Morgunblaðið - 31.12.1953, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.1953, Blaðsíða 9
r Fimmtudagur 31. des. 1953 MORGUISBLAÐI.Ð 9 LEIMZKI IÐIMAÐURIIMIM Framanskráð tafla yfir starfs- mannahald 56 fyrirtækja í 15 jðngreinum er byggð á upplýs- ingum frá skrifstofu Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík. Enda þótt upplýsingarnar séu ekki tæmandi fyrir hínar ýmsu iðnaðargreinar gefa þær þó all- góða hugmynd um þróunina. INNFLUTNINGUR EFNIVÖRU TIL IÐNAÐAR sem áður var sífellt vandamál vegna innflutningshafta er nú með öðrum hætti, þar eð efni- vörur til iðnaðar eru yfirleitt á frílista og innflutningsyfirvöldin fylgja nú þeirri stefnu að láta ekki standa á leyfisveitingum fyrir nauðsynlegum efnivörum til iðnaðar, ef innflutningur á þeim er háður leyfum. LÁNSFJÁRÞÖRF iðnfyrirtækja er sem fyrr miklu meiri en bankastofnanir treysta sér til að fullnægja. Það hefur komið í ljós í hinni vax- andi samkeppni við erléndu iðn- aðarvörurnar, að oft á tíðum hef- ur það úrslitaþýðingu í sam- keppninni hvor nýtur meiri hylli hjá bönkum, íslenzki iðnrekand- inn eða innflytjandi erlendu vör- unnar. Smásalinn kýs að kaupa yörurnar hjá þeim iðnrekanda eða innflytjanda, sem býður hagstæðari greiðsluskilmála, þ. e. gefur lengri greiðslufrest. Það getur sá einn boðið, sem yfir fjármagni ræður. Þessvegna er síður en svo að draga úr láns- fjárskorti iðnfyrirtækja um þess- ar mundir. Ástæðulaus reyndist ótti sumra íðnrekenda um það að gömlu bankarnir þrír myndu láta þá í einhverju gjalda þess að stofnað- ur er vísir að banka, er sér- staklega skuli styðja iðnaðinn. Fjármagn hans er enn sem kom- ið er agnarlítið brot af láns- fjárupphæð iðnfyrirtækja hjá hinum bönkunum. Tveggja viðburða skal minnst í sambandi við lánsfjármál iðnað- arins. í málefnasamningi stjórn- málaflokkanna tveggja, er stóðu að myndun ríkisstjórnarinnar nýju, var ákveðið að endurskoða gildandi reglur um lán til iðnfyr- irtækja, með það fyrir augum að koma betri skipan á þau mál. Þar mun að líkindum vera átt við að taka upp þá reglu, að Seðlabank- inn endurkaupi iðnaðarvíxla, svipað og víxla útvegsfyrirtækja. Með slíkri aðstoð væri Iðnaðar- bankanum, sem eðlilegt er að annaðist milligönguna, veitt færi á að verða iðnaðinum að nokkru iiði, þó að hann hafi yfír litlu fé að ráða. Þá skal þess Og getið, að ríkis- stjórnin hafði milligöngu um það snemma á árinu, að iðnfyrirtæki þurfi ekki að greiða fyrirfram við pöntun efnivara og opnun bankaábyrgðar nema 25% af and- virði, og er það að sjálfsögðu mikið hagræði hjá því að þurfa að greiða verðið að mestu eða öllu fyrirfram. INNFLUTNINGUR ERLENDRA IÐNAÐARVARA eftir lögleyfðum leiðum var í nokkrum tegundum aílmíkil, svo sem í hreinlætisvörum, tilbúnum fatnaði og veiðarfærum. Það má til sanns vegar færa, að iðnað- urinn hafi í sumum tilfellum haft gott af samkeppninni, en gæta verður mikillar varúðar í ínn- flutningi vara, sem framleiddar eru hér heima og fjöldá manns byggir lífsafkomu sína á að vinna við. Prjónlesiðnaðurinn hefur senni lega orðið harðara úti í