Morgunblaðið - 23.07.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.07.1953, Blaðsíða 7
Fimir.túdagrir 23. júlí 1953 MORGVISBLAÐIÐ 7 Síldveiðnr Norðmnnna hóinst hér við land árið 1868 NYLEGA birtist í Haugasunds Dagblad yfirlit yfir síldveiðar Norðmanna hér við land frá því síldveiði þeirra hófst hér nokkru eftir miðja 19. öld og fram á þennan dag og birtist nokkuð af henni hér í lauslegri þýðingu. FYRSTA TILRAUNT MEÐ SÍLDARLÁSUM Þó Norðmenn hafi Iengi stund- að þorskveiði hér víS land á und- anförnum öldum, gerðu þeir fyrstu tilraun til sfldveiða á fs- landsmiðum árið 1858. Það ár sendi ræðismaður Grip frá Berg- en tvær skútur hingað til síld- veiða. Skúturnar reyndu síld- veiðar á Austfjörðum, Siglufirði og Skagafirði en veiddu ekkert. Þeir höfðu aðeins síldarlása nieð í ferðinni, en sfldin kom ekki svo nláægt landi, að leiðangurs- menn gætu veitt hana í landnæt- ur. Svo ekkert framhald varð af þessari útgerð. ÁHUGINN LIFNAB Er Norðmenn fréttu af miklum síldargöngum hér við land á næstu árum, varð það tfl þess, að Jakobsen útgerðarmaður í Man- dal sendi veiðiskip sín hingað. Eitt af skipunum hafði meðferð- is 300 tunnur, net og salt og skip- verjar veiddu í tunnurnar ágæta síld, er þeir fluttu heim með sér. Sama ár var útgerðarfélag stofnað í Mandal, er sendi fleiri veiðiskip hingað næsta ár, tvö nótabrúk og byggingarefni til að reisa byggingar á Seyðisfirði.. — Sumarið 1879, fengu Norðmenn 2500 tunnur síldar á skip sín, er þótti ágæt veiði. Útgerðarfélag Mandals rak þessar veiðar í 7—8 ár, en þá var þessl félagsskapur leystur upp og eignirnar seldar öðrum. Á árunum 1879—80, juku Norð- menn íslandsveiðar sínar. Út- gerðarmenn í Haugasundi sendu á þessum árum 7 síldveiðiskip til íslands með ágætum árangri, svo að árið 1880 urðu síldveiði- skip Norðmanna hér við land 75 að tölu með 578 marma áhöfnum, er veiddu 1150 þúsund tunnur af síld. Við þennan góða afla jókst áhugi Norðmanna mikið á síld- veiðum hér við land. Á þeim ár- um var verðið á síldinni 24 kr. tunnan. HÖPP OG GLÖPP SÍLDVEIÐANNA Árið 1881 sendu Norðmenn 187 veiðiskip hingað með 870 manna áhöfnum. Varð veiði þeirra sam- tals 167 þúsund tunnur síldar. Það sumar ráku Norðmenn síld- veiðar frá flestum höfnum Norð- urlands. En árið 1882 var óvenju- lega kalt sumar hér á landi og gekk síldin þá ekki eins upp að landinu og undanfarm ár. — Norsku skipin urðu þá um 200, en veiðin ekki nema 65 þúsund tunnur. Síldarverðið var lægra það ár, 18—20 kr. tunnan, en hækkaði, þegar leið að hausti, sakir þess, hve síldveiðin brást í Norður-Noregi. Þrátt fyrir lélega veiði 1882, sendu Norðm. 83 116 veiðiskip hingað til lands, er veiddu 193 þúsund tunnur sfldar. Svo kom mannskaðaárið 1884, er norski síldveiðiflotinn varð fyrir miklu mann- og eignatjóní. Frá Hauga- sundi fórust 12 síldveiðiskip, er voru samtals 1377 smálestir. Var eignatjón vátryggingarfélaganna reiknað hálf önnur milljón kr. HERPINÓTAVEIÐI HEFST Það varoekki fyrr en eftir alda- mót, að síldveiðar Norðmanna hér við land komust á rekspöl að nýju, er þeir tóku að veiða bæði í reknet og herpínætur. Það tók þá nokkurn tíma að læra að hafa fullt gagn af herpinót- unum, en er liðin voru 10 ár af öldinni, voru Norðmenn orðnir leiknir í þeirri veiðiaðferð. Hafa haldizl óslltið síðan. AHAFNIR 3000 MANNS Á FLOTANUM í greininni um síldveiðar Norð- manna í Haugasundsblaðinu vík- ur nú sögunni til ársins 