Morgunblaðið - 31.12.1953, Síða 1
40. árgangur
303. tbl. — Fimmtudagur 31. desember 1953
Prcntsmiðja Morgunblaðsins
Hlaðinn nýsköpun artogari á siglingu. ..JBIW
Velrarvertíðin fer í hömfi
Góiar atvinnuhorfur
síðuna Em óramótin
Ylirlilsfrétiir frá frétíarifurum
Morpnblaðsins í öilum landsfjórðungum
SAMKVÆMT upplýsingum, sem Mbl. aflaöi sér í gær hjá nokkr-
um fréttariturum sínum í kaupstöðum og sjávarþorpum í öllum
landsfjórðungum, hefur atvinnuástand verið mjög sæmilegt og
sums staðar ágætt undanfarnar vikur á þessum stöðum. — Atvinnu-
horfur nú um áramótin virðast einnig vera góðar og áhugi mikill
fyrir þátttöku í vélbátaútgerð. — í Vestmannaeyjum lítur nú t. d.
út fyrir meiri útgerð á komandi vetrarvertíð en nokkru sinni fyrr.
í sveitum sunnanlands hefur óstöðug veðrátta víða gert bændum
erfitt um vik við ýmsar framkvæmdir. — Einn af fréttariturum
blaðsins í sveitum Árnessýslu, segir t. d. í skeyti til blaðsins í gær,
að fáir bændur þar minnist jafn drungalegs skammdegis.
Hér fara á eftir fréttir þær, sem blaðinu bárust í gær frá nokkr-
um fréttariturum sínum í hinum ýmsu landshlutum.
ALDREI STÆRRI
BÁTAFLOTI
VESTMANNAEYJUM — At-
vinnuástand hér um áramót
hefur aldrei í manna minnum
verið betra. Það má segja að
hver maður, sem vetlingi geti
valdið hafi haft vinnu í des-
ember, Þessi vinna var bæði
við fiskinn og hagnýtingu á
honum í hraðfrystihúsunum.
Nokkuð mikið við húsbygg-
ingar cg síðast en ekki sízt,
geysivinna við bátaflotann og
að búa hann á veiðar. — Það
hefur stappað nærri að frekar
væri skortur á verkaíólki.
af hendi hins opinbera í Vest-
mannaeyjum, og ekki ráðist í
neitt stórvægilegt af hendi ríkis
eða bæjar. Hinsvegar hafa mjög
miklar framkvæmdir verið hjá
einstaklingum, bæði á sviði báta-
kaupa, eins og fyrr er sagt, og
svo eins í sambandi við bygg-
ingar í landi. íbúðarhúsabygg-
ingar hafa verið miklar, þó ekki
meira en undanfarin ár. Hins
vegar hafa fiskiðjuverin og ein-
staka útgerðarmenn verið með
stórframkvæmdir á döfinni. Má
þar fyrst telja Fiskiðjuna h.f.,
Framh. á bls. 2.
við sjóvar-
Tekur af skarið
• SAIGON, 30. des. — f dag
sagði yfirhershöfðingi
Frakka í norður héröðum Indó-
Kína, Andre Franchi, að upp-
reisnarmenn sem nú hafa komizt
þvert í gegnum Indó-Kína allt
til bæjarins Thahket við landa-
mæri Thailands, geti hvorki sótt
norður til höfuðborgar Laos né
suður til Kambodsja. — Voru
ummæli þessi höfð eftir hers-
höfðingjanum í blaðaviðtali.
— NTB-Reuter.
Sendiherra
handfekinn
Var með 75 þúsund
dali á sár
KAIRO, 30. des. — Sendiherra
Kúbu í Kairo var í dag hand-
tekinn, er han ætlaði að stíga upp
i farþegaflugu, sem flytja átti
hann til Beirut. — Ástæðan var
sú, að hann var með skjalatösku,
sem í voru hvorki meira né
minna en 75 þús. dalir. — Sendi-
herrann mótmælti handtökunni,
en mótmæli hans voru ekki tek-
in til greina. — Málið er í rann-
sókn. —Reuter.
Atvinnuhorfur eru yfirleitt
mjög góðar, svo fremi að ekki
verði verkfall. En bæði er það að
ef ekki verður verkfall, byrja
bátar óvenjusnemma róðra, eins
hitt að síðan á síðustu vertíð hafa
7 nýir bátar verið keyptir til
Eyja. Þar að auki verða líklega
gerðir út 3 leigubátar. Allt eru
' þetta stórir og góðir bátaV yfir 50
lestir. Verður bátaflotinn nokk-
uð yfir 80 skip og hafa aldrei
verið svo margir bátar um langt
árabil, eða rúm s.l. 20 ár, og
aldrei stærri floti að smálesta-
tölu. Má því segja að bjart sé um
atvinnuhorfur á komandi mán-
uðum. Fyrirsjáanlegt er að skort-
ur verður hér á vinnuafli, eink-
um sjómönnum. Eins er nú
minna framboð á landverkafólki
en undanfarin ár. Mjög mikil
gróska er í öllu, sem viðkemur
útgerð og hagnýtingu fiski-
afurða.
