Morgunblaðið - 24.10.1953, Qupperneq 6
6
M O RGV N B-LA ÐIÐ
Laugardagur 24. okt. 1953
Jukobma Johnson skáldkona sjötug í dag
í DAG er Jakobína Johnson,
skáldkona 70 ára. Hún er fædd
að Hólmavaði í Aðaldal í Suður-
Þingeyjarsýslu 24. október 1883.
Faðir hennar, Sigurbjörn Jó-
hannsson, var kunnur hagyrð-
ingur, en í ætt móður hennar,
Mariu Jónsdóttur, kemur fram
sönghneigð og tóngáfa. Sumarið
1889 fluttist Jakobína vestur um
haf með foreldrum sínum og
dvaldi fyrstu 20 árin í Kanada.
Að loknu skólanámi lagði hún
stund á kennslu, en giftist síðan
ísaki Jónssyni, bróður Einars P.'
Jónssonar, ritstjóra Lögbergs, og
þeirra systkina.
Snemma á hjúskaparárum sín-
um fluttust þau Jakobína og ísak
til Seattle, Washington og bjuggu
þar síðan. ísak var greindur vel,
glaðvær og ræðinn. Dáði hann
og virti konu sína og vildi henni
allt til vegs gera, en hann lézt.
fyrir fáum árum. >|
Þau hjónin eignuðust sex syni
og eina dóttur. Maríu, dóttur
sína, misstu þau uppkomna. Var j
hún gædd góðri sönggáfu og söng '
oft íslenzk ljóð og lög á samkom- J
um landa þar í borg. Annaðist!
Jakobína dóttur sína í heimahús- j
um, langa og þunga legu. Var j
þeim hjónum þungur harmur í
hjarta eftir dótturmissinn. En þó ,
ýfðust undirnar á ný, þegar
yngsti sonur þeirra, efnilegur há-
skólastúdent, fórst í sæ í síðari
heimsstyrjöldinni. í kvæðinu: Ég
veit ef veður breytist, hefur
Jakobína lýst ótta sínum um son-
inn á sænum, þó að það kvæði j
sé ort um eldri son:
Mig grátkennd angist grípur,
ef grúfir þokan út við sund,
því óvissan er afdjúp,
sem ógnum lengir hverja stund,
ef móðir á son á sænum.
Tvisvar hefur Jakobína gist
heimaland sitt, eftir brottför sína
þaðan. í fyrra skiftið árið 1935,
þá í boði vinahóps og Ung-
mennafélaga íslands. Átti Friðrik
A. Friðriksson, prófastur í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu, frumkvæði að
heimboðinu, en frú Guðrún
Erlings og aðrir vinir skáldkon-
unnar stuðluðu margvíslega að
því að dvölin hér heima yrði
Jakobínu sem ánægjulegust.
Ferðaðist hún þá víða um landið
og geymir hún um förina hug-
ljúfar minningar, og lýsir þeim
í ljóðum sínum, svo sem í kvæð-
inu:
Þú réttir mér ilmvönd af íslenzk-
um reyr,
ég atburðinn geymi.
Hvert árið sem líður ég ann hon-
um meir,
þó öðrum ég gleymi.
Mig greip einhver suðræn og seið-
andi þrá
að syngja hér lengur.
Við íslenzkan vorilm til við-
■< kvæmni brá,
svo vaknaði strengur.
Þann ilmvönd, sem gaf mér þín
íslenzka hönd,
er unun að geyma.
Ég flyt hann með ástúð að fjar-
lægri strönd
úr fjalldalnum heima.
Sumarið 1948 kom Jakobína
heim til ættlandsins á ný, í boði
vina hér heima, og ferðaðist þá
um og treysti forn og ný vin-
áttubönd. Jakobína Johnson er
Ijóðskáld og hafa tvær ljóðabæk-
ur komið út eftir hana hér heima:
Kertaljós (1938) og Sá ég svani
(1942). Mörg ljóð hennar hafa og
verið birt í blöðum og timaritum,
en þau eru hugljúf og þýð og lýsa
ást á landi og þjóð.
Kunnust er þó Jakobína, ef til
vill, fyrir þýðingar íslenzkra
Ijóða á enska tungu og hefur hún
'þýtt ljóð eftir mörg öndvegis-
skáld íslenzk, en þó Hklega mest
eftir Stephan G. Stephansson og
er haft eftir honum að hann teldi
Jakobínu takast bezt að þýða
Ijóð sín, af þeim er það gerðu.
