Morgunblaðið - 25.06.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.1953, Blaðsíða 1
40. árgangur 139. tbl. — Fimmtudagur 25. júní 1953 Prentsmiðja Morgunblaðsins jr _ Utvarpsræða Olals Th&rs: JALF8TÆÐI8FLOKKI1RIIMIM AÐ TIL HAFT FORYSTUIMA í FRAIH- FARABARÁTTU ÞJÖÐARIIMIMAR OG Á ÞEIM fáu mínútum, sem ég hefi til umráða mun ég freista Jjess að gera grein fyrir stefnu og starfi Sjálfstæðisflokksins á s'ðasta kjöríímabili, svara þeirri gagnrýni, sem að floknum hef- ir verið stefnt, varpa kastljósinu á andstæðingana en lýsa síðan fram á veginn til þess að menn geti betur gert sér grein fyrir hvert Sjálfstæðisflokkurinn stefn Minnihlutasí jórn S jálf stœðisf lokksi ns raarkaði stefnuna út úr ógongunum Fyrir síðustu kosningar skýrði Sjálfstæðisflokkurinn þjóðinni frá því, að á árunum 1947—1950 hefðu verið á lagðir nýir árlegir skattar, er námu 100 millj. kr. Samt sem áður hefði greiðslu- halli ríkissjóðs orðið nær 60 inillj. kréna árlega, eða alls um 175 millj. króna á þrem árum. Þennan greiðsluhalla yrði að jafna. Auk þess yrði óumflýjan- légt að leggja á óbærilega nýja skatta útgerðinni til aðstoðar, ef enn ætti að fara troðnar slóðir útflutningsuppbóta og niður- greiðslna. Aætluðum við þessa skatta árlega 150 millj. króna til viðbótar áðurgreindum 100 millj. krónum. Reynslan hefur nú sýnt að réttara hefði verið að nefna 250 milljónir og raunar heldur ekki nægt. j Sjálfstæðisflokkurinn vissi, að með öllu var ókleift að bæta slíkum þunga ofan á drápsklyf jar þeirra skatta, sem á þjóðinni hvíldu. Hann boð- rði því algjöra stefnubreyt- ingu í fjármála- og atvinnu- lifi þjóðarinnar og bað um meirihlutavald á Alþingi til að framkvæma þá stefnu. ^ Þetta vald fékk flokkurinn sem kunrtugt er ekki. Samt sem áður tók hann á sig að mynda minni hluta stjórn, þegar Alþingi reyndist þess ómegnugt að koma á laggirnar meiri hluta stjórn, svo sem Sjálfstæðisflokkurinn þó vildi. | Þessi minni hluta stjórn Sjálf- stæðisflokksins sat aðeins að völdum í 3 eða 4 mánuði. Hún gerði þó meðal annars þrennt sér til ágætis. I í fyrsta lagi tókst henni að koma í veg fyrir þá stöðvun i bátaflotans, sem við blasti í árs- lok 1949. | í öðru lagi, samdi hún í sam- ráði við hæfustu sérfræðinga og lagði fyrir Alhingi tillögur til gagngerðar breytingar í fjármál- um og atvinnumálum þjóðar- innar, og í þriðja lagi átti þessi stjórn, þegar búið var að fella hana, sjálf höfuð þáttinn í því að koma á sterkari stjórn til þess að fram- kvæma þessar umbótatillögur Sjálfstæðismanna. I HfUÍM HALDA ÞVÍ ÁF Flokkurinn, sem bar fram vanntraustið féllst á að framfylgja stefnu stjórnar- innar, sem hann felldi Ég minni hér aðeins á þann eindæma stjórnmálaviðburð, að þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði lagt fram viðreisnartillögur sín- ar, bar Framsóknarflokkurinn fram vantraust á okkur, sem samþykkt var af öllum andstæð- ingum okkar. Skömmu síðar myndaði svo Framsóknarílokk- urinn, sem vantraustið flutti, stjórn með Sjálfstæðisflokknum, sem vantraustið fékk, til þess að framkvæma viðreiðsnartillögurn ar, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði borið fram. Sannleikurinn er sá, að ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki í ársbyrjun 1950, eins og æfin- lega áður, metið efnið meira en formið — látið þörf þjóðarinnar ráða — myndi utanþingsstjórn hafa verið sett á laggirnar í marz- mánuði það ár, og þurft að fram- kvæma gengislækkunina, án þess að hafa að baki sér ábyrgan þingmeirihluta til þess að tryggja greiðsluhallalaus fjárlög og það annað, sem úr skar um það, hvort gengislækkunin reyndist til bless unar eða bölvunar. Slíkt hefði án alls efa orðið þjóðarógæfa, sem Sj álf stæðisf lokkurinn er þakklátur fyrir að hafa borið gæfu til að afstýra. Það er svo enn til fróðleiks, að nú, eftir að reynslan hefir sýnt, að úrræðin, sem Sjálfstæðis flokkurinn bar fram, hafa reynst gagnleg, samþykkir landsfundur Framsóknarmanna nýverið álykt un um, að þessi úrræði hafi bjargað íslandi úr heljargreip- um, enda séu þau öll kynborin afkvæmi Framsóknar. Vissu þó væntanlega allir viðstaddir að á síðasta þinginu fyrir kosningarn- ar 1949, hafði Framsóknarflokk- urinn markað stefnu sína í verzl- unarmálunum, með því að krefj- ast þess, að skömmtunarseðlarnir yrðu gerðir að innflutningsleyf- um, þ. e. a. s. að herða banna- og haftafarganið í stað þess að gefa verzlunina fi?