Morgunblaðið - 24.09.1953, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.09.1953, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. sept. 1953 MOKGUNBLABIÐ 9 nmsseiíi s Edinborgarhétiðin iil. IKI THALIU v. í RÍKI THALIU Margar raddir hafa verið uppi um það að leiklistin hafi orðið nokkuð afskift á Edinborgarhá- tíðinni í þetta sinn. Eru þær að- finnslur á fullum rðkum reistar | því að á vegum hátíðarinnar eru nú sýnd aðeins fimm leikrit en hinsvegár skifta hljómleikarnir tugum. Af þessum leiki itum hef ég enn sem komið er aðeins séð tvö, The Confidential Clerk eftir T. S. Eliot og Hamlet eftir Shakespeare. Hinsvegar hef ég séð þrjú önnur leikrit, sem ekki <eru á vegum hátíðarinnar, The Devil’s General eftir þýzka rit- höfundinn Carl Zuckmayer, ímyndunarveikina eftir Moliére ©g Lysistrata eftir gríska skáldið Aristofanes. LEIKRIT UM HITLER The Devil’s General vakti slíka hrifningu áhorfenda að fágætt mun vera hér í borg að því er folöðin herma. Leikritið fjallar tim einræðisstjórn Hitlers og allt það böl sem hann og nazistalýður hans leiddi yfir þýzku þjóðina. — Aðalpersónan, Harris hershöfð- ingi, getur afstýrt því á fyrstu árum Hitlersstjórnarinnar, að loftherinn komist algerlega í hendur nazista. Hann hefur hug- rekki til að láta í ljós vanþóknun sína á nazistum enda hefur hann aldrei gengið í flokkinn. Hvað eftir annað er skorað á hann að ganga í flokkinn og jafnvel haft Ogleymonlegar unaðsstusadir leikendur fóru einnig mjög vel með hlutverk sín, enda var heild- j arsvipur leiksins með miklum ágætum. i.i— - j FRÁVIK FRÁ UPPRUNA- LEGUM TEXTA ÍMYNDUNARVEIKINNAR j Imyndunarveikina og Lysi- strata sýnir hér leikfélag er nefn- ist Theatre Workshop. Standa að því féiagi að mestu ungir Eng- lendingar. Markmið þeirra er að halda uppi sýningum á klassisk- um leikbókmenntum og selja að- ganginn svo ódýrt að allur al- menningur geti sótt sýningar þeirra. Þetta hefur þeim tekizt með því að hafa allan sviðsútbún að sem einfaldastan og ódýrastan. Þessir ungu idealistar njóta eink- is opinbers styrks, en einhvern fjárhagsstuðning munu þeir fá annarsstaðar frá. Ekki munu þeir j bera mikið úr býtum f járhagslega sjálfir, en þó hafa þeir ráðist í það að efna til leiksýninga í Noregi, Svíþjóð og Frakklandi. ' Aðalbækistöð þeirra er í London. Er starfsemi þessara ungu manna í alla staði lofsverð og til fyrir- myndar. Sýning þeirra á Imyndunar- veikinni kom mér mjög á óvart, svo mjög var hún ólík því sem ég | hafði búizt við. í mörgu var vikið i frá frumtextanum og að lokum Hamlet (Richard Burton) álasar móður sinni Gertrude drottn- ingu (Fay Complon). Diaforius læknir, Thomas Diaforius (sonur hans) og Argan í s,ímyndunarveikinni“. í hótunum við hann ef hann geri það ekki, en hann þverneitar alltaf enda þótt honum sé það Ijóst að það geti kostað hann líf- ið. Að lokum er hann sakaður um skemmdarverk en hann kemst undan sporhundum Hitlers upp í flugvél, en hún fellur til jarðar ©g hann bíður þar bana. Leikritið er ágætlega samið og gefur áhorfandanum glögga inn- sýn í hið spillta stjórnmálalíf er þróaðis.t í kringum Hitler og klíku hans. Allsstaðar eru njósn- arar að verki, ekki sízt i veizlu- söíunum þar sem rætt virðist um hégómann einan, en hvert orð sem sagt er virðist hafa dýpri merkingu. Gáskinn er óeðlilegur og til þess eins að leyna óttanum og kvíðanUm, sem allir eru haldn ir af undir niðri. Trevor Howard, hinn þekkti kvikmyndaleikari, lék aðalhlut- verk