Morgunblaðið - 11.10.1953, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.10.1953, Blaðsíða 9
Sunnudagur 11. okt. 1953 StOKGVHBLABtB e Reykjavíkurbréf : laugardagití- 10. október Merkilegt framíaraspor — Frumvörp og tillögur á Alþingi — Ósigur Alþýðuflokksforystunnar — Sannleik- urinn um Grænmetisverzlunina -Ækan flýr kommúnista Frá Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, þar sem annað stærs;a raforkuver lanclsins er nú risið. Á myndinni sjást bæði orkuverin, hið gamla og nýja. Ef kommúnistar hefðu mátt ráða, væri hið nýja orkuver nú ekki til. Þeir börðjst gegn því með hnúum og hnefum. Merkilegt framfaraspor HIÐ nýja raforkuver við Laxá í Þingeyjarsýslu hefur nú verið vígt og er tekið til starfa. Með því er stigið eitt af stærstu fram- fararsporum, sem til þessa hafa verið stigin í raforkumáium þjóð arinnar. Mun það hafa stórfellda þýðingu fyrir Akureyri og sveit- ir og sjávarþorp í Eyjafirði og Suður Þingeyjarsýsiu, sem raf- orkuversins eiga að njóta. Hvert nýtt orkuver, sem. rís skapar þjóðinni bætta aðstöðu í starfi jsínu. Atvinnulíf hennar verður ijölbreyttara og afkomuöryggið meira. Iðnaðinum, sem er hrað- vaxandi atvinnugrein í landinu, skapast auknir vaxtarmöguleik- ar. Það er mikið verk og dýrt að Veita raforkunni út um byggðir þessa strjálbýla lands. En það verk verður engu síður að vinna á eins skömmum tíma og frekast er kostur og fjárhagur þjóðarinn- ar leyfir. Þess vegna hefur hin nýja ríkisstjórn ákveðið með mál- «fnasamningi sínum að leggja á það megin ánerzlu að bæta úr raf- ©rkuskorti þeirra byggðarlaga, sem útundan hafa orðið um þess- ar framkvæmdir á undanförnum árum. Verður að vænta þess að j henni takizt það starf vel og .giftusamlega. Vatnsafiið í foss- um og fljótum Iandsins er ein dýrmætasta náttúruauðlind þess. Á hagnýtingu þess velta lifskjör þjóðannnar í ríkum mæli. Rothögg á kommúnista KOMMÚNISTAFLOKKURINN á Islandi hefur barizt gegn því jneð hnúum og hnefum að hinar .glæsilegu virkjanir við Sog og Laxá yrðu framkvæmdar. Ef hann hefði mátt ráða væri orku- verið, sem vígt er í dag við Laxá, •ekki risið. Akureyringar og Reyk- víkingar yrðu þá áfram að búa við óþægindi hins tiifinnanlega rafmagnsskorts, sem valdið hef- ur þeim margs konar erfiðleik- Um undanfarin ár. Þessi afstaða kommúnista mun verða rothögg á flokk þeirra. Af henni mun fjölda Islendinga, sem hingað til hef ur fylgt þeim að málum verða það ljóst, að kommúnista „varðar ekki um þjóðarhag". Þeir telja það fyrst og í'remst skyldu sína að garvga erinda erlendrar harðstjórnarklíku. Þess vegna hafa þeir bamast gegn þeirri þátttöku Islands í efnahagssamvinnu hinna frjálsu þjóða, sem gerði stór- virkjanirnar við Sog og Laxá xnögulegar. Frá Alþingi STÖRFIN á Alþingi eru nú kom- in í venjulegt horf. Ríkisstjórnin lagði í þingbyrjun fram 21 frv. og þingsályktunartillögur. Frá einstökum þingmönnum hafa nú einnig verið lögð fram all mörg frv. Jón Pálmason og Jón á Reynistað hafa flutt á ný frv. sitt um stofnlánadeild landbúnaðar- ins. En tilgangur hennar er að gera efnalitlum mönnum fært að hefja búskap í sveitum landsins. Á stofnlánadeildin eingöngu að lána frumbýlingum