Morgunblaðið - 22.07.1953, Page 1

Morgunblaðið - 22.07.1953, Page 1
40. árgangui 162. tbl. — Miðvikudagur 22. júlí 1953 Prentsmiðja Morgunblaðsins Það hefur verið annríkt á búi bóndans nú að und.anförnu frá Brautarholti í Kjós. Snúningsvélin er að starfi. um hásláttinn. Myndin hér að ofan er — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. • • ðflugar varnir við Su@z eru heimsfriðnum nauðsynlegar Umræður m ufanríkismál í brezka þinginu LUNDÚNUM 21. júlí — í dag hófust í neðri málstofu brezka þingsins 2 daga umræður um utanríkismál. Var Butler fjármála- ráðherra frummælandi, en hann gegnir nú störfum forsætisráð- herra í fjarveru Churchills og Salisbury lávarður, sem gegnir störfum utanríkisráðherra í fjarveru Edens, má ekki taka þátt í fundum neðri málstofunnar. þar sem hann á sæti í efri deild. Heyskapur hefir gengið vel um land allt Crssspretta allsstaðar með ágætum og nfting heyja góð Koslir súgþurrkunar og vol- heysverkunar koma enn í Ijós. HEYSKAPUR hefur yfirleitt gengið með ágætum hér á landi það sem af er sumrinu, enda hafa verið stöðugir þurrk- ar núna síðustu vikurnar að heita má um land allt. Bregður bændum mjög við eftir undanfarin óþurrkaár. Þá hefur sprettan verið sérstaklega góð, t. d. víða tvöföld á við það, sem hún var í fyrra. Það eina. sem amað hefur að er, að gras var allvíða farið að spretta úr sér, og hefur því komið sér vel að nýtingin er hin bezta víðasthvar. Það hefur greinilega komið í ljós, að þeir bændur, sem hafa súgþurrkun, eða hafa komið sér upp vot- heysturnum, eða gryfjum, eru mun betur settir en hinir. Hafa þeir verið fyrri til við hirðinguna og náð inn betra heyi. GENGUR BEZT ÞAR SEM SÚGÞURRKUN ER Heyskapartíð hefir verið mjög góð síðustu tvær vikurnar, sagði Steinþór Gestsson, bðndi að Hæli í Gnúpverjahreppi, er blaðið átti tal við hann í gær, og heyskapur gengið vel. Gras var mun meira en undanfarin ár, en nokkuð far- ið að spretta úr sér. Sláttur er ekki nærri búinn hér ennþá. Tún eru almennt stór, frá 400—1000 hesta. Áberandi er, hve betur gengur þar sem súgþurrk- un er, sérstaklega þar sem þar var hægt að byrja slátt fyrr. Um þriðjungur bænda hér hefir nú súgþurrkunartæki. Smá væta var hér í dag, en ekki teljandi þó. NOKKUÐ ÓSLEGIÐ AF TÚNUM Magnús bóndi Guðmundsson að Mykjunesi í Holtum, skrifar blað inu, að sláttur hafi hafizt þar um og eftir síðustu mánaðamót. Byrj uðu menn heyskapinn . heldur seinna en á horfðist, vegna óþurrk anna, sem þá voru. Margir settu fyrst í vothey, en síðustu viku var mjög hagstæð tíð, þurrkur flesta daga og yar, þá miklu af töðunni £'rh. á bls 2. «>- Rússar verða á ráðsfefnunni PANMUNJOM. 21. júlí. — Vopnahlésnefndir deiluaðilja í Kóreu héldu fundi í dag og ræddu um framkvæmd vopna hléssamningsins. Ekki liggur fyrir hvað á fundinum var samþykkt. Nú hefur verið tilkynnt að Bandaríkin, Bretland og Frakkland muni bjóða Rúss- landi að taka þátt í ráðstefnu þeirri er halda á innan 90 daga frá undirritun vopna- hléssamningsins. En á ráð- stefnu þessari skal útkljá um framtið stríðsfanga og ræða framtíðarstöðu Kóreu. Tillagan um að bjóða Rúss- um þátttöku kom frá Banda- ríkjamönnum, en hana hafa Bretar og Frakkar fallizt á. — NTB-Reuter. Nýja sfjórnin vö!f í sessi HELSINGFORS, 21. júlí: — Nýj- ar þingkosningar voru taldar nær óumflýjanlegar í dag er finnska þingið kom saman til aukafundar til þess að ræða tillögur Kekkon- ens forsætisráðherra um lausn efnahagskreppunnar, er varð fyrri stjórn að falli. Er litið svo á að Kekkonen fái ekki stuðning nema 94 af 200 þing mönnum er hann ber þessar til- lögur fram. Ekki eru þó flokksálit til tillagnanna komin fram og því kann að vera að Kekkonen afli tillögum sínum nægilegs íylgis — þótt ólíklegt sé. — NTB. VIÐSKIPTIN VIÐ AUSTURLÖND Butler kvaðst vona að undirrit un vopnahléssamnings í Kóreu væri skammt undan, en með því yrði