Morgunblaðið - 24.10.1953, Blaðsíða 1
16 síður
24. oSctóber
Dagur S.Þ.
j HINN 24. október 1945 hlaut Stofnskrá Sameinuðu
I < þjóðanna gildi. í dag er því átta ára afmæli S. Þ. off
1 ; er þess minnzt víða út um heim. Dagsins var sérstak-
I < lega minnzt í ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Fluttu þar
! ávarp Ásgeir Ásgeirsson forseti íslands, dr. Kristinn
Guðmundsson, utanríkisráðherra, Thor Thors, aðalfull-
trúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og Sigurður
t Hafstað, ritari félags S. Þ. í bækistöðvum stofnunarinn-
ar er afmælisins minnzt, með ræðu Hammarskjöld framkvæmda-
stjóra, frú Nehru forseta allsherjarþingsins o. fl.
Eina von margra i
manna er að fá Dawson-fisk
Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl.
LONDON 23. okt. — firezk blöð sem ræða fisltsölu Dawsons álita
&ð Dawson hafi tapað nokkru fjárhagslega á fyrstu fiskkaupunum
úr Ingólfi Arnarsyni. Hann lætur sig það þó ekki skipta, enda var
þessi fyrsti farmur tekinn aðeins í tilraunaskyni og viðbúnaður
svo mikill, að ekki var hægt að búast við ágóða.
Stórielld ilóð á Itaiíu:
Yfir 100 manna hafa drukknað
eða orðið undir húsurústum
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB RÓMABORG 23. okt. — Mikil flóð í Suður-
Ítalíu hafa orðið meira en 100 manns aðíjörtjóni, að því er opinberar heimildir
ítalskar sögðu í kvöld. Nákvæma tölu yfirlátna, særða og týnda er ómögulegt að gefa,
því enn eru mörg sveitaþorp algjörlega ein-angruð frá umheiminum. — Fjölmennar
hjálparsveitir skipaðar hermönnum, lögreglu,slökkviliðsmönnum og sjálfboðaliðum vinna
að björgunarstarfi og þyrilflugur ítalska flug-hersins varpa matvælum, teppum og lyfjum
til hins einangraða fólks.
DAWSON-FISKUR
EINA BJARGARVONIN
- Samkvæmt áskorunum félags-
manna í fiskikaupmannafélagi
Grimsby hefur stjórn félagsins
ákveðið að efna til allsherjar-
fundar til að ákveða hvort fiski-
kaupmönnum skuli heimilt að
kaupa íslenzkan togarafisk af
Dawson. í félaginu eru 540 kaup-
menn. Einn þessara minni háttar
kaupmanna skýrði frá því í blaða
samtali, að kúgunaraðgerðir tog-
arafélaganna og verðstefna stóru
fisksölufyrirtækjanna væri að
hrinda um 300 minni kaupmönn-
•um fram á barm gjaldþrots og
glötunar. Eina leiðin til bjargar
væri að kaupa fiskinn af Daw-
son.
TAP Á INGÓLFS-FARMINUM
Fréttaritari Daily Telegraph
áætlar að Dawson hafi samtals
tapað 1500 sterlingspundum á
fyrsta fiskfarminum, eða sem
nemur einum shilling á stone.
Aðrir fréttamenn eru yfirleitt
sammála um að hann muni
liafa tapað einhverju. Stafar
það bæði af því að þetta var
kostnaðarsöm tilraunalöndun
og svo hitt að víða í borgum
Englands kom til verðstríðs.
En Dawson huggar sig við
það að togaramennirnir hafi
þá aðeins tapað meira en hann.
HARÐVÍTUGUR ÁRÓÐUR
GEGN ÍSLENDINGUM
Tvær ekkjur drukknaðra tog-
aramanna í Grimsby hafa nú lagt
af stað í áróðursferð um Mið-
England. Þær hyggjast róa að því
öllum árum, að fiskverzlanir hafi
ekki íslenzkan fisk á boðstólum.
