Morgunblaðið - 12.06.1953, Page 7
Föstudagur 12. júní 1953
MORGUHBLAtílÐ
7
Jón Auðisnn Jónsson fyrrv. alþingismaður
GÓÐUR maður og gegn, göðvilj-
aður og ráðhollur, er til moldar
hniginn. Jón Auðunn Jónsson,
fyrrverandi alþingismaður er
látinn. Hann lézt að heimili sínu
hér í Rej'kjavík laugardaginn 6.
júní s.l. eftir ör’fárra daga legu,
og er í dag borinn til grafar.
Jón Auðunn var fæddur 17.
júlí árið 1878 að Garðstöðum í
Ögursveit við ísafjarðardjúp.
Foreldrar hans voru Jón bóndi
Einarsson Magnússonar og kona
hans Sigríður Jónsdóttir, bónda
á Eyri í ísafirði Auðunssonar.
Hann ólst upp hjá foreldrum
sinum á Garðstöðum, sem var
meðal fremstu heimila við Djúp,
hlaut þar haldgóða undirstöðu-
menntun og hóf ungur störf að
sjósókn og búskap jöfnum hönd-
um, eins , og tíðkaðist við Djúp
á þeim tímum. Formaður á ára-
skipum var hann í margar ver-
tíðir. Bóndi á Garðstöðum gerðist
hann rúmlega tvítugur að aldri
og bjó þar árin 1900—1904. Var
hann þá jafnframt hreppstjóri í
sveit sinni.
Síðan fluttist hann til ísafjarð
ar og átti þar síðan heimili fram
til ársins 1947, er hann fluttist
hingað til Reykjavíkur, til starfa
hjá Sölusambandi ísl. fiskfram-
leiðenda. Á ísafirði gerðist hann
fyrst yfirfiskimatsmaður, síðan
starfsmaður í Landsbankanum
árin 1905—1914 og árin 1914—
1923 var hann bankastjóri Lands
bankaútibúsins þar. Þar stundaði
hann einnig útgerð og hafði á
hendi forstjórastörf fyrir ýmis
fyrirtæki, svo sem hraðfrystihús,
fisksölu, var norskur ræðismað-
ur og gegndi fjölmörgum öðrum
störfum.
Afskipti hans af opínberum
málum hófust strax á unga
aldri. Rúmlega tvítugur að aldri
varð hann hreppstjóri í sveit
sinni. Á ísafirði var hann kjör-
inn í bæjarstjórn og var síðar um
skeið bæjarstjóri þar.
Jón Auðunn var kjörinn þing-
maður ísfirðinga árið 1919 og sat
á þingi fyrir það kjördæmi til
ársins 1923. Þá var hann kosinn
á þing ^ fyrir ættarhérað sitt,
Norður-ísafjarðarsýslu, og var
þingmaður þess til ársins 1937,
að einu ári undanteknu. En árið
1937 gaf hann ekki lengur kost á
sér til framboðs.
Hér hefur aðeins verið stiklað
á hinu stærsta í umfangsmiklum
störfum Jóns Auðuns. Mestum
hluta starfsæfi sinnar eyddi
hann við ísafjarðardjúp. — Þar
muna hann þá einnig flestir og
minnast hæfileika hans og mann
kosta. j
Jón Auðunn átti ekki kost á
langri skólagöngu í æsku. Hann
hóf kornungur þátttöku í athafna
lífi þjóðarinnar. En hann öðlað-
ist af eigin rammleik víðtæka og
haldgóða menntun, varð marg-
fróður maður, málamaður ágæt-
ur og fær til margháttaðra starfa.
Uppruni hans og reynsla í upp
vextinum gerðu hann sérstakiega
hæfan til forystu í opinberum
málum. Hann bar gott skyn á
þarfir atvinnúveganna til lands
Og sjávar, þekkti lífskjör fólks-
ins og var að eðlisfari góðgjarn
og greiðvikinn.
Af mannkostum sínum varð
Jón Auðunn hvers manns hug-
ljúfi, er honum kynntist. — Við
ísafjarðardjúp naut hann al-
mennra vinsælda og virðinga. —
Um hann stóðu að vísu oft deil-
ur, eins og um alla.þá, sem við
opinber mál fást í þessu fámenna
þjóðfélagi. En Jón Auðunn brá
aldrei prúðmennsku sinni þótt
mörg sverð væru á lofti. Mun
það mál margra manna að leit-
un hafi verið að óáleitnari stjórn
málamanni.
