Morgunblaðið - 14.08.1953, Síða 2
2
MORGIJTSBLAÐIÐ
Föstudagur 14. ágúst 1953.
Svar Framsóknarflakksinss
Fellst á að tako upp viðræður um
stjórnursamstarf við
Sjálfstæðisflokkinn
SVOHLJÓÐANDI bréf barst
formanni Sjálfstæðisflokksins
Ólafi Thors í gær frá Her-
manni Jónassyni, formanni
Framsóknarf lokksins:
Reykjavík, 12. ágúst 1953.
Til svars heiðruðu bréfi for-
manns Sjálfstæðisfiokksins, dags.
10. þ. m., vill Framsóknarflokk-
urinn taka þetta fram:
Með svarbréfi til Sjálfstæðis-
flokksins, dags. 30. júlí s. 1. gerði
Framsóknarflokkurinn það að til-
lögu sinni, að gerð yrði tilraun
til að mynda stjórn þriggja
flokka, Alþýðuflokksins, Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins. Síðar lagði Framsókn-
'arflokkurinn til, að Viðtöl færu
fram milli flokkanna þriggja um
þetta mál. Sjálfstæðisflokkurinn
liefir nú haft málið til athugun-
ar um nokkurn tíma, og er nið-
urstaðan sú, að flokksráðið lýsir
sig „andvígt ------ samningatil-
raunum við Alþýðuflokkinn um
stjórnarmyndun".
Verður að skilja þetta svo, að
Sjálfstæðisflokkurinn neiti nú
ákveðið að taka þátt’ í fyrnefnd-
nm viðræðum þriggja flokka —
og sé ekki til viðtals í þeim
«fnum.
; Þessi afstaða Sjálfstæðisflokks-
ins ler rökstudd með því, að
..samningatilraunir við Alþýðu-
f)okkinn“ séu „fyrirsjáanlega til-
gangslausar" þar sem Alþýðu-
flökkurinn sé andvígur „hinni
^ameiginlegu stjórnarstefnu, sem
framkvæmd var síðasta kjör-
tímabil". Er í því sambandi vitn-
að til greinar í Alþýðublaðinu
6. þ. m.
SLíka röksemdafærslu verður
að telja nokkuð vafasama. Stjórn
grandstæðingar munu að jafnaði
telja sig andstæða „stjórnar-
stefnunni" á hverjum tíma. Það
úti Lokar auðvitað ekki, að stjórn-
árflokkur og stjórnarandstöðu-
flokkur geti tekið upp samstarf
siðar t. d. við myndun nýrrar
ktjórnar. Ný viðfangsefni koma
til sögunnar og með þeim stjórn-
árstefna, sem miðuð er við þau
,viðfangsefni, án tillits til þess,
íivort eldri stjórnarstefna, sem
iniðuð var við önnur viðfangs-
K:fni, telst rétt eða röng. En skil-
iýt?ði til þess að sannprófað verði
hvort grundvöllur samstarfs sé
fyrir hendi, er að viðræður fari
fram milli fiokkanna eins og
ÍFramsóknarflokkurinn lagði til.
Á það skal bent, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefir a. m. k. þrisvar
sinnum verið í stjórnarstarfi
jjneð Alþýðuflokknum, þessvegna
ler því ekki til að dreifa, að
ÍSjálfstæðisflokkurinn telji Al-
þýðuflokkinn af almennum ástæð
xnn ósamstarfshæfan. Ekki er
jástæða til að tala um tímatöf í
Jressu sambandi. Viðræður til að
Jeiða í Ijós afstöðu Alþýðuflokks-
Ins í þessu máli hefðu ekki þurft
(að taka lengri tíma en Sjálf-
stæðisflokkurinn hefir nú notað
ttil að gera það upp við sig, hvort
ihann vildi eiga þátt í þeim við-
jræðum.
| f bréfi Sjálfstæðisflokksins
^egir, að það hafi verið „megin-
stefna núverandi stjórnar að við-
halda og efla jafnvægi og eðli-
lega þróun í atvinnu-, viðskipta-
og fjármálalífi þjóðarinnar svo
iað frjálsræði í viðskiptum og
framkvæmdum megi vaxa, at-
vinnuöryggi aukast og velmegun
þlómgasÞ' og er sagt að slík eigi
jfctefnan að verða framvegis. Þessi
ktefnulýsing er, eins og allir sjá
nokkuð almennt orðuð, og innan
hennar getur falist margskonar
ágreiningur um stefnuna í ein-
«tökum málum, og þá því frem-
jpur um aðferðir og frarnkvæmd.