leiksins, Harris hershöfð- ingja, af frábærri snild, djúpum skilningi og mikilli tækni. Aðrir er hinn . ímyndunarveiki ekki gerður að lækni, heldur komu margir læknar að sjúkrabeði hans og gefa honum inn hver sinn skammt og stinga saman nefjum um sjúkdóma hans þess í milli. Er það vel gert og skemmtilegt, enda flest hlutverk- in ágætlega leikin, einkum var þó Toinette hreint afbragð. I Lysistrata er einnig mjög vikið frá frumtextanum. Hefur Ewan MacColl, að nokkru leyti staðfært leikinn og snúið honum upp í ádeilu á brezka íhaldsflokk inn og „The warmongers“ vorra tíma. ALVARLEGUR GAMAN- LEIKUR ELIOTS Þegar ,,The Cocktail Party“ eftir T. S. Eliot var sýnt á Edin- borgarhátíðinni fyrir tveimur ár- um voru mjög skiptar skoðanir almennings og einnig gagnrýn- enda um hvernig ætti að skilja leikritið og hvað fyrir höfundin- um hefði vakað er hann samdi það. Slíkum skoðanamun er ekki til að dreifa um hið nýja leikrit Eliots „The Confidential Clerk“. Efni þess verður ekki rakið í stuttu máli og læt ég því nægja að geta þess að það gerist með yfirstéttarfólki í London og fjall- ar um börn sem hjónin Sir Claude Mulhammer og kona hans lady Elizabeth hafa átt hvort um sig áður en þau gengu að eigast. Börn þessi voru alin upp hjá vandalausum og lady Elizabeth hafði raunar glatað barni sínu. í leikslok heimtir frúin barn sitt, en Sir Claude verður að sætta sig við þá hvimleiðu staðreynd að „sonurinn“, sem hann hefur séð fyrir fjárhagslega alla tíð, er alls ekki sonur hans. — Leikritið er á yfirborðinu gamanleikur og margt er þar bráðfyndið og snilld arlega sagt, enda leikritið af- bragðsvel samið. En á bak við gamanið liggja djúp mannleg viðfangsefni og spurningar sem alla varðar. Við vitum að vísu hver við erum að faðerni og móðerni, en vitum víð hvað við erum? Aðrir skilja okkur ef til vill, en skiljum við okkur sjálf? Þessar spurningar og margar aðrar ber höfundurinn fram í þessu leikriti, en hann svarar þeim ekki. E. Martín Browne hefur sett leikinn á svið og annast leikstjórn ina en tjöldin hefur Hutckinson Scott gert. — Leikendurnir fóru allir ágætlega með hlutverk sín. Sérstaka hrifningu vakti Isabet Jeans í hlutverki lady Elizabeth, enda var leikur hennar frábær. Sagði hún varla nokkra setningu svo að hlátrasköllin kvæðu ekki við um allt húsið. En einna at- hyglisverðastur þótti mér leikur Allan Webbs er fór með hlutverk Eggerson, hins gamla einkaritara Sir Claudes. Sú persónutúlkun verður mér ógleymanleg, svo heilsteypt var hún og sönn út í ystu æskar. Þá var og glæsilegur leikur Paul Rogers er fór með hlutverk Sir Claudes og ájhrifa- mestur í leikslok, þegar mest á reyndi. OPIÐ SVIÐ OG ENGAR SVIPBREYTINGAR í HAMLET Old Vic hóf sýningar á Hamlet í Assembly Hall 24. ágúst, en ég sá leikinn ekki fyrr en nú fyrir skömmu. Assembly Hall er raun- ar ekki leikhús enda mjög óhent- ugt til leiksýninga. Hafa þeir annmarkar ráðið nokkru um uppsetningu leiksins og sett sinn svip á hann að öðru leyti. Sviðið hefur orðið að byggja út frá öðr- um hliðarvegg salarins og nær það fram yfir miðju áhorfenda- svæðisins. Það er eingöngu tveir stórir pallar með breiðum þrep- um niður að salargólfinu á þrjá vegu. Sitja áhorfendurnir um- hverfis sviðið á þessa þrjá vegu, en leikendurnir koma inn á svið- ið úr öllum áttum milli bekkja- raðanna. Sýningin fer þannig fram á opnu sviði og sviðsbreyt- ingar eru engar. Þetta fyrirkomu lag er að vísu mjög athyglisvert og saman að