Morgunblaðið - 24.10.1953, Page 2
2
MORGVISBLÁÐIÐ
Laugardagur 24. okt. 1953
Síldarleit úr loiti er mrjög jþýð-
ingarmikil og heiur orðið til
skiptingu kostnaðar við síldar-
leitina en þá, sem frumvarp þetta’
gerir ráð fyrir, má vel vera að
einstakir þingmenn eða háttvirt
sjávarútvegsnefnd geri það, en til
þeirrar nefndar mun ég leggja'
til, að frumvarpinu verði vísað,'
Ur ræðu Einars Ingimundarsonar á Aiþingi
Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær kom til 1. umræðu frum-
varp til laga um síldarleit, en það frumvarp flytja fjórir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins, þeir Einar Ingimundarson, Jónas Rafnar,
Magnús Jónsson og Sigurður Ágústsson. Frumvarpsins var rækilega
getið í miðvikudagsblaðinu, en í frumvarpinu ieggja flutningsmenn
til að lögfest verði að halda skuli uppi síldarleit fyrir Norður- og
Austurlandi mánuðina júní—september ár hvert.
SÍLDARLEIT ÚR LOFTI
TIL MIKILS HAGRÆÐIS
Fyrsti flutningsmaður frum-
varpsir.s, Einar Ingimundarson,
fylgdi frumvarpinu úr hlaði og
sagði m. a.:
Eins og segir í greinargerðinni
með frumvarpi þessu hefir síld-
arleit verið haldið uppi með
flugvélum fyrir Norður- og
Korðausturlandi óslitið og kerfis-
Lundið siðan 1938, en löngu áður
var farið að leita síldar úr flug-
vélum einstöku sinnum og ó-
Teglulega.
Kom það undir eins í ljós, að
sildarleit úr flugvélum var til
hins mesta hagræðis fyrir síld-
veiðiflotann. Gilti það bæði um
J>au sumur, er síldveiði var mikil
og síldin óð á mörgum og stór-
um svæðum fyrir Norður- og
Norð-Austurlandi og þó ekki síS-
ur nú síðustu 9 sumrin, er síld-
veiði hefir verið lítil og stopul.
Hefir sildarleitin á þessum síð-
ustu 9 árum fengið alveg sér-
staka þýðingu og orðið til ómet-
anlegs gagns, eins og bent er á
í greinargerðinni með frumvarpi
2>éssu.
Nú á síðustu árum hefir það
litla, sem veiðst hefir af síld afl-
azt alllangt frá landi, síldin vað-
ið dreyft og hingað og þangað
frá degi til dags. Held ég að óhætt
jnuni vera að segja, að án síld-
arleitar úr lofti myndi sú síld,
sem þó hefir aflazt síðustu síld-
arleysisár hafa farið fyrir ofan
garð og neðan.
Þá er það mjög mikilsvert, að
síldarleitin hefjist nægilega fljótt
á vorin eða fyrri hluta sumars.
/%1'íTíj‘P forsetíi Islands:
aiiieiiniði
ÁLIT SJÓMANNA
Hafa sjómenn, vanir síldveið-
um sagt mér, að það sé álit
Jteirra, að þegar síldin gerir lítið
cða ekkert vart við sig á grunn-
jniðum uppi undir landi, kunni
liún að byrja að vaða djúpt úti
á miðutn þar sem hún hefir aðal-
lega veiðst síðustu ár, fyrr en
áður var vitað um, jafnvel í byrj-
un júnimánaðar. Á þeim tíma
hefir fram að þessu ekki verið
haldið uppi síldarleit, en í frum-
varpi því, sem hér er til umræðu
er gert ráð fyrir, að síldarleit
hefjist ekki síðar en 1. júní. Ætti
með því að vera tryggt, að síld-
in færi ekki framhjá, án þess að
við hana yrði vart.
Ég vil taka það fram, að enda
þótt flutningsmenn þessa frum-
varps hafi ekki komið auga á
aðra heppilegri og sanngjarnari
Einar Ingimundarson.
að umræðu þessari lokinni. Hygg
ég, að enginn flutningsmanna
frumvarpsins mundi setja slíkt
fyrir sig, þótt þeim ákvæðum
frumvarpsins yrði eitthvað breytt
ef leidd væru rök að réttmæti
breitingartilllagnanna.
Hitt er aðaltilgangur flutnings-
manna frumvarpsins að komið
verði á fastri skipan við skipt-
ingu kostnaðar við síldarleitina,
svo og annað viðkomandi henni.
og yrði þar með sköpuð meiri
festa og öryggi í framkvæmd
hennar, en hingað til hefir verið.
Frumvarpinu var síðan vísað
til 2. umr. og sjávarútvegsmála-
nefndar, að tillögu Einars.
Mótiim í Zurich
íýk
ur í dag
í DAG lýkur í Zúrich í Sviss stór
meistaramóti skákmanna frá
Argentínu, Bandaríkjunum, Hol-
landi, Júgóslavíu, Rússlandi, Sví-
þjóð og Ungverjalandi.
