Morgunblaðið - 07.11.1953, Blaðsíða 10
ícy
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 7. nóv. 1053
r■
í^lands Be^meist-
arar frá Sandgerði
MIKLIJ færri en vildu komust
að í Austurbæjarbíói í fyrrakv.
til að horfa á landskeppni'na
í jitterbug, sem Ráðningaskrif-
stofa skemmtikrafta gekkst fyr-
ir. Átta danspör kepptu, tvö frá
ísafirði, tvö frá Akureyri, tvö úr
Reykjavík, eitt frá Sandgerði og
eitt frá Keflavík.
TILHÖGUN KEPPNINNAR
Keppnin fór fram með þeim
hætti, að fyrst komu öll pörin
fram og dönsuðu sameiginlega,
síðan dansaði hvert par út af
fyrir sig og að lokum öll saman
á ný. Hvert par var auðkennt
með númeri. Hver aðgöngumiði
var í senn atkvæðaseðill og
greiddu samkomugestir atkvæði
sitt númeri þess danspars, sem
þeim hafði þótt bezt takast, í
hléinu sem varð á skemmtun-
'inni er keppninni v'ar lokið. —|
Hlutskarpast varð nr. 3, dans-
parið úr Sandgerði, ungfrú Anna
Erlendsdóttir og Kristján Ásgeirs
son. Hlutu þau langsamlegan
meirihluta atkvæða. Verðlaun
þeirra voru 2000 kr í peningum.
AÐRIR SKEMMTIKRAFTAR
Auk jitterbug keppninnar
komu þarna fram enska kabarett
söngkonan Linda Lane. Skemmti
hun bæði með söng og dansi.
Framh. á bls 12.
Ólga mikil heíur verið í Júgósiavíu að undanförnii vegna ákvörðunar Vesturveldanna að afhenda
ítölum A-svæðið í Triest. Myndin hér að ofan er teldn fyrir utan ameríska sendiráðið í Belgrad, en
þar hafa slagorð verið máluð á götuna. „Tríest er vor“, stendur þar, en á gangstéttinni fyrir framan
bygginguna stendur: „Júgóslavneski alþýðuherinn ver gcsti vora“.
DREGIÐ
um vinninga{ Vöruhapp-
drætti S í. B S. í 11.
flokki 1953.
50 húsund kr.:
46201
10 húsund kr:
37821
10 búsund kr:
42683
5 húsuríd kr.:
9099 10489 32392 32649
2 húsund kr.:
2277 16698 24664 27277
1 húsund kr.:
3554 8153 10674 15898 24875
31606 36727 40744 41138 46993
500 krónur:
2247 2742 3129 3625 5289
6290 8145 9221 9431 10034
10042 11575 12172 13532 14122
14450 15008 15014 15654 16119
17518 18880 19719 19783 21999
22062 23263 25624 26225 27161
27356 28322 28880 29620 30233
30428 31084 31198 33158 33831
34195 35144 35294 36675 40889
41637 42482 43332 43389 44350
44905 45334 46836 48733
Eftirtalin númer hlutu 150 kr.
vinning hvert:
Kristmann Guðmundsson skriíar uim:
BÓKMEN
EKKI VEIZTU ....
Eftir Friðjón Stefánsson.
I bók þessari eru seytján stutt-
ar sögur. Ekki er mér kunnugt
u’m það, hvort Friðjón Stefáns-
son hefur gefið nokkuð út áður
á íslenzku. En hitt veit ég, að
sumar af sögum þessum hafa
verið birtar í danskri þýðingu og
hlotið þar lofsamlega viðurkenn-
iqgu.
, Fyrsta sagan: „Á gengnum
götuslóðum“ er bókmenntaleg
perla, fullgilt listaverk að allri
gerð. Hún fjallar um mann, sem
liðið hefur skipbrot í lífinu, á
borgaralega vísu, en er í raun-
inni ekki eins illa farinn og hann
lítur út fyrir. Hann gengur um
fornar slóðir og minnist eigin-
konu sinnar, er hann hóf búhok-
ur með á þeim stað. Það gekk
ekki vei og konan skildi við hann,
•— greinilega sökum ónytjungs-
skapar hans við veraldlega sýslu.
Honum er það sjálfum fullljóst
og reynir ekki að afsaka sig. Eigi
að síður er hann ánægður og
sáttur við allt og alla, sem eigna-
laus flækingur. Hversvegna? Það
er, hvergi beinlínis sagt, en svo
vel gert er þetta sögukorn, að
lesandinn skilur það samt og
gleymir ekki fljótlega hinum
stuttu kynnum við þennan nafn-
lausa ferðalang.
„Séðir svipir“ fjallar um konu,
sem er að sligast undir byrði
lifsins og endar í brjálsemi.