Þeir, sem þekkja bezt störf
Jóns Auðuns á Alþingi telja
hann meðal nýtustu þingmanna.
Ágæt.greind, víðtæk þekking og
lipurð í samvinnu gerðu hann
— Minningarorð
Jón Auðunn Jónsson
Kveðjuorð frá Ólafi Thors
„EKKI er að sjá að elli hann
saki“, datt mér í hug þegar ég
sá vin minn Jón Auðunn Jóns-
son tilsýndar á götu fyrir
skömmu. Og nú er hann horfinn
okkur eftir langan og strangan,
en líka viðburða-, gæfu- og
gleðiríkan vinnudag.
Þegar ég kom á þing fyrir
nærri þrem áratugum var Jón
Auðunn þar fyrir. Mér fór sem
öðrum sem honum kynntust, að
ég bar strax til hans vinarhug.
Á þá vináttu féll aldrei skuggi
svo ég vissi.
Enda þótt Jón Auðunn væri
merkur þingmaður, sem þekkti
vel þarfir þjóðarinnar, ekki
sízt við sjávarsíðuna, og legði sig
fram um það að verða almenn-
ingi að liði, var hann þó enn
merkari og eftirtektarverðari
maour.
Ekki veit ég með vissu hvenær
ég sá Jón Auðunn fyrst né fyrir
hvað hann er mér minnisstæð-
astur. Eiginlega finnst mér ég
alltaf hafa þekkt hann, alveg
eins og fjöllinn og sjóinn eða
veturinn og vorið. Ef til vill en
hann islenzkasti íslendingur sem
ég hefi kynnzt. Stórskorinn,
svipmikill og karlmannlegur eh
broshýr og þá alveg óvenju góð-
mannlegur. Gáfaður, fjölfróður,
dugnaðarforkur, sívinnandi
myrkranna á milli frá vöggu til
grafar, ósérhlífinn og svo greiS-
vikinn og góðviljaður, að hann
vildi hvers manns vanda levsa,
og slikur þrekmaður til líkama
og sálaf, að lengst af var líkast
því sem vinnan væri honum
hvíld, eða svo virtist okkur áhorf
endunum.
Þessa mjmd gsymum við sam-
ferðamennirnir af Jóni Auðurmi
Jónssyni. Hún verður okkur
minnisstæð og kær. Við kveðj-
um hann með virðingu, vinsemd
og söknuði og biðjum honum
blessunar. Ólafur Thors.
sérstaklega hæfan til slíkra
starfa.
Jón Auðunn kvæntist árið 1901
Margréti Jónsdóttur, prests á
Stað á Reykjanesi, Jónssonar,
gáfaðri og mikilhæfri konu. —
Lifir frú Margrét mann sinn.
Áttu þau 6 börn, 3 syni, Einar,
sem dó í bernsku, sr. Jón Auð-
uns, dómprófast í Reykjavík og
Árna, skattstjóra á ísafirði, er
lézt árið 1952 og 3 dætur, Sigríði,
gifta Torfa Bjarnasyni, lækni á
Sauðárkróki, Auði, hæjarfull-
trúa, gifta Hermanni Jónssyni,!
fulltrúa í Reykjavík og eina dótt
ur er lézt óskírð, nýfædd.
Heirrtili Jóns Auðuns og frú
Margrétar á ísafirði var í ára-1
tugi héraðsmiðstöð. Þangað
komu eiginlega allir. Og þar var i
öllum tekið af j'firlætisiausum j
höfðingsskap og hlýju. — Hinir
mj'ndarlegu húsráðendur þar og
hin vel gefnu börn þeirra voru
vinir gesta sinna. Fólk kom
þangað ekki í kurteisisskj’ni held
ur til þess að njóta samvista við
eiskulegar manneskjur, leita
ráða, aðstoðar og uppörfunar.
I öllu starfi sínu og lífi naut
Jón Auðunn frábærs stuðnings
hinnar mikilhæfu konu sinnar.
Hún stjórnaði hinu stóra heimili
af festu og skörungsskap þegar
maður hennar dvaldi langdvöl-
um í Reykjavík. Sjálf hafði hún
einnig hlotið ágæta menntun,
sem létti henni uppeldi og
fræðslu barna sinna.
Ég man eftir Jóni Auðunni og
frú Margréti frá því að ég var
drengur. Sérstaklega er mér
minnisstætt er ég sá þau í fyrsta
skipti. Það var við kirkju í Ögri.
