Alþýðublaðið - 24.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.06.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Gefið tit af Alþýðuflokknum. 1920 Fimtudaginn 24. júní 141. töiubl. S oulogne-jnnðnrinn. Khöfn, 23. júní. Símfregn frá París hermir, að Boulognefundurinn hafi ákveðið, að Þýzkaland greiði árlega í 5 ár 3 milliarða marka í gulli og síðan fhækkandi?) unz 90 milliarðar eru að fullu greiddir. Ef Þýzkaland leggur ekki niður vopnin, verða sérstakar nýar refsi- ákvarðanir settar. Grikkir herja. Khöfn, 23. júní. Símað er frá París, að tilboð Venizelos um herstyrk í Litlu-Asíu (til að bæla niður uppreist Tyrkja) hafi verið þegið. ýnþjóðasambönð jajnaðarmanna. Einn liðurinn á stefnuskrá jafn- aðarmanna er alþjóðasamtök verka- mannanna. Hinir fyrstu kennimenn jafnaðarstefnunnar sáu glögt að með því var jafnaðarstefnunni mestur byr gefinn undir vængi, enda er stefnan alþjóðleg í eðli sínu. Jafnaðarmenn láta engar þjóð- ernisgrillur blinda sig, þótt þeir á hinn bóginn virði og viðurkenni öll þjóðerni. Ef til vill hafa þessi alþjóða- samtök jafnaðarmanna orðið einn sterkasti þátturinn í framþróun og viðgangi stefnunnar í hinum ein- stöku löndum. Samtök jafnaðarmanna má rekja aftur að árinu 1839 er „Félag hinna réttlátu" var stofnað í París. Það var aðallega stofnað af þýzk- um frelsissinnum er höfðu orðið að flýja til Parísar. Það aðhyltist fullkomlega kenningar „kommun- ista". Félag þetta varð aldrei sterkt og upp úr því var stofnað „Komm- unista" félagið í London 1847 og var Karl Marx foringi þess. Síðaa urðu byltingarnar 1848 í flestum löndnm kæfðar f blóði, og biðu samtök þessi mikinn hnekki við það. En fyrsta virkilega alþjóða- sambandið var stofnað 1864 í London, og var Marx forseti þeirr- ar sarnkundu. Fyrsta. alþjóðasam- bandið (1. Internationale) hélt síð- an nokkra fundi á meginlandinu, en samtökin höfðu eigi verið gerð af nægri fyrirhyggju, svo brátt veiktust þau allmjög og aðsetur sambandsins var flutt til New York. Síðan liðu þessi samtök svo að segja undir lok. En á hundrað ára afmæli frönsku stjórnarbyltingarinnar var samband- ið reist við aftur og „2. Internat- ionale" var stofnað í Parfs 1889. Brátt efldist þetta nýja samband allmjög og verkamannafélög hinna ýmsu landa, sérstaklega á megin- Iandi Evrópu, gerðust fastir með- limir. Síðan voru stöðugt haldnir fundir í ýmsum Iöndum alt fram að heimsstríðinu. Þegar strfðið skall a, þóttust jafnaðarmenn og verkamannafélög í hinum ýmsu Iöndum tilneýddir af kringumstæð- unum að láta stríðið hlutlaust, enda þótt nokkur félög og einstak- ir foringjar jafnaðarmanna (Jean Jaurés, Liebknecht 0. fl.) mótmæltu stríðinu harðlega. En þeir sem dirfðust að gera slíkt, voru ýmist kúgaðir eða drepnir (t. d. Jaurés). 1915 var haldinn fundur jafnað- armanna í Zímmerwald í Sviss og tóku þátt f honum allir verka- mannaflokkar og jafnaðarmanna- félög, jafnt hægri jafnaðarmenn sem vinstri jafnaðarmenn. Fyrir strfðið voru uppi 3 stefn- ur innan jafnaðarmannaflokkanna. 1. Endurbóta jafnaðarmenn, er vildu ná ríkisvaldinu í sfnar hend- ur smátt og smátt með aðstoð hins almenna kosningarréttar, og taka smátt og smátt ýms fyrir- tæki undir ríkið. Til þessa flokks mætti telja „Fabian Society" í Englandi, „Revisionistana" þýzku og vinstri endurbótamenn á Ítalíu. 2. Byltinga-„syndikalismi“. Gekk sú stefna eingöngu f þá átt að verkamannafélögin tækju undir sig það sem þau næðu af framleiðslu- tækjunum, til þess eins að auka veg verkamannanna. „Syndikalist- ar“ vildu eyðileggja ríkið strax. Þeirra stefna hefir því eingöngu hagsmuni öreiganna fyrir augum. 3. „Socialdemokratar" (venjulega nefndir jafnaðarmenn). Þeirra stefna var beinlínis í samræmi við kenn- ingar Marx. Þeir vildu í fyrsta lagi ná ríkisvaldinu í öreigalýðsins hendur og skyldi hann ná völd- unum með því, að verða skipu- lagssettur flokkur, er sigraði borg- arastéttirnar í stéttabaráttunni, og í öðru lagi skyldi ríkið, er öreiga- Iýðurinn hefði náð því á sitt vald, verða upphafið að því leyti, sera það væri vopn einnar stéttar til þess að kúga aðrar stéttir, og „socia!isera“ (ríkisrekstur, ráðstj.- fyrirkomulag etc) öll fyrirtæki. En stríðið olli miklum breyting- um. Bylting öreiganna varð í Rússlandi og stjórnarbylting varð í Þýzkalandi og þar tóku hægfara jafnaðarmenn (meirihlutajafnaðar- mennirnir) við völdum. Þegar svo „2. internationale“ hélt fyrstu samkundu sína eftir stríðið, í Bern veturinn 1919, hafði breyzt þannig veður í lofti, að í sama mund var „3. inter- nationale" stofnað í Moskva, að tilhlutun rússneska Bolsivíkaflokks- ins. í fyrstu voru engir í „3. inter- nationaIe“ nema rússneskir bylt- ingamenn einir. Menschevíkar (rúss- neskir hægfara jafnaðarmenn) voru í „2. intarnationale“. En brátt efldist 3. internationale svo, að hinu var mikil hætta búin. Fiest- um mun, af hinum daglegu frétta- skeytum blaðanna, kunnugt um

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.