Morgunblaðið - 16.05.1953, Side 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 16. maí 1953
Jón Magnússon frá GörÓum verðiag kron og
Minningarorð
HINN 9. þessa mánaðar lézt að
héimili sínu hér í bænum Jón
Magnússon frá Görðum í Kol-
beinsstaðahreppi.
Jón var faeddur í Hólmakoti á
Mýrum 3. ágúst 1865. Foreldrar
hans voru hjónin Magnús Ólafs-
son og Þórunn Jónsdóttir, ættuð
af Mýrum.
Þau eignuðust 3 börn, 1 dóttur
og 2 syni, sem ö!l komust tii full-
orðinsára. Jón var þeirra yngst-
ur.
Þegar Jón var barn að aldri
missti faðir hans heilsuna, urðu
hjjónin að slíta samvistum og
börnin að fara til vandalausra.
F(ylgdist Jón með móður sinni til
9- ára aldurs, þá skildu leiðir
þeirra. Þá þótti hann fær um að
fara að vinna. Leiðin lá milli
vandalausra úr því. Uppvaxtar-
skilyrði Jóns heitins voru erfið,
og kenndu honum snemma að
treysta á meðfædda hæfileika,
sem voru miklir og jafn framt
sjálfstæðri og hraustri skapgerð.
,Eftir að Jón náði fullorðins-
aldri vann hann við sveitastörf og
sjómennsku á vetrum. A þeim ár-
uim átti hann lengst af heima á
Stórakálfalæk í Hraunhreppi.
Þar kynntist nann stúlku, Ragn
hfeiði Þorkelsdóttur frá Helgastöð
uSn í sömu sveit. Tókust með
þþim ástir og reistu þau litlu síð-
aí- bú á Múlaseli, en fluttu þaðan
eftir fá ár, að Þverá í Eyjahreppi
til Kristjáns Jörundssonar bónda
þar og Helgu, sem var systir
Ragnheiðar. Frá - Þverá fluttu
þau að Akurholti í sömu sveit Og
þaðan eftir nokkur ár að Rauða-
mel. Eftir skamma dvöl þar
missti Jón heitkonu sína, 1907,
eftir 12 ára sambúð. Ragnheiður
átti við mikla vanheilsu að stríða
síðustu árin og var það að allra
dómi er til þekkja, að Jón hafi
reynst henni hinn ástríki og um-
hyggjusami förunautur í veik-
indum hennar.
t
.Þeim var ekki barna auðið, en
tóku munaðarlaust stúlkubarn,
Helgu Erlndsdóttur. Var hún í
bernsku er Ragnheiður lézrt. Jón
hélt áfram búi á Rauðamel með
vinnufólki, þar til hann giftist
1910 eftirlifandi konu sinni, Elínu
Ámadóttur, ættaðri úr Snæfells-
nessýslu. Elíin var ung ekkja og
móðir 5 barna, er öll voru í
bernsku. Hún hafði orðið að
skilja við öll börnin nema vngstu
dóttur sína, sem fylgdi henni. En
hún hafði eignast göfugan vin,
sem bauð börn hennar velkomin
á heimili sitt. Jón þekkti af eigin
rahu hvað það var að skilja við
ástríka móður. Tvær stjúpdætur
hans ólust upp hjá honum. Hin
stjúpbörnin voru kyrr á þeim
stöðum sem þau voru tekin á við
frafall föðursins.
Það verður að fara fljótt yfir
sögu, en minningarnar tala. Allt
lék nú í lyndi fyrir Jóni á Rauða-
mel. Ung, falleg og tápmikil kona
setti svipinn á heimilið, þar sem
gleði og ástríki ríkti og hjónin
vóru samhent um rausn og mynd
arskap.
Þau eignuðust brátt 2 syni. Út-
lit; var fyrir að Jón yrði stór-
bó'ndi, því að ráðdeild og dugn-
aður héldust í þendur, svo allt
blómgaðist í höndum hans. En
brótt fór að draga ský fyrir sólu,
heilsa hans fór að bila og það
svo, að hann lá rúmfastur árlega,
oft margar vikur. Þetta hlaut að
hafa lamandi afleiðingar á af-
komunmguleika til búskapar er
fram liðu Stundir. 1914 fluttist
Jón að Görðum í Kolbeinsstaða-
hreppi og bjó þar til 1919 að hann
fluttist aífarinn úr sveitinni til
Reykjavíkur.
