Morgunblaðið - 25.06.1953, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 25. júní 1953 |
176. dagur ársins.
ÁrdegisflæSi kl. 5.00.
'SíSdegisfiæði kl. 10.50.
JVæturlæknir er í læknavarðstof
unni, sími 5030.
íNæturviirður er í lyfjabúðinni
Iðunni, sími 7911.
Rafmagnsskömmtunin:
1 dag er skömmtun í 2. hverfi
frá kl. 10.45 til 12.30 og á morg-
un í 3. hverfi frá kl. 10.45 til 12.30
• Brúðkaup •
í dag, 25. júní, verða gefin sam-
■an í hjónaband ungfrú Vaka Sig-
urjónsdóttir hjúkrunamemi, Land
spítalanum (Jónssonar prests að
Kirkjubæ, Fljótsdalshéraði) og
Eiríkur Helgason verzlunarmað-
ur (Eiríkssonar skrifstofustj.),
fcaugarásvegi 47. Faðir brúðar-
innar gefur brúðhjónin saman.
17. júní voru gefin saman í
•ihjðnaband af séra Þorsteini
Ujörnssyni, Jóna Sigurðard. fram-
ceiðslustúlka og Jón Einarsson
•fcifreiðarstjóri hjá B.P. Heimili
ungu hjónanna verður á Brávalla
<jötu 46. —
• Hjónaefni •
17. júní opinberuðu trúlofun
sina stud. art. Vilborg Harðardótt
-ir, Barmahiíð 54 og stúdent Árni
Björnsson, Laugaveg 137.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfrú Anna Guðieifsdótt
*r afgreiðslumær, Sörlaskjóli 44
•og Stefán Sigurkarlsson, lyfja-
íræðingur, Barónsstíg 24.
17. júní opinberuðu trúlofun
isína ungfrú Dóra Sigurðardóttir,
-sxmamær, Hringbraut 97, Kvík.
■Og Hörður Kristinsson, símvirki,
Langeyrarveg 9, Hafnarfirði.
• Afmæli •
85 ára er í dag Gísli Kristjáns-
sSon, trésmiður, Vesturgötu 57.
50 ára pr í dag frú Hrefna Guð
jónsdóttir, Hól á Akranesi.
Garðyrkjufélag íslands
hefir borizt bréf frá þýzkum
imanni, sem biður þá ísienzka garð
yrkjumenn, ef einhverjir eru, sem
íara á alþjóða garðyrkjusýning-
una í Hamborg, að láta sig vita.
Nafn hans er Alfred Schneider,
fhjá H. Diiren, Kölner Landstrasse
175, bei Esser.
Fyrirspurn til Hannesar
Pálssonar frambjóðanda
Framsóknar í A.-Hún.
Verða þau loforð, sem þú hefir
ígefið mönnum á Blönduósi og
.Höfðakaupstað um lán til smá-
•íbúðahúsbygginga, efnd hvernig
»sem kosningar fara í Austur-Húna
vatnssýslu?
• Skipafréttir •
Simskipafóiag í.dands h.f.:
Brúarfoss kom til Reykjavíkur
< gærmorgun frá Rotterdam. Detti
ifoss fór frá Dublin 22. þ.m. til
‘Wai-nemunde, Hamborgar, Ant-
AliGLYSIINiGAR
sem birtast eiga I
Sunnudagsblaðinu
þurfa að hafa borizt
fyrir kl. 6
á fösfudag
Dagbók
Syngur í 199. sinn í La Iravíala.
í kvöld fer Einar Kristjánsson, óperusöngvari, með hlutverk
Alfredos, í hinni vinsælu óperu, La Traviata, í 100. skiptið á
sönglistarferli sínum. Honum var fyrst falið að syngja þetta hlut-
verk í Stuttgart í Þýzkalandi, og þótti hann gera því svo frábær
skil, að hann var síðar ráðinn til Hamborgar og Berlínar, þar
sem hann naut samleiks jafn ágætra söngvara, sem Maríu Cebotaii
og Heinrichs Schlusnnes. Auk þess hefur hann leikið í La Traviata
með Doru Lindgren víða í Svíþjóð.
Þar eð reynslan hefur sýnt það, að aðsóknin að söngleikjum
hefur verið svo gífurleg síðustu sýningarvikuna, að heilir hópar
hafa orðið frá að hverfa, telur Þjóðleikhúsið rétt að ráðleggja
lólki að tryggja sér miða sem fyrst, enda verður sýningum hvorki
framlengt né teknar upp að nýju í haust.
werpen, Rotterdam og Hull. Goða-
foss kom til Reykjavíkur 23. þ.m.
frá Hull. Gullfoss fór frá Leith
23. þ.m. til Kaupmannahafnar.
Lagarfoss fer væntanlega frá New
York 29. þ.m. til Reykjavíkur. —
Reykjafoss fór frá Húsavík 20.
þ.m. til Kotka í Finnlandi. Selfoss
fór frá Seyðisfirði 23. þ.m. til
Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópa-
skers og Húsavíkur. Tröliafoss
fór frá Reykjavík 23. þ.m. til New
Yorki Drangajökull fór frá New
York 17. þ.m. til Reykjavíkur. —
Rikisskip:
Hekla verður í Færeyjum á
morgun á leið til Reykjavíkur.
Esja fer frá Reykjavík kl. 20.00
í kvöld vestur um land í hringferð
Herðubreið er á Austfjörðum á
suðurleið. Skjaldbreið fer frá Rvík
kl. 19.00 í kvöld til Breiðafjarðar.
Þyrill er í HvaHirði. Skaftfelling-
ur fer frá Reykjavík á morgun til
Vestmannaeyja.
Skipadeild SÍS:
Hvassafell losar timbur í Kefla
vík. Arnarfell lestar timbur í
Kotka. Jökuifell fór frá New York
22. þ.m. áleiðis til Reykjavíkur.
Dísarfell er í Reykjavík. Bláfell
er í Reykjavík.
H.f. J Ö K L A R:
Vatnajökull fór frá Fáskrúðs-
firði 18. þ.m. til Israel. Dranga-
jökull fór framhjá Belle Isle 22.
þ.m. á leið til Reykjavíkur.
Kosningaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins
(Utankjöi-staðakosning) er í
Vonarstræti 4 (V.R.), II. hæð. —
Símar 7100 og 2938. Skrifstofan
er opin frá kl. 10 til 7.
• Flugferðir •
Flugfélag íslands h.f.:
Innanlandsflug: 1 dag er áætl-
að að fljúga tii Akureyrar (2),
Vestmannaeyja, Kópaskers, Egils
staða og Blönduóss. Bílferðir
verða til og frá Seyðisfirði og
Reyðarfirði í sambandi við flug-
ferð til Egilsstaða. Á morgun eru
ráðgerðar flugferðir til Akureyr-
ar (2), Vestmannaeyja, ísafjarð
ar, Patreksfjarðar, Fagurhóls-
mýrar, Kirkjubæjarklausturs, —
Hornaf jarðar, Siglufjarðar og
Sauðárkróks. — Millilandaflug:
Gullfaxi fer til Osló og Kaup-
mannahafnar á laugardagsmorg-
Ki'abbameinsfél. Rvíkur
Skrifstofa Krabbameinsfélags-
Reykiavíkur, Lækjargötu 10B, er
opin daglega frá kl. 2—5. Sími
4947. —
Sjálfstæðisfólk
Gefið kosningaskrifstofu flokks
ins í Vonarstræti 4, upplýsingar
um kjósendur, sem ekki verða í
bænum á kjördegi. Símar skrifstof
unnar eru 7100 og 2938.
Sólheimadrengurinn
Afh. Mbl.: — Marta krónur
40,00. S. Þ. krónur 50,00.
Ferðir Orlofs um næstu
helgi
Orlof og Guðmundur Jónasson,
ráðgera að efna til ferðar í Þórs-
mörk nú um helgina. Lagt verður
af stað frá skrifstofu Orlofs kl.
2 e.h. á laugardag og komið aftur
á sunnudagskvöld. Það er ætlunin
að hafa Þórsmerkurferðir um
flestar helgar fram til hausts og
geta þvi þeir er óska að dveljast
um tíma í Þórsmörk orðið eftir og
komið til baka um aðra helgi. —
Þar sem mjög mikil eftirspurn er
eftir ferðum í Landmannalaugar,
verður einnig nú um þessa helgi
efnt til ferðar þangað.
Sjálfstæðisfólk utan af landi
sem statt verður í bænum fram
yfir kosningar, hafið samband við
skrifstofu flokksins í Vonarstræti
4. — Símar 7100 og 2938.
• Sbfnin •
ÞjóðminjasafniS er opið á sunnu
dögum frá kl. 1—4 e.h., á þriðju-
dögum, fimmtudögum og laugar-
dögum kl. 1—3 e. h.
Vaxmyndasafnið og Lislasafn
ríkisins eru opin á sama tíma og
Þjóðminjasafnið.
LandsbókasafniS er opið alla
daga frá kl. 10—12 f.h., 1—7 og
8—10 e.h. — Skjalasafnið er
lokað kl. 7.
NáttúrugripasafniS er opið á
sunnudögum kl. 1.30—3 e.h. og á
þriðjudögum og fimmtudögum kl.
2—3 e. h.
Listasafn Einars Jónssonar er
opið daglega frá kl. 1.30 til 3.30.
• Gengisskráning •
(Sölugengi)
1 bandarískur dollar
1 kanadiskur dollar
1 enskt pund ...
100 danskar kr. .
100 sænskar kr.
100 norskar kr. .
100 belsk. frankar
100 finnsk mörk
1000 franskir fr.
100 svissn. frankar
100 tyrkn. Kcs.
1000 lírur ......
100 þýzk mörk
100 gyllini ....
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
16.32
16.46
45.70
kr. 236.30
kr. 315.50
kr. 228.50
32.67
7.09
46.63
kr. 373.70
kr. 32.64
kr. 26.12
kr. 388.60
kr. 429.90
(Kaupgengi):
1 bandarískur dollar kr.
1 kanadiskur dollar
1 enskt pund
100 danskar kr.
100 norskar kr.
100 sænskar kr. .
100 belgiskir fr.
1000 franskir fr.
100 svissn. fr. .
100 tékkn. Kcs.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
100 gyllini .............. kr.
16.26
16.41
45.55
235.50
227.75
314.45
32.56
46.48
372.50
32.53.
428.50
Út varp
8.00—9.00 Morgunútvarp. — 10.10
Veðurfregnir. 12.10—13.15 Hádeg
isútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp.
16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veður-
fregnir. 19.30 Tónleikar: Danslög
(plötur). 19.40 Lesin dagskrá
næstu viku. 19.45 Auglýsingar. —
20.00 Fréttir. 20.00 Fréttir. 20.20
Erindi: Hafnarfjörður á tímamót-
um; II. (Ólafur Þorvaldsson þing-
vörður). 20.50 Islenzk tónlist: Lög
eftir Sigvalda Kaldalóns (plötur).
21.10 Á víðavangi: Það vorar í
sjónum (Árni Friðriksson fiski-
fræðingur). 21.30 Tónleikar (plöt-
ur): Píanóetýður eftir Liapounov
(Louis Kentner leikur). 21.45 Frá
útlöndum (Jón Magnússon frétta-
stjóri). 22.00 Fréttir og veður-
fregnir. 22.10 Sinfónískir tónleik-
ar (plötur): a) Fiðlukonsert í d-
moll op. 47 eftir Sibelius (Ginette
Neveu og hljómsveit leika; Walter
Susskind stjórnar). b) Sinfónía
nr. 5 eftir Schubert (Hljómsveit
ríkisóperunnar í Berlín leikur;
Leo Blech stjóimar). 23.00 Dag-
skrárlok.
Erlendar útvarpsstöðvar:
Noregnr: Stavanger 228 m. 1313
kc. Vigra (Álesund) 477 m. 629 k.c
19 m., 25 m., 31 m., 41 m. og 48 m.
Fréttir kl. 6 — 11 — 17 — 20. —
Fréttir til útlanda kl. 18.00, 22.00
og 24.00. Bylgjulengdir: 25 m., 31
m. og kl. 22.00 og 24.00, 25 m., 31
m. og 190 m. —
Danmörk: — Bylgjulengdir:
1224 m., 283, 41.32, 31.51.
SvíþjóS: — Bylgjulengdir: 25.41
m., 27.83 m. —
England: — Fréttir kl. 01.00 —
03.00 — 05.00 — 06.00 — 10.00 —
12.00 — 15.00 — 17.00 — 19.00 —
22.00. —
ML^rnöÝ^un^^ruij
Af vörum barnslns:
— Hvernig heldur þú upp á
sunnudaginn?
— Þá þvær mamma mér um
hálsinn og hendurnar.
★
Mamma hafði sagt við Nonna
litla, sem var fimm ára, að hann
ætti að biðja Guð um alla hluti.
Kvöldbæn Nonna lauk alltaf þann
ig: Góði Guð. Komdu því nú svo
fyrir að ég fái reiðhjól.
Foreldrar Nonna urðu ásátt um
að þau yrðu að gefa honum hjól
og daginn sem Nonni varð 6 ára
stóð hjól við rúmstokk hans, er
hann vaknaði.
— En góði Guð, veizt þú ekki
hvernig reiðhjól lítur út?
Hann hafði fengið þríhjól.
★
—■ Jæja, svo þú hefur eignast
tvíbura. Trufla þeir ekki hvor
annan að næturlagi.
— Nei, þeir æpa og skrækja
svo hátt að hvorugur heyrir til
hins.
★
—• 1 gær gekk ég framhjá hús-
inu þínu. —
—• Það var fallega gert af þér.
★
—- Það er sagt að það sé mjög
óheppilegt að 13 sitji saman við
matarborð.
— Ja. Einkum ef maturinn er
aðeins fyrir 12.
★
Svo er það sagan um heims-
skautafarann sem alltaf hafði í
ferðum sínum með sér þá ljótustu
konu er hann gat fundið. — Hún
þurfti ekki að gera neitt sérstakt,
aðeins að vera með í ferðinni. —
Þegar blaðamaður einn spurði
heimsskautafarann hver væri á-
stæðan til nærveru þessarar konu,
svaraði hann:
— Hún er eins konar tímamælir
minn. Þegar mér fer að lítast vel
á hana, þá er kominn tími tií þess
að snúa heim.
★
— Þetta er mjög dugleg stúlka
sem hann er kvæntur. Hún ekur
bíl, syndir, leikur tennis, er góð
skytta og flýgur flugvél.
— Það er gott fyrir hann að
vera kunnugur matartilbúningi.