Einnig þessi saga er vél. unnin
og gott listaverk, en stendur þó
hinni fyrrnefndu að baki, skortir
meðal annars þokka hennar. —
„Morgunn“, sem segir frá göml-
um verkamanni, er mjög góð svip
mynd. „Að leiðarlokum" er einn-
ig um gamlan uppgjafahermann
Ú¥ lífsins stríði. Lýsing hans er
góð, en sagan annars nokkuð
lapsbyggð. Listavel gerð er aftur
á móti „Formáli að æfintýri“,
fullkomin í byggingu og áhrifa-
mikil í einfaldleik sínum. „Á
dansleik" er vel gerð, en nær þó
ekki til fulls tökum á lesandan-
um, þrátt fyrir góð og heiðarleg
vinnubrögð.Hið sama er aS segja
nm „Fyrirgefning“, þó þar muni
mjnna. „Undir mánaskini" er
misheppnum; fyrri hlutinn þó
stórum skárri en hinn síðari. „Á
héraðsmóti“ er verulega góð saga
listasmíð, prýðileg rannsökun á
vanmetakennd og í alla staði at-
hyglisverð. „Aukaþankar" er góð
svipmynd af drykkjumanni og
drengnum hans. — „Annexia" er
ein af betri sögunum, að bygg-
ingu og efnismeðferð. Nokkuð
bragðdauf er „Handan við angan
Vorsins“, og „Ég er ég“ missir
marks, þótt talsverðar töggur
séu í henni.
„Ein af bersyndugum" ér ein
lengsta sagan í bókinni og tals-
vert laus í reipunum, en þó at-
hyglisverð á ýmsa lund. Siðari
hluti hennar er miklu betri þeim
fyrri, og einkum gerður af meiri
samúð og skilningi á persónun-
um. — En samúð og samkennd
með persónum sínum virðist
þennan höfund einatt skorta,
enda þótt hann velji sér oftast
olnbogabörn • þjóðfélagsins til
meðferðar. — „Morgunganga“ er
ungæðisleg, en ailvel gerð. En
næst á eftir henni er ljómandi
góð saga: „Manséttuhnappar“.
Það er ein af perhmum í bókinni
og listavel unnin.
Síðasta sagan heitir: „Maðkur í
mysu“. Hugmyndin er skemmti-
leg, en heldur lélega frá henni
gengið.
Framh. á bls. 11.
David Haii irá New York er hér á ferð:
Höfuðhl«tfiverfc ©ð út-
isreiða norræna tónlist
MR DAVID HALL, forstjóri út-
breiðslumiðstöðvar fyrir nor-
ræna tónlist hjá „American-
Scandinavian Foundation" í New
i York er nýkominn hingað í nokk
urra daga dvöl til að undirbúa
kynningu á íslenzkri tónlist í
Bandaríkjunum. Skrifstofa hans
í New York nýtur styrks af hálfu
norrænu „Stefjanna“, og hefir
hann heimsótt þau ölí á ferð sinni
um Norðurlönd undanfarið, en
er nú á heimleið. Hann átti tal
við fulltrúa blaða og útvarps ný-
lega og skýrði frá störfum sínum
og fyrirætlunum.
Hann skýrði svo frá:
Allar tegundir tónlistar hafa
útbreiðslumöguleika í Ameríku,
■en ég tel það höfuðhlutverk
skrifstofu minnar að útbreiða
þjóðlög og þjóðlega tónlist frá
Norðurlöndnm og alls konar
hljómleikaverk.
Hin norræna tónlistarmiðstöð,
sem ég stjórna og var stofnuð
fyrir tæpum þrem árum, safnar
prentuðum eintökum af norræn-
um tónverkum og handritum,
endurritum og ljósmyndum af
nýjum verkum.
Það er hinsvegar mjög erfitt
að fá störfum hlaðna hljómsveit-
arstjóra og aðra túlkendur til að
líta á verkin og setja sig ræki-
lega inn í þau, ekki sízt ef um
nýjan stíl er að ræða. Þessvegna
er svo afar mikils virði að hafa
verkin jafnframt til á plötum eða
tónböndum. Við höfum á skrif-
stofu minni talsvert af slíku og
fullkomin tæki til að iáta verk-
in hljóma.
Eins hefi ég sjálfur talað í út-
varp við og við og lofað mönnum
að heyra tónverkin um leið Ég
hefi sambönd við hljómleikafyr-
irtæki, leikhús og skemmtistaði.
Tónlistarmiðstöð okkar hefir
einnig haldið opinbera hljóm-
leika íUarnegie-Hall í New Yorji.
