Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1953næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 31.10.1953, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.1953, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. okt. 1953 Íþróffif Framh. af bls. 10. G. Norðdahl, Þorkell Magnússon, Þorbjörn Pétursson og Eyrún Eiríksdóttir. Endurskoðendur: Guðm. Sigurjónsson og Stefán G. Björnsson. Forseti f.S.Í. Benedikt G. Waage mætti á fundinum f. h. Í.S.Í., en honum hafði verið falið að afhenda Jens Guðbjörnssyni merki heiðursfélaga Í.S.Í., þar sem sambandsráð hafði einróma samþykkt að gera hann að heið- ursfélaga. Félagið á 65 ára af- mæli 15. des. n. k , en mun halda það hátíðlegt dagana 31. jan. til 13. febrúar með íþróttasýning- um og keppni. Vetrarstarfið er hafið og verð- ur með svipuðu sniði og s. 1. starfsár, nema hvað körfubolta kvenna og áhaldaleikfimi karla hefur verið bætt við. Skrifstofa félagsins er í íþrótta húsinu, Lindarg. 7, sími 3356, op- in kl. 8—10 síðdegis. — Bókmenntir Framh. af bls. 6. listanautn er að lestrinum. Lýs- ing hans á Jóni er gerð af djúp- um skilningi, firnaþrótti og orð- kyngi; samúð blandin karlmann- legri viðkvæmni, • og hárbeitt á- deila, að nokkru leyti dulin und- ir hressilegu skopi, er þarna færð í lýtalausan búning ríms og máls. Þetta er eitt af öndvegiskvæðum okkar og hverjum manni mikill gróði að lesa það vandlega. Hetjukviðan „Sigurður Trölli“ er annað kvæði sem seint gleym- ist glöggum lesanda. Nokkuð er hún langdregin, en að öðru leyti listaverk. „Patrekur frændi“ er og gott, og lýsir skáldinu vel, ekki siður en Patreki. — „Vögguvís- ur“ er nöpur og sár ádeila, þar sem skáldið þakkar þjóð sinni meðferðina á skáldum hennar fyrr og síðar. Hefur þökk su naumast verið hvassar orðuð öðru sinni. Fjölmargt góðra kvæða eru í bindi þessu, og ætti að gera þeim öllum skil, veitti ekki af heilu Morgunblaði. Skulu því ekki fleiri upp talin, en menn að- eins hvattir til að lesa og til- einka sér ljóð stórskáldsins. _ í FINNBOGI KJARTANSSON Skipamiðlun. Austurstræti 12. — Sími 5544. Símnefni: „Polcoal". Hörður Ólafsson Málflutningsskrifslofa. Laugavegi 10. Símar 80332, 7673. F. I. H. Ráðningarskrifstofa Laufásvegi 2. — Sínii 82570, Útvegum alls konar hljómlistar- menn. Opin kl. 11—12 f. h. og 3—5 e. h. Fallegar hendur gcta allir hah. þón unnm séu dagleg hússrörf og þvortai Haldið höndunum hvti- um og mjúkum með þvi að nota daglcga, Æósól 9¥ eún. Heildarútgáfa á Nýals- bókum dr. Heka Péturss FÉLAG NÝALSINNA hefur Nýalsrita dr. Helga Péturss. leitað um þessar mundir. ákveðið að gefa út Eru þetta 6 bindi og heildarútgáfu er áskrifenda UM 2000 BLS. Fyrsta Nýals-bók dr. Helga Péturss kom út 1919. Eru þær sex alls og heita: Nall, Ennýall, Framnýall, Sannýall, Viðnýall og Þónýall. Allt þetta til samans er rit upp á 2000 bls. HEIMSKENNING DR. HELGA PÉTURSS í þessum ritum setti dr. Helgi - Úr daqlega lílinu Framh. af bls. 8. ★ DÓMARARNIR spurðu Spi- ers, hvort hann vildi fá lækn isvottorð fyrir Evu. Nei, hann vildi það ekki. Hann