Morgunblaðið - 12.06.1953, Side 11
Föstudagur 12. júní 1953
MORGUNBLAÐIÐ
ii
%
Guðný Björnsdóttir
MiEimiig/
X 838
I DAG verður til grafar borin
frá Fossvogskirkju, frú Guðný
Margrét Björnsdóttir, en svo hét £
hún fullu nafni. Meðal vanda-
manna og vina var hún lengi
frameftir ungdómsárum sínum
nefnd Guðný litla. Til þess lágu
tvær: ástæður: hún var yngst
átta systkina og í öðru lagi var
hún fremur smá vextL
Guðný var dóttir hinna
gagnmerku hjóna Bjöms Jóns-
sonar og Ásgerðar Bjarnadóttur.
Bjuggu þau alla sína búskapartíð
í Núpsdalstungu í Miðfirði. E>au
voru í traustum efnum og veittu
börnum sínum gott uppeldi. Þeg-
ar Guðný var fyrir innan 10 ára
aldur, missti móðir hennar heils-
una um margra ára skeið. Dæt-
ur hennar, þá ungar, tóku að
sér húsmóðurstörfin og fórst það
svo vel úr hendi, að heimilið hélt
sínu svipmóti sem dugmikil hús-
freyja hafði gefið því að sínu
leyti. Strax kom það í ljós, að
Guðný litla, barn að aldri, lagði
þar hönd að verki með dugnaði,
elju og fórnfýsi, sem vakti at-
hygli og aðdáun allra, er til
þekktu.
Hóðír Guðnýjar endureimti
sæmilega heilsu eftir langt ára-
bil, en hún var þá orðin aldur-
hnigin og varla fær um að sinna
umfangsmiklu hlutverki, sem
hún hafði fyrrum haft á hendi.
Um það leyti tóku eldri syst-
kini Guðnýjar eigin verkefni í
hönd. Stofnuðu heimili sum, en
önnur leituðu sér þroska í fjar-'
lægð. Guðný tók ein að sér að-
stoðina við aldraða foreldra sína,
sem héldu áfram búskap og
heimilishaldi eins og áður. Um
það leyti tóku þau til uppfóst-
urs ungbarn af örfátækum og
barnmörgum hjónum, sem
bjuggu í nágrenninu. Það var
stúlkubarn, vænt og vel kynjað.
Móðir þess dó þá líka um þær
mundir, svo að fósturbarnið varð
móðurleysingi. Guðný var þá
orðin stærsta manneskjan á
heimilínu, að umsjá þess á marga1
vegu. Hún hafði óvenjulega hæfi
leika til mikillar forstöðu. Hún
var atorkusöm, skapstillt, fórn-
fús og umhyggjusöm, svo að af
bar.
Á heímilinu var jafnan gamal-
menni, ásamt hinni ungu fóstur-
dóttur. Hvert heimili er full-
komnast í andstæðum skapandi
kraftar og vanburðum elli og
æsku. Guðný hafði þama aðal-
handleiðsluna. Hún stjómaði að
miklu leýti heimilisverkunum og
vann að þeim mest allra, för
móðurhöndum um fóstursystur
sína og gamalmennið og lagði
foreldrum sínum til fagurt aft-
anskin á ævikvöldi þeirra. Hún
var um langt áraskeið augasteinn
og leiðarljós og skapandi kraft-
ur á heimilinu. Líknarhendur
hennar náðu eigi síður til hús-
dýranna, sem hún lét sér mjög
annt um. — Meðal sveitunga
sinna ávann hún sér vináttu og
virðingu.
Gúðný skildi ekki við foreldra
sína, fyrr en þau voru önduð og
hún hafði búið þeim síðasta
hvílubeð. Um það leyti var fóst-
ursystir hennar fullvaxta og
miklu hlutverki, sem Guðný hafði
tekið að sér ung að árum, var
lokið á æskuheimilinu. Þá flutt-
ist hún til Reykjavíkur og átti
heimili um nokkur ár hjá dr.
Birni Björnssyni, bróður sínum,
Og mágkonu sinni Guðbjörgu
Guðmundsdóttur. Áhrif hennar
á því heimili urðu hin sömu og
fyrr, hún færði sólskin og yl í
hvers manns fang. Á því tíma-
bili vann hún nokkuð á bæjar-
skrifstofum Reykjavíkur. Urðu
henni störfin auðleyst, og sam-
verkafólk hennar unni henni öðr-
um fremur.