Það er ekki haegt að skilja svo
við dvöl Jóns heitins i Görðum,
að ekki sé um leið minnst ékkj-
urínai' Guðríðár Þórðardóttur
Dannebrosmanns á Rauðkells-
st^ðum. Hún hafði legið rúmföst
milli 2—30 ár. Jón var leiguliði ’
þessarar konu. Hún átti Garðana.
Umsjá fyri rhenni skyldi ganga ,
upp í leigu af jörðinni. Þetta var
gáfu- og myndarkona, þó að veik
indin gcrðu það að verkum að
hún var sem smábarn í reifum. t
Þessa konu önnuðust þau hjónin (
með þeim kærleika og nærgætni, 1
sem fátítt er. Fyrsta ganga Jóns I
heitins var á hverjum morgni að
hvílubeð hennar. Hann gladdi
hana með því að segja henni um
alla búskaparhætti, heyfeng, á-
setning búpenings og yfirleitt öllu
því sem að búskapnum laut. —
Hann bar í fanginu nýfædd lömb
og önnur ungviði að rúmi hennar
til að gleðja hana. Þessi kona
hvatti hann til að kaupa Garð-
ana og varð hann eigandi þeirra
fyrir hennar eindregin tilmæli.
Þessi sómakona fékk að dcyja
i umsjá og ástúð þessarra góðu
hjóna. Jón heitinn minntist þess
sem eins af sínum beztu lifsgjöf-
um að hafa þekkt Guðríði Þórðar
dóttur.
Hér í Reykjavík stundaði Jón
fisksölu meðan heilsan entist. En
síðustu árin var sjónin orðin
mjög lítil, þó gat hann rneð sér-
stökum glcraugum lesið bækur og
var það hans aðal dægrastytting
j þegar kraftarnir voru þrotnir.
! Heilsuleysið ba rhann með æðru-
> leysi og karlmennsku og minntist
aldrei á það þegar hann var frísk-
ur.
Jón var félagslyndur og hjálp-
samur með afbrigðum, ef hann
gat þvi viðkomið. Einbeittur og
stefnufastur í skoðunum, en allra
manna samningaliprastur. Gleði-
maður i vinahóp og ávallt hress
og glaður í daglegu viðmóti.
Þrjú síðustu árin var hlé á
heilsuleysi hans, gerði það honum
lífið bjart, þó hrörnun smá þok-
aðist nær. — Jón hcitinn var í
fyllsta skilningi gæfumaður, allt
verkaði honum og öðrum til góðs
sem hann tók sér fyrir hendur.
í Tvær fósturdætur ólu þau hjón
upp, sonardóttur Jóns og bróður-
dóttur Elínar, auk Helgu Er-
. lendsdóttur, sem er ekkja Martin
‘ Westergaards, búsett í Kaup-
mannahöfn og uppkomin börn
. hennar.
I Mvndin af Jóni i grein þessari
er tekin af honum á níræðisaldri.
| Ástríka konu eignaðist .Jón sem
var honum unaður og styrkur til
; þess síðasta. Synirnir tveir kom-
ust til þroska og manndómsára,
’ en annan son sinn, Jónas, misstu
þau fyrir fáum árum, 27 óra
gamlan. En Þórarinn býr i
húsi föður síns ásamt konu og 4
dætrum, sem voru allar afa sín-
um til ánægju i ellinni. Milli .Tóns
og stjúpbarnanna ríkti kærleikur
og frá fósturdætrum og þeirra
bömum. Hann var umvafinn
ástúð frá öllum hliðum vensla-
fóiksins. .
Ég þakka a'lar ánægjustundim
ar í rávist Jóns, hjá'psemi hans
og hollráða. Heilsteyptur og ,
hreinskiptin maður er gengin til ^
nóða eftir gæfuríkan æfidag. — '
Hann var vinsæll og vei metinn
af samtíðarmönnum sínum, góð-
ur húshóndi, heimilisfaðir, eigin- j
maður og faðir, og hafði hylli
Framh. á bls. 12.
smákaupmanna
Herra ritstjóri!
Á AÐALFUNDI KRON var mjög
léleg rekstrarafkoma félagsins af-
sökuð með því, að verðlag fé-
lagsins væri að meðaltali 4%
lægra en verð kaupmanna, en þó
munaði enn meiru á verði vefn-
aðarvöru. Var í því sambandi
bent á skýrslu um verðsaman-
burð, sem birt er í Fylgiriti
KRON 1. tölublaði 7. árgangs.