1936, en það sumar gerðu norskir síld- veiðimenn út 190 síldveiðiskip hingað til lands, með um það bil 3000 manna áhöfnum. Fóru þeir 203 veiðiferðir til íslands og veiddu í 247 þúsund tunnur. Árið 1937 voru norsku síldveiði skipin 183, sem fóru til veiða hér við land og höfðu um 2900 manna áhafnir. Var veiðin 243 þúsund tunnur og nam 314 milljón n. kr. Þann 23. júní 1938 var stofnað félag norskra útgerðarmanna, er gerðu út á síld hér við land í þeim tilgangi að skipuleggja veiðar þessar útgerðarmönnum í hag. — Síldveiðar Norðmanna hér við land, voru nú reknar með svip- uðum hætti, þangað til stríðið skall á 1939. Voru 149 veiðiskip gerð út hingað, en máttu ekki í það sinn fara nema eina ferð á sumrinu hingað til lands, hvert skip. Veiðin varð samtals seld fyrir 4,3 milljónir króna, eða 30 kr. tunnuna. EFTIR STYRJOLDINA Fyrsta árið eftir styrjöldina 1945, voru send hingað 35 skip, er veiddu 4586 tonn af síld. Síð- an hafa hin norsku síldveiðiskip verið frá 173 til rúmlega 200 á ári og hgfa veitt sem hér segir: 1950 — 223 þús. t. 1951 — 96 þús. t. 1952 — 203 þús. t. í fyrra nam síldveiði Norð- manna hér við land 21,8 millj. norskra króna. Rabbað við veiðimenn FRÉTTIR og sitthvað um lax- veiði og laxveiðimenn, virðist vera vinsælt blaðaefni um þessar mundir. Með nokkurra daga milli bili lesum við allskonar fregnir frá þessum „vígstöðvum", — ekki kannske allar, sem ábyggilegast- ar, eins og gengur, þó alltaf fljóti eitthvað með, er græða má á fyr- ir þá áhugasömu. En til þess að veiðifregnir komi að verulegu gagni fyrir veiði- mennina sjálfa, og fyrir þá, er nú þetta lestrarefni aðallega, þá þarf að afla ábyggilegra upplýs- inga, sem víðast að, draga þær síðan saman og fá gott yfirlit. Sannleikurinn er sá, að slíkar fréttir liggja ekki á lausu hjá sumum veiðimönnum, og það virðist ótrúlega erfitt oft og tíð- um að komast að hinu rétta, enda í mörgum hornum að leita. Birting veiðifréttanna er auðvit- að gerð til skemmtunar og fróð- leiks, en ekki af neinni ósæmi- ‘ legri hnýsni, eins og sumir virð- ast halda, og þegar menn fara almennt að skilja það, að annað fer raunverulega ekki fram, en skipzt er á tíðindum, þá fyrst er eitthvað á þessu að græða fyrir alla aðila, og um leið eru kveðn- | ar niður allskonar sögusagnir, I ýktar og brenglaðar, sem alltáf | i vaða uppi. Stefna ber að því, að , gera slíkar fregnir greinargóðar, I ábyggilegar og dálítið kerfis- bundnar. Á Bretlandi mun það alsiðá, að veiðiblöðin og raunar fleiri blöð, birti skýrslur um veiðina, viku j til hálfsmánaðarlega úr hvdtju héraði. Þetta er sent frá veiði- klúbbum og öðrum til blaðanna j og eru oft nakvæmar skýrslur um ; veiðina, veðurfarið og horfurnar, og finnst ollum sjálfsagt. —o— Nú fer í hönd sá tími hjá stangaveiðimönnum, að þeir fara að nota flugurnar meira en maðkinn við veiðarnar. Það er því ekki úr vegi að rabba ofur- lítið um flugur og flugustærðir, ef það mætti vera byrjendum í íþróttinni til einhvers gagns. Ég minntist á það einhvern tíma í vor, að ekki væri það nein nauð syn að eiga mjög margar flugu- tegundir, enda fáum kleift að Leiðin til viðreisn- ar í Frakklandi Samlal við Paul Reynaud vara- forsælisráðherra Frakkands. FYRSTU vikuna í júlí var Paul Reynaud útneíndur aðst.ráðhewa í hinni nýju Frakklandsstjórn Laniels. Með þessari útnefningu tekur gamalreyndur stjórnmálamaður hina fyrri stöðu sírm í framlínu franskra