Morgunblaðið - 14.08.1953, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 14. ágúst 1953.
SUÐURRÍKJAFÓLKIÐ
SKÁLDSAGA EFTIR EDNU LEE
Framlíaldssagan 6
aá. eiga skilið það sem manni
ljþjtnaðist .. en það var hin
gullna lífsregla, sem hún fór eft-
ir.
i Mitty vissi viti sínu. Hún var
k£t og glöð. Og mér þótti svo
\feent um hana. Það var gott að
\gið vissum ekki í þá daga hvað
framtíðin átti eftir að færa okk-
■
Ur. Við mundum ekki hafa afbor-
ið þá vitneskju, ef okkur hefði
yerið veitt hún.
Ég var nýlega orðin tólf ára,
þegar ég var tekin frá Mitty.
|>egar herra Dolph sá hve illa mér
frarð við fréttirnar um að ég ætti
<aS fara, varð hann næstum alveg
eþjs sorgmæddur og ég. Nú yrði
ég að vera skynsöm stúlka, sagði
hann. En honum þætti fyrir því
áð þurfa að segja mér þetta. Það
ýæri engu líkara, sagði hann, en
hann væri hinn versti harðstjóri,
gn það var hann reyndar alls
ékki, því hann var hjartagæzkan
pppmáluð. En skipununum varð
hann aðhlýð a.
: Mitty klappaði á öxlina á mér,
©g huggaði mig eftir fremsta
megni. „Svona vina mín, við skul
0 m a
um taka þessu rólega. Það er
egsgin ástæða til að örvænta. Þú
aftt að fara á fínan skóla í Atlanta
óg það höfum við viljað lengi ..“.
|, Ég vissi það. Þó hélt ég áfram
að gráta. Og á meðan Mitty rað-
|ði dótinu mínu niður í nýju
Terðatöskuna sem herra Dolph
hafði komið með, gekk ég um her
bergin í litla húsinu og út í
garðinn hennar Mitty og yfir í
kirkjugarðinn til að kveðja allt
sem mér var þar kært. Litla læk-
nn og englana á legsteinunum.
Æitty varð að kalla þrisvar sinn-
im í mig, áður en ég gat fengið
nig til að hlýða.
Ég treysti mér alls ekki til að
cveðja Mitty og Petey. Ég hélt
nér dauðahaldi í hana, jafnvel
?ftir að herra Dolph hafði sett
Íítöskuna upp á vagninn og var
ifeztur upp sjálfur. Ég lofaði að
krifa henni á hverjum degi og
:oma í hverri viku. Svo var ég
kett upp í sætið við hliðina á:
herra Dolph og horfði tárvotum
augum á Mitty sem stóð á tröpp-
Jinum og hélt á búrinu með Petey
f fir höfði sér til þess að ég gæti
éð hann sem lengst. Herra Dolph
ftdó í hestinn og við ókum af stað.
Ég horfði til baka en sá lítið fyr-
:ír tárunum í augunum.
• Við ókum inn á Gordon Road
jen þaðan lá vegurinn inn til
'Atlanta. Herra Dolph sveiflaði
.svipunni svo oft og svo kröftug-
•Jega án þess þó að slá í, að mér
'datt í hug að hann vildi með
’þessu sýna samúð sína og hann
tmundi kannske hættg^jessu, ef ég
•hætti að brynna músum. Ég tók
því á honum stóra mínum og
Jhætti að skæla, en hann hélt
áfram að sveifla svipunni.
| ,,Ef nokkur hefði sagt mér“,
ýsagði hann og sveiflaði svipunni
ýí stóran hring, „þar sem ég er
piparsveinn og hef aldrei haft
?neitt gaman af börnum, að mér
mundi geta látið mér þykja vænt
um litla stúlku, þá mundi ég hafa
kaúað hann iygara".
Eg vissi ekki hverju ég átti að
svara, svo ég sagði bara „Já“.
Hann hélt áfram og rang-
' hvolfdi skakka auganu: „í allt að
því níu ár, hef ég verið í sendi-
ferðum á milli þeirra innfrá og
lítillar stúlku, og þar sem ég hef
kynnst því hve skynsöm hún er
og óvenjulega góð stúlka, þá er
-mér farið að þykja mjög vænt
Um hana, þó að ég hafi barist á
mótí því eins og ég hef getað.
