Morgunblaðið - 25.06.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.1953, Blaðsíða 10
10 MORGU /V BLAÐIÐ Fimmtudagur 25. júní 1953 Úr afgreiðslusal Iðnaðarbankans Iðnaðarbimki fslands teknr til staria 1 dag Hlutaié 6,5 milljón króna. LANDSSAMB. iðnaðarmanna og Félag íslenzkra iðnrekenda hafa undanfarin 5—6 ár rætt stofnun iðnaðarbanka á fundum sínum, ag urðu þessi samtök iðnaðarins fljótt sammála um það, að vinna saman að málinu. Skipuðu þau .sameiginlega nefnd til þess að at- huga möguleika á stofnun bank- anna og semja um það lagafrum- varp. ÞINGSAGAN Eftir að álit og frumvarp nefnd arinnar hafði verið rætt í hvort- tveggi samtökunum var unnið að því, að fá frumvarpið flutt á Al- þingi, og var það flutt þar fyrst árið 1950. Á þinginu 1951 var frumvarpið samþykkt sem lög frá Alþingi hinn 19. desember, lítið sem ekki breytt. Eftir að lögin voru fengin, var hafizt handa um söfnun hluta- fjár, en lögin gera ráð fyrir að iðnaðarsamtökin leggi fram 3 Tnillj. í hlutafé, ríkið 3 millj. og ■V2 millj. fáist með almennu út- boði. j Jhlutafé j Þegar loforð höfðu fengizt fyr- Jir 6 millj. króna hlutafjár var fbankinn stofnaður 26. október (1952, honum settar samþykktir og reglugerð og bankaráð kosið. Þetta fyrsta bankaráð skipa Páll ;S. Pálsson, lögm. formaður, Einar jGíslason, málarameistari, vara- jform., Helgi Bergs, verkfræðing- :ur, Kristján Jóh. Kristjánsson, jframkv.stjóri og Guðmundur H. iGuðmundsson, húsgagnasmíða- •meistari. í fjarveru Helga Bergs hefur varamaður hans, Vilhjálm- ur Árnason lögm. gegnt störfum í ráðinu. Bankaráðið hóf fljótlega að at- huga um ýmsan undírbúning, svo sem útvegun lánsfjár, útveg- un húsnæðis, ráðningu banka- stjóra o. fl. Fyrir tilmæli bankaráðsins féllst ríkisstjórnin á að greiða tilskilið framlag ríkissjóðs 3 millj. kr. að fullu, þó að aðrir hluthafar greiddu aðeins inn Ví hlutafjárloforðs, og skyldu % upphæðarinnar skoðast fyrst um sinn sem vaxtalaust lán til bank- ans. REKSTRARLÁN 1 Síðasta Alþingi samþykkti að fveita ríkisstjórninni heimild til að taka 15 millj. kr. lán og endur- lána Iðnaðarbankanum og standa vonir til að þess verði ekki langt |að bíða að það lán fáist. | Húsnæði tókst að fá í Lækjar- feötu 2 með samningum við Loft- feiðir h.f. og Nýja Bíó h.f. og pýndu báðir þessir aðilar bankan- lum sérstaka velvild og skilning í þessu vandamáli. Er innréttað eitt herbergi á 1. h æð fyrir bankastjóra og bankaráð, hálfur J afgreiðslusalur Loftleiða á götu- hæð til afgreiðslu og í kjallara eru tvö skrifstofuherbergi og rúmgóð geymsluhvelfing með sérstökum öryggisútbúnaði. Smíði innréttinga í afgreiðslu- sal annaðist Þorsteinn Sigurðs- son, húsgagnasmíðameistari. Páll Magnússon járnsmiður gerði hurðir peningaskápa. STARFSFÓLK Bankastjóri var ráðinn hinn 12. febrúar s.l. Helgi Hermann Eiriksson, verkfræðmgur. Bankaráðið hefur ennfremur nýlega ráðið úr hópi 5 umsækj- enda sem aðalbókara Jón Sig- tryggsson, sem gegnt hefur bók- arastörfum hjá tollstjóra um 12 ára skeið. Gjaldkeri bankans er ráðinn Richard L. Richardsson, við- skiptafræðingur. Dagmar Jóns- dóttir er ráðin til þess að annast ritara- og afgreiðslustörf. Bankinn er opinn alla virka daga kl. 10 f.h. til 1,30 e.h. og frá kl. 4.30 til 6.15 e.h. nema laugar- daga kl. 10 f.h. til 1.30 e.h. HLUTVEítK BANKANS Samkvæmt samþykkt og reglugerð bankans er honum ætl- að að reka alla venjulega banka- starfsemi, svo sem kaup og sölu víxla, tékka, annara ávísana og hverskonar verðbréfa, lánveit- ingar gegn fullnægjandi trygg- ingum og ávöxtun fjár á hlaupa- reikningi og með sparisjóðskjör- um, enda hefur bankinn spari- sjóðsréttindi. Hlutverk bankans er að reka bankastarfsemi, er sérstaklega miðar að því að styðja iðnað í