Morgunblaðið - 16.05.1953, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 16. maí 1953
Fallegar hendur þurfa sér-
lega góða hirðingu. — Séu
hendurnar blá-rauðar, gróf
ar og þurrar, er bezta ráð-
ið, í hvert sinn þegar hend-
urnar eru þvegnar, að nota
Rósól-Glycerin. Núið því vel
inn í hörundið. Rósól-Glyce-
rin hefur. þann eiginleika,
að húðin drekkur það í sig
og við það mýkist hún. Rós-
ól-Glycerin fitar ekki og er
því þægilegt í notkun. Mikil-
vægt er að nota það eftir
hvern handþvott, við það
. verða hendurnar hvítar, húð
in mjúk og falleg. Er einnig
gott eftir rakstur.
Rósól-Glyeerin
.♦ í
BEZT AÐ AVGLÍSA
VORGUNBLAItlNU
FRÉITIB
í stutlu máll
LUNDÚNUM, 15. maí. — Eisen-
how.yr svaraði í gær ræðu Att-
lees og sagðist fús til þess að
Sitja fund leiðtoga stórveldanna,
ef tryggt væri, að hann bæri ein-
hvern árangur. En hingað til
kvað forsetinn Rússa ekki hafa
sýnt neinn verulegan lit á sam-
komulagsvilja. — Ráðherrann
kvað sér ekki kunnugt um nein
öfl í Bandaríkjunum, sem ekki
óskuðu eftir vopnahlé í Kóreu.
'•jc Franz Lahlen, einn af for-
ustumönnum þýzkra kommún-
Ista í Austur-Þýzkalandi, var í
dag rekinn úr miðstjórn flokks-
ins fyrir „of mikla samúð með
hinum borgaralegu öflum Austur
Þýzkalands“.
jlr Bretar hafa sent mikinn liðs-
afla til Súez-eiðisins. Ætla þeir
að geta snúizt til varnar þar, ef
á þá verður ráðizt.
NTB-Reuter.
í GÆR var til moldar borin Guð- I
rún Þorvaldsdóttir frá Skaptholti
í Arnessýslu, dóttir hjónanna j
Þorvaldar og Guðrúnar, sem!
bjuggu í Skaptholti um langt!
skeið, miklu rausnarbúi. Guðrún 1
var fædd 17. nóvember 1870. Þor- j
valdur faðir hennar var sonur ]
séra Jóns Eiríkssonar prests að j
Stóra-Núpi, kona Eiríks var Guð- j
rún Jónsdóttir systir Steingríms i
biskups, kona séra Jóns var Guð-
rún Pálsdóttir prests Ólafssonar í
Guttormshaga, en móðir Guðrún-
ar Pálsdóttur var Kristín Þor-
valdsdóttir, prests Böðvarssonar
að Breiðabólstað og víðar, kona
Þorvaldar í Skaptholti og móðir
Guðrúnar Þorvaldsdóttur var
Guðrún Gísladóttir frá Ásum,
Rögnvaldsdóttir, og er það gagn-
merk bændaætt í Gnúpverja-
hreppi.
Systkini Guðrúnar voru sex,
öll voru þau hin mannvænlegustu
og báru með sér menningar og
myndarbrag hvar sem þau fóru,
enda munu þau hafa sett svip á
samtíð sína um þær mundir. Lifa
þrjú af þeim ennþá, Páll og Ingi-
gerður hér í bænum en Valgerð-
ur í Vestmannaeyjum. Guðrún
fluttist ung að árum hingað til
bæjarins, eða árið 1896, þá 26
ára að aldri, en árið áður giftist
hún manni sínum, Einari Einars-
syni frá Ósabakka á Skeiðum.
Mann sinn missti hún 1936. Þau
hjónin eignuðust þrjú börn; Þor-
vald bakarameistara, Ingólf sím-
ritara og éina dóttur Guðrúnu
að nafni. Hana misstu þau árið
1915 þá aðeins 15 ára að aldri,
mestu efnisstúlku sem þau hjón
höfðu bifndið miklar vonir við,
og hörmuðu. þau mjög fráfall
hennar. Guðrún Þorvaldsdóttir
var að upplagi dul í skapi og
þrekkona hin mesta, en samt
hygg ég að dótturmissirinn hafi
markað djúp sár innst í sál henn-
ar, þó hún ekki bæri slíkt að
jafnaði utaná sér.
