Morgunblaðið - 23.07.1953, Blaðsíða 1
40. árgangur
163. tbl. — Fimmtudagur 23. júlí 1953.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sésíaldemókralar á fundi
Alþjóðaráðstefna sósíal-demókrata var nýlega haldin í Stokkhólmi.
Myndin hér að ofan sýnir Tage Erlander, forsaetisráðherra Svía
og konu hans ræða við Erich Ollenhauer (t. h.) foringja sósíal-
demókrata í Vestur-Þýzkalandi.
Bagirov er farinn
sömu leið og Bería
Var einn af 14 forsprökk-
um kommúnistaf lokksins
LUNDÚNUM. — Moskvuútvarpið skýrir svo frá, að æðsti maður
kommúnistaflokksins í Aserbaidsjan, Mikhail Bagirov, hafi verið
rekinn fyrir að hafa alvarlega brugðizt skyldum sínum. — Tass-
fréttastofan segir, að hann hafi ekki aðeins verið sviptur starfi
aðalritara flokksins, heldur forsætisráðherratign, sem hann hreppti
í Aserbaidsjan að Stalin látnum.
MIKILMENNI í FYRRAHAUST
Bagirov var í hávegum hafður
á flokksþinginu í Moskvu á s.l.
hausti. Eftir dauða Stalins var
hann gerður félagi í miðstjórn
kommúnistaflokksins rússneska
og taldist því til þeirra 14 manna
sem eru í fylkingarbrjósti. Og
ýmsar fleiri vegtyllur hreppi
hann um þær mundir.
Bagirov fékk Leninorðuna
1943.
NÚ ORÐINN VARMENNI
í ályktun, sem samþykkt var
við frávikningu Bagirovs, segir,
að hann hafi orðið sannur að sök
um alvarleg afglöp. Hefði hann
gengið á rétt flokksfélaga sinna
með borgaralegum bolabrögðum.
Dregið úr aðstoð
Bandaríkjanna
WASHINGTON — Fjárveitinga-
nefnd fulltrúadeildar Bandaríkja
þings hefir samþykkt að skera
niður um 1,1 milljarð dala upp-
hæð þá, sem Eisenhower lagði til,
að veitt væri öðrum þjóðum.
Mest er lækkun tíl hernaðar-
aðstoðar í Evrópu. Forsetinn
lagði til, að til hennar færu
2,172,197,910 dala, en nefndin
skar þá upphæð niður um 312
millj.
Pearson og Hamm-
arskjöld ræðasl við
NEW YORK, 22. júlí: — Lester
Pearson forseti AHsherjarþings-
ins ætlar að eiga fund með Ham-
marsskjöld, aðalritara S.Þ., í viku
lokin. Ráðgazt verður um, hvort
kveðja skuli saman Allsherjar-
þingið, ef vopnahléssamningar tak
ast í Kóreu.
Nehru, forsætisráðhena, bar
fram þá tillögu í s.l. mánuði, að
þingið skyldi kvatt saman til að
fjalla um mótbárur Syngmans,
þær sem hann ber frarn gegn
vopnahléi. Tillagan hefir fengið
daufar undirtektir.
Náðun slríðsglæpa-
manna
BONN, 22. júlí: — Vesturveldin
og Vestur-Þýzkaland hafa orðið
ásátt um skipun nefndar, er skuli
endurskoða dóma yfir þýzkum
stríðsglæpamönnum. Nefnd þessi
verður ráðgefandi. Er henni ætlað
að gera tillögur til bandamanna
um lækkun refsingar eða náðun
þeirra manna, sem enn eru í hönd
um bandamanna.
Semjonov bannarÞjóð-
verjum í svelti að
þiggja brauð að vestan
Þúsundum saman vitja
þeir þó matvælaávísana
til Vestur-Berlínar
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB.
BERLÍNARBORG, 22. júlí. — í dag komu menn þúsundum saman
frá Austur-Berlín til vesturborgarinnar til að fá ávísanir, er veita
þeim rétt til matarböggla á mánudaginn kemur og áfram.
----------------^SEMONJOV GRAMUR
Syngman
veldur von-
btigðum
★ WASHINGTON OG SEOUL,
22. júlí. — Eisenhower, forseti,
lýsti því yfir í dag, að hann væri
hinn vonbezti um, að vopnahlé
tækist í Kóreu. „Vopnahléssamn-
ingurinn verður undirritaður",
sagði hann, en ekki kvaðst hann
að svo stöddu geta sagt um, hve
nær það yrði, því að enn væri
ekki gengið endanlega frá nokkr
um atriðum.
★ Forsetinn viðhafði þessi orð
á blaðamannafundi skömmu eft-
ir að kóreski utanríkisráðherr-
ann hafði lýst yfir, að gengið
hefði nú verið á mörg gefin lof-
orð Robertssons aðstoðarutanrík
isráðh. Þessi ummæli komu mönn
um mjög á óvart og þykja svæs-
in og ómakleg.
Einnig Syngman, forseti, lét
til sín heyra. Kvaðst hann á-
skilja Suður-Kóreumönnum rétt
til að grípa til sinna ráða til að
sameina landið, ef það hefði ekki
verið gert 90 dögum eftir að
stjórnmálaráðstefnan svo kall-
aða hefir komið saman. Er henni
ætlað að setjast á rökstóla að
fengnu vopnahléi.
Reuter-NTB
Fimm ráðfierrar
krankir
LUNDÚNUM, 22. júlí: — Brezki
flotamálaráðherrann J. L. Thomas
hefir nú tekið krankleika. Hefir
hann lagzt í sjúkra/hús vegna
taugabólgu. Thomas er fimmti
brezki ráðherrann, sem nú er I
lamasessi. —
Rússnesku yfirvöldin hafa hafn
að öllum matgjöfum frá Vestur-
veldunum. — Samt hefur boðið
hlotið slíkar undirtektir í Aust-
ur-Þýzkalandi, að ólíklegt þykir,
að hægt verði að hunza það,
þrátt fyrir ummæli Semjonovs,
rússneska stjórnarfulltrúans, fyr-
ir skömmu, að hjálp að vestan
væri ekkert nema áróðursbragð.