álsa, svo sem nú hefir að verulegu leyti verið gert, samkv. tillögu Sjálfstæðis- manna. Og ætla verður einnig, að þéssi fulltrúasamkunda Framsóknar hafi vitað, að í árslok 1949, þ. e. a. s. eftir síðustu kosningar, bið- ur Framsóknarflokkurinn Sjálf- stæðisflokkinn um að hjálpa sér, — ekki til að taka upp hina nýju stefnu, sem við Sjálfstæðis- menn höfum boðað. Nei, heldur til þess að viðhalda höftum, bönnum, falskri vísitclu og svarta markaðsbraski og leggja á hundr uð milljóna nýrra skatta, sem með þurfti, ef halda átti áfram niðurgreiðslum og uppbótum. Segir um þetta í bréfi Framsókn- arflokksins til Sjálfstæðisflokks- ins, dags. í nóvember 1949 svo: Vill Sjálfstæðisflokkurinn, ef Frarnsóknarflokkurinn myndar stjórn með þátttöku Alþýðu- flokksins fyrir sitt leyti tryggja greiðsluhallalaus fjárlög og nauð synlega nýja tekjuöflun til áfram haldandi niðurgreiðslna og upp- bóta, ef svo færi að Alþýðuflokk- urinn vildi ekki ganga inn á aðra lausn málsins. Já, mikið skal til mikils vinna. En svona mikið vildi þó ekki Sjálfstæðisflokkurinn borga til þess að eyðileggja Framsóknar- flokkinn og Alþýðuflokkinn með því að ginna þá til að taka að sér að fara einir með völdin í landinu. Það gaman var of dýru verði keypt, ef Sjálfstæðisflokk- urinn til þess þurfti að ganga af skoðun sinni og leggja þar með þjóðarhag og heill á högg- stokkinn. Ég hirði ekki að rekja fleiri þætti þessarar sögu, en hverf nú aftur að úrbóta tillögum Sjálf- stæðisflokksins, sem urðu grund- völlur að samstarfi núverandi st j órnarf lokka. Hverjar voru þessar tillögur? 1. Að viðurkenna það fall ís- lenzku krónunnar, sem þegar var orðið. 2. Að tryggja greiðsluhallalaus fjárlög. 3. Að freista þess, að fjárfest- inffin verði mið"ð við sparifjár- aukningu að viðbættum erlend- um lántökum eða aðstoð. Með þessu var ætlunin að skapa jafn- vægi í þjóðarbúskapnum í þeim tilgangi að: Auðið yrði að af- stýra því allsherjar ntvinnuleysi, sem yfir vofði, og þess i stað að bæta kjör alls almennings í land- inu með því að gefa verzlunina frjálsa og kveða þannig niður hina fölsku vísitölu. Verzlunin frjáls — Blómlegt atvinnulíf Það eru þessar tillögur, sem ríkisstjórnin hefir verið að fram- kvæma. Á leið okkar hafa orðið mörg og mikil óhöpp. Nefni ég þar til illt tíðarfar til lands og sjávar, markaðsmissi, aflabrest og svo illt verzlunarárferði, að ef ísland hefði fengið sama verð fyrir útflutningsvörur sinar árið 1952 sem árið 1946, miðað við verðlag innfluttrar vöru, hefðum við fengið á 4. hundrað milljónir kr. meira fyrir síðasta árs út- flutning en raun ber vitni um. Stjórnin hefir átt við margt annað að etja. Sem dæmi nefni ég þá örðugleika, sem frjáls verzlun hlaut að skapa íslenzk- um iðnaði. F,n Björn Ólafsson iðnaðarmálaráðherra hefir sýnt mikla röggsemi í því að ráða bót á þessum vandkvæðum og þegar komist nokkuð áleiðis, enda notið til þess atbeina for- ystumanna iðnaðarins í landinu. En þrátt fyrir hina miklu örðugleika, sem við hefir verið að etja hefur þó tekizt: 1. Að gefa um 70% af inn- flutningsverzliminni frjálsa. 2. Að afgreiða greiðsluhalla- laus fjárlög. 