MIKLAR FRAMKVÆMDIR
EINSTAKLINGA
Það má segja að á s.l. ári hafi
mjög litlar framkvæmdir verið
sinum
livetur Adenauer Evrópu-
samvinnu
BONN, 30. des. — í nýársávarpi sínu sagði Adenauer kanslari, að
Þjóðverjar yrðu fyrir miklum vonbrigðum, ef Evrópuherinn verður
ekki stofnaður á ári komanda, eins og ráð er fyrir gert.
í BERLÍN
Forsætisráðh. sagði einnig, að
Þjóðverjar byndu miklar vonir
við fjórveldafundinn í Berlín og
vonuðust til, að Rússar mundu
ekki skorast undan að mæta
Vesturveldunum á miðri leið í
friðarsókn þeirra.
MERKUSTU ATBURÐIR
ÁRSINS
Merkustu atburði ársins,
sem nú er að kveðja, kvað
ráðherrann uppreisnina í
Austur-Þýzkalandi hinn 17.
júní, kosningasigur síns eig-
in flokks og tillögu Eisen-
howers um alþjóðlega kjarn-
orkustöð. — Hann kvaðst
vona, að samvinna Vestur-
Evrópuþjóðanna væri komin
í eins gott horf og vonir standa
til, áður en hann deyi. — Aden
auer er nú háaldraður maður,
kominn undir áttrætt.
Vélbátar við bryggju í Stykkishólmi.
Hörmulegt slys á
Vatnsleysuströnd
Frændsystkinm drukkiinðu er hrot
sjór reið yfir þau -- Voru að
bjarga kindum
SÚ HÖRMULEGA frétt barst hingað til bæjarins skömmu eftir
hádegi í gær, sunnan af Vatnsleysuströnd, að þar hefði nokkru
fyrir hádegi orðið mjög sviplegt slys. — Frændsystkini frá býl-
unum Stóru Vatnsleysu og Minni Vatnsleysu, drukknuðu er þau
voru að bjarga kindum úr flæðiskeri.
Kindurnar sem voru frá báð-
um býlunum, munu um fjöru í
gærmorgun hafa runnið út í sker
þau, sem Eyri eru nefnd og eru
nokkurn spöl frá landi framund-
an Minni Vatnsleysu. Þegar þetta
sviplega slys gerðist milli kl. 11
og 12 árd. var enginn karl-
maður heima við og þar sem
kindurnar voru í yfirvofandi
hættu, voru frændsystkinin: Þórð
ur Halldórsson, 12 ára, Minni
Vatnsleysu og Sigríður Þórðar-
dóttir, 24 ára, Stóru Vatnsleysu,
send út í skerið til að bjarga
kindunum.
Ekki segir af ferðum þeirra
fyrr en þau eru komin heim á
leið úr skerinu, þangað, sem
grandanum, sem úr því liggur,
sleppir, en milli hans og lands
er dálítið sund, grunnt mjög. —
Kindurnar voru komnar yfir það
og í land.
Foráttu brim var við grand-
ann. Er þau frændsystkinin,
Þórður og Sigríður, voru að
vaða sundið kom á þau stór
alda, sem hreif þau bæði með
sér inn á alldjúpa bátalegu,
sem er fyrir innan grandann.
Að Minni Vatnsleysu hafði ver
ið fylgzt með ferðum þeirra. —
Kvenfólkið á heimilinu sá er hol-
skeflan hreif þau með sér. —•
Hvorugu skaut upp. — Þórður
mun ekki hafa verið vel syndur,
en Sigríður var flugsynd. Kven-
fólkið að Minni Vatnsleysu þusti
þegar niður að sjónum í þeirri
von að geta bjargað þeim.
í gærdag allan langt fram í
myrkur var leitað. — Lík Þórðar
fannst milli kl. 1 og 2 í gærdag,
en lík Sigríðar var ófundið er
blaðið vissi síðast.
Þórður litli Halldórsson var
sonur Halldórs Ágústssonar,
bónda, Minni Vatnsleysu og konu
hans, Eyþóru Þórðárdóttur. —
Sigríður var dóttir Þórðar Jónas-
sonar, bónda, Stóru Vatnsleysu
og konu hans, Þórunnar Einars-
dóttur. — Sigríður og Eyþóra
voru systur. — Er sár harmur
kveðinn að heimilunum á Vatns-
leysu við þenna sviplega atburð.
ÓSKAR ÖLLUM LANDSMÖNNUM
NÆR OG FJÆR
CflekL
* *
ecjS nýcirá