til jarða- Jóhannsson, flutt þingsályktun- artillögu um að heimila ríkis- stjórninni að ábyrgjast allt að 5 millj. kr. lán til bygginga drátt- arbrautar á ísafirði, sem full- nægi þörfum útgerðarinnar á Vestfjörðum. Er þar um að ræða mikið nauðsynjamál Vestfirð- inga. Af hálfu stjórnarandstöðunnar hafa einnig verið flutt nokkur mál. Kommúnistar hafa flutt frv. Hinir nýju þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem unnu fjögur kjör- dæmi á siðastliðnu sumri. Á myndinni sjást, talið frá vinstri: Jón Kjartansson, þm. V-Skaftfellinga, Kjartan J. Jóhannsson, þm. ísfirðinga, Einar Ingimundarson, þm. Siglfirðinga og Ingólfur Flygenring, þm. Hafnfirðinga. kaupa, búpeningskaupa og verk- færakaupa. Þá hefur Pétur Ottesen og fleiri af þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins flutt frv. um breyt- ingu á jarðræktarlögunum Er þar lagt til að framlag ríkis- sjóðs til framkvæmda í jarðrækt og húsabótum skuli greiðast með 20% álagi auk verðlagsuppbótar. A grjótnám á ennfremur að greið 20% álagi auk verðlagsuppbótar. bótar. Magnús Jónsson hefur ásamt nokkrum öðrum þingmönnum flokksins flutt frv. um að fisk- veiðasjóði skuli heimilt að lána fé til bygginga yerbúða og út- gerðarhúsa. En lán til þeirra framkvæmda hefur sjóðnum ekki verið heimilt að veita til þessa. Loks hefur hinn nýkjörni þingmaður ísfirðinga, Kjartan J. um uppsögn herverndarsamnings ins og Þjóðvarnarflokkurinn þingsályktunartill. um sama efni. Tveir þingmenn Alþýðuflokksins hafa einnig flutt tillögu um end- urskoðun samningsins. Má búast við að töluverðar umræður verði um þau mál, þegar þau koma til umræðu á þingi. Næstkomandi mánudag mun fyrsta umræða fjárlaga fara fram. Verður henni að vanda út- varpað. Frumvarp Jóns á Reynistað ÞÁ FLYTUR Jón á Reynistað ásamt fjórum öðrum þing- mönnum úr Sjálfstæðisflokkn um og Framsóknarflokknum frumvarp um garðávaxta- og grænmetisgeymslur. Sam- kvæmt því skal framleiðslu- ráði landbúnaðarins falið að vinna að því að komið verði upp, þar sem hentast þykir, vönduðum og hæfilega stór- um geymslum fyrir garðá- vexti og grænmeti á helztu framleiðslu- og markaðsstöð- um, með hliðsjón af samgöng- um og öðrum aðstæðum. Skal að því stefnt, svo sem ástæður frekast leyfa, að þeir sem framleiða garðávexti og græn meti til sölu, geti komið þess- um söluvörum sínum í örugga geymslu svo að á öllum tím- um árs verði á boðstólnum nægilegt af innlendum garð- ávöxtum og grænmeti. Hér er um að ræða merkilegar og tímabærar tillögur til þess að leysa úr þeim vandræðum, sem framleiðendur garðávaxta mæta jafnan þegar uppskera er í betra lagi. Ósij,ur Alþýðuflokks- forustunnar HIN nýja forusta Alþýðuflokks- ins hefur beðið mikinn ósigur. Fyrir kosningar á s.l. vori strengdi hún þess fyrst og fremst heit, að eiga aldrei þátt í neins konar samvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn. Þetta héldu leiðtogar flokksins að væri sigurstrang- legt kosningarloforð. En niður- staðan varð allt önnur. Sjálfstæð- isflokkurinn vann mikinn kosn- ingasigur en Alþýðuflokkurinn tapaði tveimur höfuðvígum sín- um í landinu. Og versta útreið fékk sá leiðtogi hans, sem