Morgunblaðið - 15.07.1953, Page 10
1»
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 15. júlí 1953
- .*•
JliLIA
P SKALDSAGA EFTIR
Framh'aldssagan 55
Hún vissi ekki hvort hann
heyrði, hvað hún sagði. Hann
leit undan og á elskendurna, sem
sátu í horninu.
„Ég gæti vel farið burt með
þér í kvöld, Mike“, sagði Truda.
„Og verið hjá þér eins lengi og
þú vildir hafa mig. Ef það hjálp-
ar þér — en það gerir það ekki.
Eins og þú segir áttu heima hjá
þinni konu. Hvers vegna ferðu
ekki heirp til hennar?“
Hann leit aftur á hana. „Hvert
annað ætti ég að fara?“
Já, hvert annað, hugsaði hún.
I tilfellum, sem þessum hefur
eiginkonan öll trompin á hend-
inni.
„Auðvitað endar það með því
að þú brýtur af þér hlekkina og
ferð að lifa þínu sjálfstæða lífi“,
sagði Truda. „Þú ert nógu sterk-
ur til þess, held ég, þó að þú ger-
ir þér það ekki ljóst núnaT Taktu
hana þá með þér, ef þú getur
það Mike. Dragðu hana á hárinu,
ef það er nauðsynlegt“.
„Ég ætti víst að fara“, sagði
Mike. „Lestin fer norður eftir
klukkan 11, og bíllinn minn
stendur í Clanford. Ég gæti verið
kominn heim með morgninum".
„Veit hún að þú ert hérna?“
HSnn hristi höfuðið. „Ég segi
henni það auðvitað seinna".
„Þú skalt flýta þér af stað, ef
þú ætlar að ná þessari lest“,
sagði Truda. Hún lagði höndina
yfir hönd hans. „Láttu mig um
að afgreiða þjóninn. Þú skriftar
þegar þú kemur heim, Mike“. —
Þannig séndi hún manninn, sem
hún elskaði burtu eins og gjöf,
sem hún vildi skipta og borgaði
fyrir matinn, sem hafði greitt
fyrir því að hugsanir hans urðu
skýrari.
Hann stóð kyrr andartak og
horfði á hana áður en hann gekk
burt. Hann vissi að hann gæti
ekki sagt neitt meira — og þó
reyndi harin að láta sér detta eitt
vert gamanyrði í hug. Hún vissi
hvað hann hugsaði og gerði það
sem hún gat til að hjálpa honum
yfir þennan síðasta þröskuld.
„Þú þarft ekki að kveðja",
sagði hún. „Slíkt er óþarfa
kurteisi, þegar við liggur að
maður missi af lestinni".
Hann tók um hönd hennar.
,,Ég hef aldrei á ævi minni sýnt
óþarfa kurteisi", sagði hann.
„Það er heldur ekki af kurteisi,
sem ég óska þess að guð hefði
gefið mér hæfileika'til að verða
ástfanginn af þér. Viltu fyrir-
gefa mér það líka?“
„Nei“, sagði hún ákveðin.
„Ekki einu sinni ef ég fer að
ráðum þínum?“
„En þetta liggur allt svo beint
fyrir þér“, sagði Truda. „Reynd-
ar minnist ég þess ekki að ég
hafi gefið þér nein ráð“.
„Jú, þú gerðir það“, sagði
hann lágt. Hann beygði sig niður
og kyssti á vanga hennar. Svo
var hann horfinn.
Truda sat hreifingarlaus dá-
litla stund og starði á blettinn,
þar sem hann hafði staðið. Þegar
þjónninn kom með reikninginn
— og þegar hún hafði borgað og
gefið honum viðeigandi þjórfé —
vissi hún, að í þetta sinn myndi
hún ekki geta grátið, þó að sárið
væri dýpra og helmingi stærra.
En nú hafði hún kynnst öðru
ráði til að græða sárið. Hún tók
símann og bað um Sherryville
áður en henni yrði hughvarf.
A meðan hún beið eftir sam-
talinu, óskaði hún þess að hún
gæti setið á símstöðinni og heyrt
símann hringja í gráa húsinu við
:Concord-götu. Ef hún svaraðí
fljótt, veit ég að hún hefur verið
vakandi. Hún hefði ekki vakað
til að vita, hvernig farið hefði
fyrir litla drengnum. En hún bíð
ur í ofvæmi þegar eign hennar
er í hættu. Símastúlkan greip
fram í hugsanir hennar svo að
henni varð hverft við:
„Samtalið við Sherryville, ger
ið þér svo vel“.
„Júlía“, sagði Truda. — Hún
reyndi að tala dálítið ögrandi.
Þá veit hún án þess að ég hafi
sagt það berum orðum, að ég hef
verið með Mike. Kannske held-
ur hún að hann sé hjá mér núna.
Að hann hafi beðið mig að
hringja til hennar til að losna við
það sjálfur. -Hún heyrði rödd
Júlíu. Röddin var veik og skjálf-
andi. Hún þóttist hafa dregið
réttar ályktanir.
„Ert það þú, Truda?“
„Já, ég hringdi til að kveðja
þig“.
„Kveðja þig?“
„Við Avery förum fljúgandi til
Englands á morgun“, sagði
Truda. „Við verðum lengi í ferða
laginu og ég er hrædd um. . . .“
Þetta var að vísu ekki alveg
rétt. Þau þurftu að fá undirrituð
vegabréfin áður en þau færu af
stað. En hvaða máli skipti slíkt
smáatriði, ef hún gæti vakið
guðsótta í brjósti Júlíu.
„Viltu skila kveðju minni til
Mike, þegar hann kemur heim“,
sagði Truda.
„Já, það skal ég gera“, sagði
Júlía. „Hvernig veiztu að hann
er ekki heima?“
„Ég gat mér þess til“, sagði
Truda. „Er það ekki venjulega
húsbóndinn á heimilinu, sem
svarar í símann".
„Honum finnst það leiðinlegt,
að hafa ekki getað kvatt þig,
Truda“.
Rödd hennar var orðin ró-
legri. Hún hafði náð fullkom-
lega stjórn á sér. Truda leit á
tólið og gretti sig. Guðsótti, hugs
aði hún. Það eina, sem mér hefur
tekist að vekja hjá henni, er hinn
gamli ótti við lífið. Og nú hef ég
sefað hana með því að segja
henfti, að ég fari í langt ferða-
lag þangað sem Mike nær ekki
til mín. (Hún veit ósköp vel að
hann • kemur til mín strax og
þeim verður sundurorða í fyrsta
sinn. Og hún tekur það ekki
mjög nærri sér. Ekki ef hún get-
ur verið örugg um að það endur-
ta'ki sig ekki. Jafnvel þó að hún
haldi að við höfum sofið saman
í nótt, þá sættir hún sig við það
— úr því hún veit að hún fær
hann afur að morgni. Þegar hún
véit að ég er að fara burt til að
skrifa um stríðið.....
„Óskaðu mér til hamingju áð-
ur en þú ferð“, sagði Júlía. „Ég
á von á barni í apríl“.
, Ég óska þér innilega til ham-
ingju“, s'agði Truda með upp-
gerðar undrun. „Það er alveg dá-
samlegt".
Þær töluðu saman í fimm mín-
útur um barnið. Fimm mínútum
dýrara samtal. Bætist líka við á
reikninginn, hugsaði Truda, —
Annað tromp fyrir þig, frú |
Walton. Hana langaði til að æpa, J
þegar hún komst loks til að j
kveðja Júlíu blítt og innilega. f j
kvöld þyrfti ég að drekka mig j
rækilega fulla, sagði hún við
sjálfa sig. Og með fleiru fólki.
Hún tók símann upp aftur og
hringdi til Phil Avery.
15. kafli.