^Cernur og fleira til en hér er
um rætt. Til dæmis má nefna,
Æið Framsóknarflokknum og jafn-
-Vél Alþýðuflokknum, hefir þótt
ÍSjálfstæðisflokkurinn um QÍ fast-
heldinn á sumar tegundir hafta
og að framkvæmd hervarnar-
samningsins hefir orðið mjög á
annan veg en Framsóknarflokk-
urinn hefði kosið. Nefna má við-
horf Sjálfstæðisflokksins um
vissa þætti verzlunarmálanna og
gagnvart samvinnufélögunum.
Þessara viðhorfa hefir allmjög
gætt í samstarfinu og annars
staðar þar sem Sjálfstæðisflokk-
urinn hefir aðstöðu til að láta til
sín taka. Er hér fátt eitt talið af
því sem á milli ber. Milli Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins er djúpstæður stefnu-
munur um margt, og þess vegna
fjarri því að um heilsteypta sam-
eiginlega stefnu geti verið að
ræða, þótt stjórnarsamstarf eigi
sér stað af nauðsyn um lausn
aðkallandi mála. Aldrei hefir ver-
ið um kosningasamstarf að ræða
milli þessara flokka.
Það er alþjóð kunnugt, að
Framsóknarflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn unnu gegn
frambjóðendum hvor annars^
engu síður en gegn frambjóðend-
um annarra flokka, enda ekki við,
öðru búist, né til annars ætlast af
neinum. Það verður því naumast
talið, sem skilja má af bréfi Sjálf
stæðisflokksins, að í þessum kosn
ingum hafi verið barizt fyrir
„sameiginlegri stj órnarstef nu“.
Framsóknarflokkurinn mun þó
að sjálfsögðu ekki láta kosninga-
baráttuna við Sjálfstæðisflokk-
inn eða aðra verða því til fyrir-
stöðu, að hann gerist þátttakandi
í því stjórnarsamstarfi, sem nauð
synlegt kann að teljast og tekizt
getur að athuguðu máli.
Þegar á allt er litið, telur
Framsóknarflokkurinn mjög mið
ur farið, að ekki skuli fást úr því
skorið, hvort málefnagrundvöll-
ur fyrir samstarfi á breiðari
grundvelli en verið hefir, sé fyrir
hendi og þeirri leið til stjórnar-
myndunar þannig lokað af Sjálf-
stæðisflokknum. Þessa leið taldi
flokkurinn æskilega nú meðal
annars vegna stjórnarskrármáls-
ins. Flokkurinn er þeirrar skoð-
unar, að skylt sé að reyna að
leysa það mál með sem víðtæk-
us-tu samkomulagi, og líklegasta
leiðin til slíks samkomulags
hefði verið myndun stjórnar á
breiðum grundvelli. Getur sú
staðreynd vart dulizt þeim, sem
bezt þekkja til slíkra mála, og
stoða þar engin málþófsrök til
andmæla. Framsóknarflokkurinn.
hefir lagt til að málinu verði vís- |
að til stjórnlagaþings. En ennþá
hafa engir einstakir flokkar bund
ið sig við ákveðna lausn þessa
máls í einstökum atriðum. Má í
því sambandi benda á það t.d.,
að meðal þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins hafa komið fram opin-
berlega a.m.k. þrjár mismunandi
tillögur um kjördæmaskipunina,
þar af tvær frá fulltrúum flokks-
ins í stjórnarskrárnefnd.
Þótt Framsóknarflokkurinn
telji eins og áður er sagt, mjög
miður farið, að Sjálfstæðisflokk-
urinn skuli hafa hafnað viðræð-
um um stjórn þriggja flokka,
getur hann að sjálfsögðu fallist
á að ræða við. Sjálfstæðisflokk-
inn um möguleika til þess að nú-
verandi stjórnarflokkar haldi.
samstarfi sínu áfram og hvernig
haga megi framkvæmd þessa sam
starfs, svo að við verði unað. —
Hefir hann falið ráðherrum sín-
um að hefja þessar viðræður við
Sjálfstæðisflokkinn. Jafnframt
vill hann skírskota til þess, að
Sjálfstæðisflokknum hefir fyrir
nokkru verið send skrá um nokk
ur helztu mál, sem Framsóknar-
flokkurinn mun leggja áherzlu á
í stjórnarsamstarfi, og er þess
að vænta, að Sjálfstæðisflokkn-
um hafi unnizt ráðrúm til að í-
huga viðhorf sitt til þessara mála,
þótt eigi sé þess sérstaklega getið
í bréfi flokksins.
F. h. Framsóknarflokksins,
Hermann Jónasson.
Til formanns Sjálfstæðis-
flokksins.
f þessu langa bréfi er aðeins
eitt sem máli skiptir, en það er
að Framsóknarflokkurinn hefur
nú fallist á að úr því fáist fljót-
lega skorið með viðræðum milli
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins, hvort auðið
verði að mynda nýja stjórn er
fylgi fram því megin stefnumiði
núverandi ríkisstjórnar, að auka
athafnafrelsi borgaranna, en
gegn þeirri stefnu hefur Alþýðu-
flokkurinn sem kunnugt er bar-
izt hatramlega allt fram til þessa,
og gat því augl.ióslega ekki verið
aðili slíkra viðræðna.
