Morgunblaðið - 23.07.1953, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1953, Blaðsíða 12
Veðurúiiif í dag: Hægviðri, skýjað. 163. tbl. — Fimmtudagur 23. júlí 1953. Síldvelfer Korúuianua vlð fsland. Um 1800 muiins læknis lausir á Raufarhöín i Er það alveg óþolandi ástand. áuglýsingaspjöid með viilum RAUFARHÖFN, 22. júlí. — Hér á Raufarhöfn eru nú um 400 aðkomumenn við síldar- vinnu og heimafólk er svipað að tölu. — Þá koma hér inn margir tugir skipa daglega, eða liggja hér í höfn. Áháfnir þeirra er um 1000 manns. En þrátt fyrir þetta er hér eng- inn læknir. Er það algerlega óþolandi ástand. Ef slys ber að höndum, verður að fara með sjúkling- inn yfir til Kópaskers, en þangað er 40 km leið og vegurinn mjög slæmur. Xekur það bíla vanalega um 2 klst. að fara á milli. Stjórn síldarverksmiðja rík isins hefur leitað til landlækn is um aðstoð í þessu sam- bandi, en þau svör voru gefin, að hann væri ekki við og verk smiðjustjórninni ráðlagt að skrifa landlæknisskrifstofunni um málið og myndi það þá athugað og afgreitt eftir að landlæknir kæmi heim. Hve- nær það yrði, kvaðst land- læknisskrifstofan ekkert vita um!! — Sv. Þ. Eftirtalin skip fengu síld s. 1. nótt og hefir verið saltað hér: — ’Snæfell 250, Gylfi, Rauðuvík 100, Gnðbjörg GK 60, Flosi 100, Hólma borg 150 og Von 80, allt uppmæld ar tunnur. — 1 bræðslu hafa land að: Helga 234, Sæfari 26, Ás- geir 69. &. O. SARS FÆR SÍLD Norska hafrannsóknarskipið C. O. Sars fékk siðastliðna nótt 27 tunnur af sild í 40 rcknet 15 sjómílur suður af Jan May- en. — Norski reknetaf lotinn, sem hefur látið reka vestan Grímseyjar, hefur fært sig aust ur í dag. — Einar. SIGLUFJÖRÐUR: Austanbræla var í gærdag. — Farið er nú að lygna aftur og öll skip, er hér voru inni, farin út. — Guðjón. Fríðrik varð 3, ásamt Ivkov Panno heimsmeistari, en Darga annar. KAUPMANNAHÖFN, 22. júlí: — í síðustu umferðinni á heims- meistaramóti unglinga í skák vann Friðrik Ólafsson Bent Larsen frá Danmörku. Bandaríkjamaðurinn Sherwin vann Júgóslavann Fvkov, en Panno, Argentínu og Keller, Austurríki gerðu jafntefli. Sömuleiðis Þjóðverjinn Darga og Bretinn Penrose. Panno og Darga urðu jafnir að vinningum, með 5Vi hvor, en samkvæmt punktareikningi er Panno aðeins hærri og vann heimsmeistaratitilinn. — Friðrik Ólafsson, sem eftir fimm fyrstu skákirnar hafði aðeins V/2 vinning, en sótti sig mjög í lokin, kemur næstur, ásamt Ivkov fyrrverandi heimsmeistara. Hafa þeir 3Vt vinning hvor. Allir hinir keppendurnir í úr- slitunum eru með 2 V2 vinning hver, en það eru: Larsen, Sher- win, Keller og Penrose. —Páll. ÆHISGENGIN BARÁTTA Það dylst engum, sem les Kaup- mahnahafnarblöðin, að Friðrik hefir vakið mikla athygli í keþpni þessari, jafnvel í upphafi úrslitakeppninnar, þegar honum gekk ekki sem bezt. (!Ekstrabladet“ segir t. d. um fyrstu skákina, við Panno: ,;Þegar sænski stórmeistarinn Stahlberg kom til þess að fylgj- ast með einni skák, valdi hann öllum til mikillar undrunar livorki skák Bent Larsens eða Pvkovs, heldur skák Pannos og ólafssonar, sem þá virtist ekk- ert sérstök. En stórmeistarinn vissi, hvað hann gerði. Skák- tæknin varð ekki aðeins athyglis- verð, heldur bauð hún upp á óvænni atvik og varð tvísýnnij en nokkur önnur skák til þessa.j Baráttan var æðisgengin, og hún endaði með slíku fárviðri, að því, I setn áður hefir sézt í tímahraki,! má líkja við ganghraða snígilsins.1 piafsson gat uhnið riddara, en Argentínumaðurinn