Alþýðublaðið - 24.06.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.06.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ frá Perinm. Drengur, siðprúður og skilvís, óskast til að bera Alþýðublaðið til kaupenda í austurbænum. Persía er geysistórt land, er liggur á milli Kaspíshafs, Túran og Kákasus að norðan, Afganistan og Beludsjistan að austan, Persa- flóa og indverskahafsins að sunn- an og Mesopotamíu og Kúrdistan að vestan; það er nær 30 þús. fermílur að flatarmáli, eða nær 15 sinnum stærra en ísland. íbúar landsins eru um 8 milj. að töllu. Þeir eru nær aliir Múhameðstrúar (Sjitar). Landið er geysi frjósamt og auðugt af ýmiskonar jarðar- gæðum svo sem steinoliu og ýmis- konar málmum. Landinu stjórnar einvaldur, er nefnir sig Schah (konungur) eða Schah-in-Schah (konungur konungannna), en for- maður stjórnarinnar er stórvezír. Landið er eigi svo vel ræktað, sem skyldi, sökum þess, að næg mannvirki (t. d. vatnsveitur etc) hafa eigi verið gerð og þjóðin notar eigi að öllu leyti náttúru- gæði landsins, sökum menningar- leysis, En fólkið hefir nóg að bíta og brenna og líður sæmilega vel. Síðan á síðustu öld hefir Persía, sökum náttúruauðæfa sinna, verið girnileg bráð í augum brezkra auðmanna og rússneska keisara- valdsins. Þau vildu ætíð hafa hönd í bagga með málefnum Persíu. Rússar vildu gjarnan færa út kví- arnar þar um slóðir og Englend- ingum gekk það tvent til: að njóta góðs af náttúrugæðum landsins og með því, að ná tökum á Persíu, voru þeir búnir að mynda eins- konar varnargarð um Indland að norðan. Mentun og menning þjóðarinnar er á tiltölulega lágu stigi. Til skamms tíma hefir öll fræðsla verið í einstakra manna höndum, en fáir eða engir opinberir skólar. Samgöngur landsins og fjármál eru og í illu skipulagi. Hafa Pers- ar því orðið að leita hjálpar út- lendra auðmanna til að koma á hjá sér skipulagi. Má þar til nefna ameríska auðmanninn, Mr. Morgan Shuster, er dvaldi þar um 1911. Hann var i þann veginn að koma góðu skipulagi á samgöngur þeirra og fjármál. Hann hafði það eitt fyrir augum að hjálpa Persurn, en það þoldu Rússar og Bretar ekki, en neyddu hann til að fara úr laudi. En nú vilja Bretar komast að í Persíu, undir því yfirskini, að þeir vilji hjálpa Persum, en þar mun eiginhagsmunahugur einn fylgja máli. Bretar neyddu Persa til að gera við sig samning 1919, þar sem Euglendingar fá ýms sérréttindi. En mentaðir Persar sjá hvert stefnir, hefir einn þeirra skrifað í enskt tímarit áskorun til enskra verkamanna, sem hljóðar svo: „Bretar segjast ætla að gera það Persum í hag, að notfæra sér náttúruöfl landsins. Þjóðinni líður vel sem stendur; hún neytir brauðs síns í sveita síns andlitis. Mundi henni verða betra að gerast launa- þrælar Breta, með 5 shillinga kaupi á viku, fyrir 14 tfma vinnu á dag, eins og Bretar launa verka menn sína í sumum löndum. Geri nú þrælarnir uppreisn gegn harð- stjórninni. Hvað þá? Evrópiskir verkamenn, undir stjórn auðmann- anna, eru látnir skjóta á bræður sína. En það hefnir sin. Lftið á svörtu hermennina í Þýzkalandi, er ekki eðlilegt að þeir beiti grimd. Það verður því aldrei verkamönn- um Evrópu til hagnaðar, þótt Austurlandaþjóðirnar séu kúgaðar. Þeir einu, sem græða á því, eru auðmennirnir. Mótmælið þessvegna að vér verðum kúgaðir, en veitið oss styrk til að verða eigi undir- okaðir af vestrænu þjóðunum og veitið oss hjálp til að ala upp og menta þjóðina." X Éleriar fréltir. Undrabarnið enn. í Alþýðublaðinu var i vetur getið um undrabarnið Rzeszewski, átta ára gamlan dreng, er mátaði fræga taflmenn og tefldi margar skákir í einu og vann flestar. Nú er drengur þessi kominn til París- ar; tefldi hann þar 20 skákir í einu við góða tafimenn og vann allar. Bráðlega mun hann fara til London til að sýna listir sfnar. Mærin frá Orleans tekin í dýrlingatöln. í miðjum fyrra mánuði lýsti Benedikt 15. páfi því yfir, að mærin frá Orleans (Jean d’Arc) væri tekin í dýrlingatölu. Þann dag var viðhöfn tnikil í Péturs- kirkjunni í Róm og víðsvegar um hin kaþólsku lönd. Flngferðir milli Svíþjóðar og Þýzkalands. Mjög bráðlega verður komið á föstum flugferðum með farþega, á milli Þýzkalands og ýmissa borga í Sviþjóð. Nýkomnar Nótup. Þar á meðal Bal-Melodier 1919—20. Hljóðfærahús Reykjavíkur. Danskur Flösku-rjómi, kr. 1,25 */* fl. Heill og steyttur Kanel. í heildsölu og smásölu: Suchat og Gerpulver frá Mels Fabrikker. Fæst í verzl. Björns Jónss. & G. Guðjónss., Grettisgötu 28. Sími 1007. Verzlunin ,Hlíf‘ á Hverfisgötu 56 A, sími 503 seiur: 12 tegundir af góðu, fínu Kaffibrauði, 3 teg- af Sirius suðusúkkulaði, Kakao og Sukkulade sælgæti, Kreyns vindla, góða og ódýra, Reyktóbak, Nef- tóbak, skorið og óskorið, Skólp- föturnar alþektu, Vatnsfötur, email- Ieraðar Ausur, Steikarpönnur, Borð- hnífa, Alumineum-gaffla, Matskeið- ar og Teskeiðar, afar ódýrt. Vasa- hnífa, Starfhnífa og skæri. Kaupið nú þar, sem ódýrast er.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.