Þegar þau hjónin hófu búskap
hér í bænum, var atvinnulíf bæj-
arbúa frekar fáskrúðugt, lífs-
þægindi fólksins mjög frábrugð-
in því sem nú gerist, en vinnu-
semi bóndans og dugnaður Guð-
rúnar, ásamt sparsemi hennar og
nýtni, sem einkenndi hina ungu
húsfreyju, kom þá bezt í ljóst, og
aldrei heyrði maður til hennar víl
eða æðruorð, þótt bárur féllu á
bátinn, enda sigldi hún fari sínu
heilu í höfn. Hún sá synina sína
tvo vaxa að manndómi, sem settu
sér það mark að vinna að sínum
ákveðnu hugðarefnum, og hvað
getur glatt móðurhjartað meira
en það, að sjá drauma sína ræt-
ast í framtíð barnanna.
Guðrún Þorvaldsdóttir var fríð
kona, myndarleg í framkomu og
gjörfuleg að vallarsýn. Hún hafði
traust þeirra, sem náin kynni
höfðu af henni, og mitt í önnum
heimilisins var hún á sínum tíma
kosin í fátækranefnd Reykjavík-
urbæjar, og sat þar um árabil.
Gegndi hún störfum sinum þar
af árvekni og með sömu skyldu-
Einn ferðavagn Linjebusfyrirtækisins.
rækninni sem á sínu eigin heimili
væri.
Við Guðrún Þorvaldsdóttir
vorum nágrannar á Laugavegin-
um í gamla daga, um margra ára
skeið. Prá þeim tíma væri margs
að minnast, ef tími og rúm leyfði.
Þá herjuðu oft veíkindi að heimili
mínu. Kona mín lá svo vikum
og mánuðum skipti í sjúkrahúsi.
Þá leituðum við jafnan aðstoðar
Guðrúnar. Á hjálp hennar stóð
aldrei, þegar jáyrði hennar var
fengið þá. lagðist konan róleg og
ókvíðin undir hnífinn. Börnin
okkar ung og smá, voru örugg
undir hennar handleiðslu. Ekki
mátti þvo sér á kvöldin, ekki
matast og ekki lesa bænirnar sín-
ar fyrr en „Gunna Þorvalds“ eins
og þau kölluðu hana, væri kom-
in inn í herbergið. Þegar hún
birtist í dyrunum þá Ijómuðu öll
andlitin í fullu trausti til hennar.
sem komin var. Áhyggjurnar
voru foknar út í veður og vind,
því nýja mamma var komin. Fyr-
ir hennar fórnfúsa starf okkur
til handa á þessum árum, vildi
ég mega flytja henni kærar
kveðjur, og alúðarþakklæti. Að
vísu má segja aö þakkir mínar
komi í seinna lagi, en ég hefi þá
trú, og el þá von í brjósti, að
ekki sé svo langt á milli heim-
anna, að hún ekki heyri til mín.
Guðrún Þorvaldsdóttir andað-
ist 7. maí s. 1., tæplega 83 ára
að aldri. Löngu dagsverki er
lokið en starfið er óendanlegt,
því ég vil trúa því, að nýr
kapítuli sé hafin í lífi hennar og
starfi. Annars værí þetta líf okk-
ar ósköp tilgangslítið.
Við þökkum henni öll, vanda-
menn hennar og vinir, fyrir sam-
fylgdina, og munum jafnan
geyma með okkur ljúfar minn-
ingar um góða og göfuga konu.
Jóhann Ögm. Oddsson.
EITT þeirra norrænu fyrirtækja,
sem um þessar mundir vekja
hvað mesta og almennasta athygli
á meginlandi Evrópu, er sænska
samgöngufyrirtækið AB LINJE-
BUSS. Eins og nafnið bendir til,
er hér um að ræða hlutafélag,
sem rekur langferðabíla, og þar
sem ferðaskrifstofan Orlof h.f.
hefur auglýst, að hún hafi fengið
umboð hér á landi fyrir þetta
glæsilega sænska fyrirtæki, þyk-
ir við eiga að kynna íslendingum
það að nokkru.
Ef menn vilja ferðast þægilega
og örugglega frá Svíþjóð eða
Khöfn suður til Parísar, Nizza,
Róm, Barcelona o. fl. frægra
borga og njóta vel náttúrufegurð-
ar á leiðinni, eru hinir giæsilegu,
bláhvítu vagnar Linjebuss tilval-
in samgöngutæki. Hver bíll tek-
ur milli 30 og 40 þarþega. Tveir
öruggir bilstjórar ásamt bílfreyju
eru í hverjum vagni, og er íar-
þegum veitt þjónusta mjög í lík-
ingu við það, sem menn eiga að
venjast í flugvélum milli landa.