landinu. Aðalfundur hlutafélagsins Iðn aðarbanki Islands h.f. hefst í dag kl. 2 e.h. í Tjarnarkaffi. Fer þar fram kosning banka ráðs og önnur venjuleg aðal fundarstörf. xD-listinn TIL þess nú að gera sér þess nokkra grein, hverjum við vilj- um greiða atkvæði, þegar að kjörborðinu kemur, þá er okkur nauðsyn að skyggnast út í gegn- um það pólitíska moldviðri, sem reynt er svo mjög að jpyrla upp fyrir hverjar kosningar. Okkur kjósendum í Borgarfjarðarsýslu, og þá ekki sízt þeim, sem byggj- um Akranes, og þekkjum hvað okkar heima er. Okkur er það vel ljóst, hvers virði það er að eiga góðan og traustan fulltrúa á þingi. Akranes mun nú vera í fremstu röð íslenzkra bæja um athafnir og framfarir. Það leiðir því af sjálfu sér, að í jafn ört vaxandi bæ, þá eru þarfirnar miklar. Verkefnin eru bæði mörg og stór, sem leysa þarf, eigi eðli- leg vaxtarskilyrði að vera fyrir hendi. Við Akurnesingar og aðrir Borgfirðingar höfum nú um margra ára skeið átt því láni að fagna að eiga mjög mikilsvirtan og ötulan fulltrúa á þingi, full- trúa, sem hefur verið virkur -þátt takandi og mjög styrk stoð í öll- um framfara- og athafnamálum okkar bæjarfélags, og mættum við Akurnesingar m.a. vera þess minnugir, hvernig hann studdi að því með ráðum og dáð, þegar hið ágæta atvinnutæki, togarinn Akurey, var keypt hingað til bæjarins. En við mættum einnig vera þess minnugir Akurnesingar, á hvern veg afskifti frambjóðanda krata, Benedikts, var í þessu mikla velferðarmáli bæjarfélags- ins. Hlutur Benedikts, eins og hann segir sjálfur í síðasta tölu- blaði Skagans. Og hver var svo hlutur Benedikts? Jú, hann segist hafa gert sér alveg sérstaka ferð á fund Péturs í Alþingis húsið til að skýra honum frá því, sem gerðist í bæjarstjórn inni. Veslingurinn, hann hefur sjálf sagt haldið í einfeldni sinni, að Pétur fengi ekkert um gang máls ins að vita nema hann segði honum frá því. Svo heldur hann áfram og segist ekki hafa mætt á fundin- um, þegar til þess kom að af- greiða málið í bæjarstjórn Reykjavíkur, heldur látið annan fulltrúa taka sæti sitt þar við af- greiðslu málsins. Er nú hægt að hugsa sér aum- legri framkomu nokkurs manns í nokkru máli, en framkomu Benedikts, frambjóðanda krat- anna, var í þessu fyrsta og von- andi eina máli, sem hann nokkru sinni fær tækifæri til að skipta sér af fyrir okkur Akurnesinga. í stað þess að sýna í verki vilj- ans merki, sýna það, að hann vildi nota þetta alveg einstæða tækifæri, sem honum gafst til að ijá lið hagsmuna- og velferðar- máli þeirra, sem hann nú betlar til um atkvæði, þá sendir hann þar til annan fulltrúa til frekari áréttingar sinni vesalmennsku. Slíkur var þá hlutur Bene- dikts í þessu máli. í þessari sömu grein í síðasta tölublaði Skagans, segir Bene- dikt enn fremur, að hann hafi oft lýst því yfir við flokksmenn sína hér í kjördæminu og sé fús að gera það við fleiri, ef þeir bara vilji óska eftir því við hann, að ef Borgfirðingar vildu scnda sig á þing, þá muni hann láta sér það nægja og ekki gefa kost á sér á lista við bæjarstjórnarkosn ingarnar í Reykjavík. Mér kemur nú í hug svarið, sem sagt er að bóndi nokkur hafi gefið Benedikt, er hann var í kosningaleiðangri upp um sveit- ir kjördæmisins. Þegar Benedikt var búinn með miklum fjálgleik að lýsa því fyrir honum, hversu mikilhæfur og glæsilegur þing- maður hann myndi verða, hafi bóndi svarað, að sér fyndist hann ekki vera heilstevpur maður, því firzkra kjósenda að á morgnana væri hann hjá Vilhjálmi Þór og skrifaði í Sam- vinnuna lof um ríkisstjórnina, og það, sem hún hefði gert, en færi svo eftir hádegi til Alþýðublaðs- ins og skrifaði þá skammir um ríkisstjórnina. Hann virtist hugsa um það eitt eins og reyndar flestir Alþýðu- j flokksforkólfarnir