Árið 1948, 12. september, rann
upp heiðursdagur Guðnýjar. Þá
312 lesendur íþróttasíðunnor
veljn landslið í knottspyrnu
ÚRSLITIN í skoðanakönnun íþi’óttasíðunnar um það hverjir að dómi lesenda eigi að skipa landslíð
íslendinga í knattspyrnu eru nú kunn. Minni þátttaka varð í skoðanakönnuninni, en vænta hefði
mátt. Alls bárust 312 seðlar og féllu atkvæðin þannig:
giftist hún eftirlifandi manni sín-
um Magnúsi Sveinssyni, vel gefn-
um og góðum dreng, sem hafði
með þrautseigju og manndómi
brotizt fram úr fátækt og alls-
leysi til mennta og var þá orð-
inn kennari við gagnfræðaskól-
ann á ísafirði. Þau stofnuðu þar
heimili og unnust mikið. Síðast-
liðinn vetur átti Guðný barns-
von. Fyrsta dag júnímánaðar
var henni gerð fæðingaraðgerð.
Barn hennar var stúlka, und-
urfögur og lík móður sinni, að
því er séð verður. Fyrstu dægr-
in heilsaðist Guðnýju vel, og hin-
ir fjölmörgu vinir og vandamenn,
og þó einkum eiginmaður, voru
snortnir af gleði og eftirvænt-
ingu um hennar hag. En snögg-
l'ega tók hún þunga sótt, líf
hennar hékk á bláþræði í nokkur
dægur. Læknarnir á staðnum
skiftust á um að sitja við sjúkra-
beðinn og gerðu alit, sem unnt
var til þess að bjarga lífi hennar.
Hún andaðist 5. júní, 45 ára að
aldri.
Síðastliðinn þriðjudag fór fram
kveðjuathöfn á heimili hennar
og í öðru lagi í ísafjarðarkirkju.
Við kistu hennar var dóttirin
skírð. Hlaut hún nafn móður
sinnar, Guðný Margrét.' — Við
minningarathöfnina kom í ljós,
að þessi hjón hafa unnið sér þar
miklar og traustar vinsældir.
Fjöldi manna vottaði samúð sína.
Kirkjan var fagurlega skreytt.
Söngurinn og kveðjuorð prests-
ins, sem var heimilisvinur þeirra
hjóna, eru ógleymanleg þeim,
er viðstoddir voru.
Guðný Björnsdóttir er ein
bezta manneskja, sem ég hefi
þekkt. Hún var óendanlega rík
af samúð, velvilja og geðhlýju í
garð allra, sem hún hafði kynni
af, einkum allra smælingja og
vanmáttarfólks. Vinir hennar og
vandamenn hafa misst mikið við
lát hennar, eiginmaður hennar
þó mest. Samlíf þeirra hjóna var
fullt af ástúð og umhyggju á
báðar hliðar. En litla stúlkan,
dóttir hennar, hefur þó misst
allra mest. Nú er líkt ástatt fyrir
henni og móðurleysingjanum,
sem Gnðný tók eitt sinn í sína
móðurvernd, en óefað á hún eft-
ir að njóta móður sinnar með
góðum hætti.
Blessuð sé minning Guðnýjar
Björnsdóttur.
Magnús F. Jónsson.