Hafa þýðingar hennar verið
birtar í erlendum bókum og tíma
Jakobína Johnson
ritum, meðal annars í bókum
Richards Beck, prófessors: Ice-
landic Lyrics, (1930) og Icelandic
Poems and Stories (1943). Þá
hafa Bí, bí og blaka og Stóð ég
úti í tungsljósi verið valin í skóla
söngbók, en Heyrið vella í lesbók
handa menntaskólum. Fyrir at-
beina Jakobínu hefur John Sund-
sten raddsett Draumalandið og
Svanasöng á heiði fyrir stóra
hljómsveit og hafa þau lög verið
leikin á norrænum hátíðahöldum
og íslenzkir söngvarar sungið
með. Þrjú leikrit hefur Jakobína
þýtt: Galdra-Loft, eftir Jóhann
Sigurjónsson, er kom út í tíma-
ritinu Poet Lore, 1940, ásamt
greinargerð um höfundinn, eftir
Jakobínu, Nýársnóttin, eftir
Indriða Einarsson, Poet Lore,
1936, og Lénharð fógeta, eftir
Einar H. Kvaran. Þýðingar
Jakobínu eru gerðar af skilningi
og vandvirkni, á létt og fagurt
mál.
Jakobína Johnson hefur oft ver
ið kölluð útvörður íslenzkrar
menningar, og er þá aðallega átt
við ljóðaþýðingar hennar. En
önnur störf hefur hún unnið í
þágu Islands og íslendinga, sem
almenningi eru síður kunn. Eftir
að hún kom úr heimförinni 1935,
og reyndar fyrr, hóf hún að flytja
fræðsluerindi um ísland og ís-
lenzka menningu, í skólum og
félögum, og hefur hún í rúm
tuttugu ár flutt hundruð slíkra er
inda. Er hún þá ávallt í íslenzk-
búningnum, sem vinkonurnar
góðu leystu hana út með 1935, og
hefur hlaða af íslenzkum bókum
og minjagripum á borðinu fyrir
framan sig — vinagjafir að heim-
an. Er óhætt að segja að hróðri
íslands sé borgið, þar sem hún
fer. Auk þessa hefur hún áttt
drjúgan þátt í árlegum hátíðis-
degi norrænna manna í minningu
Leifs Eiríkssonar. Sjálf hefur
hún sagt að með þessu sé hún að
sýna viðleitni sína í því að greiða
fyrir heimboðið góða.
Löndum sínum vestra hefur
Jakobína reynst hin mesta hjálp-
arhella í íslenzkum félagsskap.
Meðal annars hefur hún lengi ver
ið í stjórn íslenzka lestrarfélags-
ins í Seattle, og ávallt hefur hún
verið fús til þess að tala eða
flytja ljóð á samkomum landa,
og oft ferðast til þess langar leið-
ir-
Þá er ekki sízt að minnast gest-
risni Jakobínu og greiðasemi við
íslenzkt ferðafólk og námsfólk,
sem hún ávallt tekur opnum örm-
um, og hafa margir dvalið hjá
henni um lengri eða skemmri
tíma. Þar á meðal má geta um
tvær systur héðan úr Reykjavík,
sem báðar stunduðu háskólanám
vestra og giftu sig á heimili henn-
ar, íslenzkúm mönnum. Var þá,
sem oftar, slegið upp veizlu og
boðið öllum íslendingum, sem til
náðist, en þau Jakobína og Isak
voru samvalin í því að fagna
löndum að heiman.
Við, sem reynt höfum gestrisni
þeirra hjóna, þökkum af hjarta
allar þær góðu og glöðu stundir,
sem við höfum notið á heimili
þeirra.
Með lífi sínu og störfum
hefur Jakobína Johnson sýnt p-
þreytandi tryggð og elsku til Is-
lands og íslendinga, og því send-
um við henni ástarkveðjur, þakk
ir og árnaðaróskir yfir hafið í
dag.
Þorbjörg Árnadóttir,
frú Skútustöðum.
SJÖTUG í dag — og á stærri
hönk upp í bakið á oss íslend-
ingum en eina stutta og snubb-
ótta blaðagrein.
Fimm ára gömul flyzt hún vest-
ur um haf og hefir um 65 ára
skeið dvaldist meðal ensku mæl-
andi manna og lengst af hinum
megin á hnettinum eins langt og
komist verður frá feðranna fold
í sólarlagsátt. En hina íslenzku
arfleifð sína hefir hún geymt sem
sjáaldur auga síns, hefir sótt sinn
andans þrótt í íslenzkar bók-
menntir og fundið sál sinni fró
í ástinni til Islands og alls þess
sem íslenzkt er. Og í óbifandi trú
á að „Norrænt hugrekki er sann-
ast og bezt“ hefir hún verið út-
HVONNIN
t
Hugsað !i! Jakobínu Johnson, skáldkonu
Á Laxárbökkum óx lítil hvönn
og lauf sín breiddi mót sólu, —-
þar sem vorflóð og vetrarfönn
vænustu lífgrös ólu.
Skjólklæðin hennar, hlý og sönn,
hlífðu við frosti og gjólu.