harð- ast deildi á Sjálfstæðisflokkinn. Nú hefur það sannast að hin gunnreifa forusta Alþýðu- flokksins var reiðubúin til þess að kosningum loknum, að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, ef hann hefði léð máls á slíkri samvinnu. Við nefnda-kosn- ingar á Alþingi hikaði hin nýja forusta Alþýðuflokksins heldur ekki við að leita aðstoð ar Sjálfstæðismanna til þess að fá sæti í þingnefndum. Svo greinilega hafa núverandi forustumenn Alþýðuflokksins kingt stóryrðum sínum frá s.l. vori. „Hrikalegar þrælabúðir“ DR. MOREK KOROWIZC var einn þeirra fulltrúa, sem pólska kommúnistastjórnin sendi til New York til þess að sitja Alls herjarþing Sameinuðu þjóðanna á þessu hausti fyrir hönd Pól- lands. En þessi fulltrúi var ekki fyrr kominn til hins frjálsa heims en hann lýsti sig pólitískan flótta- mann og sagði sig úr öllum lög- um við pólsku kommúnistastjórn ina. Þegar hann ræddi við blaða' menn nokkru síðar komst hann þannig að orði að Pólland væri nú „hrikalegar þrælabúðir“ und- ir stjórn kommúnista. „Ég fagna því“, sagði dr. Korowizc, „að geta nú sagt sannleikann, en það er bannað í heimalandi mínu um þessar mundir“. Hann skýrði einnig frá því, að það væri al- menn skoðun í Póllandi að minna en 7% af pólsku þjóðinni hefði hina minnstu samúð með komm- únismanum og Rússum. Lepp- stjórn Rússa í Póllandi væri þannig gjörsamlega fylgislaus. Þannig lýsa þeir ástandinn fyrir austan járntjaldið, se» bezt þekkja það og hafa feng- ið tækifæri til þess að reyna „alþýðulýðræðið“ og sovét- skipulagið. En út um öll löml keppast kommúnistaflokkarn- ir um að iofa það o.g telja fólki trú um að það sé alfull- komið. Sannleikurinn um Grænmetisverzlunina EINN af starfsmönnum Græh- metisverzlunar ríkisins skrifar í dag, laugardag, grein í Tímann þar sem hann reynir að verja þá ráðabreytni fyrirtækisins að flytja í júlí og ágúst s.l. inn 5100 tunnur af erlendum kartöflum fyrir 730 þús. kr. í erlendum gjaldeyri. Kennir mikils yfir- lætis og hroka í grein þessari, enda er maður þessi þekktur að gikkshætti og rembingi í blaða- skrifum. Lætur hann að lokum liggja að því, að hann muni fá- anlegur til þess að ræða frammi- stöðu Grænmetisvevzlunarinnar betur „þegar betri tími vinnst til" „ef Mbl. óskar eftir því“!! Jú, það er fyllsta ástæða til þess að taka því tilboði. Morg unblaðið vill gjarnan fá plögg in á borðið um allt ráðslag þessa ríkisfyrirtækis. Til þess ber raunar brýna nauðsyn, að frá því sé skýrt, hvernig það hefur gætt hagsmuna fram- leiðenda og almennings í landinu í sambandi við kart- öfluinnflutning, geymslu og dreifingu þessara nauðsyn- legu matvæla. Það væri t. d. æskilegt að fá upplýst, hvað Grænmetisverzlunin hefur gert til þess að koma upp geymslum fyrir kartöflufram- leiðslu landsmanna og hvaða skilning hún hefur sýnt á við- leitni þeirra einstaklinga, sem brotist hafa í því að bæta úr .geymsluvandræðunum. Hinum steigurJætisfulla Tima- rithöfundi, sem finnst fyrirtseki sitt hafa staðið vel í ístaðinu í þessum málum ætti ekki að verða skótaskuld úr að upplýsa þetta og ýmislegt fleira. Við bíðum og sjáum hvað setur. Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.