hafa séð það, en þó hygg ég að til þess hafi verið gripið af illri nauðsyn. Þetta stórbrotna leikrit Shakes peares er Skotum og Englending- um engin nýjung. Margir kunna það meira að segja utanbókar. Það er því ekki mikið rætt hér manna á meðal eða í blöðunum um leikritið sjálft en því meiri athygli hefur vakið leikur Richards Burtons, sem fer með hlutverk Hamlets. Hefur hann komið mönnum mjög á óvart með óvenjulegum skilningi sín- umog túlkun á þessari torræðu persónu. Hamlet Burtons er mannlegri og ekki eins innhverf- ur og menn hafa átt að venjast. Kemur það hvað bezt í ljós í ein- tölum hans, sem sögð eru fram með meiri léttleika og tilbrigðum í röddinni en áður hefur tíðkast. í upphafi leiksins virðist Ham- let ekki trúa á svip föður síns og það hlutverk. sem faðir hans fel- ur honum að inna af hendi. Og framan af leiknum er eins og Hamlet einbeiti sér eingöngu að því að sannprófa þetta yfirnátt- úrlega fyrirbrigði. En þegar hann hefur . sannfærst um sanngildi fyrirbrigðisins, breytist leikur hans allur. Hann verður ákveðn- ari og upp frá því er leikurinn allur átök milli hans og Claudi- usar konungs, sem í höndum Laurence Hardy hefur litla kon- unglega reisn, en er hinsvegar þeim mun slægari og kaldrifj- aðri. Leikur Fay Compton í hlut- verki Gertrude drottningar er afbragðsgóður. En sterkustu þætt irnir í túlkun hennar, sektarvit- undin og móðurkenndin. Þá er og Horatio heilsteypt og skemmti leg manngerð í meðferð Williams Squire. En minnisstæðastur mun mér verða leikur Claire Bloom í hlut- verki Opheliu. I fyrstu þáttunum túlkar hún af nærfærni og næm- um skilningi sálarlíf hinnar ungu og saklausu konu sem elskar Hamlet af öllu sínu barnslega hjarta, en þegar hún er orðin vit- stola, er leikur Claire Bloom þróttmikill og áhrifaríkur og alll að því óhugnanlega sannfærandi. Leikstjórinn John Benthall hefur sett leikinn snilldarlega á svið og kemur blöðunum hér sam an um að hann hafi með sýningu þessari unnið mikið afrek. Innan skamms hefjast sýning- ar The Glasgow Citizens Theatre á ballad-óperunni The Highland. Fair og hinn 7. þ.m. verður frum- sýning Le Théátre National Poupulaire í Paris á „L’Avare" eftir Moliére og hinn 8. þ.m. frumsýnir sama félag Richard II. eftir Shakespeare. IIÁTÍÐIN ÚTI 12. SEPT. Þessum miklu hátíðahöldum lýkur 12. þ.m. með tónleikum í Usher Hall, sem hefjast kl. 11 um kvöldið. Leikur þar Filharmoniu- hljómsveit Vínarborgar undir stjórn Bruno Walters Vínarlög. — Daginn eftir munu hinir fjöl- mörgu gestir taka saman plögg sín og pjönkur og halda hver til síns heima, auðugri af fögrum minningum um margar og ó- gleymanlegar unaðsstundir í þessari dásamlegu borg. Og þeir þakka öllum þeim sem að þessum hátíðahöldum hafa staðið frá- bæra fyrirgreiðslu og heita því með sjálfum sér að sækja þessi hátíðahöld aftur eins fljótt og kostur er á. Sviðsmynd úr hinu nýja leikriti T. S. Eliots „The Confidential Clerk“, sem frunmsýnt var í Edinborg. Stefna Verkamanna- flokksins í ufanríkis- LUNDÚNUM, 23. sept. — Stjórn Verkamannaflokksins brezka samþykkti í dag nýja stefnuskrá. Er þar m. a. boðað, að flokkurinn muni setja sig gegn vígbúnaði Þýzkalands fyrr en úrslitatilraun hefur verið gerð til að.skjóta á fjórveldaráðstefnu um Þýzka- landsmál. Þá er í‘stefnuskránni gert ráð fyrir hlutleysi Formósu og Kór- eu. — Aðalfundur Verkamanna- flokksins hefst í Margate á sunnu- dag. — Reuter-NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.