Morgunblaðið - 31.12.1953, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 31. des. 1953
assiM&tdfr
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.)
Stjórnmálaritatjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbék: Arni Óla, sími 3043.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og aígreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
^ UR DAGLEGA LIFINU l
1 mm
tSÉÉÉ
Horft fram á veginn
ÁRIÐ 1953, sem nú er senn liðið
i skaut aldanna, hefur um margt
verið okkur íslendingum hagstætt.
Veðurfar til lands og sjávar hef-
ur verið milt, sumarið eitt hið sól-
bjartasta, sem um getur. Hefur
það að sjálfsögðu haft veruleg
áhrif á afkomu einstakra atvinnu-
greina og þá fyrst og fremst land-
búnaðarins. Á þessu ári lauk fjár-
skiptum vegna sauðfjársjúkdóm-
anna og standa nú miklar vonir
til þess að sigrast hafi verið á
þeim vágesti.
1 efnahagsmálum hefur gætt
vaxandi viðskipta og framkvæmda
frelsis. Fjöldi einstaklinga hefur
ráðist í byggingar íbúðarhúsa og
nqtið til þess nokkurs stuðnings
hins opinbera við lánsfjárútveg-
un. í árslokin samþykkti Alþingi
lög um afnám fjárhagsráðs og
stóraukið byggingafrelsi.
Útflutningsverzlunin hefur á
þessu ári gengið vel. Með aukinni
herzlu og söltun fiskjar hefur tek-
izt að bxta að verulegu leyti upp
markaðstapið fyrir ísfiskinn í
Bretlandi. Nýr markaður hefur
skapast í Sovétríkjunum og hinir
gömlu markaðir fyrir saltfisk og
hraðfrystan fisk hafa verið sæmi-
lega hagstæðir.
Af þeim opinberu framkvæmd-
um, sem unnar hafa verio á árinu
og fullgerðar eru hin miklu nýju
orkuver við Sog og Laxá merk-
astar. Áburðarverksmiðjunni er
nú einnig að verða lokið og mun
hún hefja framleiðslu snemma á
næsta ári.
Þegar á aðeins þessa fáu drætti
úr sögu ársins 1953 hefur verið
litið, verður sú staðreynd ekki
sniðgengin, að það hefur fært þjóð
ina fram á við, nær þvi marki að
geta notið efnahagslegs jafnvægis
og öryggis um afkomu sína. At-
vínna hefur yfirleitt verið næg og
afkoma alls almennings í betra
lagi. Því ber þó alls ekki að neita,
að landvamavinnan á Keflavíkur-
flugvelli hefur átt mikinn þátt í
að tryggja næga atvinnu. Væri
það hin mesta fásinna að reikna
með henni til langframa til at-
vinnubóta. Hinu ber hinsvegar
heldur ekki að neita, að þær fram-
kvæmdir, sem þar hefur verið
unnið að, eru nauðsynlegur þáttur
i vörnum landsins. Það er ósk og
von allra lýðræðissinnaðra lslend-
inga að þau mgnnvirki, og sá við-
búnaður, sem hafður er af hálfu
hinna frjálsu þjóða, bæði á tslandi
og annarsstaðar, verði sá skjól-
garður um heimsfriðinn, sem
aldrei verði rofinn. Það er islenzku
þjóðinni sómi að eiga þátt, þótt
örlítill sé, í að byggja hann. Þvi
hvað stoðar það þessa þjóð, og
raunar allar þjóðir, þótt þær eigi
fullkomin atvinnutæki til þess að
bjarga sér með, ef feigðarlogar
nýrrar heimsstyrjaldar eiga síðan
að leika um löndin og eyðileggja
það, sem upp hefur verið byggt af
dugnaM og fyrirhyggju.
Varðveizla friðarins, útrýming
styrjalda og mannvíga, er hið
mikla verkefni komandi ára. Til
þess að tryggja friðinn ■ er þess-
vegna engin fóm of dýr.
★
Við íslendingar horfum von-
glaðir mót nýju ári. Þar bíða að
‘vísu fjölmörg verkefni óleysi. Ef
aykið framkvæmdafrelsi á að
verða raunhæft þurfum við að
aúka framleiðslu okkar og þarmeð
atðinn af starfi þjóðarinnar. Við
'þurfum að afla aukins lánsfjár til
þess að byggja orkuver og rafveit-
ur fyrir þau bygðarlög, sem orðið
hafa út andUn til þessa um notk-
un raforku til lífsþæginda og at-
vinnuaukningar. Vib þurfum að
tryggja fjármagn til þess að halda
áfram markvvissum umbótum í
húsnæðismálum.
