Morgunblaðið - 23.04.1953, Síða 11

Morgunblaðið - 23.04.1953, Síða 11
Fimmtudagur 23. apríl 1953 MORGVNBLAÐIÐ 11 (kiðrúit Snrrós Sölvadóttir Minningarorð GUÐRÚN SUMARRÓS SÖLVA- DÓTTIR, Norðurgötu 31, Akur- eyri, er 75 ára á morgrjn. Hún er fædd að Þverá i Ólafs- firði hinn 24. apríl 1878. For- eldrar hennar voru hiónin Ást- ríður Magnúsdóttír og Sölvi Sæmundsson. Guðrún Sumarrós misstí móður ssína í bernsku og ólzt að mestu Itpp hjá bróður sinum, er var mun eldri en hún, og átti heima á Ár- Skógsströnd í Eyjafjarðarsýslu. Þann 12. ágúst árið 1909 gift- Ist Guðrún Birni Árnasyni. bónda að Pálsgerði í Suður-Þíngeyjar- sýslii. Þau eignuðust 5 foörn. tvo drengi og þrjár stúlkur, er uxu upp í heimahúsum og eru öll á lífi. Þá hafa þau og hjónin alið tipp eina dótturdóttur sina. | Þau Guðrún og Bjöm bjuggu í 26 ár í Pálsgerði, og eru því nöfn þeirra oftlega tengd við það bæjarheiti og það að von- um, því að í Pálsgerðí dvöldu þau hjónin blóma- og at- hafnarskeið æfi sinnar. — Þar' eignuðust þau öll sín börn og komu þeim á legg. Þar var erjað ár og eindaga. Ekki hlaupizt und- an neinni skyldukvöð. Heimilinu, börnunum, jörðinni var hver Stund helguð. Hjónin studdu hvort annað örugglega í dagsins önn. Þau voru samhent í hví- vetna, vakin og sofin í því að Bjá öllu farborða sem bezt. Áttu þó oft við skorinn skammt að búa og lítil þægindi eins og þá tíðkaðist í sveitum lancfsins. Hús- um og jörð var vel til haga hald- íð og túnið stækkað verulega. Börnin döfnuðu prýðilega í skjóli foreldranna og eru öll hin mannvænlegustu. Hlutur íslenzkrar bóndakonu í farsæld búskaparins og í upp- eldi barnanna hefur löngum ver- íð stór. Þáttur Guðrúnar Sumar- rósar við störfin í Pálsgerði var bæði góður og mikill. Hún var sívinnandi bæði úti og inni og gætti heimilisins á þann veg að prýði var að. Öft var gestkvæmt að Páls- gerði. Þangað lágu leiðir fjöl- margra. Þar var gestum vel fagn- að og af innri hlýju. Bóndinn glaður og reifur og skemmtinn vel, enda vinamargur. Konan umhyggjusöm og alúðleg, gestris- in og glaðlynd og átti hvers manns traust. Þegar aldur færðist yfir og þrek tók að dvína lá leiðin á brott úr sveitinni. Slíkt var þó ekki sársaukalaust. Tengslin við gróður jarðar og hið lífræna starf sveitarinnar eru sterk og vara með ýmsum hætti æfina alla. Þangað hvarflar því oft hug urinn, einkum á vorin, þegar blómin taka að spretta, fuglarn- ir að syngja og allt lifandi losn- ar undan þunga vetrarins. Hjónunum frá Pálsgerði var minningin úr sveitinni því í senn hugljúf og tregablandin. Þau brugðu búi árið 1933 og fluttu til Hríseyjar og áttu þar heima í 10 ár eða til haustsins 1943, en þá fóru þau þaðan og ( settust að á Akureyri, og hafa , dvalið þar síðan. Guðrún Sumarrós hefur eins og margar góðar húsmæður lítt skipt sér af opinberum félags-' málum. Starf- hennar hefur legið á vettvangi heimilisins. Þar hef- ur hjarta og hönd ekki látið sitt eftir liggja að halda öllutil haga, svo að sæmd hefur að verið. Sambúð þeirra hjónanna var til fyrirmyndar. Þar studdi hvort annað og veitti „slíkt sem hönd