Morgunblaðið - 14.08.1953, Page 1

Morgunblaðið - 14.08.1953, Page 1
40. árgangur 181. tbl. — Föstudagur 14. ágúst 1953. Prentsmiðja Morgunblaðsins Atvinnulii Frokkiunds lumust uf nýrri verkfullsöldu Borgir Jónísku eyjunnu eru nú rjúkundi rústir riðrik vur í sérflokki -<*> Hann hlauf 9 vinninga af 11 mögulegum KAUPMANNAHÖFN, 13. ágúst. — Friðrik Ólafsson vann Svíann Hildebrand í síðustu umferðinni í landsliðsflokki á norræna meist- aramótinu í skák og hlaut 9 vinninga alls af 11 mögulegum. Var hann IV2 vinningi fyrir ofan næsta mann, sem var Svíinn Skjöld. Hlaut hann 7 V2 vinning. Til Mbl. frá Reuter. ® PARÍS, 13. ágúst — Onnur verk- failsaldan i Frakklandi breiðist nú ört út. 1 dag var talið að 4 milljónir manna heiðu lagt nið- ur vinnu. Samgöngur landsins eru lamaðar og matvælaskortur gerir vart við sig. Nu eru það ekki aðeins opinberir starfs- menn, sem eru í verkfalíi, held- ur starfsmenn í ýmsum atvinnu- greinum. Stjórn Laniels kom saman í dag og ákvað hún að taka fastari tökum á verkföllun- um, sem hún álítur ólögleg. VERKFALL STRÆTISVAGNA FRAMLENGT í allan dag hafa venjulegar samgöngur í París legíð niðri. Starfsmenn neðanjarðarbrauta og strætisvagna hafa verið í verk falli. Stjórnin sendi þá fram her- lið á vörubílum, sem leysa úr ‘brýnustu tlutningaþörfinni. — Verkfalli strætisvagnastjóra átti að ljúka í kvöld. En þá gaf stjórn félags þeirra út skipun urn að verkfallið skyldi framlengt um 24 klst. j BORGIN GAS- OG RAFMAGNSLAUS Starfsmenn við gas- og raf- orkuver hafa einnig lagt niður vinnu. Póst- og símamenn eru flestir í verkfalli. Nokkrar járn- brautir milli Parísar og næstu liéraða hafa gengið eftir áætlun í dag, en mestallar samgöngur til og frá borginni liggja niðri. Nielsen og Sterner hlutu 7 vinninga, Vestöl og Larsen 6V2, I Poulsen 6, Karlin 5, Solin og j Blomberg 4, Herseth 2 og Hilde- brand IV2. í 11. umferðinni fóru leikar þannig: Friðrik vanh Hilde- I brand, Skjöld vann Karlin, Lar- I sen vann Vestöl, Sterner vann I Solin, Poulsen vann Herseth og ! Blomberg og Nielsen gerðu jafn- tefli. HINIR íSLENDINGARNIR í meistaraflokki (A-riðli) hlaut Jón Pálsson 5 V2 vinning og varð 7. í röðinni. í meistaraflokki (B- riðli) hlaut Óli Valdimarsson 4% vinning og varð nr. 8—9. — í fyrsta flokki (A-riðli) urðu þeir efstir og jafnir Arinbjörn Guð- mundsson og Daninn Kristiansen. Svíar unnu í báðum riðlum meistaraflokks. -—Páll. Friðrik Ólafsson. I Þörf skjótra sendinga á voðum. matvælum, lyfjum Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. AÞENU, 13. ágúst. — Miklir jarðskálftar síðustu tvo daga hafa valdið óhemju tjóni á Jónísku-eyjunum við vestur- strönd Grikklands. Það er langt frá því að nokkuð heildar- yfirlit sé enn fengið yfir tölu fallinna og slasaðra. En svo mikið er víst, að borgir og bæir á eyjunum liggja í rústum og tugþúsundir manna verða að hafast við undir beru lofti án matar og drykkjar. Hjálparstarfið er þegar hafið. Berst aðstoð að úr öllum áttum. Brezkur floti var að flotaæfing- um skammt frá eyjunum og voru brezk skip fyrst á staðinn og veittu