En umfram allt þurfum við nú
við þessi áramót og á komandi
timum, að líta raunsætt á hag okk-
ar. í þessu landi búa nú rúmlega
150 þúsund manns. . Við erum
minnsta og fámennasta sjálfstætt
lýðveldi í heiminum. Til þess að
geta tryggt afkomu okkar og sjálf-
stæði landsins þurfum við að gera
miklar kröfur til okkar sjálfra.
Við getum ekki hrundið þeim um-
bótum i framkvæmd, sem við
þörfnust, án þess að leggja mikið
að okkur og sýna manndóm og
þrek. Hinum vaxandi fólksfjölda
í landinu verður ekki séð fyrir at-
vinnu, húsnæði, menntun og lífs-
þægindum nema með samstilltum
átökum allra stétta þjóðfélagsins.
Ef verulegur hluti hinnar ís-
lenzku þjóðar léti glepjast iil
stéttastriðs og innbyrðis hjaðn-
ingavíga væri dyrunum þarmeð
lokað fyrir áframhaldandi fram-
förum i landinu.
Þessi litla þjóð getur ekki dreift
kröftum sinum. Hún verður að
vinna að því með góðri samvinnu
stétta sinna að byggja upp þjóð-
félag sitt, útrýma ýmiskonar mis-
rétti, tryggja aðstöðu þess minni
máttar og skapa bætt lifsskilyrði
fyrir einstaklinga sína.
Þetta þýðir ekki það að okkur
geti ekki greint á um leiðir og
stefnur. Við verðum aðeins að
kunna að setja deilum okkar hæfi-
leg takmörk, skilja að þetta veik-
bygða þjóðfélag byggist fyrst og
fremst á þroska einstaklinga þess.
i Okkur er það því e. t. v. mikil-
vægara en flestum öðrum þjóðum
að við eflum lýðræðislegan þroska
okkar, lærum að talca tillit hver til
annarra og beitum rólegri hugsun
og yfirvegun frekar en afli hags-
munahópa eða samtaka einstakra
stétta.
Við höfum byggt þetta þjóðfé-
lag upp í skjóli vaxandi frelsis ein-
staklinga og þjóðarheildar. Við
viljum halda áfram að gera það
betra og fullkomnara. Til þess að
okkur takist það þurfa öll þjóð-
h.oll öfl í landinu að leggjast á eitt,
skilja það, sem mestu máli skiptir
og sameinast um það, deila um
hitt, sem við getum deilt um án
þess að tefla framtíð okkar, af-
komuöryggi og sjálfstæði í voða.
Það er löng leið frá íslandi til
himnáríkis, lætur eitt af vinsæl-
ustu skáldum oklcar eina persónu
sina segja í vinsælu leikriti. Það
er líka löng leið í dag frá því þjóð-
félagsástandi, sem nú rikir, þrátt
fyrir míklar framfarir á liðnum
árum, til fullkomins íslenzks þjóð-
félags, sem tryggir einstaklingum
sínum efnahagslegt öryggi og rétt
læti. Þessi leið verður ekki farin
á skömmum tíma, nema hver ein-
staklingur finni til ábyrgðartil-
inningar sinnar gagnvart sjó.lf-
um sér og samfélagi sínu. Þjóðm
ræður því þannig sjálf, hvernig til
tekst um lausn þeirra verkefna,
sem árið 195Jt og önnur komandi
ár bera i skauti sér.
tw.
Gleðilegt nýár 1948!
Tímatal okkar er miðað við
fæðingu Krists. En ef við gefum
nánari gætur heimildinni um
þann atburð:
jólaguðspjall-
inu, munum
við komast að
raun um að
það er ekki svo
lítil skekkja í
útreikningn-
um. í jólaguð-
spjallinu segir
svo: „En það
bar til um þess
ar mundir, að
boð kom frá Ágústus keisara um
að skrásetja skyldi alla heims-
byggðina. Þetta var fyrsta skrá-
setningin, er gjörð var, þá er
Kýreníus .var landstjóri á Sýr-
landi ... .“
Síðari tíma rannsóknir leiða
hins vegar í ljós að höfundur
jólaguðspjállsins, læknirinn Luk-
as, hefur ekki fengið réttar upp-
lýsingar, þegar hann skrif-
aði guðspjallið. Kýreníus — eða
eins og hann nefndist á latínu:
Publius Sulpicus Quirinius —
varð ekki landshöfðingi eða
fylkisstjóri í rómverska hérað-
inu Sýríu, fyrr en 6 árum eftir
fæðingu Krists. Svo að annað
hvort er 6 ára skekkja í tímatali
^JJrinaeh,
’nngeRfan
okkar, eða að Kýreníus heíur
fengið nafn sitt óverðskuldað í
frásögnina um fæðingu Krists. |
Mánaðarkaupsfólk, athugið!