hendi og fótur fæti". Enda mátti hvorugt af öðru sjá. Guðrún var og börnum sínum mæt móður og átti ætíð trúnað þeirra allan. I Frú Guðrún Sumarrós á jrnerkisafmæli á morgun. — 75 ár eru nú liðin siðan hún fyrst leit dagsins Ijós. Hún á að baki mikið erfiði og margar endvökustundir. Hún hefur alla I stund varðveitt af trúmennsku það pund, sem forsjónin hefur falið henni til gæzlu. Með glaðri og traustri lund hefur hún mætt aðsteðjandi erfiðleikum og hvergi látið bugast. Vinir fjær og nær færa henni þakkir í dag fyrir hið liðna, óska henni og heimili hennar til ham- ingju með daginn og árna henni velfarnaðar, hvíldar og friðar um' mörg farsæl komandi ár. E. P. Magnús Guðmunds- son verzlunarmaður sexfugur Hann er sonur hjónanna Guð- nýjar Ragnheiðar Rögnvaldsdótt- ur og Guðmundar Árnasonar, bónda að Felli í Breiðdal og þar fæddur 23. apríl 1893., Með for- eldrum sínum dvaldi hann fram yfir fermingaraldur. Ungur að aldri réðist hann til verzlunarstarfa og gerði þau að aðalatvínnu, lengst af á Reyð- arfirði, en síðar á Eskifirði og Revkjavík, en var hvarvetna við brugðið fyrir prúðmennsku og lipurð. Magnús kvæntist árið 1918 Rósu Sigurðardóttur, ágætri konu og eignuðust þau hjónin 9 börn, en 8 þeirra eru á lífi, allt fullorðið hæfileika og dugnaðar- fólk. Af börnum þeirra hjóna eru mér vel kunn Emil, forstjóri í Frú Dagmar Siguröardéftir 60 ára í dag í DAG er Bjarni Benediktsson, Sólvallagötu 57, sextíu ára og heldur hann daginn hátíðlegan um borð í Gullfossi á leið heim til íslands, eftir að hafa notið sólar suður við Miðjarðarhaf und- anfarnar vikur. Bjarni er fæddur í Reykjavík 23. apríl 1893, sonur hjónanna Guðrúnar Snorradóttur og Bene- dikts Daníelssonar, er bjuggu all- an sinn búskap í Reykjavík. Bjarni hóf ungur sjómennsku á þilskipum og síðar á togurum sem háseti og siðar stýrimaður og þótti hans rúm ávallt skip- að. Nú síðustu árin hefir hann stundað almenna verkamanna- vinnu hjá Slippfélaginu i Reykja- vík o gaðalíega fengist við þil- farsþéttingar. Bjarni er mjög vinsæll mað- ur og allir, sem kynnast honum finna hve traustur og tryggur hanner og engan þekki eg, sem á eins auðvelt með að koma manni í got skap, sem hann. Bjarni er giftur ágætri konu, Mörtu Andrésdóttur og eiga þau eina dóttur, Halldóru að nafni. Það verða áreiðanlega margir, sem minnast Bjarna í dag og senda honum afmælislcveðju á haf út. B. Ó. Norðmenn selja vopn OSLÓ, 21. apríl — Undirritaður var í dag samningur þess efnis, að Norðmenn selji bandaríska hernum í Evrópu hergögn að upp hæ, 2.908.000 dali. Eru hergögn þessi framleidd í vopnaverk- smiðjunum í Raufoss. —Reuter NTB. Grafarnesi við Grundarfjörð, frú Aagot kona Þorsteins Ólafssonar forstjóra, Guðmundur kennari við Laugarnesskólann og Sigurð- ur framkv.stj. íþróttabandalags Reykjavíkur. Á yngri árum tók Magnús mik- inn þátt í íþróttum, sérstaklega knattspyrnu, en hefir auk þess verðlaunaskjal fyrir 100 metra hlaup. í knattspyrnu var hann einn af fremstu mönnnm á Aust- | urlandi, lipur með afbrigðum, eins og elding snar og sprett- harður, en saint