hafði einsett sér að gera það ekki. Dómararnir kváðust hafa „sam úð“ með honum — en dæmdu gegn honum. Hann var dæmdur til að borga 10 shillinga í sekt og senda Evu aftur í skólann — í skólabúningnum. Spiers, gallharður einstaklings- hyggjumaður, neitaði. Hann leigði sér lögfræðinga og áfrýj- aði dómnum. Hann tók Evu — í síðbuxum — með sér fyrir rétt- inn. Afrýjunardómurinn féllst á, að ekkert væri hægt að finna ósæmilegt við síðbuxurnar. Skóla búnings reglugerðin var gagn- rýnd — of stíf og einstrengings- leg. — Og sekt Spiers var felld niður. —★— 'k EN NÚ var röðin komin að skólanum að áfrýja og málið kom fyrir hæstarétt í síðast- liðinni viku. Tveir læknar staðfestu, að Eva væri haldin gigtveiki og yrði að vera hlýtt. En að „vera hlýtt“ þýddi ekki, að hún þyrfti endilega að klæðast síðbuxum — sagði dómarinn. Einn hinn skjólbezti klæðnáður er gott ullarpils — var úrskurð- ur yfirdómarans: „Segjum sem svo, að einhverjir foreldrar fyndu upp á því á heitum sumardegi að börnunum væri fyrir beztu, að ganga algerlega klæðlaus. — Hvað þá? — Væri skólastýran skyldug til að leyfa barninu inn- göngu í skólann? Skólastýran á að hafa rétt og vald til að halda uppi reglum og aga í skóla sín- um“. —★— ★ EN Spiers þrjóskaðist enn: „Við höfum eytt okkar sið- asta skildingi í þetta stríð — seg- ir hann. — En ég skal standa á rétti mínum. Ég er Englendingur og hefi barizt fyrir föðurland mitt ....“. — Og frú Spiers stend ur með honum til hins síðasta- — „Ég skal fara með Evu í skól- ann — segir hún — í síðbuxum. Lögreglan getur þá tekið til sinna ráða.“ fram kenningar sínar um bygg- ingu heimsins og uppruna og eðli lífsins. Nýalsfélagið var stofnað fyrir þremur árum og vinnur að því að kynna og út- breiða þessar skoðanir. Hefur það verið bagalegt að elztu bæk- urnar hafa verið uppseldar og með öllu ófáanlegar en í þeim eru grundvallaratriðin í kenning- um dr. Helga. Félagið hefur þegar hafið á- skriftasöfnun og er einnig hægt að gerast áskrifandi í flestum bókaverzlunum. Lagafrumvarp fluft á jsingi um að Höfðahérað verði sér- stakt læknishérað TIL UMRÆÐU kom í gær í neðri deild Alþingis frumvarp Jóns Pálmasonar um að breyta gildandi lögum um skipun læknishér- aða, verksvið landlæknis og störf héraðslækna. Frumvarpið kveð- ur svo á um að skipta skuli Blönduóshéraði þannig að myndað sé nýtt læknishérað: Höfðahérað, sem nái yfir Höfðahrepp og Skaga- hrepp og verði læknissetur í Höfðakaupstað. KEMUR FRAM I ÞRIÐJA SINN í greinargerð sem fylgir frum- varpinu segir flutningsmaður svo: Frumvarp samhljóða þessu var flutt á næst síðasta þingi af heil- brigðis- og félagsmálanefnd neðri deildar og í samráði við heilbrigðismálastjórnina. Fylgdi frumvarpinu þá ýtarleg greinar- Vöku-stúdentar ræða ýmis hassmunamál iblaði sínu Blaðið fjallar um þau mál sem efsf eru á baugi meðal háskólasfúfenda VAKA, blað Félags lýræðissinn- stud. jur. formaður Vöku skrifar aðra stúdenta er nýlega komið út. Ræðir það öll hélztu hagsmuna mál stúdenta, svo sem eflingu lánasjóðs stúdenta, en eins og kunnugt er, hafa