Hun spratt, þar sem skiptist á gull og grjót,
nær gnauðaði brim við sanda.
En ljósgjafinn efldi ungan fót
og orku smágervra handa. —
Þá blómið var tekið með blöðum og rót
og borið til fjarlægra stranda.
Og gróðursett var hún í vestrænan svörð
hjá vínvið og glæstum runnum
og festi rætur í fjarlæga jörð,
frjómold hjá yngjandi brunnum.
Því bar liún ávöxt, og þar hélt hún vörð
um það, sem vér heitast unnum.
Hún flutti angan úr íslenzkri sveit
um urtabyggð vestur í heimi
og fegurð, sem enginn þar áður leit,
æðri veraldarseimi.
Þakkarorð flyt ég því henni heit.
Og henni þjóðin ei gleymi.
Þóroddur Guðmundsson.
vörður og merkisberi íslenzkrar
menningar þar vestra.
Þeir eru orðnir margir fyrir-
lestrarnir, sem hún hefir flutt
um ísland víðs vegar í Ameríku,
því að hún hefir verið óþreytandi
í því að útbreiða þekkingu á Is-
landi og íslendingum og auka
hróður þeirra og álit meðal fram-
andi manna. Hún hefir orkt f jölda
mörg kvæði á ensku og birt í
tímaritum og blöðum. Og hún
hefir þýtt — snildar vel að því
er dómbærustu menn telja —
ýmis af fegurstu kvæðum, sem
orkt hafa verið á íslandi. Og hún
hefir þýtt leikritin Nýársnóttina,
Lénhard fógeta og Galdra-Loft á
enska tungu.
Hún hefir verið meginstoð og !
stytta félagsskapar Islendinga í
Seattle og unnið ótrauðlega að
því að halda honum vel vakandi.
Og heimili hennar hefir staðið
öllum íslendingum opið hvenær
sem þá bar að garði og hvernig
sem á stóð — íslenzkt heimili í
þess orðs beztu merkingu, þar
sem ríkir íslenzkur hugur, ís-
lenzkt hjartalag og íslenzk gest-
risni. Það hefir verið löndum sem
lýsandi viti í hinu ólgandi og
framandi mannhafi, eins og af-
skektur dalabær, sem þreyttur
ferðamaður rekst á eftir hrakn-
inga á heiðarvegum.
Jakobína hefir einnig unnið
ósleitilega að því, að ekki slitn-
aði þráðurinn sem tengir hin
dreifðu íslenzku býli vestan hafs
við uppsprettu hins íslenzka þjóð-
ernis, og þess vegna hefir hún
orkt ljóð sín hugnæm og hlý.
„Beztu kvæði hennar eru í
fremstu röð þess, sem íslenzkar
konur hafa kveðið beggja megin
hafsins", var sagt um hana á
sextugsafmæli hennar. Sá dóm-
ur stendur víst óhaggaður enn.
Hvað á hún skilið þessi kona,
er allt þetta hefir afrekað? Vissu-
lega meira en stutta og snubb-
ótta blaðgrein og nokkrar árn-
aðaróskir einstaklinga í tilefni af-
mælisins.
Ekki má þó ganga fram hjá
því að þjóðin hefir sýnt að hún
metur Jakobínu mikils. Henni
hafa verið veitt heiðursmerki
hins íslenzka ríkis og henni var
boðið hingað heim 1935. Og aft-
ur kom hún 1948 og ég veit að
hvor tveggja ferðin varð henni
sem opinberun og jafnframt upp-
fylling vona og draurha. Að vísu
sá hún að landið var hrjóstugt og
kalt, en hún sá líka hvaða ylur
hafði bjargað því:
Að byggja þessa eyðiey
við úthaf nyrst — og skelfast ei
þá afneitun á ytri gæðum
og einangrun frá sjónarhæðum,
það heimti þrek og þol og dáð,
og þúsund skáld af drottins náð.
Er ekki fagnandi stolt í þess-
um yfirlætislausu ljóðlínum —
stolt yfir því að vera kvistur á
þeim meiði, sem vökvast af skáld
skap og á sér rætur í því hug-
rekki, sem er sannast og bezt?
En það sem mér þykir fegurst
í ljóðum hennar og lýsa konunni
bezt, er trú hennar á mannúðina
og sigur lífsins:
Hvar sem hönd kveikir ljós til að
lýsa
fram hjá lífsháska bróður á vegi,
þar er mannúðin rökkrin að rjúfa
og mun ríkja á komandi degi.
Á öðrum stað segir hún, þar
sem hún er að rekja talnaband
lífsins:
Og síðasta taian, sem tel ég
verður trú mín á sigur hins góða.
Allt þetta sýnir hve heilsteypt
kona Jakobína er. Trú hennar er
alltaf jafn einlæg, trú hennar á
íslenzkt þjóðerni, trú hennar á
drengskap og kjark, trú hennar
á hugsjónir og sigur hins góða.