Eftir 28. umferðina, þá næst-
síðustu, var Smyslov með 17 Vz
vinning og Reshevsky, sem er í
öðru sæti, var með 15M> vinning
og eina biðskák.
Óskað effir unpiýs-
inga um krossnefinn
EINS og mörgum mun vera kunn
ugt var mikil krossnefsgengd hér
á landi í júní og júlí s. 1. Heim-
kynni krossnefsins eru í barr-
skógum Skandinavíu, Finnlands
Norður-Rússlands og Síberiu. Er
hann þar að mestu leyti stað-
fugl, en einstöku ár tekur hann
sig upp í stórhópum og flæðir þá
suður og vestur um alla Evrópu.
Eru þetta hin svonefndu kross-
nefsár, og líður misjafnlega lang-
ur tími á milli þeirra. Silkitopp- j
an er önnur tegund í norrænum
barrskógum, sem hagar sér á svip
aðan hátt. Þessar tegundir kall-
ast því flökkufuglar. Um orsakir j
að hinu einkennilega hátterni!
þessara fugla er ekkert vitað með
vissu.
Hér á landi varð fyrst vart við
krossnef árið 1909 og síðan 1927
og 1930. Eftir 1930 hefur ekki
orðið vart við þá fyrr en nú í
sumar. Samkv. fregnum, er méT
hafa borizt, virðist yfirstandandi
ár hafa verið eitthvert hið mesta
krossnefsár, er yfir Evrópu hefur
gengið. Er nú unnið af kappi að
því í mörgum löndum, að afla
sem mestra og beztra Iieimilda
um þessa miklu krossnefsgöngu,
og er æskilegt, að íslendingar
geti lagt sinn skerf til þeirra
rannsókna. Það eru því vinsam-
leg tilmæli mín, að allir þeir,
sem telja sig hafa orðið vara við
krossnefi á nýliðnu sumri geri
mér aðvart um það sem alira
fyrst (utanáskrift: Náttúrugripa-
safnið, pósth. 532, Rvík, sími
5487). Taka ber fram hvar kross-
nefirnir hafi sézt, hve margir
hafi sézt og hverær þeir hafi
Framh. á bls. 4.
Alþlngisraenn í
þjóðleikhúsinu
í FYRRAKVÖLD voru ráðherr-
ar, alþingismenn og konur þeirra,
gestir Þjóðleikhússins, er sjón-
leikurinn Sumri hallar, eftir
Tennessee Williams, var sýndur.
í kvöld verður sýnt hið um-
deilda gamanleikrit Einkalíf, eft-
ir Nowel Coward.
Forseti íslands flutti eftir-
farandi ávarp í útvarpið í
gærkvöldi í tilefni af degi
S. Þ. í dag:
Góðir íslendingar.
Mér er það ljúft að ávarpa yður
i tilefni af degi hinna Sameinuðu
þjóða, eins og oft áður, með
nokkrum inngangsorðum. Það
var stofnað til samtaka hinna
Sameinuðu þjóða í lok heims-
styrjaldar i þeim tilgangi, að
varðveita friðinn og efla hag ein-
stakra þjóða. Á morgun, hinn
fyrsta vetrardag, er átta ára af-
mæli þessara miklu Samtaka. Tíu
ára afmælið nálgast, þegar á að
endurskoða stofnskrána, hvað
sem úr verður. Dómarnir um átta
ára starf eru að vísu ærið :nis-
jafnir, og þó munu fáir, ef nokkr-
ir, heldur kjósa að aldrei hafi
verið stofnað til þessa alþjóða-
félagsskapar. Það vill enginn
kasta voninni fyrir borð, heldur
halda áfram í nafni friðarins og
batnandi alþjóðahags.
Allur almenningur allra þjóða
þráir frið og farsæld. Það cru
meir foringjarnir sem stundum
eru grunaðir um græzku. Og því
er ekki að neita, að þess eru
dæmi, að tekizt hafi að espa heil-
ar þjóðir upp ýmist í ótta eða
yfirlæti, sem leiðir íil yfirgangs
og mikilla hörmunga. Þessa er
jafnan hætta, þegar stórir hópar
manna gerast siðlausir, hvort
sem það eru hagsmuna- eða
skoðanaflokkar, stórþjóðir, sem
aldrei seðjast, eða illvígar smá-
þjóðir, sem hleypa skriðum af
stað. Það þarf mörg skilyrði til
þess að friðurinn varðveitist, og
þá fyrst og fremst einlægan frið-
arhug, því ef friðurinn býr ekki
hið innra .með oss, þá tjáir ekki
að leita hans annarsstaðar.
Smáþjóðunum er minnst hætta
á því, að hafa í frammi yfirgang
við aðrar þjóðir, af þeirri ein-
földu ástæðu, að þær skortir afl.
Útaf fyrir sig er það engin dyggð.
