Morgunblaðið - 25.08.1953, Qupperneq 7
Þriðjudagur 25. ágúst 1953
MORGVNBLAÐIÐ
_________
IHagni Guðmundsson, hagfræðingur:
Lýðræðið og kosningakerfin
MARGT og mikið hefir verið
ritað um kjördæmaskipunina.
Hún hefir verið eitt helzta hita-
mál í blöðum og á mannfundum
öðru hverju í fullan áratug. Síð-
ustu mánuði hafa umræður um
þetta efni færzt í aukana, enda
er tíðinda að vænta á næstunni.
Mér finnst í aðra röndina, þeg-
ar ég legg hér orð í belg, að slíkt
sé að „bera í bakkafullan læk-
inn“. Þó langar mig til að skrifa
svolítið um nokkur atriði máls-
ins, sem hafa ef til vill ekki kom
ið fram áður eða aðeins óglöggt.
Kosning flestra þingfulltrúa
utan Reykjavíkur fer fram í ein-
menningskjördæmum, og ræður
einfaldur meiri hluti greiddra
atkvæða úrslitum. Helzti galli
þessa fyrirkomulags og raunar
hinn eini, er sá, að stjórnmála-
flokkur, sem er í minni hluta
með þjóðinni, getur öðlazt meiri
hluta á þingi. Slíkt er að sjálf-
sögðu lítt þolanlegt í lýðræðis-
landi, enda mun tæplega geta
orðið eining um þessa skipan,
fyrr en bót annmarkans hefir
verið ráðin á einn eða annan hátt.
Með hlutfallskosningu, sem við
* tókum upp að miklu leyti, er við
skópum „uppbótarsætin“, er far-
ið inn á nýja leið, sem hefir sína
galla og ekki fáa, og skiptir þá
megin máli að ganga úr skugga
um, hvort þær eru raunveruleg-
ur vinningur eða aðeins verri
kosturinn. Mun ég rifja upp
helztu aðfinnslur gegn hlutfalls-
kosningum í mjög stuttu máli,
þá fara nokkrum orðum um rök
formælenda kerfisins, en síðan
athuga, hvort og hvernig unnt
yrði að koma í veg fyrir, að hin
eldri aðferð, kosning í einmenn-
ingskjördæmum, leiði til < mis-
réttis.
HLUTFALLSKOSNINGAR
Aðal gagnrýni lilutfallskosn-
inga er á þá lund, að þær efli
smáflokka og flokksbrot og geri
myndun ríkisstjórna erfiða. Þeg-
ar stjórnarmyndun tekst ekki,
nema með þátttöku minni liluta
flokka, verður að „semja“ við
þá. Meiri hluta flokkurinn neyð- |
ist þá til að víkja fiá stefnuskrá
sinni, en framkvæma baráttumál
smáflokksins að meira eða minna
ieyti, eftir styrkleika hans við
samningaborðið. Á þennan hátt
er sjónarmiðum minni hlutans
bókstaflega þröngvað upp á
meiri hlutann, og brýtur slíkt í
raun réttri grundvallar-reglu
lýðræðisskipulagsins, þá, að
meiri hlutiim eigi að ráða.
Önnur gagnrýni hlutfallskosn-
inga er sú að hagsmunahópar nái
of miklum tökum á stjórnmála-
flokkunum, því að þeim verði
gjarnt að beita samtökum sín-
um og ef til vill peningavaldi til
að haía áhrif á nafnaröðun fram-
boðslistanna.
Þriðja gagnrýni er sú, að val
frambjóðenda færist æ meir til
miðstjórnar með þeim afleiðing-
um, að þingmönnum hætti við
að gefa meiri gaum að gengi og
gagni flokksvélarinnar en þröf-
um kjördæmisins, sem þeir eru
fulltrúar fyrir. •
Hin fjórða gagnrýni og síðust
þeirra, sem hér verða nefndar,
er á þá leið, að sjálf kosningabar- -
áttan verði yfirborðskenndari,
þannig að frambjóðendur kosti
síður kapps um að kynnast kjós-
endum persónulega og rökræða
við þá urn deilumálin, en því
meiri áherzla sé lögð á áróður,
auglýsingar og sýningar.
STERKARI AÐSTAÐA VIÐ
Samningaborð
HROSSAKAUPANNA
Ef vikið er nú að málflutningi
þeirra, sem eru fylgjendur hlut-
fallskosninga, er þess fyrst að
geta, að þeir vitna tiðum í rang-
læti, er minni hlutinn sé beittur,
þegar atkvæði fallinna frambjóð-
enda í einmenningskjördæmum
koma ekki að notum. Þessi hug-
mynd um rangiæti verður þó
ekki rökstudd á sannfærandi
hátt, því að meiri hlutinn öðlast
með kosningu hvorki annað né
meira en það, sem honum ber,
og getur ekki falizt í því neinn
óréttur gagnvart minni hlutan-
um. Hefir í seinni tíð verið harmr
að á ranglætis-kenningunni, en
því haldið fram, að þingið sé
stofnun frjálsra umræðna fyrst
og fremst, er eigi að túika allar
skoðanir, enda sé meiri hluti, án
andstöðu minni hluta, beinlínis
hættulegur.
