Morgunblaðið - 24.10.1953, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.10.1953, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 24. okt. 1953 Framhaldssagan 12 Abbs gerði eins og hann var beðinn og David tók eftir því, að sú stúlkan, sem honum hafði orð ið starsýnt á, fór sér mjög hægt, hún staldraði við eins og hún væri að virða fyrir sér menn við æfingar hinumegin við glerhurð- ina. Hún fór loks þegar Abbs drap á skrifstofuhurðina með gómunum eftir bendingu gests- ins. „Þér hafið aðstoðarmann við fyrirtækið, geri ég ráð fyrir?“ spurði David. „Ég hef ráðið Sammy West, hnefaleikamanninn“, svaraði Abbs. „Hann er fær um að liðka þá til, og hann er heiðarlegur eins og dagsljósið“. „Og hve marga nemendur haf- ið þér?“ „Fast að sextíu“. „Hve miklu fé hafið þér varið í fyrirtækið?" „Um það bil þrjú þúsund pund- um, og af því eru þúsund pund bankalán.“ „Er það arðsamt?" „Nei, arðsamt er það ekki“, viðurkenndi Abbs. „Ég held því -ekki fram að ég tapi miklu á því, en ég þyrfti að hafa þrjátíu nem- endum fleira til þess að það skil- aði sæmilegum arði, og þó hefði ég ekki ráð á æfingatækjum handa þeim nú.“ „Þér hafið varið tveim þús- und pundum af því fé, sem þér hafið stritað fyrir, í þetta fyrir- tæki og það er á fallanda fæti. Hafið þér leigt húsnæðið til langs tíma?“ „Fimm ára“. „Ég skal borga yður fimm þús- und fyrir það, eins og það er“, sagði David, „leigusamning, við- skiptasambönd, húsgögn og æf- ingatæki, og borga út í hönd.“ „Hvað? Kaupa það hreinlega?“ „Það er ætlunin." Abbs hallaði sér fram á borð- ið og hélt höndunum um höfuðið. Hann var íbygginn, næstum ákaf ur á svip. „Ég yrði afar feginn", tautaði hann, „en karlinn myndi áreið- anlega ná sér niðri á mér fyrir það“. „Hvaða vitleysa“, svaraði gest- ur hans. „Þér getið gengið rak- leitt héðan út og haldið til ann- arar heimsálfu. Tottie er mikill maður í London, en hann má sín ekki mikils annarsstaðar. Þér er- uð frá Welsh, er ekki svo?“ „Fæddur í Abersystwyth.“ „Farið þá strax á morgun", lagði David til. „Ég skal bæta við nokkur hundruð pundum vegna ferðakostnaðar. Hvað segið þér um það?“ Abb varpaði öndinni og hikaði ekki lengur. „Ég geri það, herra minn“, sagði hann ákveðinn. Staðurinn var tómur þegar Abbs kvaddi hinn nýja eiganda með hjartanlegu handabandi og fór. David ráfaði nokkra stund einn um húsakynninn, sá fyrsti sem hann hitti var Sammy West. David bauð honum upp í skrif- stofuna með sér. „Hafið þér heyrt fréttirnar, West?“ spurði hann glaðlega. Sammy West glotti. Hann var glaðlegur, ungur maður, frekn- ótur í andliti, og þesslegur að hann léti sér ekki allt fyrir brjósti brenna. „Ég drakk kollu af öli með Tom Abbs á heimleiðinni, hann sagði mér að ég myndi ekki þurfa að hætta starfi mínu hér“. „Nei, það er nú eitthvað annað“ fullvissaði David hann um. „Hvað fáið þér í kaup?“ „Fjögur pund á viku. Ég gat ekki farið fram á meira við Tom, því ég vissi að fyrirtækið bar sig varla hjá honum. En auðvitað fæ ég líka dálítið fyrir hnefaleika- keppnir mínar.“ „Farið hægt í að berjast á næst- unni“, sagði David. „Ég vil ekki að þér séuð barinn í rot, þegar ég þarf á yður að halda. Ég borga yður tíu pund á viku, ef þér framkvæmið skipanir mínar.“ Sam West klóraði sér í höfðinu. „Ég kann alltaf betur við ákveðið kaup“, viðurkenndi hann. „Þá skal ég segja yður hvað ég hef ætlað yður að gera“, hélt David áfram. „Veljið úr ungu mönnunum, sem koma hingað til að stunda líkamsæfingar, þá, sem þér álítið fúsasta til að taka þátt í æfintýrum — náunga, sem ekki kalla allt ömmu sina og hafa ánægju af slagsmálum. Amist ekki við hinum, en reynið að sam rýma þá efnilegustu sem mest. Æfið þá saman með þetta fyrir augum. Ég vil að þeir verði eld- snöggir í hreyfingum, kaldir og ákveðnir og öðlist að minnsta i kosti undirstöðuatriðin í jiu-jitsu. Ég vih að þér kennið þeim þetta: að það er hægt, í návígi, að hafa í fullu tré við andstæðing, sem vopnaður er skammbyssu eða hníf, og gera hann óvígan áður en honum hefur unnist timi til að beit vopninu. Skiljið þér mig, West? Ég vil fá hóp af slagsmálaj mönnum — hreinræktuðum | slagsmálamönnum — sem fái slíka kennslu og þjálfun að þeir( þurfi ekki að láta hlut sinn fyrir atvinnuglæmpamönnum. Alítið þér að það sé hægt?