Morgunblaðið - 10.12.1953, Page 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 10. des. 1953
Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavlk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stiórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óia, sími 3048.
Anglýsingar: Árni Garðar KristJnsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu 1 krónu eintakið.
y
Kjarnorbn í þágu friðar
RÆÐA Eisenhowers forseta
Bandaríkjanna á allsherjarþingi
S.Þ. hefur vakið verðskuldaða
athygli um allan heim. Því að það
er ekki of mikið sagt, að ræða
hans geti þýtt mikilsverð þátta-
skil í lífi hvers manns á þessari
jörð.
í fyrsta lagi getur verið að
einlægni forsetans, er hann
leggur spilin á borðið, geti
orðið til þess að hinu ógn-
þrungna kapphlaupi um atóm-
sprengjubirgðir verði hætt áð-
ur en markinu, gereyðingu
heims er náð. í öðru lagi, þá
er það víst að ræða hans mark
ar nýja stefnu í nýtingu atom- ;
orkunnar til friðsamlegrar
uppbyggingar og starfa. |
Verða þessi tvö atriði rædd
nokkru nánar hér. j
Forsetinn skýrði í fáum orðum
en rökvissum frá því hve hræði-
leg atómsprengjuógnin er orðin.
„Ein einasta flugsveit getur j
flutt á einum degi til hvaða stað-
ar sem er í veröldinni, eins mik-
inn sprengikraft og fólst í öilum
sprengjum, sem féllu í Bret-
landi í allri síéari heimsstyrjöld-
inni.“
Það þarf ekki að lýsa því með
fleiri orðum, hvílík ógn grúfir
yfir mannkyninu, þegar það veit
líka að þetta hræðilega vopn er
í höndum áleitinna og vægðar-
lausra ofbeldismanna. Og þeir
hafa e. t. v. ímyndað sér að þeir
geti sigrað heiminn með þeSsum
drápstækjum.
koma í veg fyrir að skálkarnir
gætu svikið öll loforð og setið
einir með þessi ógnþrungnu
vopn. Þegar á allt er litið eru
tillögur Rússa ekki svo furðu-
legar, — þær miðuðu að því að
skálkarnir gætu kúgað hina heið
arlegu. Hversvegna Rússar stefna
að því geta menn gert sér í
hugarlund,
Vesturlönd hafa komið fram
með aðra tillögu, sem sé þá
að atomvopn séu bönnuð og að
alþjóðaeftirliti væri komið á
um það að banninu yrði fram-
fylgt. Þess má geta Banda-
ríkjamönnum til verðugs lofs,
að þeir báru slíka tillögu fram
þegar eftir stríðslok. Banda-
ríkjamenn voru þá fúsir til að
selja alþjóðastofnun í hendur
öll þau leyndarmál, sem þeir
réðu þá einir yfir. En því
miður náðist ekki samkomu-
lag. Rússar höfnuðu því að
Sameinuðu Þjóðimar fengju
að hafa eftirlit með því að
skálkarnir geymdu ekki laun-
vopn undir skykkju. Við sjá-
um það nú eftir á að það var
mjög miður farið, því að þá
hefði hin friðsamlega notkun
atómorkunnar getað byrjað
þegar í stríðslok.
UR DAGLEGA LIFINU ?
Eisenhower forseti varaði
ofbeldismennina mjög skýr-
um orðum við því að mis-
reikna sig með þeim hætti.
Hann benti þeim á þá augljósu
staðreynd, að þrátt fyrir það
að Rússar skipulegðu atóm-
sprengjuárás að óvörum, þá
gætu þeir aldrei unnið neinn
skyndisigur. Bandaríkin
myndu hvernig sem slík árás
væri skipulögð jafnan hafa
kraft til að bíta frá sér. Og síð-
an birti hann áheyrendum sín-
um þann blákalda sannleika
að í slíkri atómstyrjöld myndi
enginn geta talizt sigurvegari.
Því að öll menning væri þurrk
uð út af þessari jörð. — Hvort
yrði þá sú manneskja miklu
bættari með „sigur“ sem eftir
lifði í gereyðingu.
Það ætti nú öllum að fara að
verða ljóst, að hér er ekkert gam-
anmál á ferðum. Og það er nauð-
synlegt að taka þetta mál ákveðn
ari tökum. Það er krafa alls
mannkynsins að það fái að lifa
áfram.