Nær þriðjungur landsmanna
starfaði viD iðnað á árinu 50
Þeim fjölgar sem lifa á fiskiðnaði
Fiskimönnum og bændum hefur fækkaS
I SÍÐUSTU Hagtíðindum er skýrt frá skipting þjóðarinnar eftir
atvinnugreinum, samkvæmt manntali er fram fór 1. desember á
árinu 1950. — Samkvæmt skýrslunni er iðnaðarmannastéttin fjöl-
mennust og teljast til hennar 30.206 manns, þar af rúmlega 8200
manns, sem við fiskiðnað starfa. Næstum þriðjungur landsmanna
starfar við ýmiss konar iðnað.
Fjölsott héraðsmót
Sjálistæðismanna í
V.-Húnavatnssýslu
HVAMMSTANGA, 11. ágúst: —
Sunnudaginn 9. ágúst var hin ár-
lega samkoma sjálfstæðisfélaga
Vestur-Húnavatnssýslu haldin í
samkomuhúsinu „Ásbyrgi" að
Reykjum í Miðfirði. Samkom-
unni stjórnaði Sigurður Pálma-
son kaupmaður á Hvammstanga.
Ræður fluttu: Jón fsberg fulltrúi,
frambjóðandi Sjálfstæðisflokks-
ins hér við síðustu kosningar; —
talaði einkum um ýmis innan-
héraðsmál, — og Magnús Jóns-
son alþingismaður frá Mel; ræddi
aðallega stefnu og hugsjónir
Sjálfstæðismanna.
Báðum ræðumönnum mæltist
vel og var vel fagnað.
Þeir listamennirnir Brynjólfur
Jóhannesson, leikari, Fritz Weiss
happel, píanóleikari og Guð-
mundur Jónsson, óperusöngvari
skemmtu með upplestri og söng
af mikilli snilld og við mikla
hrifningu áheyrenda. Fjölmennt
var svo sem húsrúm frekast
leyfði. Á eftir var dansað fram
eftir kvöldi. — Br. D._______
BERLÍN, 13. ágúst. — Úthlutun
matvælaböggla til Austur-Þjóð-
verja mun ljúka um sinn 15. ág.
Verður þá nokkurra daga hlé á,
þegar unnið verður að betri
skipulagningu útbýtingarinnar.
Er búizt við að útbýting hefjist
að nýju um 20. ágúst. — dpa.
AT VINNU STETTIRNAR
Þessu yfirliti Hagtíðindanna
fylgir tafla þar sem atvinnu-
störfum er skipt niður í 10
flokka. — Við landbúnað starfa
28,698. Við fiskveiðar 15,523, þar
af 3,533 í Reykjavík og tæp 6500
í öðrum kaupstöðum landsins.
Við byggingar og vegagerð 14,392,
þar af 6978 í Reykjavík og 3966 í
öðrum kaupstöðum. Við rafmagn
gas, vatnsveitur o. fl. 2218 manns,
þar af 1344 í Reykjavík einni.
Við samgöngur 12,476 manns,
þar af 7147 í Reykjavík, en 2817
í öðrum kaupstöðum landsins.
Við margháttuð þjónustustörf
bæði hins opinbera og einkafyrir-
tækja og einstaklinga, starfa
17029 manns, þar af í Reykjavík
9970 manns og í öðrum kaupstöð-
um landsins 3511, og í sveitum
2261. Ótilgreind er atvinna 1004,
þar af 666 í Reykjavík. Þá eru
þeir sem lifa á eignum sínum eða
opinberu framfæri, ellistyrk eða
þ. u.l., alls 9499, þar af 4151 í
Reykjavík, 2351 í sveitum lands-
ins og 1974 í kaupstöðum.
Af rúmlega 30 þús. iðnaðar-
mönnum eru nú 14,000 í Reykja-
vík og 9130 í öðrum kaupstöðum
landsins.
SKIPTINGIN MILLI STÉTTA
Um skiptingu þjóðarinnar eft-
ir atvinnugreinum hennar, segir
m. a. svo í Hagtíðindunum:
Á áratugnum 1940—50 hefur
landsmönnum fjölgað alls um
22500 eða um 18,5%. Á sama tíma
hefur sá mannfjöldi, sem lifir á
landbúnaði Og fiskveiðum, lækk-
að um rúml. 12 þús. manns eða
meira en fimmta hluta (fiskveið-
ar um 19%, en landbúnaður 'um
23 %) > Á síðasta áratug hefur
hinsvegar fólki fjölgað í öllum
öðrum atvinnuflokkum. Sam-
gönguliðurinn hefur þó ekki
hæklcað nema álíka mikið og
mannfjöldinn í heild eða um
18%. Fólki, sem lifir á þjónustu-
störfum, persónulegum eða opin-
berum, hefur fjölgað um rúml.
fjórða hluta, en verzlunarliður-
inn hækkað um 47%, og svipað
hefur því fólki fjölgað tiltölu-
lega, sem lifir á eignum, eftir-
launum leða opinberum styrk.