V. UTHERJI
Reynir Þórðarson 164
Þórður Jónsson 67
Gunnar Guðmaxmsson 54
Gunnar Gunnarsson 21
3 aðrir samtals 6
MIÐFRAMHERJI
Þórður Þórðarson 296
Ríkharður Jónsson 12
Bjarni Guðnason 3
Þórður Jónsson 1
H. UTHERJI
Gunnar Gunnarsson
Halldór Sigurbjörnsson
Gunnar Guðmannsson
Reynir Þórðarson
Olafur Hanr.esson
w:>
101
:iú
7
V. FRAMHERJI m
Bjarni Guðnason 114®*®
Pétur Georgsson 101—
Halldór Halldórsson 52(1
Gunnar Guðmannsson 21
Ríkharður Jónsson 12
Þórður Þórðarson 6
Hörður Óskarsson 6
H. FRAMHERJI
Rikharður Jónsson 287
Bjaxni Guðnason 12
Þórður Þórðarson 8
Halldór Halldórsson 3
Gunnar Guðmannsson 2
V. FRAMVÖRÐUR MIÐFRAMVÖRÐUR H. FRAMVÖRÐUR
Guðjón Finnbogason 169 Dagbjartur Hannesson 153 Sveinn Teitsson 163
Steinar Þorsteinsson 44 Sveinn Helgason 132 Guðjón Finnbogason 51
Gunnar Sigurjónsson 25 Haukur Bjarnason 19 Gunnar Sigurjónsson 29
Sveinn Teitsson 18 Einar Halldórsson 7 Halldór Halldórsson 22
Halldór Halldórsson 16 Guðjón Finnbogason 1 Hafsteinn Guðmundsson 15
11 aðrir samtals 40 Steinar Þorsteinsson 11
Sveinn Helgason H
3 aðrir samtals 10
V. BAKVÖRÐUR H. BAKVÖRÐUR
Haukur Bjarnason 166 Karl Guðmundsson 157
Guðbjörn Jónsson 55 Sveinn Benediktsson 61
Ólafur Vilhjálmsson 36 Haukur Bjarnason 42
Karl Guðmundsson 25 Dagbjartur Hannesson 13
Sveinn Benediktsson 21 Ólafur Vilhjálmsson 11
3 aðrir samtals 9 Einar Halldórsson 9
Guðbjörn Jónsson 9
Sveinn Helgason 8
Helgi Eysteinsson 2
Frjálsíþróitamót
Á laugardaginn kl. 3 e. h. fer
fram á íþróttavellinum frjáls-
íþróttamót sem í. R. og Ármann
standa fyrir. Á mótinu verður
keppt í 100 m hlaupi, 400 m
hlaupi, 1500 m hlaupi A. og B.
flokks 110 m grindahlaupi, 4x
100 m boðhlaupi, hástökki og öll-
um kastgreinum._______
K. R. vann Fram 3:1
3. LEIKUR íslandsmótsins fór
fram í gærkvöldi. Sigraði KR
Fram með 3:1. — Vegna riðla-
skiptingar mótsins hefur Fram
nú lokið leikjum sínum. —
Skoraði liðið 2 mörk en fékk 7.
VERÐLAUNIN
„Landslið lesenda íþrótta-
síðu Moi'gunblaðsins" er því
skipað þeim ofannefndum
mönnum, sem fyrstir eru tald-
ir í hvei'ja stöðu. En þó að
þeir í flestum tilfellum séu
lang atkvæðaflestir, voru að-
eins 12 þátttakendur með lið-
ið nákvæmlega þannig skip-
að á sínum seðlum. Dregið
var því um verðlaunin og upp
kom seðill Þorláks Halldórs-
sonar, Urðarstíg 3. Má hann
vitja verðlaunanna, 200 króna,
i skrifstofu Morgunblaðsins.
ÚRLAUSNIRNAR
Eins og sjá má af atkvæðatöl-
unum er ekki mikill ágreining-
ur milli lesenda um það hverjir
eigi að skipa liðið. í hverja stöðu
er valinn maður með miklum
atkvæðamun yfir næsta mann,
að undanteknum stöðum v.
framherja og miðframvarðar,
þar sem „baráttan“ milli tveggja
efstu mannanna varð nokkuð
hörð, en þó er ekki um vilja al-
mennings að villast.
Eins og sjá má voru misjafn-
lega margir tilnefndir í einstakar
stöður. Minnstur er skoðana-
munur almennings um það hver
vera eigi miðframherji liðsins,
4 tillögur komu um markmann,
5 tillögur um h. útherja, h. fram-
herja og miðframvörð. Flestir
voru tilnefndir í stöðu vinstri
framvarðar, 16 menn alls, en þó
hlaut Guðjón Finnbogason fleiri
atkvæði en allir hinir 15 saman-
lagt.