þessum sökum en flestar aðrar greinar. Iðnaðarmálástofnunih nýja tók ástand hans til sérstakrar athug- unar að boði iðnaðarmálaráð- herra. í ítarlegri greinargerð til ráðherra um málið, var niður- ATVINNUSKIKPTING Á ÍSLANDI 1950 WO 1950 staða stofnunarinnar að leggja til að innflutningur ullarprjón- less yrði fyrst um sinn bundinn við svonefnd „clearing“-lönd. Framleiðendur veiðarfæra hafa einnig orðið fyrir þungum búsifjum vegna vaxandi veiðar- færainnflutnings. Að óreyndu mætti búast við að hérlendis þrif- ist stóriðnaður á sviði veiðarfæra framleiðslu. Því miður er því ekki að fagna. Aðeins fjögur fyr- irtæki fást við nýframleiðslu (með véluin) á veiðarfærum: tvær netaverksmiðjur, ein línu- gerð og ein hampiðja, sem fram- leiðir botnvörpugarn, línur o. fl. Þrátt fyrir örlitla eða enga tollvernd, samfara geysiharðri, erlendri samkeppni, hafa þessi innlendu fyrirtæki haldið velli, enda þótt þau sem framleiðslu- tæki hafi hvergi nærri verið full- nýtt hin síðari ár. Nokkuð mun því um að kenna, að hagur veiðarfæraframleið- enda er ekki sterkari en raun er á, að samvinna hefur ekki tek- ist með þeim og samtökum út- gerðarmanna. Jafnframt því, sem þetta ber að harma, hlýtur sú spurning að vakna, hvað gera megi til úrbóta. Það væri skref aftur á bak, ef fela á verksmiðjum í öðrum löndum að taka við framleiðslu veiðarfæra fyrir íslenzkan sjáv- arútveg. Ríkisstjórnin samþykkti að veita innflutnings- og gjaldeyris- leyfi fyrir 21 fiskibát. Mótmæli bárust frá almennum fundi í Fé- lagi ísl. iðnrekenda og iðnþing tók málið til sérstakrar meðferð- ar. Iðnaðarmálaráðherra hét þá að athuga skyldi um fyrirgreiðslu til skipasmíðastöðva til þess að gera þeim auðveldara um smíði allra fiskiskipa innanlands. Iðn- aðarmálastofnuninni nýju var síðan falin athugun á samkeppnis aðstöðu skipasmíðastöðvanna. Félag ísl. iðnrekenda bar fram umkvartanir á opinberum vett- vangi um ólöglegan innflutning iðnaðarvara, svo sem sælgætis, fatnaðar o. fl., er félagið taldi að á boðstólum væri í verzlun- um. Gætir vaxandi uggs um það, að torvelt muni í framkvæmd að koma í veg fyrir slíkt,’ á meðan einhver skiki landsins er undan- þeginn ákvæðum innflutnings- og tollalöggjafarinnar. VÉLAKOSTUR IÐNFYRIRTÆKJA bæði til endurnýjunar og ný- sköpunar, var allmjög aukinn á árinu, eða a. m. k. drög lögð að innflutningi véla fyrir allmikið fé. Samkvæmt upplýsingum Fjár hagsráðs hafa verið gefin út inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi á ár- inu fyrir vélum til iðnaðar að upphæð tæpar 6 millj. króna að frátöldum vélum til fiskiðnaðar, en leyfi fyrir þess háttar vélum námu næstum 2,5 millj. króna, eða alls til iðnaðar um 8,5 millj. króna, auk hins mikla vélainn- flutnings til Áburðarverksmiðj- unnar. Þó eru járnsmíða- og tré- smíðavélar ekki taldar með, því að þær eru fluttar inn óháð leyf- isveitingum, en með svonefndu bátagjaldeyrisálagi, gegn mjög eindregnum mótmælum iðnrek- enda og iðnaðarmanna, er telja ósanngjarnt að slíkt aukaálag sé lagt á jafn nauðsynleg tæki. HÚSBYGGINGAR IWNFYRIRTÆKJA