3. Að afstýra að mestu leyti því allsherjar atvinnuleysi, sem yfir grúfði. Með samfelldum viturlegum ráðstöfunum og röggsamlegri stjórn á hlutunum hefir tekist að leiða þjóðina út úr eyðimörk- inni og hefir stjórninni þó auð- vitað fatast í mörgu, svo sem títt er. Kjarni málsins er, að þjóðinni hefir aldrei liðið betur en í dag. Þetta er staðreynd, sem óbil- gjarnar og oft illkvitnislegar árásir og persónulegur óhróður brotna á, vegna þess að um þetta getur hver og einn fullvissað sig af eigin raun. Að sjálfsögðu getur núverandi stjórn ekki mælst undan gagnrýn inni fremur en aðrar stjórnir. En það er eftirtektarvert, að mest er á hana deilt út af gengislækk- uninni og bátagjaldeyrinum. Stjórnarandstæðingar stefndu til ófarnaðar En, ég spyr nú fólkið við sjávarsíðuna: Hvernig hefði ver- ið um að litast hjá, ykkur ef kommúnistar og Alþýðuflokkur-. , inn hefðu ráðið. Ekki hefði svo mikið sem hvarflað að þeim, að • leggja 250 millj. nýja skatta á | þióðina. Hvih'k fjarstæða skatta- leiðin er, sézt bezt á því, að eng- inn þeirra sem deilir á stjórnar- I flokkana vegna ffengislækkunar- innar hefir þorað að nefna nýja skatta, er næmn 1/10 hluta þeirr- ar fjárfúlgu. En hvernig hefði þróunin þá orðið? Bátaflotinn hefði stöðvast, og rekstur frystihúsanna þá að sjálf- sögðu fallið niður. Sjómenn og verkamenn hefðu fyrstir misst atvinnuna en síðan hver af öðr- I um. Þannig hefði þetta gengið um skeið, og allt þar til þreng- ingar fólksins hefðu neytt komm únista og Alþýðuflokkinn til þess að gera það, sem núverandi stjórn gerði i marz 1950, einfald- lega vegna þess að um enga aðra leið í málinu var að ræða. Harðfylgi SjálfstæðFmanna bjargaði afurðasölunni En alveg eins og völd komm- únista og Albvðuflokksins hefðu fært a. m. k. tímabundna örbirgð yfir fólkið við sjávarsíðuna, þannig mundi og hafa farið á sama veg, ef tillögur Framsókn- armanna um að brjóto niður þá sltjólgarða, sem útvegsmenn hafa reist sér með samsölu sjáv- arafurðanna, hefðu náð fram að ganga. En bæði kommúnistar og sumir Alþýðuflokksmenn vilja í þeim efnum styðja Framsóknar- flokkinn að verki. Það er því ein- göngu fyrir harðfylgi okkar Sjálfstæðismanna að þessum voða hefir verið bægt frá dyr- um sjómanna og útvegsmanna. Færði ég að þessu skýr og óyggj- andi rök í ræðu, er ég nýverið flutti á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, en ræða þessi birtist í víðlesnustu blöðum landsins, og hirði ég því ekki að endur- taka þessi rök hér, enda leyfir takmarkaður tími minn það ekki. Sjálfstæðisflokkurinn afstýrði böli, grundvallar með rýmkun landhelginnar nýja velsæld Sjálfstæðisflokkurinn á þannig megin þáttinn í því að bægja böli frá dyrum almennings við sjávarsíðuna, fyrst með gengis- lækkuninni en síðan með því að forða því verðhruni sjávarafurða, sem leiða myndi af breyttri skipan afurðasölunnar. Þess í stað hefir Sjálfstæðisflokkurinn beitt sér fyrir því að skapa nýja velsæld í þessum byggðarlögum með útfærslu landhelginnar, en það er hið stærsta og mikilvæg- asta velferðarmál íslendingá á síðari tímum. Hefir rikisstjórnin staðið einhuga að því máli, bótt nokkur skortur hafi verið á þegnskap aðalblaðs Framsóknar- manna í þeim efnum sem fleir- um, og dettur mér ekki í hug að leggja beina ábyrgð á þeim sóðaskap á herðar ráðherra Fram sóknarflokksins. En stjórnarandstaðan hefir margt gert til að veikja aðstöðu íslands í málinu, og verður það aldrei nógsamlega vítt. Nefni ég þar til aðeins sem dæmi skrif Alþýðublaðsins um landhelgis- veiðar íslenzkra togara og þær staðhæfingar kommúnista, að ríkisstjórnin muni svíkja mál- stað íslands í landhelgismálinu. Myndu slíkar fullyrðingar aug- Ijóslega vera erlendum ríkjum hvöt til áframhaldandi mótþróa ef mark er á þeim tekið. Stjórnmálabarátta íslendinga er hörð, óhlífin og ógeðþekk. En í þeim efnum verður hver að þjóna innræti sínu, og skal það óátalið. En þegar íslendingar deila við erlend stórveldi, — þeg- ar íslandi ber að eiga eina sál, — eru slík afbrot þjóðarskömm og þjóðarsvik. Þjóðin veit, að í landhelgismál- inu stöndum við á réttinum og víkjum aldrei. Sameiginlegir hagsmunir sjómanna og sveiía Einhver kann að halda að öll þessi mál, er ég nú hefi nefnt varði eingöngu sjávar- síðuna. Slíkt er mikill mis- Framliald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.