Morgunblaðið - 23.04.1953, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 23.04.1953, Qupperneq 7
Fimmtudagur 23. apríl 1953 M O R fí L \ BLAÐIÐ 7 Ur I11ðjarð»rhafsferð r * I söguslóðum I MupoEl og Rúm Karlakórinn syngur fyrir páfa ílr. Betiíamío Eiríksson: lím Frsnávæmdáaásnn UM ÁTTALEITIÐ að morgni annan dag páska, 6. apríl, sigldi „Gullfoss“ fram hjá hinni víð- jfeunnu ey, Capri. Kom þá mörg- ium í hug kvæði Davíðs Stefáns- sonar: „Blómskreytt í klettakjól Capri frá öldum ris“. Eyjan var tilkomumikil til að sjá, þar sem hún skagaði upp úr haffletinum. Var siglt mjög ná- 3ægt eynni. Til Napoli kom skip- ið fimm stundarfjórðungum síð- ar. Þar var ströng vegabréfaskoð- wn, en því hafði ferðáhópurinn ekki átt að venjast fyrr í ferðinni. í höfninni í Napoli var margt skipa, m. av mörg frá Norður- löndum. Á hafnarbakkanum Voru saman komnir nokkrir ís- Islendingar, er dvelja þar í landi, þeir Guðmundur Baldvinsson, Magnús Jónsson og Ólafur Jak- obsson, sem eru þar við söng- nám, Ásgeir Beinteinsson, er Stundar nám í pianóleik, og Hilm- ar Kristjánsson verkfræðingur, er starfar á vegum hjálparstofn- Unar Sameinuðu þjóðanna, og kona hans. Þeir Guðmundur og Olafur voru leiðsögumenn eða] „túlkar" á vegum Orlofs í land- ferðunum um Ítalíu. NAPOLI Napoli í dag er engan veginn hægt að kalla fagra borg. Fyrr á tímum gistu borgina margir[ frægir listamenn og dásömuðu fegurð hennar. í þjóðminjasafni borgarinnar er saman komið það, bezta á sviði höggmyndalistar í lieiminum, og sjávardýrasafnið, Aquarium, er eitt það fremsta sinnar tegundar. Mikill ferða-1 mannastraumur or um borgina, en það er fysrt og fremst um- hverfi hennar, sem laðar ferðn-j menn til sín. Er það einkum þrennt, sem seiðir menn þang- að, eldfjallið Vesuvíus, róm-* verska borgin Pompei og eyjan Capri. í RÚSTUM POMPEI Eftir hádegi á annan dag páska Var haldið til Pompei, en þang- ífð er örstutt leið. Ferðamenn frá mörgum þjóðum voru þarna á ferð á sama tíma og við, svo að þrengsli voru mikil. Margt var þar einnig ítala, en annar dagur páska er almennur fridagur hjá þeim, meiri en sjálfur páskadag-. urinn. Leiðsögumenn sögðu sögu ' borgarinnar og lýstu fornminj- um. | Pompei byggðist á 7. öld f.l Kr. og stendur skammt frá sjó.j Frumbyggjar borgarinnar voru Grikkir. Borgin var á sinni tíð ein sú auðugasta við Miðjarðar- Kaf. Eldfjallið Vesúvíus lagði borgina í eyði árið 79 e. Kr. Er talið, að um 25 þús. manns hafi búið í Pompei, er hún lagðist í auðn. Munu íbúarnir hafa látizt samstundis af völdum eitraðra lofttegunda, er voru saihfara gosinu. Pompei var grafin upp fyrir 200 árum. Er undravert hvað allt hefir varðveitzt vel undir ösku- laginu, sem féll á borgina. Lifn- aðarhætti og menningu íbúanna fyrir nær 1900 árum er hægt að sjá af öllum þeim aragrúa forn- minja, er þar hafa fundizt. Reist hefir verið lítið safnhús 1 rústum borgarinnar yfir ýmsa hluti, er íundust í rústunum, og einnig eru fjölmargir munir geymdir í þjóðminjasafninu í Napoli, þ. á. m. flestar högg- myndir. Ríkir menn bjuggu við aðrar götur í borginni en þeir fátæku. Nafn hverrar götu er enn hægt að sjá, og fræðimenn hafa upp- lýst, hverjir bjuggu í húsunum við þær. Kistur, er geyrhdu auð- æfi manna, voru á gólfum hús- anna. í húsi og garði ríkasta mannsins hefir verið géysimikill íburður. Upprunalegir litir í myndskreytingu á veggjum hafa haldizt óskemmdir tíl' þessá. Rénnandi vatn var Jeitt inn i^ Islendingar ganga um rústir Pompei-borgar. (Ljósm. Tr. Th. Ó.) húsin og enn má sjá leifar af vatnsleiðslupípum utan á