Ég mótmælti þessum verðsam-
anburði, taldi hann rangan. Mér
hefir virzt alveg sama verð hjá
kaupmönnum og félaginu. En vit-
anlega get ég ekki sannað það
nema í einstökum atriðum, en
ekki almennt. Ef skýrslan er rétt
á félagið eðlilega að fá viðskipti
almennings, og fær þau. En ef
verðsamanburðurinn er rangur
eiga kaupmenn ekki að liggja
undir því.
Ég skora á smákaupmenn að
birta sitt verðlag til samanburð-
ar, svo hægt sé að velja á milli.
Almenning varðar það miklu, að
vöruverð sé lágt, Og það er full
ástæða til að hvetja menn til að
spyrjast fyrir, ekki síz{ nú, þegar
stórfelld verðlækkun hefir þegar
orðið erlendis á mörgum vörum,
sem hlýtur að koma hér fram í
lægra vöruverði og lækkun fast-
eigna.
Það er heilbrigð samkeppni og
athygli almennings, sem er bezta
verðlagseftirlitið. Þetta þekktu
gömlu bændurnir, sem með pönt-
unarfélögunum knúðu dönsku
selstöðuverzlanirnar til fullkom-
ins undanhalds. Samtök bænd-
anna voru samhjálp til sjálfs-
bjargar. Samkeppnin var vopnið,
sem veitti þeim sigur.
Samvinnustefnan er ekkert
annað en hagsmunastefna. Þar á
hvorki að vera trúarofstæki eða
tilfinningavaðall. Því síður á
stefnan að mótast svo af póli-
tískri áleitni, sem nú er of áber-
andi.
Hannes Jónsson,
Ásvallagötu 65.
Hnífsdalssöfnuninni
iýkur um miðjan
mánuðinn
UM LEIÐ og við þökkum öllum
þeim, gömium Hnífsdælingum og
öðrum, einstaklingum og fyrir-
tækjum, sem þegar hafa lagt
skerf til sofnunarinnar — viljum
við hér með beina þeim vinsam-
legu tilmælum til þeirra, er hafa
hugsað sér að styrkja Hnífsdals-
söfnunina með fjárframlögum
eða öðru, að gera það helzt fyrir
15. þ. m. þar eð gert er ráð fyrir
því, að söfnuninni ljúki þá.
Þá eru þeir allmörgu víðsveg-
ar um landið, sem fengu söfnun-
arlista frá nefndinni, góðfúslega
beðnir að skila þeim úm roiðjan
mánuðinn.
Að sjálfsögðu mun söfnunar-
nefndin og Hnífsdælingar heima,
þrátt fyrír framanskráð tilmæli,
veita móttöku með þökkum hvers
konar gjöfum, sem af óviðráðan-
legum ástæðum kunna að berast
síðar — og er því engan veginn
um það að ræða, að eftir 15. maí
verði of seint gott að gjöra í þessu
efni.
f söfnunarnefnd Hnifsdælinga:
Baldvin Þ. Kristjánsson,
Elísabet Hjartardóttir
Páll Halldórsson.
Hafnarfjörður
Til sölu nýsmíðaður, mjög
vandaður trillubátur, 21
fet. Uppl. í síma 9463 eftir
kl. 1 í dag.
BEZT AÐ ALCLÝSA
/ MORGUNBLA ÐIN V
Sæmimdur Friðriksson
frá Brantartungu - minning
HINN 10. þ. m. andaðist á sjúkra-
húsi í Reykjavík Sæmundur
Friðriksson frá Brautartungu á
Stokkseyri.
Sæmundur var fæddur 27.
júní 1884. Foreldrar hans voru
hjónin Margrét Eyjólísdóttir og
Friðrik Guðmundsson, sem lengi
bjuggu í Hól í Stokkseyrarhreppi.
Hann var vel greindur og brauzt
í því ungur að aldri, þó blásnauð-
ur væri, að leita sér menntunar.
Tók hann kennarapróf í Flens-
borgarskóla árið 1907 og stundaði
barnakennslu allmörg ár þar á
eftir.
Síðan gerðist hann sjómaður.