öruggur. Og ekki hefur áhugi hans í þeirri íþrótta- grein þorrið þótt hann sé sex- j tugur, enda sér ekki á, að hann hafi náð þeim aldri. Honum er jafnvel trúandi til þess enn, að taka sprett utan við völlinn, sjái hann fagurlega byggt áhlaup og ljúka ekki sprettinum fyrr en hann sér fyrir hvernig hlaupinu! Iýkur. En þá skyldi enginn reyna j að ná tali af honum, þvi hugurinn er á þeirri stund allur við leikinn. Magnús er prýðilega greindur maður,- kátur og skemmtilegur, prúðmenni hið mesta og drengur góður. Hann er hispurslaus, sjálf- stæður í hugsun og fastheldinn á það, sem honum finnst rétt. — Magnús er orðvar og mesta tryggðatröll. Hér verður ekki sögð nein ævisaga Magnusar, sem enn er ungur í anda og ég veit að hann kærir sig ekkert um það. En svo ungur er hann ennþá, að ég gæti trúað því, að æskufjörið og gáskinn blossaði upp í hon- um, ef undir hann væri settur góður hestur og hann vissi um svolitla „lögg“ i hnakktöskunni. En meðal góðhesta Austurlands átti Magnús marga vini og þeir í honum. Hinir fjölmörgu vinir Magn- úsar munu á þessum tímamótum ævi hans minnast hans og hins gestrisna heimilis hans á Reyð- arfirði með þakklæti Og góðum óskum. Ég er einn þeirra. Eiríkur Bjarnason. HINN 4. apríl síðastliðinn, laug- ! ardaginn fyrir páska, andaðist frú j Dagmar Sigurjónsdóttir að heim- ! ili sínu á Akureyri. eftir stutta j en erfiða legu. Enda þótt hún i hefði af og til verið veik frá ára- mótum, og stuntíum þungt hald- j in, kom andlát hennar mörgum j vinum hennar á óvart. Hún var kona enn á bszta aldri, gædd mikilli lifsorku og sístarfandi, er hún mátti. Það var því eðlilegt, að henni væru ætlaðir iengri iif- dagar. Dagmar Jenný Sigurjónsdóttir Yngvi Tborfcebon leifcsviðssfióri limmtugur YNGVI er fæddur í Reykjavík 23. apríl 1903. Hann ólst upp í Vestmannaeyjum til 21 árs aldurs og tók snemxna þátt í leikstarf- semi þar. En hugurinn leitaði lengra. Hann vildi læra meira, en hann gat lært hér heima. — Hann fór til Ameriku árið 1924 þá 21 árs og ætlaði sér þá að vera aðeins 2—3 ár, en þau urðu 25 árin, sem hann var þar. Hann lagði stund á leiksviðs- stjórn, leieksviðslýsingu, búninga teikningar, leik og leikstjórn. — Hann lauk fullnaðarprófi frá The Cornish Scool i Seattle Wash. 1933, með ágætis vitnisburði. Hann starfaði við ýms vel þekkt leikhús í Ameríku og má þar nefna The Cornish Players, Seattle Repertor Players Asocia- tion í New York, The Theatre Union á Brodway svo að eitthvað sé nefnt. Síðustu árin í Ameríku vann hann hjá The Paper Mill Playhouse og The Jilinsk Play- Ingrid Bergman ekki ófrísk RÓMABORG, 16. apríl: — Ingrid Bergman mótmælti í dag blaða- fregnum þess efnis, að hún ætti von á barni. — NTB-Reuter. ers Group, sem tæknleigur ráðu- nautur eða leikari. Hann lék mörg hlutverk ;í ýmsum leikritum þar vestra. Hann vár ráðinn sem leiksviðsstjóri við þjóðíeikhúsið í sept. 1949 og hefur unnið mikið og óeigin gjarnt starf í þágu ís- lenzkrar leiklistar-og má sérstak- lega nefna fyrir opnun Þjóðleik- hússins, þar sem hann vann dag og nótt að því að undirbúa leik- sviðið, sem