Minna þær alla á hið erfiða
hlutskipti brezkra togaramanna,
sem hætta lífi sínu í köldum
Norðurhöfum til að afla þjóðinni (
fæðu. Auk þessa er ekki vafi á
því að öflug andspyrnuhreyfing
við Dawson þróast í slúðri og
slefsögum meðal almennings. —
Slíkt gæti orðið hættulegt, eink- 1
um ef langt líður þar til fleiri
fiskfarmar koma til Dawsons. I
| Dawson fór í gær í snatri til
Grimsby en að því er fregnir
j herma, þá er annar togarafarmur
. væntanlegur fyrir vikulokin.
1 B. J.
Kóreif-
ráðstefnan
1. des.?
★★
TÓKÍÓ, 23. okt. — Hinn sér-
legi sendimaður Bandaríkja-
stjórnar, Arthur Dean, sem
ræða á við Kínverja og Norð-
ur-Kóreumenn um Kóreuráð-
stefnuna, kom til Tókíó í dag
og er gert ráð fyrir að um-
ræðurnar um ráðstefnuna hefj
ist á mánudag.
★★
Umræðurnar fara fram í Pan-
munjom. Dean er fulltrúi
allra þeirra þjóða er her sendu
til Kóreu á vegum S.Þ. Hefur
hann heimild til að ákveða
stað og stund ráðstefnunnar.
★★
Sagt var í Washington í dag,
að Bandaríkjastjórn hefði
stungið upp á 1. desember n.k.
sem setningardegi ráðstefn-
unnar, en sú fregn er óstað-
fest. — NTB-Reuter.
1000 ferbm. svæði undir vatni
Vatnsflóð þessi stafa af því
mesta skýfalli sem elztu menn
muna. Um 1000 ferkílómetra
svæði í héruðunum Reggio
Calabria og Bogenza eru und-
ir vatni. Óttast menn að tala
látinna sé miklu hærri en 100,
en það mun ekki upplýsast
fyrr en tekst að komast til
allra þeirra þorpa og bæja,
sem nú eru einangraðir vegna
vatnselgsins.
Á annað þús. manna heii
Við skýfallið hafa flestar ár á þessu svæði flætt yfir bakka sína,
og orðið fjölmörgum að fjörtjóni. Mest er manntjónið í héraðinu
Reggio Calabria. Þar fundust lík 49 manna og kvenna, sem ýmist
höfðu drukknað eða orðið undir húsum sem hrundu er vatnið gróf
sig undir þau.
Aðalatrðiið fellt
niður
Nær öll bílaumferð í
Londoni helur stöðvuzt
Hersveðtir skerast í Beikinn í dag
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB
LUNDÚNUM 23. okt. — Sveitir brezkra hermanna voru í skyndi
fluttar til Lundúna í dag og eru reiðubúnar að taka upp vinnu 2600
starfsmanna við dreifingu olíu og benzíns í heimsborginni. Benzín-
dreifingarmennirnir eru í verkfalli og krefjast hærri launa. Hafa
þeir ákveðið að halda verkfallinu áfram þrátt fyrir tilmæli stjórnar
sambands flutningaverkamanna.
5600 LEIGUBILAR
STANDA
Allt útlit er fyrir að verk-
fallið breiðist til annarra
landshluta. Nær öll bílaum-
ferð í Lundúnaborg hefur
stöðvazt, þar með taldir 5800
leigubílar sem í borginni
starfa. — Strætisvagnaferðum
liefur verið fækkað til mik-
illa muna.
KOMMUNISTAR AÐ VERKI
Það eru um það bil 2500 flutn-
ingastarfsmenn benzínfyrirtækj a,
sem í verkfallinu eru. Krefjast
þeir um 24 krónu (ísl.) launa-
hækkunar á viku. Verkamálaráð-
herrann sagði í dag að ástæða
væri til að ætla að kommúnistar
standi að einhverju leyti að verk-
falli þessu.
NEW YORK, 23. okt. — Allsherj-
arþing Sameinuðu þjó.ðanna sam-
þykkti í dag með samhljóða at-
kvæðum norska tillögu sem gekk
i upphafi í þá átt að stytta þing-
tímann og umræðurnar á þing-
inu.
Þetta atriði mætti mótspyrnu
Suður-Ameríkuríkjanna og Járn-
tjaldsríkjanna og var fellt úr
tillögunni. Þannig breytt var hún
samþykkt, — en þannig mun hún
ekki leiða t/1 þess að þingið stytt-
ist né ræðutími manna verði tak-
markaður. —NTB.