hafði heppn- ina með sér. íslendingnum yfir- sást, missti í þess stað hrók og gaf skákina". ÓLGAR SEM GEYSIR Daginn eftir segir sama blað um Friðrik: „Hinn hægláti vík- ingur situr tíma eftir tíma við borð sitt. Hann er kaldur sem ís og óhreyfanlegur sem fjall. En aðeins á yfirborðinu. Innra með honum ólgar Geysir. Og vei mót- stöðumönnum hans, þegar gosið kemur. Slæmt veöur og engin sífdveiði RAUFARHÖFN, 22. júlí. — Vont veiðiveður var á miðunum s.l. nótt og aðeins örfá skip komu hingað með síld. í dag hefur veður farið batnandi, og hafa skipin nú haldið út. Ætluðu þau að bíða, ef veður lægði það mikið að hægt væri að stunda veiðar í nótt. Konur keppa FRJÁLSÍÞRÓTTARÁÐ Rvíkur hefur nú ákveðið að bæta þremur keppnisgreinum kvenna inn í Meistaramót Reykjavíkur, sem haldið verður á íþróttavellinum á Melunum dagana 27. og 28. júlí. Keppnisgreinar kvenna verða 100 metra hlaup, langstökk og fjórum sinnum hundrað metra boðhlaup. Lysthafandi konur geta tilkynnt þátttöku sína til Björns Vilmund arsonar fyrir föstudaginn. þab eui oittm i augtýtiuqmum á qih 500 króna VERÐIAIJN mu veróa veítt þíim.sem gefur {undið ollar vtllurrwr i auglýsirtgtinufH. Verbiaunín verða veifr sídosfo doginn .sem op& verbur 1 Ttvoli ísumor. tíafi fletri en émn {undió oilar villurnar veriur dregib um vínningínn. þeir, sem viljo íoKa þófr í Keppninni, gela {engib eyðubiöð hjo dyroverðinum. A efri myndinni sjást nokkur auglýsingaspjöldin í Tívolí, en á þeirri neðri er auglýsingin um verðlaunin. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. 500 kr. verðlaun fyrir að finna villur í auglýsingaspjöldum í VOR var sú nýbreytni gerð í Tívolí, skemmtigarði Reykvíkinga, að um 40 auglýsingaspjöld voru fest á norðurvegg garðsins. Það vakti strax athygli, að augljósar ritvillur voru á einu spjaldanna, og nokkrir töldu sig hafa séð villur annars eðlis. í gær kom í ljós, að hér var ekki um mistök að ræða af þeirra hálfu, er spjöldin gerðu, því að þá var fest upp auglýsing í Tívolí, þar sem frá því var skýrt, að 500 króna verðlaunum væri heitið hverjum þeim, er fyndi allar villurnar á spjöldunum. Virðuleg útför Jórs Hannessonar bónda í Dðildariungu AKRANESI, 22. júlí. — Jarðar- för Jóns Hannessonar, bónda i Deildartungu fór fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Á miðvikudaginn var flutt hús- kveðja heima í viðurvist nánustu venzlamanna og ættingja. Að því búnu var kistan flutt í kirkju að Reykholti. Þangað voru komnir í gærdag um 500 manns til þesa að kveðja Jón Hannesson og fylgja homun síðasta spölinn. Sóknarpresturinn í Reykholti, séra Einar Guðnason, flutti ræð- una í kirkjunni og söng yfir mold um hans. 4 Þrír synir Jóns og þrír systur- synir hans báru kistuna út úr kirkju. Þá tóku við búnaðar- frömuðir, þ. á m. mágur Jóns, Páll Zóphoniasson og Steingrím- ur SteinþÓTSson, forsætisráð- herra. Á eftir drukku menn erfi Jóns í sölum Reykholtsskóla. — Oddur. LEITAÐ AÐ LAUSN Strax í gærkvöldi tóku menn að hópast saman fyrir framan auglýsingaspjöldin til þess að leita ráðninga á gátunum, og nokkrir töldu árangurinn svo góðan, að þeir fengu miða hjá dyraverði til þess að skrásetja niðurstöður sínar. Má vafalaust telja, að margur muni vilja spreyta sig á þessu og ráðningarinnar í haust verði beðið með nokkurri óþreyju, en þá mun hið rétta koma í ljós. 40. ÞÚS. GESTURINN „Gott kvöld. Verið velkomin. Þér eruð heiðursgesturinn, 500 krónum ríkari en fyrir andar- taki“. Og