En Iangmest hefur aukningin orð-
ið á iðnaðarliðnum og þeim lið-
um, sem út úr honum hafa ver-
ið klófnir, byggingum og vega-
gerð, svo og rafmagnsveitum o.
fl. Sjálfur iðnaðarliðurinn hefur
hækkað um 75%, en byggingar
og vegagerð um 83% og rafmagns
veitur o. fl. um 138%. Rúmlega
fimmti hluti þjóðarinnar féll
undir iðnaðarliðinn 1950, en næst
um þriðjungur, þegar hinum
tveim er bætt við. Er það heldur
meiri mannfjöldi en þá taldist
til landbúnaðar og fiskveiða
samanlagt, því að til landbúnað-
ar taldist þá ekki nema tæpl.
fimmti hluti þjóðarinnar Og til
fiskveiða rúml. tíundi hluti. •—
Rúml. sjötti hluti landsmanna
lifir á verzlun eða samgöngum
og áttundi hluti á þjónustustörf-
um, persónulegum eða opinber-
um.
Tala fólks, sem lifir á fiskiðn-
aði, hefur hækkað um 47% frá
1940 til 1950, og síðar nefnda
arið lifðu 27% íbúanna í iðnaði
á fiskiðnaði.
í sveitunum lifa % hlutar íbú-
anna á landbúnaði, en í bæjun-
um aðeins mjög lítill hluti og þvl
minni sem bæirnir eru stærri.
Aftur á móti er iðnaður mest
áberandi í bæjunum. Þar lifa 40—•
43% af iðnaði, byggingum og veit
um, en aðeins 10% í sveitum. Að
fiskveiðum kveður mest í bæjun-
um utan Reykjavíkur, þar gem
um fimmti hluti íbúanna lifir á
þeim. Á verzlun og samgöngum
lifir 17—26% af íbúum bæjanna,
og er Reykjavík þar hæst. Þjón-
ustustörf eru líka langhæs't í
Reykjavík, þar sem rúml. sjötti
hluti íbúanna lifir á þeim, en úr
þeim dregur við minnkandi þétt-
býli.
Tveir drengir leniu
í bihlysum
TVEIR drengir urðu fyrir bílum
í gær og slasaðist annar þcirra
allmikið.
5 ára drengur, Svavar Sigurðs-
son, Laugavegi 124, varð fyrir
sendiferðabíl á gatnamótum
Snorrabrautar og Hverfisgötu. —•
Var hann fluttur í Landsspítal-
ann, en síðan var farið með hann
heim. Hafði hann skrámast nokk
uð. —
Hinn drengurinn heitir Þor-
lákur Ágústsson og er 6 ára. —
Hann varð fyrir vörubíl á móts
við Efstasund 66. Varð hann und
ir einu hjólinu. Hann var einnig
fluttur í Landsspítalann og ligg-
ur nú þar. Hafði hann hlotið all-
stórt sár á handlegg, en var ekki
brotinn.
Framleiðsla á ísL
tollvörum 1952
í SÍÐUSTU Hagtíðindum er skýrt
frá framleiðslu á innlcndum
tollvörutegundum á árinu 1952.
— Það ár voru framleiddir 1,2
millj. lítrar af gosdrykkjum, og
rúmlega 537 þús. lítrar af öli,
óáfengu. Þá voru framleidd 58,6
þús. kg af konfekti, 64000 kg a£
átsúkkulaði og tæp 68 þús. kg a£
brjóstsykri. Framleidd voru 154
þús. kg af kaffibæti.
Fjöldi efnilegra
dægurlapsöngv-
ara í Reyfcjavík
FYRIR nokkru auglýsti Kristjárí
Krist j ánsson hlj ómsveitarst j órj
eftir fólki, er reyna vildi hæfi-
leika sína sem dægurlagasöngv-
arar. í Ijós kom, að hér er fjöldi
manna, sem hefir ágæta hæfi-
leika, sem söngvarar með hljóm-
sveitum.
Þeir sem gáfu sig fram erut
Löry Erlingsdóttir, Ragnar Hall-
dórsson, Nína Sigurðar, Adda
Örnólfs, Sigurður Haraldsson og
Ingvi Guðmundsson.
Ætlar Kristján Og hans hljóm-
sveit að halda hljómleika n. k.
þriðjudagskvöld í Austurbæjar-
bíói, þar sem þessir söngvarat!
koma fram. _J