Þess vegna tetkur mig það mjög
sárt að horfa upp á það að hún
sé hrifin burt frá þeim sem hún
elskar. Mig tekur það mjög sárt.
Og vegna þess að mig langar til
að veita henni einhverja huggun
þá segi ég henni, að það séu
ástæður, gildar ástæður fyrir
þessu öllu“.
Hefði ég verið eldri eða nógu
greind til að finna hjartagæzkuna
sem undir orðum hans bjó, þá
hefði ég notað þetta tækifæri til
að spyrja hann spjörunum úr um
sjálfa mig. Því aldrei fyrr hafði
ég meiri þörf fyrir að fá að vita
eitthvað með vissu um mína til-
veru og hagi. Nú var ég á leiðinni
til ókunnugra staða, þar sem ég
átti að umgangast ókunnugt fólk.
Enginn hafði nokkru sinni fundið
til meira öryggisleysis en ég á
þessari stundu. Ég þráði það eitt
að komast aftur heim til Mitty.
En mig skorti annað hvort hug-
rekki eða vit til að notfæra mér
augnablikið. Eða kannske hvoru-
tveggja.
•—o—
Það var komið fram yfir há-
degi þegar við komum á aðal-
verzlunargötuna í Atlanta, White
hall Street. Óteljandi vagnar
heftu för okkar, herra Dolph til
mikills ama. En mér var sama um
töfina. Ég var önnum kafin að
horfa á allt skrautið í sýningar-
gluggum verzlananna og aldrei
hafði ég augum litið jafn skraut-
klæddar konur og þar var að sjá
á götunum. Ég veitti því varla
eftirtekt, þegar herra Dolph
stöðvaði vagninn og batt hestana
við staur.
Þegar ég áttaði mig loks, virti
ég fyrir mér stóra húsið fyrir
framan okkur og mér fannst mik-
ið til um það^ að ég ætti- að fara
þarna inn. í staðinn fyrir að
standa upp, hjúfraði ég mig
lengra upp í sætið, þegar herra
Dolph ætlaði að hjálpa mér nið-
ur.
„Hvað er að, litla vina“, spurði
hann og horfði á mig með heil-
brigða auganu.
Ég stamaði og spurði hvort
þetta væri skólinn sem ég ætti
að fara í, en hann útskýrði það
fyrir mér að þetta væri bara
skrifstofubyggingin þar sem lög-
fræðingarnir Whidby og Poteat
væru til húsa, en hann væri
starfsmaður þeipra. Honum hefði
verið sagt að koma hér við í
leiðinni. Við mundum ekki tefja
nema augnablik.
Við gengum inn um dyr þar
sem á stóð skrifað Whidby og
Poteat, fórum í gegn um fremra
herbergi og inn í skrifstofu inn-
ar af. Skrifstofan var stór og
íburðarmikil. Það var ábreiða á
gólfinu og stórir leðurstólar við
skrifborðið. Við einn vegginn var
stór bókaskápur og nokkrir létt-
ir stólar. Ég velti því fyrir mér
hvort mennirnir tveir hinum
megin við skrifborðið væri
Whidby og Poteat. Þriðji maður-
inn, yngri en hinir tveir, stóð á
milli þeirra.
Þeir litu upp um leið og við
komum inn, en þegar þeir höfðu
litið á okkur, sökktu þeir sér aft-
ur niður í það sem lá fyrir fram-
an þá á borðinu. Herra Dolph
reyndi að ganga hljóðlega yfir
gólfið, en honum tókst það ekki
því það brakaði mjög í stígvélun-
um hans. Hann leiddi mig yfir
að stólunum sem stóðu við vegg-
inn og sagði mér að setjast.
Ég settist í stólinn og horfði
rannsakandi í kringum mig. Ég
undraðist allt sem ég sá og velti
því fyrir mér, hvers vegna mér
fannst þessi morgun vera svo
lengi að líða og gærdagurinn var
eins og hann hefði liðið fyrir
mörgum árum. Hvað mundi vera
langt þangað til ég sæi Mitty
aftur?