Úr ýmsum áttum berast skoð- ;
anir um það að rétt væri að
breyta svo mánaðartalinu að í
árinu yrðú 13 mánuðir í stað 12 :
eins og nú er. Hugmundin er, að
í hverju ári verði 364 dagar —
en skekkjuna, sem af því leiddi
yrði að leiðrétta af og til. — Þess-
um 364 dögum á að skipta í 13
mánuði, sem hver um sig hefði
28 daga. Mánuðirnir myndu þá
alltaf byrja á sunnudegi og enda
á laugardegi, og það hefði m.a.
þann kost í för með sér að t.d.
1. des. bæri alltaf upp á sama
vikudag. Allar eins dags hátíðir
yrðu haldnar á mánudögum og
þannig yrði reynt að lengja frí-
helgarnar og það út af fyrir sig
mun varla mæta mótspyrnu.
En eitt vandamál er við að
glíma. Sennilega myndu allir
krefjast þess að fá sumarfrí sitt
í hinum nýja mánuði, sem við
árið myndi bætast, ef að þessu
yrði. Sá mánuður á nefnilega að
bera nafnið Sólmánuður.
VeU andi óLriJar:
\í
ar
1
I Enn um aðgöngumiðasölu
LEIKHÚSGESTUR“ skrifar
mér fyrir skömmu og
kvartar undan aðgöngumiðasölu
Þjóðleikhússins að frumsýning-
unni að „Pilti og stúlku“. Er
kvörtun hans mjög svipaðs eðlis
og sú, sem birtist hér rétt fyrir
! jólin. Vegna þessarar stöðugu
kvartana um aðgöngumiðasölu
leikhússins væri æskilegt að for-
ráðamenn þess gæfu einhverjar
, skýringar á ástæðum þessara um-
kvartana. Ég dreg ekki í efa að
bréfritarar mínir hafi sagt satt
og rétt frá því, sem fyrir þá bar.
En leikhúsið kann að hafa ein-
hverjar upplýsingar eða afsakan-
ir í málinu, og þá er bezt að
þær komi fram, þannig að fólk
, viti, hvernig í þessum málum
liggur.
Börnin í Þjóðleikhúsinu.
F'N „LEIKHÚSGESTUR“ kvart-
i ar yfir öðru. Er bezt að gefa
honum sjálfum orðið um það.
Honum farast orð á þessa leið:
Kæri Velvakandi.
Annað er það í sambandi við
Þjóðleikhúsið, sem ég vildi minn-
ast á. En það er sá ósiður er
stappar nærri ókurteisi, að for-
eldrar koma með börn á aldrin-
um 7—10 ára á frumsýningar í
leikhúsinu. Ekki er hægt að ætl-
' ast til þess að- börnin hafi lágt
i um sig á þessum aldri og sízt
þegar um löng leikrit er að ræða.
Forráðamenn Þjóðleikhússins
' geta hér auðvitað engu um ráð-
ið, en skylt væri þeim að benda
foreldrum á þennan misskilning
þeirra. Börnin eiga að hafa sínar
barnasýningar því þá gefst þeim
óhindrað tækifæri til þess að
1 gefa tilfinningum sínum lausan
tauminn.
Leikhúsgestur.“
Það er nokkuð til í þessu hjá
„leikhúsgesti". En um tækifærin
til þess að gefa tilfinningum sín-
um lausan taumin er það að"
segja, að þau verða allir leik-
húsgestir ævinlega að hafa, hvort
sem er á frumsýningum eða öðr-
um sýningum.
Gamla árið kvatt.
SVO ER komið að skilnaðar-
stund, — skilnaðarstundinni
við gamla árið. Hvernig var þetta
ár annars við þig eða mig? Það
er spurning, sem alltaf vaknar
í hugum okkar við áramót.
Hvernig var það við þjóðina
okkar?
Árið 1953 var að mörgu leyti
sæmilegasta ár og sennilega fær
það góð eftirmæli á spjöldum
sögunnar. En eins og öll ár hefur
það fært einstaklingunum gleði-
og sorgarstundir. Það hefur vak-
ið nýjar vonir hjá sumum og lát-
ið þær rætast. Hjá öðrum hefur
það valdið harmi og vonbrigð-
um.