fulltrúar Vöku í stúdentaráði unnið mjög mikið gott í því máli. Þessa grein ritar Eyjólfur K. Jónsson, stud. jur., sem einnig ritar greinina Vaka og verkefni stúdenta. Jón Hnefill Aðalsteinsson stud. med. ritar greinina: „Stöndum vörð um tungu og menningu okkar“. Þá ritar Valdimar Kristinsson stud. oecon. grein um Félagsheimilið og fylgir greinnin teikning af því. Haraldur Bessason stud. mag. skrifar um nauðsyn þess fyrir háskólastúdenta að haldið sé uppi í skólanum kynningu á verkum höfuðskálda þjóðarinnar. Þorvaldur Ari Arason stud. jur. skrifar um vinnumiðlun stúd- enta. Kvæði er í blaðinu eftir Sverri Haraldsson stud. theol., sem nefnist Steinkudys. Þá eru greinarnar: Um hagsmunamál Garðbúa, eftir Gunnar G. Schram stud. jur. Matthías Jóhannessen stud. mag., fráfarandi formaður stúdentaráðs skrifar grein: Fyrir það fá þeir þungan dóm. Ólafur H. Ólafsson skrifar grein, sem hann nefnir:„Ber er hver að baki, nema sér Boga eigi“. — Bogi þessi er sá maður, sem hafði hin leið- inlegu afskipti af lýsismálinu svonefnda. Magnús Óskarsson Morgunblaðið er hclmingi útbreiddara en nokkurt annað' íslenzkt blað. greinma: stúdenta. Sigur Vöku, er sigur gerð frá landlækni. Var frv. samþykkt í Nd., en vísað frá í Ed. vegna breytinga, sem við það hafði verið hnýtt. Á síðasta Alþingi var málið aftur til með- ferðar, fór í gegnum Nd., en féll í Ed. af sömu ástæðum, en með jöfnum atkvæðum. Nokkru eftir þingslit úíveg- uðu Höfðahreppsbúar þangað lækni, sem starfað hefur á þeim stað síðan. En þar sem nauð- syn ber til, að sú skipun sé gerð lögformleg, til þess að hlutað- eigandi læknir njóti fullra rétt- inda, þá leyfi ég mér fyrir hér- aðsins hönd að flytja þetta mál í þriðja sinn. Þykist ég hafa ástæðu til að ætla, að nú verði eigi i þriðja sinn farið að hnýta við það óviðkomandi málum, sem heilbrigðisstjórnin vill eigi fallast á, og eyðileggja á þann hátt framgang þessa einfalda máls. Geir Hallgrímsson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa. Hvafnarhvoll. Símar 1164 og 1228. mwinraaHBaBBBaaBBaBaaBaBaBBliBffiBaiiirftimaBBHBBBaaaBBvgiBaBPaoaaaaBBa'innilÍR Gömiu dunsumir að Þórscafé í kvöld kl. 9. Miðar ekki teknir frá í síma, en seldir frá kl. 5—7 • *SJ» fl:" W2' DAISISLEIK3JR í kvöld klukkan 9. Hljómsveit Magnúsar Randrup. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 8. V —ö M A R K Ú S Eftir Ed Dodd G'>—? Éssí 1) — Markús, úr því að við erum hingað komnir, ætla ég að líta eftir varpstöð mörgæsanna. Já, Daníel, þá er bezt að ég noti tækifærið og taki nokkrar myndir. 2) — Hérna á þessum stað er gríðarlega mikið af skarfi og pelikönum, 3) Markús, nú ætla ég að! verki, sem ég er að inna af hendi taka- mynd af þér, þar sem þú ert að mynda fuglalífið. — Það getur komið mér að notum í rit- varðandi griðastað fugla.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 248. tölublað (31.10.1953)
https://timarit.is/issue/109196

Tengja á þessa síðu: 12
https://timarit.is/page/1291482

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

248. tölublað (31.10.1953)

Aðgerðir: