringja til þín“. „Gerðu það“, sagði hún. „En bú þarft ekki að bíða eftir því að þú fáir eitthvað að gera. Viltu ekki koma og borða kvöldverð með mér. Við gætum spjallað saman“. Brúnu augun hans litu rannsak andi á hana. Snöggvast hélt hún að hann mundi þiggja boðið, en svo kom hörkusvipur á andlit hans. „Nei, þakka þér fyrir“, sagði hann. „Ég híð þangað til ég hef fengið atvinnu. Ég held að það sé ekkert skemmtilegt að vera með mér þessa stundina og það gæti verið að ég geti ekki endur- goldið þér gestrisnina. Ég kæri mig ekki um greiðaserai .. allra sízt frá kvenfólki". Það kenndi bíturleika í rödd hans. „Láttu ekki eins og kjáni Derek“, sagði hún. „Það er ekki um neitt slíkt að ræða. Mig lang ar til þess að þú komir. Ég er oft einmana.“ „Þú átt ekki að vera einmana“ sagði hann. „Þú átt með réttu að hafa í kring um þig hóp karl- manna sem vilja gera allt fyrir þig. Þú átt skilið alla þá gleði og ánægju sem tilheyrir; æsk- unni“. Hann þagnaði og hló við stuttlega. „Það finnst mér áð “minnsta kosti. Um leið og ég get gert nokkuð í málinu, þá færðu að heyra frá mér“. Hún kærði sig ekki um að rök ■ ræða við hann frekar. Hún hafði ! alltaf vitað að hann 'var ákaf- lega stoltur í eðli sínu. Hún vissi! núna, hvers vegna hann hafði forðast hana undánfarið. „Þú ert indæl, Alice .. það segi ég satt“. Rödd hans skalf lítið eitt en svo brosti hann aft- ur. „Við sjáumst seinna“, og með þeim orðum hvarf hann. Alice fann sér til undrunar að hún hafði komizt mjög úr jafn- ; vægi við þennan fund þeirra. : Henni sarnáði að sjá hvernig homið var fyrir Berek Hann hafði alltaf verið svo áhugasam- ur og fullur trausts á framtíðina. Alltaf virzt hafa öll ráð í hendi sér. Hún minntist þess hve gam- ansamur hann hafði verið þegar hún sá hann fyrst. Og hve örugg- ur hann hafði verið um eð vinna sigra í leiklistarheiminum. En nú var eins og hann þarfnaðist einsk- is frekar en góðrar máltíðar. Það var vitlaust að láta stoltið ráða yfir sér, hugsaði hún á meðan hún beið eftir lyftunni í húsinu þar sem vinkona hennar bjó. Eins og hún kærði sig nokkuð um það að hann byði henni á dýra veit- ingastaði. Ef manni féll vel við einhvern, þá kærði maður sig ekki um gjafir frá honum. Hún reyndi eins og hún gat að liafa áhuga á samræðum vinkon- unnar en það tókst ekki. Molly Carlake var aðstoðarstúlka á myndasíofu og hún gat ekki talað um neitt annað, þær borðuðu á litlu veitingahúsi í Chelsea. Molly hafði áhuga fyrir því einu að viiða fólk fyrir sér, sem sat í kring um þær og gagnrýna það frá sjónarmiði myndatökumanns- ins. Alice leiddist hún, og var það þó sjaldgæft að henni beinlínis leiddist fóll$. Hún gat ekki um annað hugsað en Derek, hve föl- ur hann hafði verið og með bauga undir augunum. Har.n hlaut að hafa verið mikið veikur úr því hann hafði orðið svona útlits. Hún vissi hvernig þáð var að vera veikur og félítill. Hún óskaði þess innilega að hún gæti hjálpað honum. Ef hún þekkti aðeins einhvern sem væri kunnugur ltikhúsfólki. Janice þekkti auðvitað marga, þennan Rutherford til dæmis, en hún hataði Derek. Hún mundi ekki vilja hjálpa honum. Hún velti þessu fyrir sér allan næsta dag. Um kvöldið hætti hún að vinna venju fremur snemma og fór heim til Janice, Janice var ekki heima, þegar hún. kom, en kom skömmu síðar. Hún var sannarlega glæsileg í dýrindis loðfeldi með lítinn klæði legan svartan hatt á höfðinu. Orkídeur voru festar við krag- ann og Alice tók eftir því að hún var komin í enn einn nýjan kjól. „Hvernig finnst þér hann?