nokkru eftir að frú Halldóru Maríasdóttur, Skóla- vörðuholti 9, hafði verið heilsað þannig, er hún gekk inn í Tivoli í fyrrakvöld, stóð hún uppi á leiksviði skemmtigarðsins, þar sem henni var afhentur 500 kr. seðill. — Aðrir gestir samfögn- uðu henni með lófataki, vegna þess að hún hafði með komu sinni fyllt fertugasta þúsund þeirra, er komið hafa í Tívolí á þessu sumri og þannig unnið til þeirra verðlauna, er heitið var í því tilefni. Þörf væri á dugiegri rigningardembu SKRIÐUKLAUSTRI, 21. júlí. — Vegna lítillar úrkomu í vor og sumar, er vatnsskortur að gera vart við sig á hæjum og bruni farinn að sjást á harðvelli. Væri þörf á duglegri rigningar- dembu. Vegir eru svo þurrir, að ryk- mekkir stíga í loft upp frá hverri bifreið, sem er á ferð. Annars er umferð hér lítil og fátt um ferðafólk. J. P. Ferðir Ferðafélagsins um næslu helgi FERÐAFÉLAG ISLANDS fer þrjár skemmtiferðir um næstu helgi. Tvær 1% dags ferðir, aðra í Landmannalaugar, gist verður í sæluhúsi félagsins þar. Hin er í Surtshelli, farifi verður um Kalda- dal að Kalmannstungu og gist þar í tjöldum. Á sunnudagsmorguninn er geng ið í Surtshelli. Farið heimleiðis niður Borgarfjörð fyrir Hvalfjörð til Reykjavíkur. Lagt af stað í háðar ferðirnar kl. 2 á laugardag frá Austurvelli. — Farmiðar séu teknir fyrir kl. 6 á föstudag. Þriðja ferðin er gönguför á Esju. Lagt af stað kl. 9 á sunnu- dagsmorguninn frá Austurvelli og ekið að Mógilsá, gengið þaðan á fjallið. Danimir unnu Akranes með 10:0 DANSKA liSið B 1903 vann Akranes í gaerkvöldi meS 10:0. Danirnir skorSuðu 2 mörk í fyrri hálfleik, en 8 í þeim síðari. Loflbrúin til síidar- siöðvanna bjargaði ÞAÐ eru bættar samgöngur á ís- landi sem eiga sinn þátt í því að betur rættist úr með verkun síld- arinnar en horfur voru á um tíma. Vegna síldarleysis á undan- förnum árum var svo komið að stúlkur voru orðnar hvekktar á því að fara til síldarsöltunar og var því mikil vöntun á stúlkum fyrst í stað, þegar töluvert magn af síld fór að berazt. Eftir það hafa flugvélar Flug- félagsins flutt rúmlega 200 síldar stúlkur, ýmist til Siglufjarðar eða Kópaskers og var þannig bætt að nokkru úr vöntun á vinnuafli bæði fljótt og vel. 233 skip Norðmanna á íslands-miðum Hafa búið sig undir síldveiðar á hafi úii, HAUGESUNDS Dagblad skýrir frá því að frá Noregi muni 233 fiskiskip halda á síldveiðar fyrir norðan ísland i sumar. Blaðið segir að yfirgnæfandi meirihluti bátanna sé búinn reknetjum, herpinótabátum hafi stöðugt farið fækkandi undanfarin ár. MEÐ 260 ÞÚS. TÓMAK TUNNUR Þessi 233 skip sem tilkynnt hefur verið að fari á íslandsmið hafa meðferðis nær 260 þús. tóm- ar tunnur. Til samanburðar má geta þess að síldarafli Norð- manna í fyrrasumar var 203 þús. tunnur. FYRIRFRAMSAMNINGAR Norðmenn hafa fyrirfram sam- ið um sölu á 150 þúsund síldar- tunnum. Af því magni munu Rússar kaupa 35 þúsund tunnur. Norðménn hafa mjög í hyggju að selja síld til Bandaríkjanna, en hafa enga samninga fyrirfram um síldarsölu þangað. BÚAST VI» SÍLDVEIÐI í HAFI M. a. vegna spádóma Devolds um að síldin myndi hegða sér líkt og árið 1951 hafa norsku sjómennimir búið sig undir síld- veiðar úti í bafi eins og þá var. ALDREI FLEIRI SKIP EN NÚ v Allir hinir norsku síldveiðibát- ar eru búnir fullkomnustu tal- stöðvum og bergmálsdýptarmæl- um. Frá stríðsárum hafa aldrei verið gerðir út á íslandsmið svo margir síldveiðibátar sem nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.