Alþýðublaðið - 24.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.06.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið O-efiÖ lit af A.lþýduflol£k:iiiim. 1920 Fimtudaginn 24. júní 141. tölubl. JoBlogne-Jnnlnriin. Khöfn, 23. jiaí. Simfregn frá París hérmir, að ftoulognefundurinn hafi ákveðið, að Þýzkaland greiði áriega í 5 ár 3 milliarða marka í gulli og síðan fhækkandif) unz 90 milliarðar eru að fullu greiddir. Ef Þýzkaland leggur ekki niður vopnin, verða sérstakar nýar refsi- ákvarðanir settar. Grikkir herja. Khöfn, 23. júní. Símað er frá París, að tilboð "Venizelos um herstyrk í Litlu-Asíu <til að bæla niður uppreist Tyrkja) 4afi verið þegið. ^lþjóðasambSna jafnaðarmanna. Einn liðurinn á stefnuskrá jafn- aðarmanna er alþjóðasamtök verka- mannanna. Hinir fyrstu kennimenn jafnaðarstefnunnar sáu glögt að með því var jafnaðarstefhunni mestur byr gefinn undsr vængi, enda er stefnan álþjóðleg í eðli sínu. Jafnaðarmenn/ láta engar þjóð- ernisgrillur blinda sig, þótt þeir á hinn bóginn virði og viðurkenni öll þjóðerni. Ef til vill hafa þessi alþjóða- samtök jafnaðarmanna orðið einn sterkasti þátturinn í framþróun og viðgangi stefnunnar í hinum ein- stöku löndum. Samtök jafnáðarmanna má rekja aftur að árinu 1839 er „Félag hinna réttlátu" var stofnað í Farís. Það var aðallega stofnað af þýzk- <um írelsissinnum er höfðu orðið að flýja til Parísar. Það aðhyltist fullkomlega kenningar „kommun- ista". Félag þetta varð aldrei sterkt og upp úr því var stofnað „Komm- unista" félagið í London 1847 og vár Karl Marx foringi þess. Síðaa urðu byltingarnar 1S4S I flestum löndnm kæfðar í blóði, og biðu samtök þessi mikinn hnekki við það. En fyrsta virkilega alþjóða- sambandið var stofnað 1S64 í London, og var Marx forseti þeirr- ar sarnkundu. Fyrsta, alþjóðasam- bandið (1. Internationale) hélt síð- an nokkra fundi á meginlandinu, en samtökin höfðu eigi verið gerð af nægri fyrirhyggju, ' syo brátt veiktust þau allmjög og aðsetur sambandsins var flutt til NewYork. Síðan liðu þessi samtök svo að segja undir lok. En á hundrað ára afmæli frönsku stjórnarbyltingarinnar var samband- ið reist við aftur og „2. Internat- ionale" var stofnað í París 1S89. Brátt efldist þetta rtýja samband aiimjög og verkamannafélög hinna ýmsu landa, sérstaklega á megin- landi Evrópu, gerðust fastir með- limir. Síðan voru stöðugt haldnir fundir í ýmsum Iöndum alt fram að heimsstríðinu. Þegar stríðið skall á, þóttust jafnaðarmenn og verkamannafélög í hinum ýmsu Iöndum tilneyddir af kringumstæð- Unum s,ð láta stríðið hlutlaust, enda þótt nokkur félög og einstak- ir foringjar jafnaðarmanna (Jean Jaurés, Liebknecht 0. fl.) mótmæltu stríðinu harðlega. En þeir sem dirfðust að gera slíkt, voru ýmist kúgaðir eða drepnir (t. d. Jaurés). 1915 var haldinn fundur jafnað- armanna í Zimmerwald í Sviss og tóku þátt f honum allir verka- mannaflokkar og jafnaðarmanna- félög, jafnt hægri jafnaðarmenn sem vinstri jafnaðarmenn. Fyrir stríðið voru uppi 3 stefn- ur innan jafnaðarmannaflokkanna. 1. Endurbóta jafnaðarmenn, er vildu ná ríkisvaldiníi í sínar hend- ur smátt og smátt með aðstoð hins almenna kosningarréttar, og taka smátt og smátt ýms fyrir- tæki undir ríkið. Til þessa flokks mætti telja „Fabian Society" f Englandi, „Revisionistana" þýzku og vinstri endurbótamenn á italíu. 2. Byltinga-„syndikalismi". Gekk sú stefna eingöngu í þá átt að verkamannafélógin tækjii undir sig það sem þau næðu af framleiðslu- tækjunum, til þess eins að auka veg verkamannanna. „Syndikalist- ar" vildu eyðileggja ríkið strax. Þeirra stefna hefir þvf eingöngu hagsmuni öreiganna fyrir augum. 3. „Socialdemokratar" (venjulega nefndir jamaðarmenn). Þeirra stefna var beinlfnis í samræmi við kenn- ingar Marx. Þeir vildu í fyrsta lagi ná ríkisvaldinu í öreigalýðsins hendur og skyldi hann ná völd- unum með því, að verða skipu- lagssettur flokkur, er sigraði borg- arastéttirnar í stéttabaráttunni, og í öðru lagi skyldi ríkið, er öreiga- lýðurinn hefði náð því á sitt vald, verða upphafið að því leyti, sem það væri vopn einnar stéttar til þess að kúga aðrar stéttir, og „socialisera" (ríkisrekstur, ráðstj.- fyrirkomulag etc) öll fyrirtæki. En stríðið olli mikium breyting- um. Bylting öreiganna varð í Rússland! og stjórnarbylting varð í Þýzkalandi og þar tóku hægfara jafnaðarmenn (meirihlutajafnaðar- mennirnir) við völdum. Þegar svo „2. internationale" hélt fyrstu samkundu sína eftir stríðið, í Bern veturinn 1919, hafði breyzt þannig veður í loftir að í sama mund var „3. inter- nationale" stofnað í Moskva, að tilhlutun rússneska Bolsivíkaflokks- ins. í fyrstu voru engir í „3. inter- nationale" nema rússneskir bylt- ingamenn einir. Menschevfkar (rúss- neskir hægfara jafnaðarmenn) voru í „2. intarnationale". En brátt efldist 3. internationale svo, að hinu var mikil hætta búin. Flest- um mun, af hinum daglegu frétta- skeytum blaðanna, kunnugt uni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.