Stórþjóðir neyta ekki heldur allt-
af aflsmunar. Það er innrætið og
siðmenningin, sem tryggir frið-
inrv Þjóðunum verður ekki í
þessu efni raðað eftir stærð. Það
er því ekkert úrræði að sameina
smáþjóðir gegn stórþjóðum, held-
ur verða allir þeir, sem af heil-
um hug unna friði og þrá far-
sæld að treysta samtök sín og
efla þann mátt, sem nauðsynleg-
ur er til að skakka leik og hrinaa
árásum í þessum heimi, þar sem
fullkomins öryggis er enn langt
að bíða.
Slík samtök verða að byggjast
á lýðræði, því almenningur er
meðal allra þjóða stöðugastur í
sínum friðarvilja. Þau verða
einnig að byggjast á lýðræði
þjóða á milli, ef svo má segja,
en ekki á forsjá stórvelda cinni
saman. Þjóðirnar þurfa og að
hafa þann þroska oe gagnkvæmt
trsust. að leggja hin viðkvæm-
ustu mál í gerð og skuldbinda
sia til að hlýða úrskurðum á -,ama
há-tt og þegar Þorgeir Ljósvetn-
ingagoði var kallaður til við
kristnitökuna. í alþjóðaskiptum
þarf að brjóta odd af oflæti sínu,
þó hætt sé við, að sjaldan verði
unnið jafnmikið til sætta og Hall-
ur af Siðu gerði, er hann lagði
son sinn ógildan. Meðal hinna
Sameinuðu þjóða er þó til sá
kostur, að allur þingheimur bæti
skaða, og hefur sú leið verið 'arin,
og mun því oftar beitt, sem 3am-
einuðu þjóðunum vex meira
traust og fiskur um hrygg. Véí
skulum vona að hinar Samein-
uðu þjóðir megi búa við batn-
andi hug og endurbætt skipulag.
Þær mega sér ekki til skammar
verða, því f>- er um að ræða hin
síðustu og stórfelldustu samtök,
sem gerð hafa verið í sögu mann-
kynsins til eflingar friði og far-
sæld. Það getur hver og einn lagt
sitt litla lið, því það er eins um
friðinn og Guðsríki, að hann býr
„hið innra með yður“.
Sala fsjóí jarSar \
SIGURÐUR BJARNASON, alþm,
flytur á Alþingi, frumvarp til laga)
um heimild fyrir ríkisstjórnina
til að selja þjóðjörðina Hanahól I
Norður-ísafjarðarsýslu ábúandan«
um, Hannibal Guðmundssyni, fyij
ir það verð, sem dómkvaddir menxl
meta. —
Frumvarpið kom til 1. umræðtl
í neðri deild í gær og í framsögu*
ræðu kvað flutningsmaður þaS
skoðun sína að ríkið ætti að seljai
þeim bændum þjóðjarðir, sem sýní
hafa dugnað og elju í búskap sín«
um. Affarasælast er, sagði flutn«
ingsmaður, að sjálfseignabænduí
séu sem flestir í landinu. — Fruní
varpinu var vísað til 2. umræðH
og Iandbúnaðarnefndar. j
MJÖL - LYSI
Mikil mjólkur-
neyzla — Skyr
að norðan
í OKTÓBER er mjólkurneyzla
jafnan með því mesta sem hún
verður á ári hverju. Fara nú dag-
lega um 50—53 þús. lítrar mjólk-
tir út í mjólkurbúðirnar. Af þess-
nm sökum hefur skyrfraroleiðsla
legið niðri, það stendur í járn-
um að mjólkin úr nærsveitunum
íullnægi þörfinni, en í október
íram í nóvemberbyrjun er mjólk
jafnan með minna móti.
Skyr það sem er hér á boð-
•stólum þessa dagana er flutt hing
að allt norðan frá Akureyri.
Rússar ræða ura
Triestraálið
MOSKVU 23. okt. — Tímarit
rússnesku utanríkisþjónustunnar
gagnrýnir í dag ákvörðun Vest-
urveldanna um að afhenda ítöl-
um A-svæðið í Trieste. Segir í
greininni að ákvörðunin sé ógnun
við friðinn og alþjóðaöryggi. —
Ákvörðunin hafi í för með sér
nýjar deilur á þessu umdeilda
svæði, deilur sem skapi óróa í
heimsmálunum. — Útdráttur
greinarinnar var lesinn í Moskvu
útvarpið. — NTB—Reuter.
Ráðlicrrar reknir
Itúkarcsi: _ Tveir rúmenskir ráð s*ldar_ fiskmjölsverksmiðjunni á Kletti. — Mjölþurrkarinn, sá stærsti hér á lantli, var smíði
herrar, matvælaráðherrann og aóur í Vélsmiðjunni Héðni. Hann var smíðaður á um 70 dögum og er nær 30 metra langur. — Frí
kjöt-og fisk-málaráðhenann voru honum fer mjölið í mjölkvörnina og síðan í pokana. Til hægri sjást lýsis- og síldarolíuskilvinduí
reknir frá störfum. J verksmiðjunnar. — Ljósm. P. Thomsenj,