dýrmæta fyrstu aðstoð. — ★ ★ ★ — Þegar hrezki tundurspillirinn Daring nálgaðist eyna Cephalonia, sendi fréttamaður sem um borð var, skeyti um að skipverjar fyndu jarðskjálftakippina, þótt þeir sigldu enn alllangt frá landi. Kvað hann jarðskjálftann finnast um horð í skipið líkt og um djúpsprengjur væri að ræða og að út frá eynni stafaði bylgjuhreyfingu um hafflötinn. —■ ★ ★ ★ — Skömmu síðar sigldi tundurspillirinn inn á höfnina í Argostolion, höfuðborg eyjarinnar. Þeir komust þá að því að borgin var gersamlega öll fallin í rústir. Var auðséð að við jarðhræringarnar höfðu sum húsin fallið til grunna, en annars staðar hafði eldur komið upp og breiðzt út um borg- ina, svo að hún var í ösku. Þarna höfðu að minnsta kosti 250 manns látið lífið. Og 50 þúsund manns voru heimilisir, matarlausir og vatnslausir. Má geta sér nærri hvílíkur léttir það var, er brezki tundurspillirinn kom til borgarinnat og deildi út þeim matvælum, sem til voru og skipsmenn reyndu að öðru leyti að líkna fólki eins og hægt var. — ★ ★ ★ — JAFNAÐARMENN FREMSTIR í FLOKKI Sérkennilegt er við þessi verk- föll, að kommúnistar hafa sig ekki mjög í frammi, enda hefur verið mikið ósamkomulag og ó- áran innan kommúnistaflokksins síðan Maurice Thorez kom heim fyrir nokkrum mánuðum. Það er verkalýðsfélag jafnaðarmanna, sem er nú fremst í flokki. • ÓSVEIGJANLEGUR Laniel, forsætisráðherra, er ó- sveigjanlegur. Hann kveðst ekki muni Iáta af ráðstöfunum þeim, er hann hefur framkvæmt og ætlaðar eru til að rétta við fjár- hag ríkisins. f dag kom ráðuneyti hans saman og var þar samþykkt að grípa yrði fastari tökum á verkföllunum. Hefur stjórnin gefið út fyrir- skipun til opinberra starfsmanna að þeir hverfi aftur til vinnu og verði fyrirskipuninni ekki hlýtt, muni verkfallsmenn látnir sæta lagaábyrgð. 70% Aushir-Berlín- arbúa sótfu matvæli BERLÍN 13. ágúst. — Úthlutun- aryfirvöld Vestur-Berlínar halda nákvæma skrá yfir þá, sem mat- vælagjafir sækja til borgarinnar. Skýrsla hefur verið gerð yfir fyrsta hálfa mánuð starfseminn- ar. Var 2 milljónum pakka út- hlutað. Sést m. a. að 70% allra íbúa Austur-Berlínar sóttu mat- væli vestur fyrir markalínuna. — dpa. I SERFLOKKI — Það er greinilegt, að Friðrik hefir verið í sérflokki, sagði Baldur Möller, fyrrv. skákmeist- ari Norðurlanda, er blaðið* átti tal við hann í gær um sigur Friðriks. Við höfum að vísu unn- ið áður, en aldrei svona glæsi- lega. Keppinautarnir hafa nú átt við ofjarl að etja. Friðrik var orðinn góður skákmaður og vax- andi, en eftir Ólympíumótið í fyrra hefir hann tekið mjög hröð- um framförum, og er nú orðinn hlutgengur skákmeistari hvar sem er. Kommúnistar grisnaSir um að halda eftir striðsföngum Alvarlegar ásakanir um samningsrof Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. WASHINGTON, 13. ágúst. — John Foster Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í dag á blaðamannafundi, að kommúnistar væru grunaðir um óheilindi í sambandi við skipti á föngum í Kóreu. Virtist sem þeir ætluðu að hafa á alls konar undanbrögð með að skila herföngum. Skömmu