að vera við þann eldinn, sem bezt brinni í j það og það skiptið. í þessari í sömu grein, sem hér hefur verið ! vitnað til, þar sem Benedikt hef- ( ur verið að reyna að færa fram , málsbætur fyrir sinni vesælu j framkomu í togarakaupsmálinu, , þá lyktar hann með því að segja, | að Alþýðuflokkurinn þurfi ekki að eyða stóru trompi á þetta og 1 sé því réttara að hugsa meir um ' veigameiri málefni. Það er nú að vonum að Bene- dikt kveinki sér undan því að þurfa að minnast á afslcipti sín af þessu máli, svo aum, sem þau voru. En það er nú hvorttveggja að hvorki hann né aðrir kratar verði að því spurðir um hvað kjósendur eigi eða megi ræða eða skrifa, og svo annað hitt, að hann hefur sjálfur skapað þetta umræðuefni með sinni vesælu framkomu. Og enda þótt hann Benedikt, frambjóðandi krat- anna, telji atvinnutæki Akur- nesinga svo sem einn togara ekki þess virði að eyðandi sé á það stóru trompi, eins og hann orð- aði það, þá mun þó kjósendum hér á Akranesi að minnsta kosti hafa fundist og finnast annað, jafnt Alþýðuflokksmönnum, sem öðrum. Eða var það kannske af því að krataþingmönnunum fannst ekki taka því að eyða trompi, að þeir greiddu atkvæði á móti því, að sementsverksmiðj an yrði reist á Akranesi. Ég minntist á það hér að framan, að við Akurnesingar og aðrir Borgfirðingar hefð- um nú um iangt skeið átt þann fulltrúa á þingi, sem hefði verið og væri okkur mjög styrk stoð og virkur þátttakandi í öllum framfara- og athafnamálum, fulltrúa, sem heilshugar vinnur að hverju hagsmuna- og velferð- armáli lands og þjóðar, full- trúa, sem hefur hlotið traust og virðingu allra jafnt and- stæðinga sinna, sem samherja. Einhver lúalegasti þáttur krat anna hér fyrir síðustu alþingis- kosningar og einnig nú fyrir f hönd farandi kosningar, er sá, að ættum að senda Benedikt á þing með Pétri Ottesen. Pétur væri nú svo viss, að við þyrftum ekkí einu sinni að kjósa hann. Hins vegar væri Pétri Ottesen mikill styrkur að því að hafa Benedikt sér við hlið í öllum málum, sem okkur varðaði. Jú, við hefðum nú haldið það, að styrkurinn væri ekki svo lítill. Fyrir síðustu alþingiskosningar bar þessi áróð- ur töluverðan árangur. Fólk lét blekkjast og trúði þessu, þar sem Benedikt var þá enn óþekktur hér, en nú horfir málið öðruvísi við. Þessa munu Akurnesingar nú minnast við næstu kosningar og launa að verðleikum. Enda mun Akurnesingum lítil höpp vera að því að fá yfir sig dauða hönd j kratanna, hins deyjandi fiokks, sem hefur að formanni þann I Framh. á bls. 12. Þessi látlausi kross var reistur yfir fyrsta verkamanninum, sem kraminn var til bana undir rússneskum skriðdrekum í Austur- Berlín. — — Ollenhauer .amna.d af bls. 9. Ég get hugsað mér, að Rúss- ar víki Grotewohl og Ulbricht frá völdum og setji aðra kommúnista, sem hafa færri ódáðaverk á samvizkunni, í sæti þeirra í von um að það muni sefa almenning um stundarsakir. En þótt svo fari, þá verður eingöngu um per- sónuskipti, ekki um stefnu- skipti að ræða. Júní-uppreisn- in hefur að nýju fært okkur sönnun fyrir því, að það eru ekki austur-þýzkir kommún- j istar heldur Rússar, sem eru ^ hinir raunverulegu valdhafar í landinu. Uppreisnin hefur líka sýnt okkur, að komúnist- um hefur ekki tekizt að afmá freísisþrá almennings. — Búizt þér við nýrri upp- reisnartilraun í náinni framtíð? — Nei. Það er að vísu ólga og ókyrrð víða í landinu. Eg geri ekki ráð fyrir beinlínis uppreisn- artilraun á meðan herlög eru í gildi í landinu. En það er talandi vottur um ástanaio i kommún- istalöndunum, að valdhafarnir þurfa að grípa til herlaga og rúss neskra skriðdreka til þess að halda frelsisþrá : mennings í skefjum. .Tónsson. Bónarð Benedikts til herg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.