Svar við þessu er hins vegar
það, að tala eða fjöldi þingfull-
trúa minni hluta flokkanna er al-
gert aukaatriði, ef þetta er erindi
þeirra og hlutverk á löggjafar-
samkomunni. Ekki þarf nema
einn fulltrúa flokks eða flokks-
brots til að kynna sjónarmið
hans, og mega „uppbótarþing-
mennirnir" þá sitja heirna þeirra
hluta vegna. Og minni hluti, sem
nær ekki meiri hluta i að
minnsta kosti einu kjördæmi,
verður að teljast harla veigalítill,
þannig að vel megi án hans vera.
Þá ber að hafa í huga, að hlut-
verk stjórnarandstöðu á þingi er
ekki að fá hlutdeild í ríkisstjórn-
inni, heldur afla sér með gagn-
rýni sinni fylgjenda og verða
meiri hluti.
Er ekki grunlaust um, að minni
hluta flokkunum sjáist yfir þetta
síðast-nefnda, og að ofurkapp
þeirra að fá menn á þing í hlut-
falli við atkvæðaíylgi stafi leynt
eða ljóst af löngun þeirra til að
ná sterkari aðstöðu við samn-
ingaborð hrossakaupanna.
Á hinn bóginn skal minnt á,
að þing eru ekki kvödd saman
til þess eins að sitja á rökstólum
og gefa skoðunum útrás. Megin
verkefni þeirra er að taka á-
kvarðanir og setja lög. Viður-
kenna allir, að formælendum
hlutfallskosninga meðtöldum, að
slíkt eigi meiri hlutinn að gera.
Hans er að taka ákvarðanir og
setja lög, en ekki minni hlutans.
Nú er það dálítið undarlegt og
vert þess, að um sé getið, að hlut-
fallskosninga er naumast krafizt,
nema í vali þingfulltrúa á lög-
gjafarsamkomu. Ef þessi kenn-
MEIRI HLUTINN Á AÐ TAKA
ÁKVARÐANIR OG SETJA LÖG
ing er rétt, að hverjum flokki
beri að fá fulltrúa í samræmi við
atkvæðamagn, ætíi að sjálfsögðu
að beita hlutfailskosningu jafn-
framt innan þings við kjör fram-
kvæmdavaldsins, sjálfrar ríkis-
stjórnarinnar. Fengi þá hver
flokkur ráðherrastóla í hlutfalli
við tölu þingfulltrúa sinna. Slíkt
cr auðvitað fjarstæða, sem vart
nokkur maður mun vilja ljá
fylgi, en ljóst er þó af þessu, að
þetta keríi, hlutfallskosningar,
kollvarpa, eí þeim er beitt út í
æsar, reglunni um óskorað vald
stjórnenda yfir þegnurn og ríki.
Þær leiða, rökfræðilega, til al-
gerrar óstjórnar (anarchy).
IIEFIR MEIRI GALLA
EN KOSTI
Það, sem greint hefir verið hér
að framan um hlutfallskosning- |
ar, er síður en svo örfandi, enda
mun tæplega geta leikið vafi á
því, að þetta kosningakerfi hefir
meiri og fleiri galla en kosti. —
Stjórnleysistímabil vilja verða
löng og mörg. Þegar loks hefir!
tekizt að setja upp ráðherralista
með þingmeirihluta að baki,
hafa hin furðulegustu „verzlun- j
arviðskipti“ milli flokka oft far- '
ið fram. Stjórnarstefnan er þá
hvorki fugl né fiskur. Hún er
samsuða, sem hvorugur aðili vill
raunverulega teljast ábyrgur fyr i
ir. Þegar margir eru samsekir, j
verður heilbrigðri gagnrýni á
stjórnarathöfnum trauðla við
komið, og flokkalínurnar ruglast.
Kjósendur vita naumast, hvað
snýr upp og hvað niður. Er tákn-
rænt, að á seinni árum hafa eld-
húsdagsumræður á þingi farið
inn á nýjar brautir. Nú stendur
deilan ekki lengur, að því er virð
ist, milli Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins eða Framsókn-
arflokksins, heldur milli ríkis-
stjórna inribyrðis. Stjórn Stefáns
Jóhanns Stefánssonar deilir á
stjórn Ólafs Thors, og öfugt. Þá
voru þingmenn beggja flokka í
báðum ríkisstjórnum og samkv.
j stjórnarskránni eru ráðherrar
samábyrgir stjórnarfram-
| kvæmda.