Þar var þá margt manna. Ég og
nokkrir jafnaldrar minir vorum
eitthvað að sýsla niðri á Sprengi,
en svo heitir sá hluti Ögurtúns er
Björn bóndi skipaði ó liði sínu
er Stefán biskup sótti hann
heim.
Þá gekk hár nraður og herði-
breiður niður götuna heiman frá
bænum. Með honum.gekk kona,
frjálsleg í fasi en mild að yfir-
bragði. Þar fóru þau Jón Auðunn
og frú Margrét,
Þessi mynd af Jóni Auðunni
mun rri'ér jafnan verða hugstæð-
ust. Þarna var hann í sínu eigin
umhverfi, sinni eigin sveit. —
Milli Ögurs og G^irðstaða rann
aðeins litil árspræna. Þarna var
nann einnig meðal frænda og
vina, sem þekktu hann og
treystu honum. Milli Jóns Auð-
uns og bernskusveitar hans lágu
alltaf traustar taugar, bæði til
oyggðarinnar og fólksins. Trygg-
lyndið var ein af megineinkenn-
im skapgerðar hans.
Þegar Jón Auðunn og frú Mar-
írét fluttu heimili sitt að vestan
var þeirra mjög saknað við
Djúp. Eri mikill fjöldi vina
peirra árnaði þeim kyrrlátara
leimiilsiifs. á hinum efri árum
m þau höfðu notið vestra í önn
lagsins. — Einnig hér eignuðust
oau hlýtt og myndarlegt heimili.
Nú, þegar Jón Auðunn hefur
okið miklu dagsverki og er horf
nn júir hina miklu móðu, er skil
rr lönd lifenda og látinna sakna
nargir vinar í stað. Ég fljTt hon-
ím kveðjur og þakkir þess fólks,
;em bezt þekkti hann og hann
jtarfaði lengst fyrir. Frá^ ísafirði
og byggðarlögunum við ísafjarð-
irdjúp streyma þá einnig hljóð-
átar samúðarkveðjur til frú
Æargrétar og barna þeirra og
;kylduliðs.
Far þú svo heil>, ráðholli vinur
rg sveitungi.
Sigurður Bjarnason
frá Vigur.
i
NÚ hefir einn af hugþekkustu
samstarfsmönnum mínum á lífs-
leiðinni, Jón Auðunn Jónsson,
lokið æfi sinni.
Þagar það barst mér að hönd-
um, nokkuð óvænt, að kveðja
lennan vin minn hinzta sinni,
veit ég varla, hvar ég á að bjrrja,
og því síður, hvar enda skal, því
sfnin liggja „ívenn og þrenn á
'ungu minni“.
Þegar ég' kom til ísafjarðar
ingur maður fyrir meira en 40
irum, þekkti ég þar engan mann.
Sá sem einna fyrst vakti athygli
mína, var Jón Auðunn. Átti ég
bó við hann engin sérstök erindi
fyrst í stað. En framkoma hans
var svo fáguð og um leið alúð-
leg, áð af bar. Ég vissi ekki þá,
rð við mundum eiga eftir að
starfa saman í áratugi. En svo
varð þó, að við átturn langvar-
mdi samstarf i félagsmálum, at-
vinnumálum og sveitarstjórnar-
og landsmálum. Og við hvert
fótmál óx vinátta mín í hans
garð, og virðing fyrir fágætum
mannkostum hans.
Um athafnalíf Jóns Auðuns
ætla ég ekki að skrifa. Til þess
þarf miklu msira rúm en ég á
hér kost á. En eklti get ég látið
það ósagt, að í þvi litla bæjar-
félagi, sem við vorum lengst
samborgarar í, var hann ætíð f jrrst
ur manna kvaddur til, ef hefja
átti einhverjar framkvæmdir til
umbóta. Þátttaka hans var bezta
tryggingin fyrir því að vel farn-
aðist. Hann var lika fágætlega
mikill athafnamaður: Hugkvæm-
ur, ötull og bjartsýnn. Og svo
var sem hann hefði. alltaf tíma.
Hversu miklu sem á hann var
hlaðið af störfum, fann hann
samt ætíð stund tii að gleðjast
með vinum og kunningjum, og
spjalla við þá um áhugamál
þeirra.
Heimili Jóns Auðuns var ein-
hver fegursti reitur í íslenzku
þjóðlifi.
Ég undraðist strax ókunnur,
hve margir lögðu leið sína á
þetta heimili. Það var eins og
þetta væri veitingastaður og
gistihús. Og aldrei virtist þrjóta
rúm við arin þeirr'a hjóna Jóns
og Margrétar. Margt fólk kom
þar eflaust i vinakjmni. En hin-
ir voru þó eflaust miklu fleiri,
er báru þangað raunir sínar og
vandræoi. En af hans fundi fóru
fáir hryggiivcða vonsviknir.