hús- veggjum. Baðhús borgarinnar var stórt og fullkomið, bæði kerlaugar og gufubaðsstofa. í baðhúsinu fund- ust steindir líkamar tveggja þræla, og eru þeir geymdir í glerkistum á miðju gólfi, í þeim stellingum er þcir voru, er dauða þeirra bar að höndum. Annar þrællinn hefir verið svertingi, en hinn hvítur. Er skelfingasvipur á andliti svarta þrælsins. Dauða- stríð hans hefir verið kvalafullt. §teindur konulikami er á öðrum stað í rústunum. Hefir kona sú verið vel byggð og fíngerð. Þetta er aðeins örlítið brot af því sem gefur að líta í rústum Pompei-borgar, en þær eru ein- hverjar merkustu fornminjar heims. Italir vita þettá mæta vel og gera allt til að hæna ferða- menn til staðarins. Innan um rttúrá Pontpéi er allstaðar krögt af einkennisklæddum vörðum, er gæta fornminjanna, en fyrir ut- an er ekki hægt að þverfóta fyr- ir korta- og minjögripasölum. Virðist hún vera allfjölmenn stétt á Suður-ítáliu. BORGIN BILIFA Róm, borgin eilífa, var sá stað- ur, sem flestir biðu me'ð eftir- væntingu að sjá. Ferðin írá Napoli til Rómar tók þrjá tíma með járnbrautarlest. Var komið á ákvörðunarstað laust fyrir há- degi, þriðjudaginn 7. apríl. Mörg jarðgöng voru á þeirri leið. Sveitirnar virtust vel ræktaðar, en hús hrörleg. Fátækt mun verá mest á Suður-ítalíu. Brautarstöðin í Róm er stór- glæsileg bygging, byggð úr marm ara á valdatímum Mussolinis. Um enga borg' í heimi hefir verið eins mikið skrifað og Róm. Tvéggja daga dvöl í borginni gef- ur aðeins smjörþef af því, sem þar er að sjá. Sagt er, að þait þurfi minnst vikudvöl til að kynn* ast því helzta. Forn-Rómverjar' telja borgina stofnaða árið 753 f. Kr. Róm er eiginlega margar borg- ir í einni. Hún er 20 mílur inn í landi frá Míðjarðarhafi. Er hún talin með fegurstu borgum heims. Úir og grúir af allskonar minn-l ismerkjum, gosbrunnum og forn-1 minjum úm alla borgina. Fyrra deginum í borginni var varið til að skoða marga merka staði, sem of langt yrði upp að telja. Þó verður að gela um Pantheon, sem er rómverskt hof frá 27 e. Kr. Um 1200 var það' gert að kirkju. Fyrir dyrum ef ' hurð ein úr kopar, s'em Vegur 26 tonn. Er hurðin meira en 700 ára gömul og hefir aldrei þmjft viðgerðar. Bein úr Katakombun- um eru geymd þar. í PÉTLRSKIRKJU Péturskirkja er stærsta kirkja heims og mikið listaverk. Byrjað var á byggingu hennar árið 1480 og tók 200 ár að íúllgera hana. Er húii byggð á rústum annarfar eldri kirkju og hluta af fornu Rómaborg. Sjálfur meistarinn Michelangelo gerði uppdrætti að kirkjunni og sá uih smíði hvclf- ingarinnar, sem er mjög fögur. Loftskreyting kirkjunnar er úr skíru gulli og gerð fyrir rúmum 100 árum. Kirkjan er oft nefnd „Kirkja hinna réttu hlutfalla", svo meistaralega þykir hún byggð. Þótti öllum mikið til kirkjunnar koma og ekki ofsög- um sagt af fegurð hennar. Eitt vakti athygli okkar, en það var, að engin sæti eru í kirkjunni. Mun hún rúma innan veggja um 80 þús. manns. Leiðsögumaðurinn sagði, að í Róm væru 460 kirkjur, en þar af eru aðeins 3 fyrir Lúterstrúar- menn. Taldi hann, að ætlunin væri að byggja 100 kirkjur í við- bót. fvrir kaþólska. VATIKANW HEIMSÓTT Síðari daginn var m. a. Vati- kansafnið heimsótt'. Er það hik- laust það merkilegasta, sem hóp- urinn hafði nokkurn tíma séð. Múrar Vatikansafnsins eru ckki merkilogir til að sjá utan, en innan dyra eru hýst mestu lista- verk heims. Er ekki hægt með orðum að lýsa öllu því skrauti og listaverkum, sem þar er að finna. Þar eru málverk eftir mestu snillinga heims, höggmynd ir, gobelinvefnaður o. m. fl. List- unnendur flykkjast til safnsins