Jú, reyndar hefur áður verið
um það talað að atómvopnin séu
vandamál. Einstöku sinnum hef-
ur það verið nefnt t. d. á fund-
um S. Þ. Og þá hefur verið kom-
ið með tillögur um lausn á þessu.
Rússar hafa átt sína tillögu.
Hún var á þá leið að allsherjar-
þing S. Þ. lýsi yfir banni á atom-
vopn, að allsherjarþing S. Þ.
fordæmi atómvopn o. s. frv. Það
er að segja áhugi Rússa náði til
þess að yfirlýsing væri samin.
Slík yfirlýsing gat að sjálfsögðu
orðið til þess að þær þjóðir sem
heiðarlegar voru eyðilegðu öll
sín atómvopn. En ekkert átti að
í ræðu sinni í fyrradag, tók
Eisenhower það með í reikning-
inn að Rússar vildu ekki enn
skilja staðreyndirnar, að þeir
myndu enn hafna atómeftirliti.
Þessvegna sagði hann í ræðu
sinni: — Jæ-ja, gott og vel, við
skulum ekkert skipta okkur af
þvi hvort þið eigið atómsprengj-
ur. Þið fyrtist alltaf við, ef farið
er að minnast á eftirlit með atóm
vopnum. — En þið Rússar, ættuð
samt að geta tekið þátt í sam-
eiginlegu átaki allra þjóða til að
nota atómorkuna til friðsamlegr-
ar uppbyggingar. Við skulum
koma á fót alþjóðastofnun, sem
vinnur alhliða að því að hagnýta
atómorkuna, öllu mannkyninu til
stórra hagsbóta.
Þetta er e. t. v. hið merkileg-
asta í ræðu Eisenhowers og það
skiptir ekki sízt máli fyrir okk-
ur íslending'a, sem erum hini
smæsta þjóð. Við erum svo smá-
ir, að hjálparlaust getum við lík-
lega seint hagnýtt okkur þenn-
an óþekkta kraft. En ef slíkri
alþjóðastofnun yrði komið á,
myndum við íslendingar eins og
allar smáþjóðir njóta góðs af.
Aldrei fyrr frá stríðslokum
hefur hinum rússnesku vald-
höfum verið gefið eins gott
tækifæri til að sýna í reynd-
inni hvað þeir ætla sér fyrir.
Neiti þeir svo sjálfsögðum
hlut sem þessu alþjóðasam-
starfi þá skilur maður hvers-
konar nábýli þeir hugsa sér
í þessari veröld. En þrátt fyr-
ir það þótt þeir neiti, munu
aðrar þjóðir heims ekki láta
þessa þýðingarmiklu tillögu
falla niður. Það er trúa vor, að
hvort sem Rússar óska eftir
samstarfi eða ekki, þá sé þessi
þýðingarmikla tillaga Eisen-
howers upphafið að víðtæku
alþjóðasamstarfi um notkun
atómorkunnar til að efla frið-
samlegan fjársjóð allra þjóða.
9líokleil4
boð
Undir
Big Ben
JAFNVEL í stórborg þar sem
menn geta^verið meira einmana
en í miðrií eyðimörkinni Sahara
eignast menn smátt og smátt
j vini. Að vísu eru það ekki vinir
- í venjulegum skilningi sem menn
. umgangast í kaffiboðum eða á
I spilakvöldum eða í gleðskap,
* hafi menn efni á því. Þetta er
fólk sem maður fær samúð með
fyrir vingjarnlegt viðmót sitt.
Ég á t. d. við gömlu konurnar
tvær í brauðbúðinni okkar er
1 sýna allri fjölskyldu minni hlý-
hug sinn og eru ekki hræddar
við, að fara í kring um hinar
ströngu reglur um lokunartíma
en rétta eitt og eitt brauð út um
bakdyrnar, ef svo ber undir.
1 Þið getið borgað seinna er
vana viðkvæðið hjá þeim.
Og svo er það hinn ungi bréf-
beri, sem kemur stundvíslega
klukkan 5,20 á morgnana hlaup-
andi niður brekkuna til þess að
vera á réttum tíma á pósthús-
inu inni í borginni klukkan 6.
Það gildir einu hve dimmt er
eða veðrið er vont. Alltaf er
hann jafn glaðlegur og kurteis í
kveðjum sínum. Það skiptir ekki
máli fyrir hann þó svörin hjá
mönnum séu stuttaraleg. Hann
vcit að þau eru öll í góðri mein-
ingu gerð.
En aldavinur minn er blaða-
salinn utan við Canadabankann
við Trafalgar Square.