BANNA YFIRVÖLDIN
AÐ ÞIGGJA MAT?
Margrét verður
ekki ríkissfjóri
LUNDÚNUM, 22. júlí. —
Butler, forsætisráðherra
Breta, lýsti því yfir í þinginu
í dag, að stjórnin hefði í
hyggju að leggja fram frum-
varp um breytingu á ríkis-
stjóralögunum áður en Elísa-
bet ferðast til Ástralíu og
Nýja-Sjálands að hausti.
Breytingin verður í því fólg
in, að Filippus, Edinborgar-
hertogi, verðnr ríkisstjóri i for
föllum drottningar, í stað
Margrétar, kóngsdóttur.
Tilræðis við Hiiler
minnzl
KAUPMANNAHÖFN, Hinn 20.
júlí 1944 var gert tilræðið fræga
við Hitler. 1 tilefni dagsins hefir
nú verið afhjúpaður minnisvarði
um þá, sem teknir voru af lífi
fyrir þátttöku í tilræðinu.
Varðinn sýnir mann með hlekkj
aðar hendur. Stendur hann í garði
þar sem áður stóð þýzka hermála
ráðuneytið í 'Berlinarborg. Þar var
einn samsærismanna, von Stauffen
herg, greifi, skotinn.
Olvaðir Svíar fá ekki land-
gönguleyfi í Kaupmannahöfn
Eru lokaðir inni I ferjufangels-
um og siglt með
KAUPMANNAHÖFN, 22. júli. —
Héðan í frá verður svínkuðum
Svíum synjað um landgönguleyfi
í Kaupmannahöfn. Lögreglu-
stjóri borgarinnar hefur gripið
til þessarar ráðstöfunar, þar sem
komið hefir á daginn, að Svíar
hafa verið helzti veikir fyrir hin-
um ódýru, tollfrjálsu veigum, er
fást um borð í Eyrarsundsferjun-
um. Af þeim sökum eru nú mikil
brögð að því, að þeir hafi verið
ölvaðir í hafi.
FJÖLMARGIR SETTIR INN
Seinustu sólarhringana hefir
Kaupmannahafnarlögreglan tek-'
ið fasta allmarga ölvaða Svía, sem
hafa orðið að gista „kjallarann".
Nú hefir verið horfið að því ráði, j
að lögreglan setji alla þá, sem
koma ölvaðir af hafi með ferj-1
unni í fangageymslur, sem eru
þá rakleitt heim
um borð. Verða þeir fluttir til
föðurlandsins án þess að fá að
koma í land í Danmörku.
í Ef um ítrekað brot er að ræða,
mun Hafnarlögreglan snúa sér til
sænskra yfirvalda með tilmælum
um, að delikventinn sleppi ekki
úr landi.
SEKTIR HÆKKAÐAR
Hafnai'lögreglan er harðánægð
með þessar nýju ráðstafanir. Að
vísu hefir nokkurt eftirlit verið
í þessum efnum áður, en yfirleitt
hafa þó Svíar, sem góðglaðir
voru, sloppið, því að skipstjórn-
armönnum hefir verið meinilla
við, að loka þá inni í ferjufang-
elsunum.
Það telst og til tíðinda, að sekt-
ir fyrir ölvun hafa verið hækk-
aðar í Höfn úr 25 dönskum krón-
um í 60.
í Vestur-Berlín þykir ekki ó-
líklegt, að synjun Semjonovs
geti valdið óeirðum. Muni Aust-
ur-Þjóðverjar líta svo á, aðraun-
ar eigi þeir ekki annars úrkosta
en þiggja boðið. Samt er hugsan-
legt, að yfirvöld Vestur-Berlínar
banni borgurunum að taka með
sér matvælaböggla að vestan.
BRAUÐSKORTUR
Flóttamenn, sem komu til
Vestur-Berlínar frá iðnaðarhér-
uðum í Saxlandi í dag, segja frá
því, að mikil óánægja ríki meðal
verkamanna vegna afstöðu yfir-
valda til matgjafanna. — Blaðið
Berliner Zeitung í Austur-Þýzka-
landi viðurkennir jafnvel í dag,
að brauðskortur sé á hernáms-
svæði Rússa. Blaðið skýrði frá
því, að um s.l. helgi hefði brauð-
skammtur búðanna selzt upp á
svipstundu.
Auðugur hertogi
láiinn
LUNDÚNUM, 22. júlí. — Hertog-
inn í Westminster er látinn, 74
ára að aldri, en hann var einn.
auðugasti maður Bretlands. Her-
toginn átti miklar jarðir, en auk
þess átti hann í Lundúnum lóðir,
sem fyrir stríð voru metnar á 20
milljónir punda.
Hertoginn var fjórgiftur. Við
3 fyrstu konurnara skildi hann,
en 1947 kvæntist hann eftirlif-
andi konu sinni, sem nú er tæp-
lega fertug. Hann eignaðist aldr-
ei son, svo að tignarheitið hverf-
ur til frænda hans örkumla.
Fárviðri í Ausiurríki
LINZ: — Um helgina geisaði fár-
viðri í Austurríki í grennd við
borgina Linz. — Veðrið svipti
trjám upp með rótum og braut
önnur um þvert. Þrumuveður
siigldi í kjölfar fárviðrisins. Tjón
af þessum hamförum náttúrunnar
er metið á milljónir austurrískra
skildinga.