Nú er hann genginn til hvílgLr
ar hinn árrisuli maður, maður*
inn, sem svo var vel skapi fai j
inn, að hann tók jafnprúðlegn
þungu böli og miklum höppurn,
Hans mun ég minnast hverV
sinni er ég heyri góðs mannát’
getið,
Sigurður Kristjánssoro
- Ufanríkísverzlun
• Kramn. af bls. G ;.
vörulistinn sömuleiðis. — Aðal;
breytingin er sú, að fleiri vöruv
en áður er heimilt a"ð flytja im\,
án takmörkunar á magni, ei^'.
innflutningurinn meira bundinni
við jafnvirðiskaupalönd en á ár -
inu 1951. 'c
■•U
VERZLUNIN 1953 l;’
Það sem eins.og stendur ræðuv
mestu um verzlunarjöfnuðiniBi
eru stórframkvæmdirnar, senV!
unnar eru að mestu leyti fyrij.il
erlent fé. Byggingu virkjananní^g
við Sog og Laxá pg Áburðarverk ■
smiðjunnar mun ljúka á -árinij. ..
Áhrifin á innflutninginn muni,y
samt haldast fram á næsta ár_.
Að öðru leyti má nota svipuíj.
orð um verzlunina á yfirstand-’
andi ári og þau sem ég notaði |
grein, sem ég skrifaði um hana’
fyrir ári siðan:
„Of snemmt er að spá um'
verzlunina á þessu ári (1952)^
Útflutningurinn veltur á afla o£'
tíðarfari, en hvort tveggja ei*
óvíst. Innflutoingurinn breytis'k
síðan talsvert með útflutningn’*"5
um. Eitt af þvi fáa, sem vitað éí'-
með nokkuni vissu, er að á ár°'!
inu verður mikill halli á verzlót
uninni. Stafar þessi halli af yfir-U
færslu fjármagns til Jandsinð-
vegna hinng. miklu framkvæmdwí
á árinu. Sumt af þessu fjármagníi
yfirfærist í ár. Anriað hefur þegKí
ar verið notað t. d. vegna
greiðslna erlendis fyrir vélar i
pöntun, er teljast með innflutn-
ingi yfirstandandi árs.“ d
Yfirfærsla fjármagns milli
landa fer alltaf fram á þann hátt.
að misvægi verður á verzlun-
ínni. Annað landið sýnir halla^ .
hitt afgang. „Hagstæður“ og'
„óhagstæður“ eru orð, sem hafa
enga sérstaka merkingu þegstr,
þau eru notuð um milliríkja-
verzlun, aðra en þá að þjóðid
flj-tur meira út en inn, eða öfugÉ
Það fer eftir kringumstæðunuiA
hvort það er hagstæðara að hafá
,,hagstæðan“ eða „óhagstæðaní>
verzlunarjöfnuð. — íslenzkt at>-
vinnulíf er í örum vexti, örart■
vexti en í flestum löndum öðr+o
um. Meðan við flj'tjum inn erlent
fjármagn til þess að halda við
þessum öra vexti mun verzlurr-
arjöfnuðuiúnn halda áfram að
vera „óhagsíæður" hvort senj<:
menn vilja líta á slíkan innflutn-
ing fjármagns sem hagstæðaq;
eða óhagstæðan fyrir þjóðinai,,
Aðeins með mikið aukinni spari-
fjármyndun innanlands vær*(
hægt að halda áfram þessari öryi .
þróun án verzlunarhalla.
B. E.
dtj
Framhald af bls. 8
og óvæntu ríkistekjur samt semi'
áður eklci nægt, því þá hefði
þeim öllum verið ejrtt jafnóðuna
og miklu meira þó.
Slikt er fjármálasiðferði ög
þroski Framsóknar. Það sanná'
allar tillögur þeirra á Alþingi urn
aukin útgjöld ríkisins á árunum
1947—1950.
iúlí með 220 lonn
HAFNARFIRÐI — Togarinn Júli
kom í fj-rradag af karfaveiðum
með um 230 tonn. Hann á að' fara
í slipp. B/v Júní er einnig á
karfaveiðum, og hafa báðir tog-
ararnir aflað vel.
Aðrir hafnfirzkir togarar
stunda saltfiskveiðar, og hafa
þeir aflað sæmilega. — G.