Hvernig sem veður er situr
hann á léttum trékassa sínum
með visk sína af dagblöðum.
Er hann sér mig tilsýndar, dreg-
ur hann eitt eintak af Evening
Standard út úr viskinni. Við
höfum nú þekkst í 6—7 ár. Og
það kemur fyrir að ég bíð hjá
honum eftir seinustu útgáfunni
af blaðinu, og við skiptumst á
nokkrum setningum og skoðun-
um um allt milli himins og jarð-
ar um öll lönd. Án þess að ég
nokkru sinni hafi sagt honum
frá því, þá veit hann að ég er
blaðamaður og er því heima í
mörgu. Aðdáun hans á blaða-
mönnum nálgast tilbeiðslu og
duglegustu blaðamennirnir eru
að hans áliti næst á eftir frétta-
mönnum veðhlaupa, fréttamenn
erlendra blaða. Þeir búa til frétt-
irnar sem blöðin lifa á og skrifa
það í blöðin sem mest veltur á,
og allir lesa, þegar þeir hafa
ekkert annað að lesa.
—o—
Smátt og smátt hef ég fengið
að vita svo mikið um hann, af
allskonar athugasemdum hans,
að ég hef getað gert mér grein
fyrir honum og æviferli hans.
Hann missti annan fótinn í fyrri
styrjöld, og á því rétt á 26 krón-
um á viku í örorkubætur, en
hefur aldrei viljað sækja um
þær. Því hann lítur svo á, að slík
eftirlaun eigi að koma af sjálfu
sér, og telur að það sé órétt-
látt að þau hverfi þegar tekjurn-
ar ná einhverju hámarki.
Þessar 26 krónur ættu ekki að
vera of miklar bætur fyrir þau
ævtiöngu óþægindi að þurfa að
ganga við hækjur, segir hann.
í stuttu máli er hann andstæð-
ingur ríkisstjórnar, þings, bæj-
arstjórnar og opinberra stofn-
ana, yfirleitt. Hluturinn er, seg-
ir hann oft, að allt þetta dót
getur ekki séð almennilegt fólk
í friði. Konan mín og ég eigum
nóg fyrir útfararkostnaðinum.
Hvað koma svo allar þessar
stjórnarskrifstofur okkur við og
hvað varðar þær um okkur.
En svona er ekki hægt að fara
að. Hann hefur alltaf unnið. Þeg-
ar hann gat ekki séð fyrir sér
með venjulegu móti á vinnu-
markaðinum, fór hann á skrif-
stofu blaðsins og spurði hvort
hann gæti ekki fengið visk af
blöðum til að selja. Honum var
úthlutaður „krókur“, þar sem
engin blöð höfðu verið seld fram
til þessa. En þetta gengur vel.
Hann fær 66 krónur á viku fyrir
það eitt að sitja þarna. Það er
einskonar grunnlaun fyrir að
halda fréttaseðli blaðsins fram
við kaupendur, því samkvæmt
lögreglusamþykktinni má ekki
negla fréttaauglýsingar á hús-
veggi. Auk þess er hann með
grunnlaununum skyldugur til að
selja önnur blöð og ágóði hans
Framh. á bls. 9.
uu andi shripar:
Nýjung fyrir
reykingamenn.
ÉG SÁ hér á dögunum öldungis
nýja gerð af sígarettumunn-
stykkjum — hún kvað vera upp-
runninn í Ameríku og er talin
hinn mesti þarfagripur, þar eð
munnstykkið er þannig úr garði
gert, að það á að forða fórnardýri
nikótínsins frá u. þ. b. 1/4
hluta af eiturefni því, sem al-
mennt er kallað „tjara“ og sagt
er að eigi sinn þátt í hinum voða-
lega lungnakrabba, sem nýjustu
athuganir rekja til sígarettureyk
inga.
Tekur í sig 25%
af tjörunni.
ÞETTA verður með þeim hætti
að í sígarettumunnstykkinu er
komið fyrir smáhylki, seha er
allt að því þumlungur að lengd,
fyllt með hvítleitum smákrist-
öllum. Hylkið er með gatasigti
í báða enda og um leið og reyk-
urinn er sogaður í gegnum það
sjúga kristallarnir í sig „tjör-
una“, svo að hylkið er orðið svar-
brúnt eftir að reyktar hafa verið
5—6 sígarettur, og heldur óhugn-
anlegt ásýndum. Þá er skipt um
hylki, það „fulla“ tekið burt og
annað, með hreinum kristöllum
sett í staðinn.