“ spurði hún. „Ég keypti hann um daginn. Ég hafði bókstaflega ekk- ert til að fara í“. Alice gat ekki varist hlátri, þeg ar henni var hugsað til klæða- skápsins. ,,Þú þarft ekki að hlæja að mér“, sagði Janice. „Það var alveg satt. Ég hafði ekkert sem átti við tækifærið. Þegar menn fara eins mikið út, þá er eins og mann vanti alltaf föt. Ég býst ekki við að Jack komi heim fyrr en rétt fyrir kvöldmat“, sagði hún. „Ég ætla að búa til kokteil. Ég þarf sannarlega á hressingu að halda, eins og ég er á þönum alla daga. Ég veit varla í hvora áttina ég á að snúa mér“. „Já, þú ert auðvitað önnum kafin við að útbúa ykkur til ferð- arinnar11. „Ó, ferðalagið". Hún hló við. „Ég er ekki farin að kaupa neitt til þess ennþá“. „Þú þarft að fá þér sumarföt'1 sagði Alice. „Ég held að það sé mjög heitt þarna allan ársins hring11. „Verst að ég er búin að byrgja mig upp með öll þessi vetrarföt11, sagði Janice og hló aftur. „Já, það er verst“, sagði Alice. ,,Ef ég væri í þínum sporum mundi ég ekki kaupa meira af vetrarfatnaði. Það verður komið úr tízku næsta vetur og þá notar þú það ekki“ Janice svaraði ekki. Hún hall- aði sér aftur á bak í stólnum og krosslagði fæturna. Dauft bros lék um varir hennar. „Vel á minnst11, sagði hún, . komstu til að tala við mig um eitthvað sérstakt eða er þetta að- eins vingjarnleg heimsókn11. Alice hallaði sér fram í sætinu og spennti greipar um hnén. „Ég kom af sérstökum ástæð- um“, sagði hún. „Ég hitti Derek í gærkveldi11. Til i sumarleyfimi Ferðaskrifstofa ríkisins býður yður einstakt tækifæri til þess að njóta sumarleyfisins í I’arís, Madrid og á Miðjarðarhafsströnd Spánar. Feröin tekur aðeins 18 daga, þar af tvo daga til ferða- lagsins út og heim aftur. Allur kostnaiður er kr. 6950. — Farið verður 16. apríl og eru nokkur sæti laus. Kaupsýslumenn ættu að athuga að hér býðst þeim évenjulegt tækifæri, til þess að komast í samband við spánska útflytjendur, þar sem komið verður til helztu út- flutningsborga á Spáni. Ferðalag sem þetta mun verða yður ógleymanlegt. N'ánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu ríkisins. íbúð með húsgögnum 4—5 herbergi óskast til leigu i sumar eða lengur. Tilboð merkt: „Vínland —515“, sendist blaðinu. GALDEABORÐJÐ Þýzkt ícvintýri. ENDUR fyrir löngu bjó klæðskeri nokkur ásamt þremur sonum sínum í þorpi einu í Þýzkalandi. Hið eina, sem hann átti auk piltanna, var geit, sem hann hafði mikið dálæti á, því að geitamjólkin sem eiginlega hið eina, sem fjölskyldan íitði á. Piltarnir voru látnir gæta geitarinnar, og gerðu þeir það af miklum dugnaði — gerðu bókstaflega allt, sem í þeirra valdi stóð til þess að henni mæíti líða sem bezt. Dag nokkurn fór elzti pilturinn með geitina út í kirkju- garð og lét hana vera þar á beit yfir daginn. Þegar komið var kvöid og pilturinn ætlaði að fara að teyma geitina heim, spurði hann: „Geitin mín, ertu nú södd?“ Þá svaraði geitin: Svo mikið hefi ég snætt, að ég er meira en södd.“ Pilturinn fór þá heim með geitina og kom henni fyrir á básnum. Þegar pilturinn kom inn til föður síns, var það fyrsta, sem faðir hans spurði um, hvort geitin hefði fengið nóg að bíta í dag. — Pilturinn játti því. Faðir hans gerði þó ekki meira en trúa honum, og fór því sjálfur út til geitarinnar til að vita hvort pilturinn hefði sagt rétt frá. — Þegar hann kom út í básinn til geitarinnar, spurði hann hana hvort hún væri södd. Þá svaraði geitin: „Hvernig ætti ég að vera södd. Ég hefi ekkert fengið að borða í dag. Ég hefi ekki einu sinni fengið eitt einasta strá. Ó, ég er svo svöng.“ Faðir piltsins varð þá svo vohdur, að hann rak piltinn al heimilinu. Daginn eftir átti næstelzti sonur hans að gæta geitarinnar. — Allt fór eins og fyrri daginn. Faðir hans rak hann einnig að heiœan. Skjall-hvítiif þvottur liffist Flik-FIsk er sjálfcirkt þvottaefni og þér þurfið hvorki að nudda né þæfa. en þvotturinn verður samt skínandi hvítur. Það er tryggt, að iíik-Flak er laust við klór. Það hlífir þvottinum, en hreinsar þó ágætlega. Þess vegna er Flik-Flak tilvalið tii að þvo með viðkvæm- an og ííngerðan vefnað. Notagildi Flik-Flaks er ákaf- lega mikið og er það, því allra þvottaefna ódýrast. SJÁLFVIRKT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.