Reynt hefur verið að að-1®*
stoða eftir megni það fólk er 1
misst hefur heimili sín í flóð-
unum. Talið er að það séu
hátt á annað þúsund manna.
Hefur verið slegið upp tjald-
búðum fyrir fólkið til bráða-
birgða.
Italski herinn hefur sent
matvæli, fatnað, lyf og teppi
til þessara svæða. Það fólk
sem er einangrað á húsaþök-
um eða í trjákrónum hefur
fengið brýnustu nauðsynjar
flugleiðis — í þyrilvængjum.
Fangeisi... frekar
en frelsi í
Fjórar siærsiu
NEW YORK — Sú hafnarborg
í Bandaríkjunum, sem mestar
skipaferðir eru um, er New York.
Næst kemur New Orleans og síð-
an Detroit. Fjórða stærsta hafn-
arborgin er Galveston í Texas.
— NTB.
RÓMABORG, 23. okt. — ítalskur
kommúnisti sem valdi heldur
fangelsisvist í Ítalíu en „frelsi“ í
Tékkóslóvakíu, fékk hegningu
sinni breytt í dag. Er sá tími
sem honum er gert að sitja í
fangelsi styttur um 8 mánuði.
Kommúnisti þessi tók þátt í
óeirðum og særði þá lögreglu-
mann. Síðan strauk hann til
Prag.
Nú hefur hann fyrir nokkru
gefið sig fram á ítalskri lögreglu-
stöð og var þá mál höfðað á hend
ur honum, lögum samkvæmt.
—Reuter-NTB.
Þjóðverjum hjálpað
BERLÍN, 23. okt — Ónefnd
bandarísk samtök hefja á laug-
ardag framkvæmd hjálparáætl-
unar, sem miðar að því að að-
stoða þá sem hjálpar eru þurfi
í Vestur-Berlín og í Austur-
Þýzkalandi.
Samkvæmt áætluninni verður
bæði úthlutað matvælum og
börnum fátækra foreldra í Vest-
ur-Berlín verður séð fyrir tak-
markaðri dvöl í Vestur-Þýzka-
landi. —Reuter-NTB.
Harðar deilur unt IndSo-
á þirrgi Frakka
Skipfar sksðanir um það sem gera á
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB
' PARÍS 23. okt. — í dag hófust í franska þinginu umræður um
stríðið í Indo-Kína. í upphafi umræðnanna beindi þingforseti þeim
tilmælum til þingmanna að þeir létu sér ekki um munn fara orð
er gætu skaðað orðstý hins franska hers, og Laniel forsætisráð-
herra tók í sama streng.
FJOLDAMORÐ
Laniel forsætisráðherra sagði í
sinni ræðu, að ef Frakkar sýndu
einhverja linkind í Indó-Kína-
málunum myndi þar eystra allt
I enda með uppgjöf og fjöldamorð-
um, sem líkja mætti við fjölda-
i morðin í París 1572 er Hugenott-
ar voru stráfelldir í Bartholem-
usarnótt.
Beria ferðast nieð járnbraut
VlNARBORG: — Alltaf eru að
koma upp nýjar og nýjar Beria-
fréttir. Sú síðasta hermir að hann
hafi verið á ferð í Júgóslavíu í
þriðja flokks járnbrautarklefa.
VOPNAHLE
Einn af þingmönnum jafnaðar-
manna krafðist þess að vopnahlé
yrði samið í Indó-Kína og í kjöl-
far þess sigldu friðarumræður
j um leið og rætt yrði um lausn
vandamála hinna fjarlægu Aust-
urlanda. — Þingmaður kommún-
ista krafðist samningaumleitana
við uppreisnarmenn í Indó-Kína.
ÞAR Á FRAKKLAND
EKKERT LENGUR
Einn af þingmönnum hægri
manna kvað frönsku ríkisstjórn-
irnar hafa tekið nýlendumálin
allt of, lausum tökum hin síðari
ár. Hægt hefði verið að koma á
friðsamlegu ástandi í Indó-Kína
ef ekki hefði verið skeytt kröfum
Bao Dais. Nú hefði hann öll völd
þar eystra en franskir hermenix
væru skotnir unnvörpum — er
þeir verðu land, sem Frakkar
réðu engu um.