Fyrst formaður á Stokkseyri en
fluttist síðan til Akraness og
stundaði þar sjómennsku, múr-
araiðn o. fl. Aftur flutti hann
til æskustöðvanna fyrir mörgum
árum og hóf búskap á
Syðsta-Kekki, er hann síðar
skírði Brautartungu. Bjó Sæ-
mundur þar, til þess er hann
veiktist fyrir tveimur árum síð-
an og varð að fara á heilsuhælið
á Vífilsstöðum.
Húsaði Sæmundur býli sitt vel
og ræktaði jörðina með mestu
prýði. Auk búskaparins stundaði
hann múraravinnu og fleiri störf
bæði til sjós og lands. Þótti hann
mjög verklaginn og var eftirsótt-
ur tíl vinnu.
Sæmundur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Áslaug Hall-
dórsdóttir frá Akranesi. Missti
hann hana árið 1933. Börn þeirra
voru: Halldór og Þorbjörg í
Reykjavík, Hörður drukknaði
innan við tvitugt, Áslaug, býr
með Helga Ólafssyni, útibússtjóra
í Brautartungu og Friðrik múrari
á Selfossi.
Seinni kona Sæmundar er
Anna Pálmey Hjartardóttir frá
Vatni í Haúkadal. Börn þeirra
eru: Sæunn og Hjörtur.
Skömmu eftir aldamótin síð-
ustu, þegar ungmennafélögin
hófu göngu sína hér á landi, varð
margt æskufólk sem eitthvað táp
og dugur var í snortið af þeim
boðskap er þau höíðu að flytja.
Það var vorhugur í unglingunum
og þeir urðu heillaðir af marg-
háttuðum viðfangsefnum félag-
anna, sem vakti þá til starfs og
dáða. Einkum var það íþrótta-
starfsemin sem lögð var áherzia
á. Sæmundur gekk fljótlega í
þennan félagsskap og skipaði sér
undir merki hans af lífi og sál.
Dvaldi hann um tíma í Reykja-
vík við nám í íþróttum, hjá hin-
um fremstu mönnum í þeim
greinum. Einkanlega lagði hann
sig eftir að ná sem mestri kunn-
áttu í islenzku glímunni. Reynd-
ist hann íramúrskarandi góður
kennari í þessari þjóðlegu iþrótt
vorri, og hafði glöggt auga fyrir
kostum hennar og manna fund-
vísastur á allt það er mátti verða
til að bæta hana og fegra.
Þeir sem nutu tilsagnar Sæ-
mundar eignuðust í honum góð-
ann félaga og einlægan vin, sem
entist alla æfina. Lét hann sér
mjög annt um þeirra hag. Var
tryggð hans og drengskap gagn-
vart sínum æskufélögum við-
brugðið.
Nú eru þeir sem hófu braut-
ryðjendastarf í ungmennafélags-
skapnum smám saman að tína
tölunni. Með fráfalli Sæmundar
Friðrikssonar er sá fallinn í val-
inn er ég vissi best til forustu
fallinn í fylkingu þeirrar rösku
sveitar, er hafði að einkunnar-
orðum: „íslandi allt“.
Sæmundur vann einnig að
félagsmálum á fleiri sviðum.
Stóð hann mjög framarlega í
verkalýðsmálum, um nokkurt
skeið æfinnar, og reyndist þar
einnig hinn nýtasti og ráðholl-
asti félagi. Fylgdist hann alla
tíð vel með, og kunni skil á
mörgu. Var prýðisvel máli farinn
og hóflegur í kröfum.
í dag verður Sæmundur til
moldar borinn í grafreit feðra
sinna á Síokkseyri. Ástvinir hans
og vinir kveðja hann með söknuði
en minningin um góðan dreng og
tryggan félaga er björt í hugum
þeirra er eftir lifa.
Á. E.
Nýr sendiherra
í Moskyu
LUNDÚNUM, 13. maí. — Brezka
stjórnin hofur skipað nýjan sendi
herra í Sovétríkjunum. Heitir sá
William Hayter, 46 ára að aldri,
og hefur undanfarið starfað við
brezka sendiráðið í París. — í
síðustu styrjöld var hinn nýi
sendiherra ritari í brezka sendi-
ráðinu í Moskvu. — Hayter er
einn yngsti sendiherra hennar
hátignar, Elísabetar II.
Reuter-NTB
FLÓRA
Hftæðrafiaguriiin
og biómadagurinn,
17. mai
Höfum eins og að undanförnu
mikið úrval af afskornum
blómum og pottbiómum.
FLÓRA