stjórnmála. í stuttu samtali við Reynaud, sem hér fer á eftir, gerir hann grein fyrir því, sem harm telur hinu. franska þingræði vera ábótavant og hvað beri að gera til að bæta úr núverandi ástandi í stjórnmálum Frakka. kaupa þær allar, eins og verð- lagið er nú, því tala þeirra er legíó. Það er heppilegra að eiga fleiri stærðir af þeim flugum, er reyn- ast vel og maður hefur mesta trú á, því stærð flugunnar virðist skipta mestu máli, en litilsháttar litarmunur minna. Flugustærðin verður að hæfa ánni, sem veitt er í, þótt stærðin verði auðvitað nokkuð breytileg eftir ástandi árinnar og veðurfarinu. Veiðimenn nefna stærð flugu venjulega í tvennum skilningi. Þeir miða þá ýmist við ána eða við númer flugunnar. Fluga nr. 5, er t. d. stór fluga í smá ám, en lítil fluga í stórám, eftir núm- eri sínu, er hún í minna lagi af laxaflugum. í Soginu eða Brúar- á myndu stærðirnar 1° til 2°, taldar miðlungsflugur, en í Ell- iðaánum yrði nr. 7 miðlungs- stærð. Flugunum er skipt í tvo flokka, lax- og silungsflugur, og stærð þeirra ákvörðuð með tölum í númeraröðinni 16—8 ° (átta núll). Nr. 16 er minnsta silungs- flugan, en nr. 8 0 stærsta laxa- flugan. Silungaflugur bera núm- erin 16—10, en laxaflugur 12— 8 °. Eftir númeraröðinni getum við kallað flugu nr. 2, miðlungs laxaflugu, en flugur nr. 12—14, miðlungs silungaflugur. Við stærð nr. 1 eða IV2 í laxaflugu- flokknum, breytist röðin þannig, að númerað er í öfugri röð og núlli bætt aftan við. T. d. verð- ur næsta stærð fyrir ofan nr. 1, 1 °, þar næst 2° o. s. frv. Það yrði of langt mál að fara út í bollaleggingar um hvaða flugur hentuðu bezt í hverri ein- stakri á, hér hjá okkur, enda munu veiðimenn seint sammála í þeim efnum. Réttast er fyrir hvern og einn að eiga í safni sínu dálítið úrval af ljósum og dökk- um flugum, því það mun stað- reynd, að mismunandi birta gef- ur þeim talsvert mismunandi gildi. — Dökk fluga í dimmviðri, ljós í sólskini, er gömul regla, sem hefur staðist furðu vel. —o— Ég sat fyrir stuttu Og spjall- aði við únga frú, — konu veiði- Frambald á bls. 8 — Hverja teljið þér megin-' ástæðuna fyrir hinu mikla jafn- vægisleysi í frönskum stjórn- málum? — Aðalástæðan er sú, að stjórnarskráin, sem samþykkt var árið 1946 af kommúnistum, sósíalistum og þjóðlegum lýð- veldissinnum, gerði fram- kvæmdarvaldið of veikt en þing- ið að sama skapi of valdamikið. Þingrofsrétturinn er háður svo mörgum og misjöfnum skilyrð- um, að hann er í raun og veru alls ekki til nema í orði kveðnu. Þingmennirnir geta steypt af stóli svo mörgum ríkisstjórnum, sem þeir viljh, án þess að eiga á hættu að efnt verði til nýrra kosninga. — Álítið þér, að hægt sé að stjórna Frakklandi undir núver- andi stjórnarskrá? Ef ekki — hvaða breytingar teljið þér, að þurfi að gera á henni? — Frakkland þarf ekki að hugsa sér að komast aftur á kjöl- inn aftur nema því aðeins, að stjórnarskránni verði breytt þannig: 1) að aðeins stjórnarvöldin hafi rétt til að gera tillögur um ný ríkisútgjöld en ekki þing- mennirnir einnig, eins og nú tíðk ast. 2) að ríkisstjórnin hafi vald til að rjúfa þingið, ef hún fellur' innan 18 mánaða frá því að hún kom til valda. Þegar mér var falið að mynda stjórn lýsti ég því yfir við þingið hinn 27. maí, að yrði ég forsætisráðherra, þá myndi ég ekki taka að mér stjórnarmyndun fyrr en þessar breytingar hefði verið gerðar á stjórnarskránni. — Gætuð þér gert grein fyrir upphafi hins mikla fjölda þing- flokka Frakklands, sem veldur hinum stöðugu stjórnarkrepp- um? — Hvað á til bragðs að taka til að ráða hér bót á? — Það er hina sérstæðu skap- gerð Frakkans fyrst og fremst um að saka. Frakkar neita að láta draga sig í dilka eftir stjórn- málaskoðunum. En ef að hverri ríkisstjórn væru tryggðir 18 mánuðir á valdastóli eins og ég hefi gert tillögur um, yrðu hin- ir sundurleitu stjórnmálaflokkar neyddir til að taka á sig sameig- inlega ábyrgð, sem um leið mundi knýja þá til að sameinast — eða að minnsta kosti til að sýnast sameinaðir frammi fyrir kjósendum og þinginu. 1 Almennar kosningar myndu sennilega, eins og nú er í pott- inn búið, útrýma Gaullistunum sem þingflokki en að öðru leyti breyta litlu um flokkaskipting- una. Það hefir oft verið sagt, $ð þrátt fyrir hinar stöðugu stjórn- arbreytingar Frakklands, sé ut- anríkisstefna þess jafnan hin sama. Er það enn satt? Afstaða Breta, sem halda því fram, að þeir geti ekki gerzt ( aðilar að Evrópuher vegna hinna ýmsu skuldbindinga inn- an samveldisins brezka hefir einnig átt sér djúpan hljómgrunn ' í Frakklandi, sem einnig hefir hagsmuna að gæta í öðrum lönd- um. Afleiðing þessa kom í Ijós, er franska stjórnin, fyrir sex mánuðum ákvað að samþykkja ekki Evrópuhersamninginn fyrr en komizt hefði verið að sam- komulagi við Þýzkaland i Saar- málinu. En við verðum að vona, að það samkomulag náist jafnskjótt og Adenauer kanslari, eftir þýzku kosningarnar hefir aðstöðu til þess að hefja samningsumleitan- ir. Eg vona eindregið, að tak- ast muni að koma stofnun Ev- rópuhersins í kring fljótlega þar á eftir. — Hversvegna á Frakkland í stöðugri fjármálakreppu? — Ég hefi árum saman haldið því fram, að þörf sé róttækra ráðstafana til að draga úr eyðslu hins opinbera — minnka skrif- stofubákn ríkisins og efla að sama skapi framleiðslu landbún- aðar og iðnaðar. Þangað til þess- ar umbætur verða gerðar á fjár- stjórn landsins, verður efnahag • ur þess jafn óstöðugur og hann er nú. Margir áhrifamenn Frakk- lands halda því fram, að Frakk- ar verði að kjósa eitt af tvennu: Indo-Kína eða uppbyggingu Ev- róp« ti lað koma í veg fyrir yfir- gang Þýzkalands. Álítið þér að Frakkland undir styrkri stjórn gæti leitt styrjöldina í Indo- Kína til farsælla lykta og hald- ið um leið styrkleika sínum í Evrópu? — Jafnvel þó að Frakkland nyti sterkrar og öruggrar stjcrn- ar, gæti það ekki staðizt við að hafa einn þriðja hluta af öll- um herstyrk sínum bundinn í Indó-Kína og missa þar einn liðs- foringja daglega og byggja á sama tíma upp her sinn, sern nauðsynlegur er til varnar Ev- rópu. Hafa þsgar hírt eins mikið sg fékkz! i fyrra slæíti s.l. ár ÁRNESI, S.-Þing., 22. júlí: — Sláttur hófst hér almennt um sið- ustu mánaðamót. Grasspretta á túnum er afbragðsgóð. Túna- sláttur gengur vel, og hefur hey- skapartíð verið hagstæð, þótt sterkir töðuþurrkar hafi verið af skornum skammti. Síðari hluta síðustu viku gerði þó góða þurrka. Hirtu þá hænd- ur mikla töðu með góðri verk- un. Margir eru langt komnir með tún sín, einkum þeir, sem hafa súgþurrkun og nægan válakost. Eru sumir búnir að hirða eins mikla töðu nú og þeir fengu i fyrri slætti í fyrra, en þá var sláttur að hefjast um þetta leyti. Útlit með sprettu á útengi er einnig gott. Má segja að hey- skaparhorfur séu í bezta lagi, miðað við sama tíma undanfarin. ár. — Fréttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.