hvaðanæfa að til að skoða lista- verk Rafaels. Málverkin í loft- •hvelfingu og á veggjum Sistine- kapellunnar gerðu alla orðlausa af undrun. Þau eru eftir Micháel- angelo og vann hann í ellefu ár að þeim'. Líður öílum seint úr minni heimsóknin í þetta fremsta listaverkasafn heiitis, Kolosseum, leikvangurinn, er byggður var árið 72 c. Kr., var •einnig skoðaður, svo og Forum Romanum og Katakomburnar, þar sem kristnir menn héldu fyrstu samkomur sínar. Bæði í Vr.tikansafninu og' í Katako’mbunum hefir kaþólska kirkjan minjagripasöiu fyrir ferðamenn. Éru þar seldar margs konar helgimyndir af dýrlingum og núverandi þáfa, og árinað skraut. —-O— Karlakór Réykjávíkur hélt samsöng við góðar undirtektir strax fyrsta dág dvalarinnar í Róm. Að morgni næsta dags söng Framh. á bls. 12. VALGARÐ THORODÐSEN verk' fræðingur hefir nýlega skrifað tvær greinar í Alþýðublaðið um íslenkar þjóðvarnir og Fram- kvæmdabankann. Það er að sjá að höfundurinn hafi Fram- kvæmdabankann fullt eins mikið í hug og þjóðvarnir. í fyrri grein- inni eru merki um ósjálfstæði þjóðarinnar talin í þrem liðum, og er bankinn talinn þar í öðrum lið. I siðari greininhi er hann orð- inn númer eitt af fjórum atrið- um. Það sem Valgarð segir um Framkvæmdabankann byggist á misskilningi. í fýrri greininni seg ir hann, að hér hafi verið stofn- | aður „aoalbanki fyrir erlent fé og með erlendri vfirstjórn. sem hafi það hlutverk að annast og hafa eftirlit um alla aðalfjárfest- ,ingu landsmanna". I seinni grein- inni segist hann hafa talið stofn- un Framkvæmdabankans „var- hugaverða vegna skerðingar á sjálfsákvörðunarrétti Islendinga um f járirvál sín“. Það er erfitt að trúa að grein- arhöfúndur skilji ekki eftirfar- aridi staðfeyndir: Bankinn er stofnaður af alþingi með lögum, sem einnig ákveði stjórn hans. Ekkert erlent vald cr þar, fremur en í stjórn annarra st.ofnana þjóðarinnar. Erlendir aðilar hafa ekki lagt fé til stofnunar Framkvæmda- bankans. Erigir samningar voru gerðir í sambandi við stofnun Fram- kvæmdabankans við erlenda að- ila, og hefir því' ekki verið neitt tækifæri tií þess að skerða mcð samningum ákvörðunarrétt Is- lendingá um f jármál þjóðarinnar, þótt einhverjir iiéfðu viljað. Annars gera sjálfstæð riki svo til daglega samninga við önnur ríki, og taka á sig skuldbinding- ar i ýmsum málum, þar með f jár- málum. En samningana gera þau vegna annarra ákvæða þeirra, sem þau telja sér í Kag: ILagagreinarnar um „eftirlit“ með fjárfestingunni eru nánast orðaðar sem heimiid um mál, sem fela má bankanum og hann má taka að sér.) Ég hefi nýlega gert grein fyrir stofnun Framkvæmdabankans í áll 1 öngum greinarf 1 okki í'Morgun blaðinu. Þeim, sem kæra sig um staðreyndir, vísa ég til þeirra gieina. En hvorki þau skrif né önnur geta komið í veg fvrir að menn, sem vilja hafa eitthvað fremur en staðreyndirnar, bolla- leggi eitt eða annað. En1 ég mun samt bæta við nokkrum or'ðum. íslendingar gerðu samning við Bandaríkin um efnahagsmál dags. 3. júlí 1948. Sariihljóða samning gerðu önnur ríki Vestur-Evrópu við Bandaríkin, þar með taldir okkar sjálfstæðu frændúr og vin- ir á Norðurlöndum, og svo riki eins og Bretland og Frakkland. Hafa þessi ríki afsalað sér ..siálfs- ákvörðunarrétti“ um fjármál sín? Þarf nema að spvi'ja t.il þess að menn sjái hvílík fjarstæða er á ferðinni? Af framlögum. Bandarikjanna til íslánds mynduðust hér innan- lands miklar eignir, t. d. virkj- anii riar við Sog og Laxá og Áburðarverksmiðjan. Þetta evu að visu sérstök fyrirtæki, en þau hafa gefið skúldaviðúrkenningar íyrir móttéknu