síðar kom brezka beitiskipið Gambia til borg- arinnar Zante, sem er á samnefndri eyju. Sjónarvottar telja að 3A hlutar þeirrar borgar sé með öllu hruninn og eldar brunnu á 6 stöðum í borginni. Strax og beitiskipið kom þangað gerðu skipsmenn það sem þeir gátu til að létta neyð íbúanna. M. a. voru dælur skipsins í gangi til að berjast við logana. Helmingur fólksins hefur flúið upp á hálendi eyjar- innar, hinn helmingurinn ýmist vinnur að slökkvistörfum, eða hefur búizt fyrir í úthverfi borgarinnar. — ★ ★ ★ — Brezka freigátan Wrangler kom til bæjarins Sami, sem er á Cephaloniu. Tilkynnt er að 300 manns hafi látið lífið þar, enda var bærinn sem jafnaður við jörðu. Reykjarstrók- ar stóðu upp af rústunum. — ★ ★ ★ — í bænum Luxuri, sem einnig er á Cephaloniu, skammt frá Argostolion, hafa 150 lík verið talin. Þannig er ástandið í helztu bæjunum. Hið sama virðist vera um allar eyjarnar og þegar siglt er fram með þeim sjást reykir víða rísa til himins upp af hrundum rústum. — ★ ★ ★ — Skip gríska flotans hafa flutt matvæli og aðrar nauðsynja- vörur frá Patras til eyjanna. Segja sjóliðar að margar kon- ur, sem fluttar voru á brott, hafi reynt að stytta sér aldur, er sýnt þótti að börn þeirra höfðu látið lífið. DÆMDIR í FANGELSI Dulles skýrði svo frá, að her- fangar S. Þ. sem fengið hefðu frelsi hefðu þá sögu að segja að skömmu áður en fangaskiptin hófust, hafi fangabúðastjórn kommúnista látið dæma her- fanga í fangelsisrefsingar. Leik- ur grunur á að kommúnistar ætli ekki að skila fjölda fanga, sem þeir hafa dæmt í fangelsi. BROT Á SAMNINGUM Utanríkisráðherrann tók það fram, að Bandaríkjastjórn áliti það algert brot á vopnahléssamn- ingunum, ef framkoma kommún- ista væri slík sem frásagnir nokkurra herfanga benda til. Og Bandaríkjastjórn mun ekki sætta sig við slíkt samningsbrot, held- ur krefjast skilyrðislaust afhend- ingu allra herfanga S. Þ. I vopnahléssamningunum seg- ir m. a. að vopnahlésnefnd, sem fulltrúar frá Svíþjóð og Sviss m. a. eiga sæti í skuli rannsaka kærur um brot á samningnum. Er sennilegt að nefndin fái málið til meðferðar. Gjöf til flóttafólks London, 13. ág. — Brezka stjórnin ákvað nýlega að gefa 500 smálestir af vefnaðarvörum til flóttafólks, sem flúið hefur ógnarstjórn kommúnista í Aust- ur-Þýzkalandi. Hádherra kommúnista framdi sjálfsimorð TOKYO 13. agust. — Pyong- yang-útvarpið skýrði frá því að Hu Kaj varaforsætisráð-: herra Norður-Kóreu hefði framið sjálfsmorð. Ekki var, tilkynnt hvenær hann hefði stytt sér aldur, en ljóst er, j að hann hefur ekki tekið þátt í stjórnarráðstöfunum í nokkra mánuði. VEGNA HREINSANA Stjórnmálamenn telja aug- ljóst, að sjálfsmorð Hu Kajs muni standa í sambandi við hinar hreinsanirnar, sem ný- lega voru framkvæmdar, er 10 fyrrverandi ráðherrar komm- únista voru dæmdir til dauða. _____________________— Reuter. Salzburg 13. ágúst. — Banda- rískur túristi ætlaði að taka rússneskan fána niður af fána- stöng og taka hann með sér sem minjagrip. Hann var gripinn og sektaður um 400 schillinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.