Þetta er lífsins saga, saga sem
heldur áfram að gerast með ótal
blæbrigðum á ókomnum tímum.
Mannlífið er eins og úthafið, þar
sem öldrunar rísa og hníga. En
þar er aldrei logn. Yfirborð þess
er ýmist í smágárum eða æðandi
stórsjóum.
„Þakka viðskiptin —“
VELVAKANDI hefur á þessu
liðna ári fengið mikinn
fjölda bréfa og óska frá lesend-
um sínum. Af þeim hefur hann
fengið gott tækifæri til þess að
Tímatal Afríkumanna.
Meðal hinna frumstæðu þjóð-
flokka Afríku finnast að sjálf-
sögðu margir menn er aldrei
hafa almanak augum litið. En
Samt sem áður líður þessum þjóð
flokkum vel og þeir virðast
komast vel af án almanaksins.
Þegar tímasetja á eitthvað, reyna
þeir að miða það við einhvern
stórviðburð, sem átt hefur sér
stað meðal þjóðflokksins eða
gerst hefur á yfirráðasvæði hans.
Þannig eru þess dæmi að frum-
stæður þjóðflokkur einn tíma-
setti sérstaklega gott haust með
þeirri athugasemd, að það hefði
komið „stuttu eftir að þjóðhöfð-
inginn drap konu sína á eitri“. —
Og svo mun dauði þjóðhöfðingj-
ans sjálfs líklega verða upphaf
nýs tímabils.
Frumlegt tímatal.
Víða í Suður-Ameriku nota
menn ekki almanakið þegar þeir
t.d. ætla að vita hvenær regn-
tímabilið kem-
ur. — Menn
leggja aðeins
við hlustirnar
og bíða þess
að aparnir
byrji að garga.
— Þegar slíkt
apagarg heyr-
ist að nætur-
lagi þá er regnið skamrnt undan.
Á öðrum hitabeltissvæðum er
það einnig regnið sem tímatalið
er miðað við og gerir það að
verkum að menn geta fylgst með
því hvað tímanum líður. Sérhvert
mannsbarn á þessum svæðum
veit að sex mánaða regntímabil
og sex mánaða þurrkar þýðir að
enn er liðið eitt ár í aldanna
skaut.
Ibúar á Formósu, sem heldur
ekki hafa vanið sig á notkun
almanaks, vita að nýtt ár er
gengið í garð, þegar ákveðið blóm
fagurt og litskrúðugt, er sprung-
ið út. Og það má með sanni segja
að það er ánægjulegra að verða
var við nýtt ár á þann hátt, held-
ur en með öllum þessum reikn-
ingum, sem boða okkur hér á
iandi komu nýs árs.
• • • •
ú
kynnast viðhorfum fólksins til
margskonar málefna og viðburða
í daglegu lífi þess. Hann hefur
því fyllstu ástæðu til þess að
„þakka viðskiptin á liðna árinu“
og flytja ykkur öllum beztu ósk-
ir um
Gleðilegt nýtt ár.
Hjarta viturs
manns leitar
til hægri en
hjarta heim-
skingjans til
vinstri.
TJARNARBÍÓ
sýndi um jólin brezka músík-
mynd er nefndist Litli hljóm-
sveitarstjórinn.
Fjallar myndin um kornungan
ítalskan drengr Guido, sem gædd-
ur er frábærum tónlistarhæfi-
leikum og óvenjulegu tónminni.
Foreldrar hans eru fátækir og
hafa ekki möguleika til að sjá
syni sínum fyrir nauðsynlegri
tónlistarkennslu, en það atvikast
svo, að ensk kona, Signora
Bondini, sem gift er auðugum
ítala og er framgjörn mjög,
kemst að því hversu óvenjuleg-
um hæfileikum Guido litli er
búin og býðst hún til að kosta
hann til tónlistarnáms og sjá um
uppeldi hans. Foreldrar hans fall
ast á þetta en með tregðu þó. —
Guido tekur miklum framförum
og brátt rekur að því að Signora
Bondini lætur hann stjórna
hljómsveit opinberlega. Hann
vekur geisihrifningu og úr því
liggur ieið hans frá einu landi
til annars þar sem hann stjórnar
hljómsveitum við mikinn orð-
stýr. En allt þetta gengur nærri
honum. Hann fær ekki að bafa
neitt samband við foreldra sina
og hann er þreyttur og óham-
ingjusamúr. Að lokum kemst
hann á brott undan valdi Signoru
Framh. á bls. 12