fjármagni. Enn- frcrnur er Mótvirðissjóðurinn svo nefndi eign, sem þannig hefir mýndast. Allt eru þetta eignir isiertzka ríkíSinS. Sú spurning er alltaf til stáðár, á hvern hátt hag- kvæmast sé að fnra með eignir ríkisins, þannig, að þær verði þjóðinni til sem mests gagns. Al- þingi lagði Framkvæmdabankan- um þessar eigiiír við stofnun 'hans. Engir erleridir aðilar hafa lagt honum stofnfé. Þetta ér ekki sagt vegna þess að ég telji að ekki hefði komiH til mála að setja banka á lagg- irnar með erlendu lánsfé að ein- hverjum hluta, hefði slíkt fé stáS- ið til boða, enda er bankanum ætlað að útvega fé bæði utan- lands óg innan. Hér á landi hefir þróunin ver- ið sú, að eftir því sem vald þjó.ð- arinnar yfir eigin málum hefrr vaxið. eftir því hefir verið íengið og notað meira erlent fé til fram- kvæmda í þágu atvinnulífsips. Þetta er ofurvel skiljanlegt. Er- lenda fjármagnið hefir þýtt ný atvinnutæki, aúkna velmegþn, aukna getu til hollra athafha bg meiri félagslegnn og stjórnmála- legan þrótt. Enda hefir til ska.mms tíma engin ríkisstjóyn verið talin nægilega dugleg; i öfiún erlends fjármagns til alís- konar framkvæmda. Flestöll sfiór mánnvirki í landinu hafa að ein- hverju leyti verið ger'ð fyrir er- lent fé. Þó er rétt að geta þe$s, að fá ár hafa liðið svo að stjórh- arandstaðan, sem verið hefir i það og það skiptið, hafi ekki þóttst sjá „landsölumenn“ varpa skitgga sínúm yfir svið þjóðlifs- ins. Ég ætla ekki að rekja að nýju ákvæði efnahagssamningsins, sem þátttökuríkin undií'skrifuðu við Bandaríkin fyrir 5 árum síðan. En ef um „skerðingu á sjálfs- ákvörðunarrétti Islendinga úm fjármál sín“ er að ræða, þá er |sú skerðing ekki nýtilkomin (ýið stofnun Framkvæmdabankans)r heldur hlýtur að hafa verið !til staðar meðan Mótvirðissjóðurinn var að iögum í umsjá Landsbanka ; íslands. Af nýlegri frétt er það að ráða, að létt eitt ríkið enn hafi orðið fýrir því að missa sjálfstæði sitt, én það eru Bandaríkin. Yfirvöld Bandaríkjanna geta ekki fram- fylgt bandarískum lögum og bahn að landvist tveim mönnum í Efha hags- og félagsinálaráði Sameín- úðtt þjóðanna, vegna þess að lög- in brjóta í bág við samning Banda ríkjanna við Sameinuðu þjóð- irnar. En samkvæmt fullyrðirig- unum um efnahagssamninginn, sem settar hafa verið fram í blpð-- nnum upp á' síðkastið, þá misfiix hveit það ríki sjálfstæði sitt, sem j tekur á sig skuldbindingaf gagn- ! vart öðru ríki með- samningiun. i Eða gildir þessi kenning bara ifm i ísland? I Skógarmanna-kaffi KFUMídag | SKÓGARMENN KFUM gangást fyrir kaffisölu i húsi KFUMj í dag, til ágóða fyrir sumarstarfið í Vatnaskógi. í sambandi yið kaffisöluna verða sýndar kvf mýndir frá lífinu í sumarbúðr um, sem teknar voru fyrir nol um árum. Margir hafa þegar þessar inyndír, en þeir eru fleiri, sem eklii hafa séð þ4r- Gefst þarna t. d. foreidrijm drengjanna, sem dvalist hafai i sumarbúðunum kostur á að fjjá hvernig „skógarmannalífið“ er. Má gera ráð f.ýrir að fjölmersnt verði við ýaffiborð okógarmanha í dag og á sýningum þessuln. Myndirnar vérða sýndar kl. j 4 og 5. í kvöld kl. 8,30 efna Skógéjr- menn einnig til almennrar saái- komu f húsi félaganna, þar s<S» þeir lesa upp, syngja, tala <j)g leika á hljóðfæri. Þaif ekki áð efa að þar verður vnargt Utt> manninn. Á þéssu sumri eru liðin 30 ár frá því að sumarstarfið i Vatrta- skógi hófst. Eru þeir þVi ekki fáir, Sern ’ciga góðar minning ar frá dvöl sinni þar. Munu mar; ir þeirra eflaust leggja leið síni í KFUM í dag og styrkja þam 3g starfsemi Skógarmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.