“ „Já, víst er það hægt“, svaraði Sammy West. „Það verður þó ekki hrist fram úr erminni, samt sem áður“. —o— Þeir, sem næst komu eftir mið- degisverðinn, voru ungu vélrit- unarstúlkurnar tvær. David kall aði þær inn í skrifstofu sína. „Hve mikið er ykkur borgað á viku hjá þessari stofnun?“ spurði hann. Stúlkan, sem áður hafði sýnt áhuga á honum, svaraði um hæi. „Þrjú pund hvorri, og það er ekki nóg.“ „Þið þurfið ekki að taka af ykkur hattana“, sagði David. „Hér eru tólf pund — hálfsmán- aðar kaup. Ég hef keypt fyrirtæk ið, og mínar eigin véiritunarstúlk ur koma bráðlega." Þær störðu báðar á hann undr- andi. „Hvar er þá hr. Abbs?“ spurði sú, sem áður hafði orð fyrir þeim. „Farinn.“ „Og kemur aldrei aftur?“ „Kemur aldrei aftur. Hefur selt. Hættur. Farinn í ferð um- hverfis hnöttinn.“ „Getum við ekki fengið að vera áfram?“ bað hún. „Ef það eruð þér, sem hafið keypt fyrirtækið, vildi ég gjarnan vinna hjá yður“. Hann brosti. „Yður mun finnast ástæðan lítilvæg“, sagði hann, „nema þér hugleiðið það vel, en mér fellur ekki ilmvatnið, sem þér notið.“ Hún horfði andartak á hann föstu augnaráði. Andlit hans var eins og höggvið í stein, svipbrigðá laust. Hún yppti öxlum. Á þessari stundu líktist hún óvenju mikið óvandaðri og sviplítilli útgáfu af hinni dularfullu gyðju í Ber- mondsey veitingahúsinu. „Komdu Amée“, sagði hún við stallsystur sína. „Ég held“, bætti hún við og leit um öxl til Davids, „að þér munið yðrast þessara kaupa áður en lýkur.“ VIII. KAFLI Hún hvíldi eins og áður á legu- bekknum, hárið brúsandi út í loftið, fötin í herfilegri óreiðu, augun voru hálflukt og hún hló við hinum óvænta gesti þegar hann gekk inn í stofuna. „Daniel aftur kominn í heim- sókn í ljónagryfjuna“, sagði hún ertnislega. SKUGGIININ Danskt ævintýri 8. „Það var hún, sem fegurst er allra. Það var Skálddísin. Ég var þar í þrjár vikur, og verkar það eins mikið og ef maður lifði í þrjú þúsund ár og læsi allt, sem hefur verið skáldað og skrifað. Það segi ég, og það er sannleikur. Ég hef séð allt og ég veit allt.“ „Skálddísin!“ kallaði lærði maðurinn upp. „Já, já, hún er oft einsetukona í stórborgunum. Skálddísin! Já, ég hef aðeins einu sinni séð hana í svip, en þá voru stirur í augunum á mér. Hún stóð á svölunum og skein eins og bragandi norður- ljós. Æ, segðu mér frá öllu. Þú varst á svölunum, þú fórst inn um dyrnar, og þá....“ „Þá var ég kominn í forsalinn,“ sagði skugginn. „Þér hafið öllum stundum setið og horft yfir í forsahnn. Þar var alls ekkert ljós, þar var eins konar rökkur, en innar af voru stofur og salir í langri röð með opnum dyrum, sem stóðust á hverjar við aðrar. Og var þar allt ljósum lýst. Ljósin hefðu alveg gert út af við mig, ef ég hefði komizt alla leið til yngismeyjarinnar. En ég hafði vit fyrir mér. Ég fór í hægðum mínum, og það á maður að gera. „Og hvað sástu þá?“ spurði lærði maðurinn. „Ég sá allt, og ég skal segja yður frá því — en meðal annarra orða, það er alls ekki af neinum gikkshætti ,heldur af því, að ég er nú frjáls orðinn, og svo líka vegna þeirrar þekkingar, sem ég hef til að bera — að ég nefni nú ekki mína góðu stöðu og ágætu lífskjör — þá væri mér ofur kært ef þér vilduð þéra mig.“ { „Æ, fyrirgefið þér,“ sagði lærði maðurinn.. „Það var af gamla vananum, sem loðir við. Þér hafið alveg rétt fyrir Þessai ljúffengu SIJPUR fdst nú í flestum verzlunum MAGGI Heildsölubirgðir í)3njvijó (fóó ovi SfJC uavavi Apótek Austurbæjar Opnum í dag nýja deild, með aHskonar hjúkrunar- og snyrtivörur. — Einnig smábarnafatnað. • Nýkomnar allar tegundir af hinum heims- þekktu „Max Factor“ snyrtivörum. Apótek Austurbæjar Háteigsvegi 1 — Sími 82270 MÁLFmiSSUU hefi ég opnað að Laugavegi 20 B (gengið inn frá Klapparstíg). Annast alls konar Iögfræðistörf og fasteignasölu. Opið virka daga kl. 9—12 og 1—5. Laugardaga kl. 9—12. Sími: 82631. GÍSLI EINARSSON, héraðsdómslögmaður. - AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI - f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.