Þá væri Islandi og íslenzkri þjóð
borgið um aldur og ævi, ef það
ætti jafnan þúsund skáld slík af
drottins náð.
Á. Ó.
Aðalfundur Norræna
félagsins
AÐALFUNDUR Norræna félags-
ins var haldinn í Leikhúskjallar-
anum, mánudaginn 19. okt. 1953.
Formaður félagsins, Guðlaugur
Rósinkranz þjóðleikhússtjóri, gaf
skýrslu um starf felagsins á síð-
astliðnu starfsári.
Félagsmenn eru tæp 1100. Flest
ir í Reykjavík, en um 300 manns
víðsvegar á landinu. Utan Reykja
víkur eru 3 deildir úr félaginu
starfandi, á Siglufirði, ísafirði og
Patreksfirði, en sú deild var
stofnuð þar síðastliðinn vetur.
Siglufjarðardeildin hefur starfað
mikið og eru þar um 60 félags-
menn.
Allmikil starfsemi hefur verið
á síðastliðnu starfsári. Fimm
skemmti- og fræðslufundir voru
haldnir, komu þar fram ýmsir
mjög þekktir listamenn frá Norð-
urlöndum eins og t. d. hinn frægi
danski leikari Holger Gabriel-
sen er las upp, Einar Kristjáns-
son óperusöngvari, Elsa Sigfúss
söngkona, Tore Segelcke leik-
kona er las upp. söngkonan Lullu
Ziegler, rithöfundurinn Rune
Lingström er hélt fyrirlestur og
finnski óperusöngvai inn Lauri
Lathinen og óperusöngkonan
Anna Muutanen sungu. Söng-
menn úr „Fóstbræðrum" hafa
sungið og ýmislegt fleira hefur
verið til skemmtunar á fundum
félagsins.
Þrjátíu ára afmælis félagsins
var hátíðlega minnst 8. nóvember
síðastliðinn. Forseti íslands, for-
sætisráðherra og fulltrúar allra
Norðurlandanna voru viðstaddir
og fluttu ræður og óperusöngvar-
inn Jussi Björling frá óperunni
í Stokkhólmi söng. 170 manns tók
þátt í afmælishófinu. Auk þess
gckkst félagið fyrir tveim opin-
berum söngskemmtunum, þar
sem Jussi Björling söng í Þjóð-
leikhúsinu fyrir fullu húsi. Ágóð-
inn af annarri söngskemmtuninni
rann til Barnaspítalasjóðs Hrings
ins og nam sú upphæð kr.
39.523.00.
Nefnd til þess, af íslands
hálfu, að endurskoða kannslu-
bækur Norðurlanda í sögu var
skipuð á árinu og eiga sæti í
henni. þeir Sveinbjörn Sigurjóns-
son kennari, Þorkell Jóhannesson
prófessor og Þórhallur Vilmund-
arson magister.
Þá hefur félagið haft milli-
göngu um útvegun ókeypis skóla-
vistar í skólum á Norðurlöndum..
í vetur njóta 13 íslenzkir nem-
endur ókeypis skólavistar í lýð-
háskólum og húsmæðraskólum í
öllum Norðurlöndunum á vegum
félagsins, flestir í Svíþjóð eða 7
samtals. Á íslandi njóta nú 2
nemendur frá Svíþjóð sömu kjara
í vetur.
Til stóð að efnt yrði til „ís-
lenzkrar viku“ í Stokkhólmi á
síðastliðnu ári og stóð Stokk-
hólmsdeild Norræna félagsins í
Svíþjóð fyrir því. Ráðgert var
að þar yrðu leiksýningar á hlut-
nm úr „íslandsklukkunni“ eftir
Halldór Kiljan Laxness og
„Gullna hliðinu" eftir Davíð
Stefánsson og auk þess málverka-
sýning. Tíminn fyrir þessi hátíða-
höld hafði þrisvar verið ákveð
inn, en alltaf frestað þegar hinn
ákveðni tími nálgaðist og nú í
haust frestað um óákveðinn tíma.
Stjórn félagsins fór þess á leii
við ríkisstjórnina að athugað
verði um afnám vegabréfa til
hinna Norðurlandanna, sem er í
samræmi við það sem gildir í
hinum löndunum.
Fjárhagur Norræna félagsins
er sæmilega góður. Síðasta Al-
þingi sýndi félaginu og starfsemi
þess þann skilning og sóma að
hækka styrkinn til þess úr kr.
5 þús. í kr. 15 þús.
Um framtíðar starfið sagði for-
maður, að gert væri ráð fyrir
skemmtifundi í nóvember, þar
sem námsfólki og öðru starfandi
ungu fólki frá Norðurlöndum,
sem hér er, yrði boðið.
Framh. á bls. 12.