VINSÆLDIR
KNATTSPYRN UMANNA
Af úrlausnunum má nokkuð
marka um vinsældir knatt-
spyrnumannanna. Á öllum seðl-
unum nema einum var nafn Rík-
harðs Jónssonar og á öllum seðl-
unum nema tveimur nafn Þórð-
MARKVORÐUR
Helgi Daníelsson 272
Bergur Bergsson 22
Ólafur Eiríksson 12
Magnús Kristjánsson 6
ar félaga hans Þórðarsonar. Ann-
ars féllu atkvæði á einstaka
menn (samanlagt en þeir voru
margir tilnefndir í fleiri en eina
stöðu), sem hér segir:
Ríkharður Jónsson 311
Þórður Þórðarson 310
Helgi Daníelsson 272
Haukur Bjarnason 229
Guðjón Finnbogason 221
Gunnar Gunnarsson 201
Karl Guðmundsson 182
Sveinn Teitsson 181
Dagbjartur Hannesson 177
Reynir Þórðarson 171
Sveinn Helgason 161
Bjarni Guðnason 129
Pétur Georgsson 106
Halldór Sigurbjörnsson 104
Gunnar Guðmannsson 100
Halldór Halldórsson 93
Sveinn Benediktsson 82
Þórður Jónsson ÍA 68
Guðbjörn Jónsson 65
Steinar Þorsteinsson 55
Gunnar Sigurjónsson 54
Ólafur Vilhjálmsson 47
Bergur Bergsson 22
Hafsteinn Guðmundsson 22
Einar Halldórsson 20
Ólafur Eiríksson 12
Sæmundur Gíslason 7
Magnús Kristjánsson 6
Hörður Óskarsson 6
Ólafur aHnnesson 6
Steinn Steinsson 5
Hörður Felixson (KR) 3
Helgi Eysteinsson 2
Hörður Felixson (Val) 1
Magnús Snæbjörnss. (Val) 1
LBD AKRANESS
VINSÆLAST
Af einstökum liðum er lið
Akraness lang vinsælast. Það
eitt var tilnefnt í heild sem lands
lið á 6 seðlum. Á allmörgum
seðlum var liðið óbreytt að mark
manni undanskildúm og á fjölda
seðla var liðið óbreytt að mark-
manni og bakvörðunum tveimuN
undanskildum. ;
Þó þátttakan í skoðanakönr 7
uninni hafi ekki verið meiri mæ
eflaust telja að þarna komi í ljó'C
spegilmynd af vilja almennings;
Gaman og fróðlegt verður sw>i
að sjá, að hve miklu lejúi skoð •
anir almennings og skoðanir foi •
ráðamanna knattspyrnuiþrótta.r •:
innar fara saman.
Iþróttasíðan þakkar þeim sem)
þátt tóku í skoðanakönnuninni;;
Val landsliðsins er mikið vandn *
verk, þar sem oft hafa ráðið ein 1
kennileg sjónarmið, s. s. „verzl *
un“ milli félaga o. fl. Æfinleg.u
hefur verið rifizt um val í ein-;
stakar stöður eftir á. Þessvegn.d
fannst Íþróttasíðunni sjálfsagiS
að leita álits almennings fyrir 5
fram. Og nú geta menn byrjalí
að rífast um skipun „Landslið
íþróttasíðu Morgunblaðsins.“
— A. St. ;
Drengjamót
DRENGJAMÓT Ármanns fór;
fram á íþróttavellinum á mið •'
vikudagskvöld. Náðist þar góðut'.;
árangur í ýmsum greinum. — S
Helztu úrslit urðu 100 m hlaup
Hilmar Þorbjörnsson Á 11,3, 2"
Vilhjálmur Ólafsson ÍR 11,4 sel<|
— 400 m. hlaup: Þórir Þorstein.s .5
son Á 54,5 sek. — 1500 m hlaup.J
Hreiðar Jónsson Á 4:16,8 — llt)£
m grindahlaup Ingvar Hallsteins
son FH 16,2 — 4x100 m boðhl.
Sveit ÍR 46,7. Danstögg: Daniel
Halldórsson ÍR 5,65 m. — Þrí ;
stökk Daníel Halldórsson ÍR,:
13,29 m. — Kringlukast drengja ;
Þórir Þorbjarnarson Á 40,95. — "■
Kringlukast unglinga: Dani'-tp
Halldórsson ÍR 36,65. — Kúl.r
varp unglinga Jóntan Sveinsson,;,
Ólafsvík 12,21. — Spjótktííf
Sverrir Jónsson FH 48,61 m.