Bílfreyjurnar eru flestar há-
menntaðar stúlkur með háskóla-
prófi, og kunna þær skil á öllu,
sem fyrir augun ber. Hvarvetna
er farþegunum séð fyrir gistingu
í 1. fl. gistihúsum, og matur er
einungis snæddur á beztu veit-
ingastöðum. En öll slík fyrir-
greiðsla er innifalin í fargjaldinu.
AB LINJEBUSS héfur reglu-
bundnar ferðir suður um Evrópu
eftir þessum leiðum: Helsingja-
borg (Khöfn) — Hamborg —
Amsterdam — Rotterdam —
París.
Helsingjaborg (Khöfn) —
Basel — Genéve — Nizza.
Helsingjaborg — Montreux —
Milano — Genua — Róm.
París — Genéve — Montreux
— Róm, en auk þess frá Helsingja
borg um Gautaborð til Osló.
Það er Johnson-skipafélagið í
Stokkhólmi, sem á Linjebuss bíl-
ana. Er það stærsti bílaeigandi
Aiaskaösp
fyrsta flokks plöntur, hæðin 1,25—1.50 m.
Gróðrastöðin Birkihlíð,
við Nýbýlaveg. Sími 4881.
Johan Schröder.
Svíþjóðar og átti árið, sem leið
400 langferðabíla, er héldu uppi
ferðum um Svíþjóð, en auk þess
urn 40 stóra vagna, er önnuðust
ferðalög erlendis. AB Linjebuss
er eina norræna bilafirmað, er
fengið hefur leyfi til að halda
upp reglubundnum áætlunarferð-
um suður um Evrópu. Það hefur
samvinnu við franska fyrirtækið
Transcar. Svo miklð er öryggi
þeirra, er ferðast með Linjebuss,
að hvar sem bíll kann að bila, er
annar bíll kominn á vettvang
með stuttum fyrirvara til að taka
farþegana og korna þeim leiðar
sinnar. Þáð má telja ákjósanlegt,
að íslenzk ferðaskrifstofa skuli
hafa öðlazt umboð fyrir þetta
merka norræna samgöngufyrir-
tæki, sem vafalaust á fyrir sér að
verða vinsælt meðal íslenzks lang
ferðafólks. S. Sk.
ir!i!ssý!SíH|!S!H
Leikféiagsíns lýkur
YFIRLITSSÝNINGUM Leikfé-
lags Reykjavíkur lýkur nú um
helgina með sýningu á „Vesaling
unum“, en í þessari viku hefur
félagið haft sjö sýningar, tvær á
„Ævintýri á gönguför" og þrjár
á „póðir eiginmenn sofa heima".
Á Uppstigningardag hafði fél-
agið tvær sýningar. Var „Ævin-
týri á gönguför“ sýnt í fimmtug-
asta sinn á vetrinum og síðasta að
þessu sinni. í leikslolc voru leik-
endur kallaðir fram hvað eftir
annað og þeir ákaft hylltir. Um
kvöldið voru „Eiginmennirnir“
sýndir fyrir troðfullu húsi. Verða
tvær sýningar eftir helgina,
mánudag og þriðjudag, en úr því
er elrki hægt að koma við fleiri
sýningum á leiknum og hefur
hann þá verið sýndur 40 smnum
á vetrinum.
— Hirniingarorð
Framháld af bls. 10
allra, er honum kvnntust. Æfi-
kvöldið var friðsælt og minnti á
húmkyrrð haustsins er skínandi
sólin er að nhíga til viðar.
Guð blessi minningu hans.
Þ. Þ.
!VT A R K TT S FlfHr Fd Tlndd
Odenvik falar á sam-
komu Fíladelfíu
NAHTAN OdenVik, sem talað
hefur í Fíladelfía á mörgum und
anförnum samkomum, ásamt
Gösta Lindahl, talar á samkomu
í Fíladelfíu í kvöld kl. 8,30, um
hina biblíulegu skírn og viðhorf
kristinna manna til hennar í
gegnum aldirnar.
Nathan Odenvik er fræðimaður
mikill og hefur kynnt sér þessi
mál ýtarlega.
Allir eru velkomnir á meðan
húsrúm leyfir.
Guðrún Þorvaldsdóttir
frá Skaptholti - MÍHning
Risafyrirtækið Linjebus
1) — Eva
1 2) - - Er eitthvað að? I 3) — Markús! Valborg! Játn-j
1 | ingin er horfin. 1 ~ • j,