Einfaldasta ráðið.
ÞE S SI NÝJUNG mun
lítt þekkt hér enn sem kom-
ið er, en ýmsir telja líklegt, að
hún muni eiga mikla framtíð
fyrir sér, þó að þessi „hreinsun-
areldur“ dragi víst reyndar
nokkuð úr unaðsemd þeirri, sem
reykurinn, ómengaður og ó-
hindraður færir reykingamann-
inum. — En hvers vegna allt
þetta bjástur og umstang? Það
er til eitt ofurauðvelt — og ein-
hlítt ráð til að forðast alla tjöru
og eitur, sem þessar reykingar
hafa í för með sér. Þetta ráð er
einfaldlega: — að hætta að
reykja!
Einkennilegur
verðmunur.
TOBBI skrifar:
„Mér finnst ástæða til að
vekja athygli fólks á því nú, er
öll jólaverzlunin stendur sem
hæst, að það getur borgað sig,
hafi fólk sæmilega rúman tíma,
að ganga á milli búðanna og
spyrja um verð á vörunum, þ.e.
verðmunurinn frá einni verzlun
til annarrar er oft allverulegur.
Ég fékk greinilega sönnun fyr-
ir þessu í gær, er ég þurfti að
kaupa smáhlut einn, er mig van-
hagaði um. í einni verzlun kost-
aði hann 18 krónur, í annarri 13
krónur og í þeirri þriðju aðeins
11 kr. Fyrir fáeinum dögum
rakst ég á samskonar fyrirbaéri.
Hlutur, sem kostaði 7 kr. í búð
einni, kostaði 5 kr. í þeirri næstu.
Hér var ekki þvi til að dreifa, að
um mismunandi vörugerð eða
vörugæði væri að ræða — þessir
hlutir voru nákvæmlega sams-
konar að öllu leyti, svo að þessi
verðmunur er harla einkenni-
legur.
UM verðmerkingar.
ÞAÐ er annað í sambandi við
jólaverzlunina, heldur Tobbi
áfram, sem vert er að minnast á
— reyndar á það við um verzlun
yfirleitt, — en það eru verðmerk-
ingar. Hin nýstofnuðu Neyt-
endasamtök hafa þessa dagana
vakið athygli á þessu og munu
allir sammála um, að hér þurfi
úrbóta við. Aldrei fremur en í
verzlunarösinni fyrir jólin kem-
ur það skýrt í ljós, hve mikill
hægðarauki viðskiptavinunum
væri að því, að vörur væru
merktar með verðmiðum, þannig
að ekki þurfi að eyða dýrmætum
tíma í biðröðum og troðningi til
þess eins að komast að af-
greiðslufólkinu til að spyrja um
verð á þessu eða hinu.
Öllum aðilum í hag.
ÞAÐ liggur í augum uppi, hve
stórkostlegt hagræm við-
skiptavinunum og starfsfólkinu,
í senn væri að fullkomnari verð-
og vörumerkingum, og ættu kaup
menn að sjá sér haga og sóma í að
hefjast handa í þessu efni. Það
hefur oft verið fundið að þessu
áður, en því miður án verulegs
sjáanlegs árangurs. — Tobbi“.
„Engi maðr skapar
sik sjálfr“.
ÞAT var einn morgin, er þeir
bræðr, Þorsteinn ok Grettir,
lágu í svefnlofti sínu, at Grettir
hafði lagit hendur sínar undan
klæðunum. Þorsteinn vakði ok
sá þat. Grettir vaknaði litlu síð-
ar.
Þá mælti Þorsteinn: „Sét hefi
ek handleggi þína, frændi“, sagði
hann, „ok þykkir mér eigi und-
arligt, þó at mörgum verði þung
högg þín, því at einskis manns
handleggi hefi ek slíka sét“.
„Vita máttir þú þat“, sagði
Grettir, „at ek mynda ekki slíku
til leiðar koma, sem ek hefi
unnit, ef ek væri eigi allknár“.
„Betr þætti mér“, segir Þor-
steinn, ,,þó at væri mjóri ok
nökkuru gæfusamligri".
Grettir segir: „Satt er þat, sem
mælt er, at engi maðr skapar sik
sjálfr. Láttu mik nú sjá þína
handleggi“, segir hann.
Þorsteinn gerði svá.------
(Úr Grettis sögu).
5—^SSXS^J
Sá, sem ekki
gefur gætur að
smá munum
öðlast aldrei
þá stærri.