ÓKOSTIR HLUTFALLS-
KOSNINGA GERA LÝÐ-
RÆÐINU LÍTT MÖGULEGT
AÐ ÞRÍFAST
i Vandæðaástand á sviði stjórn-
! mála hefir áhrif á sjálfa þjóðina,
. hinn óbreytta borgara. Tel ég
j litlum efa bundið, að samband
I sé milli þess og þeirrar ófor-
sjálni og rótleysis, sem orðið
hefir vart hjá almenningi um all
langt skeið.
Ókosti hlutfallskosninga mætti
ef til vill orða í einni setningu
þannig, að þeir geri, þegar til
lengdar lætur, lýðræðinu lítt
mögulegt að þrífast. Eitt ömur-
legasta dæmið um bölvun smá-
flokkakerfisins er Frakkland,
sem eitt sinn var kallað „vagga
lýðræðisins og frelsisins11. — En
sjálfir eigum við okkar eigin
raunasögu sundrungar og stefnu-
leysis, síðan við samþykktum
„uppbótar-regluna", sem er af-
brigði hlutfallskosninga. — Það
var táknrænt og um leið áminn-
ing, að skömmu eftir gildistöku
uppbótar-reglunnar, féll það í
hlut utanþings-manna að lýsa
yfir sjálfstæði okkar og lýðveldi
á Þingvelli 17.- júni 1944. Hið
sögufræga og tíu alda gamla Al-
þingi íslendinga hafði reynzt ó-
fært um að mynda stjórn.
Á allt þetta verður að líta, þeg
ar veija á eða hafna kosninga-
kerfi. Við verðum að dæma
íyrst og fremst eftir árangri og
afleiðingum, og andspænis þeim
getur órökstutt tal flokksbrota
um ímyndað ranglæti við minni
hlutann orðið bókstaflega hé-
gómlegt.
EINMENNINGSKJÖRDÆMI
MEÐ SEM JAFNASTRI
KJÓSENDATÖLU
Um einmenningskjördæmi,
sem getið var í upphafi, er það
skemmst að segja, að annmark-
arnir stafa þar fremur af fram-
kvæmdaatriðum en kerfinu
sjálfu. Það er sem sagt nauðsyn-
legt,' að kjördæmin séu hvort-
tyeggja í senn (1) smá og (2)
með sem ailra jöfnustu atkvæða-
magni.
Ef þessa er gætt má telja sæmi
lega öruggt, að þingmeirihluti
fiokks styöjist að öllum jafnaði
við meiri hluta kjósenda í land-
inu. Við höfum á einhvern hátt
vanizt því í verki og hugsun, að
kjördæmin fari eftir sýslumörk-
um. En slíkt þarf síður en svo
að vera, eins og á hefir verið
bent. Gera verður sjálfstæð
kjördæmi til sveita og innan
kaupstaða, sem séu, eins og áður
segir, tiltölulega lítil og svipuð
að fólksfjölda, og með vissu ára-
bili, þriðju eða fjórðu hverjar
kosningar, verður að endurskoða
skiptinguna, svo að hlutföllin
haldist nokkurn veginn.
Það er skoðun mín, að slík
skipan sé ein þess megnug að
gera stjórnarfar okkar heil-
brigt og traust. Foringjar flokks-
brota, sem óttast stundartap
þingfylgis, munu vafalaust veita
mótspyrnu, enda þótt þeir viti,
Framh. á bls. 12
Skrifstofur vorar
verða lokalar
í dag
YÁTRYGG1NGÁFÉ3AG1Ð í
DPPBOÐ
Opinbert uppboð verður haldið í skrifstofu borgar-
fógetans í Reykjavík í Tjarnargötu 4 hér í bænum, mánu-
daginn 31. þ. m. kl, 2 e. h., og verða þar seld hlutabréf
í h. f. Grímur, Borgarnesi að nafnverði kr. 30.000,00,
samkv. ákvörðun skiptafundar í þb. Oskars Magnús-
sonar, Njálsgötu 26 hér í bænum, og ennfremur hluta-
bréf í Olíuhreinsunarstöðinni h. f. að nafnverði kr.
13.000,00 eftir kröfu Útvegsbanka íslands h. f.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 24. júlí 1953.
Kr. Kristjánsson.
S*
Ðraltorirextlr
Dráttarvextir falla á tekju- og eignaskatt og önnur £
þinggjöld ársins 1953 hafi gjöld þessi ekki verið greidd 1
að fullu laugardaginn 5. september n.k. — Dráttarvext- £
irnir reiknast frá gjalddaga, 31. júlí síðastliðnum. S
Reykjavík, 24. ágúst 1953.
Tollstjóraskrifstofan,
Arnarhvoli.
“S«
í«
VerzLimarstarf
Ungur áhugasamur reglumaður með verzlunarskóla eða
hliðstæða menntun, óskast til starfa hjá heildsölufyrir-
tæki. — Umsókn með sem gleggstum upplýsingum. svo
sem um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr Mbl.
fyrir 29. þ. m., auðkennt: „Áhugasamur — 744“.