Ég gat ekki setið lengur kyrr,
svo ég stóð upp og gekk út að
glugganum, en glugginn var í
dálitlu útskoti í herberinu. En ég
nam staðar áður en ég kom út að
glugganum því á sætinu fyrir
neðan hann sat gamall maður,
Hatturinn hans lá við hliðina á
honum. Hann virtist vera mjög
gamall og það var eins og hann
væri allur skorpinn, en svörtu
augun hans voru hvöss og sting-
andi.
Eg leit á hann og hugsaði með
- . L O R E L EI
MMÍ
L Ó R E L E I
Þýzkt ævintýri
2.
„Mikið flón ertu að láta þig langa til mannanna. Jarðar-
búar eru undirförlir og fláráðir. Þeir munu bókstaflega
gera út af við hjarta þitt. Sérðu ekki daglega hvernig þeir
lokka silungana mína í netin sín og drepa þá? Þú ættir
heldur að fagna því, að öldurnar leyna töfrahöllinni okkar,
en að vera að hugsa um landbúana. Þú skalt nú ekki minn-
ast á þetta framar, heldur róla þér á öldutoppunum“ mælti
faðir hennar.
Lórelei fór að skæla þegar faðir hennar hafði þetta mælt.
Hún sannfærðist ekki af orðum hans, og þráði nú meir en
nokkru sinni áður að komast til landbúanna. Henni fannst
föður sinn vera harður við sig og ranglátur.
Dag nokkurn sat Lórelei lengur en nokkurn tíma áður
uppi á klettinum sínum. Þegar morgunroðinn sýndi, að
sólin myndi bráðlega renna upp, kölluðu leiksystur henn-
ar til Lóreleiar og báðu hana að koma niður í djúpið. Hún
gegndi því ekki fyrr en faðir hennar rak höfuðið upp úr
djúpinu og bað hana að koma niður. Þorði hún þá ekki
annað en gegna.
„Lofðu mér aðeins einu sinni að sjá sólina koma upp,(
sagði Lórelei við föður sinn.
Faðir hennar neitaði því harðlega og sagði: „Varaðu þig
á því að vera of lengi þarna uppi, því að sólarkossinn get-
ur orðið þér að bana.“
Lórelei litla hrökk við, en þó varð hún ekkert hrædd,
því að einhver rödd innra með henni hvíslaði: „Lofðu sól-
inni að kyssa þig til dauða. Heldur skaltu deyja en lifa
með þessa kvalalöngun í hjarta þínu“.
Nokkrum dögum seinna sat Lórelei uppi á sama klettin-
um, sem hún sat ávallt á um nætur. Það var komið fram
undir morgun og leiksystur hennar kölluðu til hennar, en
Hestamannafélagið Fákur
fer skemmtiferð laugardaginn 15. ágúst kl. 2,30 frá Skeið-
vellinum. Farið verður að Gjáarrétt og komið á kappreið-
ar „Sörla“, við Réttarflöt á sunnudag. — Tekið á móti
tjöldum og farangri á Laugalandi, frá kl. 9—1 og Skeið-
vellinum kl. 2,30.
STJÓRNIN
SéskbéHMsA
Eru aðeins búnar til úr glæ-
nýrri ýsu, eggjum og ný-
mjólk, framleiddar sam-
kvæmt ströngustu kröfum
um meðferð og hreinlæti.
(JPINSERU. j
Viðskiptavinum okk-
ar skal bent á, að við
leggjum fyrst og
fremst áherzlu á
V ö r u-
v öji d u n
MATBORG H.F.
Lindargata 46-48. — Síinar 5424 & 82725.
ELEKTRDEIJX
Óvenju mikið af berjum
í ár.
Mbl. 7. ágúst ’53
Berjatínsla hafin víða
um land og er það allt
að 2 vikum fyrr en
venjulega.
Tíminn 7. ágúst ’53
ELEKTROLUX-hrærivélin hefir mjög fullkomna
BERJAPRESSU, sem tryggir fyllstu nýtingu berj-
anna og léttir starf húsmóðurinnar.
Einkaumboðsmenn:
Hannes Þorsteinsson & Co.
MARKAÐURINN
Bankastræti 4.
\
N
i