hann gerði af mik- illi kunnáttu og nákvæmni. Þjóð- leikhúsið var heppið að geta fengið Yngva til að starfa hér heima, því að hann er einn fjöl- hæfasti leikhúsmaður okkar. Við sem þekkjum Yngva, vitum að það er ekki of mikið sagt, Yngvi hefur lítið leikið hér heima. Hann lék hlutverk Calebs Plummers í Söngbjöllunni og hafði auk þess á hendi leikstjórn í því leikriti. Ólaf lék hann í Lénharði fógeta. Hann hefur á hendi kennslu við leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins. — í dag munu þeir fjöl- mörgu vinir og kunningjar senda honum sínar hugheilu heillaósk- ir á þessum m&rku tímamótum ævi hans. V'inur. var fædd að Lögmannshlíð í Eyjafirði 14. sept. 1902, dóttir Sigurjóns pósts Sumarliðasonar og Kristínar Sigurgeirsdóttur. —- Ólst hún upp í Lögmannshlíð og á Akureyri. Uppkomin lagði hún stund á verzlunarstörf, unz hún giftist eftirlifandi manni sínum, Haraldi Guðnasyni. Bjuggu þau hjónin aílan sinn búskap á Akur- ej’ri. Eignuðust þau þrjá syni. Dagmar Sigurjónsdóttir var ó- venjulega dugieg kona, og má segja, að hún hafi gengið með atorku, sem af bar, að hverju, sem hún tók sér fyrir hendur. —- Hún haíði mikinn áhuga á fé- lagsmálum og starfaði í lengxi eða skemmri tíma í stjórnum margra félagssamtaka á Akur- eyri. Er hún lézt, var hún for- maður i Sjálfstæðiskvennafélag- inu „VörrT' á Akureyri, og var einnic í stjórn Fegrunaríélags bæjarins. Dagmar var hreinskiptin kona. Fór hún ekki dult með skoðanir sínar á mönnum og máleínum. Var hressanai blær yfir allri fram komu hennar á málfundum. Þrátt fyrir margþætt félagsstörf stundaði Dagmar heimili sitt at mesta myndarskap. Var þangaO gott að koma, gestrisni og hlýju að mæta. Einn snarasti þátturinn i skap- gerð frú Ðagmar var þó tvímæla- laust samúð hennar með öilum, sem áttu eitthvað bágt. Vissi hún af eríiðleikum og andstreymi var hún jafnan boðin og búin til þess að hlaupa undir bagga eftir sinni getu. Fátt lýsir mönnum betur en framkoma þeirra gagn- vart olnbogabörnum lífsins. Ég þori að fullyrða, að það próf, sem flestir verða einhvern tima”*að þreyta, hafi Dagmar staðist bezta vitnisburð. Trúkona var hún einlæg og áhugasöm um þau efni. Með brottför hennar hafa eig- inmaður og böm misst mikils. Við treystum því, að forsjonirt, sem öllu ræður, styrki ástvini hennar og styðji. Vinir hennar kveðja hana-með þakklæti fyrir óeigingjamt starf og góðar sam- verustundir. Útför frú Dagmar fór fram frá Akurtyrarkirkiu, laugardag}na> 10. apríl. Jónas G. Rafnar. Vaðall kommúnislsi um fcreppu NEW YORK, 20. apríl. — Fjar- málaráðherra Bandaríkjanea, George Humphrey, lýsti því yfir í dag, að það vaeri fráleitt, sem kommúnistar væru að reyna að breiða út, að kreppa yrði í Banda- ríkjunum, ef samkomulag næS- ist um vopnahlé í Kóreu. SagSi fjármálaráðherrann enn frerour, að nauðsynlegt væri að lækk.v skatta þegar er komið hefði vertflí á eftirliti með útgjöldum rikistns. Sagði hann, að útgjöldin vaeru ©t há og skattarnir einnig, og vjHÍ því nauðsyn að lækka tveggja. — NTB-Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.