Því miður hefir tónlistarmið,-
stöð okkar ennþá alltof lítið af
íslenzkum verkum í afritum eða
á tónböndum og plötum. Eitt,
aðalerindi mitt hingað er að út-
vega slikt efni, og vænti ég mér
aðstoðar Ríkisútvarpsins og fleiri
aðiia hér til þess.
Fyrir sölu á hljómplötum og
opinberan fluti.ing verkanna
geta íslenzkir höfundar haft æði-
miklar tekjur, ef vel er á haldið.
Það fer allt eftir því hve margir
kaupendurnir og hlustendurnir
eru. Tónverk flutt frá mörgum
útvarpsstöðvum samtimis, eins
og stundum kemur fyrir, geta
fært rétthöfum verksins mjög
háar tekjur fyrir einn einasta
flutning.
Frumskilyrði fyrir tekjumögu-
leikum íslenzkra höfunda í |
Ameríku er þó að ísland geri
samning við Bandaríkin um
vernd íslenzkra verka.
Því miður njóta hugverk ekkí
verndar í Bandaríkjunum, nema
verkin hafi verið skráð til vernd-
ar hjá þingsafninu í Washington
innan 6 mánaða eftir að þau komu
út í fyrsta sinni, en skráning er-
lendra verka er því aðeins mögu-
leg að gerðir hafi verið milli-
ríkjasamningar við Bandaríkin
varðandi höfundarétt.
íslenzk verk voru sum skráð
til verndar í Bandaríkjunum
fyrir 1944, þar sem íslendingar
voru álitnir þegnar Danakonungs
en hann hafði gert samning við
forseta Bandaríkjanna Um gagn-
kvæma höfundavernd. Síðan ís-
land varð lýðveldi hefir skráning
islenzkra verka í Bandaríkjun-
um til verndár ekki verið mögu-
leg, enda þótt verk Bandaríkj-
anna útgefiu í löndum Bernar-
sambandsins njóti fullrar vernd-
ar á Islandi. Verra er þó að þau
ísienzk verk, sem ekki hafa ver-
ið lögskráð í Bandaríkjunum eft-
ir fyrstu prentun, munu aldrei
geta fengið vernd þar síðan.
Erfitt er að fá lögum breytt þar
í landi, þar sem slíkt þarf að
samþykkjast í öllujn 48 sam-
bandsrikjunum, hverju fyrir sig
áður lagagildi kemst á. '
137 415 425 479 536
795 904 1462 1590 1804
1822 1879 2168 2173 2252
2462 2596 2604 2686 2763
3358 3463 3464 3808 4114
4151 4156 4274 4320 4570
4576 4704 4948 5113 5199
5234 5419 5482 5537 5588
5793 5822 5893 6046 6891
7123 7146 7149 7572 7708
7762 7926 8238 8468 8469
8475 8609 9227 9383 9697
9752 9865 10320 10837 10914
11097 11327 11624 11794 11822
11918 12255 12329 12526 12832
12892 12954 12977 13157 13198
13576 13686 13693 13712 13715
13777 14070 14098 14436 14837
14866 14940 14960 15036 15183
15219 15364 15512 15761 15860
15891 16102 16134 16247 16258
16512 16715 17058 17104 17503
17639 17839 17890 18160 18294
18303 18412 18769 18826 18913
19004 19188 19518 19677 19690
19776 19935 19963
20040 20263 20504 20637 20836
20906 21118 21142 21418 21801
21858 21883 21936 22078 22451
22497 22957 23200 23321 23413
23501 23528 23533 23691 23867
23915 23954 24084 24255 24269
24560 24584 24745 24768 24805
24854 25003 25249 25761 26046
26077 26216 26268 26377 26396
26565 26630 26969 27249 27285
27441 28030 28354 28478 28943
29025 29049 29176 29199 29468
29802 29841 30405 30481 30791
30802 30853 30913 31311 31330
31351 31735 31939 32115 32247
32430 32677 32681 32911 33882
33920 34237 34533 34821 35226
33525 35575 35637 36252 36281
36457 36531 36539 36665 36878
36913 36931 37016 37272
37274 37671 37677 37763 37930
37970 38121 38538 38695 38774
38982 39070 39491 39881 39973
40124 40273 40509 40597 40680
40750 40757 41162 41647 41709
41933 41994 42055 42243 42502
42975 42985 43054 43065 43247
43556 43700 44078 44152 44502
44759 44802 45117 45167 45211
45784 45853 46047 46186 46357
46832 47038 47204 47209 47271
47320 47392 47680 47843 47951
48283 48604 48619 48685 48938
48970 49061 49452 49497 49540
49736 49746 49894
(Biít án ábyrgðar.)
Bezt ú auglýsa í Morgunbiaðiuu