Buddy Nolan kom í heimsókn
í húsið við Concord-götu um leið
og hann fór heim frá sjúkrahús-
inu. Mike tók á móti honum sem
heiðursgesti í dagstofunni og lét
hann setjast á litla legubekkinn.
Hann náði ekki niður á gólfið
með fæturna, en dinglaði þeim
án afláts. Buddy var í nýjum
fötum og brúnum skóm, sem
Mike hafði gefið honum. Næsta
dag átti Buddy og móðir hans að
flytja í verkamannabústaði í
Clanford í námunda við verk-
smiðjuna, þar sem móðir hans
hafði fengið atvinnu.
lÍMÍSÍðÍtJ^
kJJ
BILINCH OG BYLGJURNAR ÞRJÁR
Spánskt ævintýri
2.
Pilturínn gaf ekkert út á spurningu skipstjórans, en hróp-
aði aðeins: „Lofðu mér að verða eftir þessa ferð. Ég get ekki
— ég get ekki.“
En þannig var málum háttað, að Bilinch var ráðinn á
skipið til eins árs, og hann hafði skuldbundið sig til þess
að fara hvern einasta róður. Þess vegna sagði skipstjórinn
honum, að hann gæti ekki fengið að vera eftir, því að hann
hefði enga gilda ástæðu fram að beræ
„Ef þú rærð í dag, þá drukknum við allir“, kallaði Bilinch
og var mjög harmþrunginn. Hans harmakvein hafði þó engin
áhrif á skipstjórann eða skipshöfn hans og báturinn lagði
frá bryggju.
Þegar bátsverjar höfðu róið nokkurn spöl, byrjaði Bilinch
allt í einu að gráta. Svo sagði hann:
„Ég skal taka öllu, sem að höndum ber, bara það geri
mig ekki sturlaðan“. Bilinch beindi nú orðum sínum til
skipstjórans og sagði:
„Þegar við lögðumst til svefns í nótt, sofnaðir þú á undan
mér. En ég var um það bil að festa blund, þegar ég sá tvær
verur, sem litu helzt út fyrir að vera tröllskessur. Ég varð
þá svo hræddur, að ég þorði tæplega að draga andann. Og
það bjargaði mér, því að skessurnar'héldu að ég svæfi.
Þær dönsuðu og sungu í kringum okkur. Og allt í einu
fannst mér báturinn takast á loft og stöðugt fara hærra og
hærra, þar til er hann var kominn upp fyrir toppinn á hæsta
pálmatré. Því næst settist báturinn afar mjúklega á krónu
trésins. Þá litu tröllskessurnar á okkur til að gæta að, hvort
við svæfum. Því næst hurfu þær.
Ég opnaði þá augun til fulls og leit í kringum mig. Þessu
næst braut ég litla grein af trénu. Og ég ætlaði einmitt að
fara að vekja þig, þegar ég heyrði, að tröllskessurnar voru
að koma aftur.
Aftur tókst báturinn á loft, og litlu síðar lentum við á
sjónum. Tröllskessurnar litlu þá aftur á okkur, og sú sem
virtist vera eldri sagði: I
SEM GÁNLA
Eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík og að und- "
angengnum lögtökum, sem fram fóru 28. marz og 3. okt. |
1952 og 13. marz 1953, verða 3 setjaravélar, taldar !j
eign Alþýðuprentsmiðjunnar, 1 adressuvél, 3 skrifborð, ;j
1 reikningsvél og 5 ritvélar, taldar eign Alþýðublaðsins, á
seldar á nauðungaruppboði, sem haldið verður í húsa- ■
kynnum Alþýðuprentsmiðjunnar í Alþýðuhúsinu við ;■
Hverfisgötu, hér í bænum, fimmtudaginn 23. þ. m. •;
klukkan 2 e. h.
Greiðsla fari fram við hamarshögg. 3
Borgarfógetinn í Reykjavík. • Ij
■ .....•■■■......................................