stigið stórt spor í friðarátt. — Butler ræddi um verzlunina við Kina og sagði brezku stjórn- ina einhuga um samþykkt Alls- herjarþingsins um bann við flutn ingi hernaðariega mik’lvægra vörutegunda til Kína, en hins vegar væri það kappsmál brezku stjórnarinnar að stuðla að verzl- un við Kína með aðrar vöruteg- undir. EGYPTALAND Butler kvað Salisbury, starf- andi utanríkisráðherra, ’nafa rætt ýtarlega við Foster Dulles um Egyptalandsmálin. Niðurstöður þeirra viðræðna hefðu orðið þær, að -báðir væru á þeirri skoðun að það væri mikilvægt fyrir frið- inn í heiminum, að öflugar varn- ir væru á Suezeyði. STEFNA CHURCHILLS Salisbury talaði í efri deild. — Hann kvað stefnu stjórnarinnar hafa verið mótaða af Churchill áð- ur en hann veiktist, en sú stefna væri í stórum dráttum að koma á viðræðufundi með fulltrúum Vest urveldanna og að stuðla að við- gangi þeirra stofnana sem öryggi og afkoma Vesturlanda væri byggð á. Telja heimsóknina móðgun við sig AÞENU, 21. júlí: — 21 skip úr brezka Miðjarðarhafsflotanum komu í kurteisisheimsókn til Grikk lands í dag. Stjórnar Mountbatten lávarður flotadeild þessari. Hefur hann gengið á fund ríkisstjórnar og annarra ráðamanna í Grikk- landi. — Ákveðið er að flotadeildin haldi síðan til Isanbul í Tyrklandi. —• Þeirri heimsókn hafa Rússar op- inberlega mótmælt — og telja hana móðgun við sig. IVjósnarar handteknir BONN, 21. júlí: — Sex Þjóðverj- ar hafa verið teknir höndum fyrir njósnir á brezka hernámssvæðinu í þágu Sovétríkjanna. — Tveir hinna handteknu eru kvenmenn, og hefur annar þeirra verið síma- stúlka á einni af skrifstofum brezka hersins. Einn hinna handteknu karl- manna var flugliðsforingi og með limur í Kommúnistaflokki Þýzka- lands í tvö ár. Njósnararnir verða leiddir fyrir dómstól n. k. föstu- dag í Dússeldorf. Víðtæk andspyrnuhreyfing gegn A.-þýzku stjórninni oð nsyndnst - Við höfum ekki gefist upp, seg ja verkamennirnir. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. BERLÍN, 21. júlí: — Með Rússneskum vopnum og morðdrekum var hægt að bæla niður frelsisbaráttu alþýðunnar í Austur-Þýzkalandi 17. júní s.l. — í bili. Síðan sá dag- ur leið, hafa verið skipulagðar í landinu deildir. sem lúta forystu miðstjórnar and- spyrnuhreyfingar sem vinnur gegn leppstjórn Rússa, sem situr að völdum í landinu í óþökk alls þorra almennings. VIÐ BERJUMST — Við höfum ekki gefizt upp. Baráttu okkar er engan veginn lokið, sagði fulltrúi andspyrnuhreyfingarinnar í samtali við Reuter borgar- stjóra Vestur-Beriínar í dag. Við lærðum mikið 17. júní, og okkur sem tókst að flýja, hefur tekizt að skipuleggja starfsemi andspyrnuhreyfing- ar gegn kommúnistastjórn- inni á víðari grundvelli en áður var kleift. Alþýða Aust- ur-Þýzkalands hyggst steypa stjóm landsins af stóli og vinna að sameiningu Þýzka- lands í eitt ríki. i SAMSTILLT ÁTÖK Þessi ummæli hins land- flótta alþýðumanns, komu heim við fréttir er þýzku fréttastofunni DPA hafa bor- izt með flóttamönnum er komið hafa frá Austur-Þýzka- landi. Flóttamennirnir segja, að í borgunum Magdeburg, Bitter- feld, Halle, Merseburg, Eis- leben og Jena starfi and- spyrnuhreyfing, sem hafi það markmið að reyna að draga úr afkastamætti iðnaðar og landbúnaðar í Austur-Þýzka- landi. Hreyfing þessi starfar ekki í einni verksmiðju, held-i ur öllum, segja þeir. FÓLKIÐ SVELTUR Og á sama tima reynir stjórn Austur-Þýzkalands að vinna aftur traust alþýðunn- ar og er í þeim efnum öllum brögðum beitt, meðal annars að lofa fólkinu meiri mat. 'Stjórnin hefur nú tilkynnt að rússneska stjórnin hafi boðizt til þess að senda mat- væli til Austur-Þýzkalands að verðmæti rúml. 231 milljón rúblna. Er þetta fjórum sinn- um meira matvælamagn en Eisenhower bauðst til að senda austur-þýzku þjóðinni. En Eisenhower hugðist gefa -t- en Rússar ætla bara að lána,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.