Nærri liggur að skortur á húsa- kosti sé að verða hið alvarlegasta vandamál ýmsra iðnfyrirtækja. Mörg þeirra hafa sótt um fjár- festingarleyfi ár eftir ár án ár- angurs, því ekki hefur þótt fært að veita slík leyfi nema mjög takmarkað, vegna skorts á íbúð- arhúsnæði og þörfinni á þess- Framh. á bls. 10. Framleiðsla í nokkrum iðnaðargreinum 1953 KEXFRAMLEIÐSLA 2 verksmiðjur framleiddu 745 tonn af. kexi SÆLGÆTISFRAMLEIÐSLA 4 verksmiðjur framleiddu 102 tonn af brjóstsykri og karamellum 4 verksmiðjur framleiddu 56.2 tonn af suðusúkkulaði 5 verksmiðjur framleiddu 129.2 tonn af átsúkkulaði 4 verksmiðjur framleiddu 78.2 tonn af konfekti og öðrum súkku- laðivörum. KAFFIBRENNSLA OG KAFFIBÆTISFRAMLEIÐSLA 3 verksmiðjur brenndu og möluðu 599 tonn af kaffi og 2 verksmiðjur framleiddu 204 tonn af kaffibæti SMJÖRLÍKISFRAMLEIÐSLA 7 verksmiðjur framleiddu 1898 tonn af smjörlíki SULTUFRAMLEIÐSLA 1 verksmiðja framleiddi 109 tbnn af ávaxtasultu ÖL- OG GOSDRYKKJAFRAMLEIÐSLA 1 verksmiðja framleiddi um 1 millj. lítra af öli 3 verksmiðjur framleiddu 1.575.000 lítra af gosdrykkjum 1 verksmiðja framleiddi 6.406 lítra af saft og ávaxtasafa :j VEFJARIÐNABUR | 2 verksmiðjur framleiddu 88.000 metra af ullardúkum 2 verksmiðjur framleiddu 35.5 tonn af bandi og garni 2 verksmiðjur framleiddu 45.3 tonn af lopa 1 verksmiðja framleiddi 45.500 metra af vinnuvettlingaefni 1 verksmiðja framleiddi 38.600 metra af baðmullardúkum 1 verksmiðja framleiddi 1250 ullarteppi 1 verksmiðja framleiddi 9.300 m af gólfteppadreglum og vann úr 16 tonnum af ísl. ull 1 verksmiðja framleiddi 10.000 m af gangadreglum Hampiðjan framleiddi ca. 200 tonn af vörpugarni og öðru garni Ullarverksm. Framtíðin framleiddi úr ca. 30 tonnum af ull FATNAÐARIÐNAÐUR OG SKÓFRAMLEIÐSLA 2 sjófataverksmiðjur framleiddu 24.870 stk. af sjófatnaði 5 vinnufata- og skjólfataverksmiðjur framleiddu 171.020 flíkur af alls konar vinnu- og skjólfatnaði 4 verksmiðjur framleiddu 11.860 dús. af vinnuvettlingum 6 verksmiðjur framleiddu 13.565 stk. af karlmannafrökkum 1 verksmiðja framleiddi 8.518 sportbuxur (karla og kvenna) 5 verksmiðjur framleiddu 12.729 stk. af kvenkápum 1 verksmiðja framleiddi 519 stk. af trollbuxum 6 verksmiðjur framleiddu 22.547 stk. af karlmannafötum 1 verksmiðja framleiddi 532 karlmannajakka 1 verksmiðja framleiddi 65.284 stk. af baðmullarnærfötum 1 verksmiðja framleiddi 1058 stk. af herranáttfötum 3 verksmiðjur framleiddu 92.047 pör af karlmannasokkum 2 verksmiðjur framleiddu 37.316 stk. af manchetskyrtum 5 verksmiðjur framleiddu 112.828 pör af alls konar skóm 1 verksmiðja framleiddi 8.169 pör af inniskóm 2 verksmiðjur framleiddu 44.400 stk. af alls konar prjónafatnaði 1 verksmiðja framleiddi 670 kjóla og 3.631 stk. peysur og annan ytri fatnað kvenna KEMISKUR IÐNAÐUR ísaga h.f. framleiddi 117.000 m3 af súrefni og 59.300 kg af acetylengasi 3 verksmiðjur framieiddu 1200 tonn af málningu og lökkum 3 verksmiðjur framleiddu 48 tonn af kertum 4 verksmiðjur framleiddu 309 tonn af blautsápu 4 verksmiðjur framleiddu 321 tonn af þvottadufti 2 verksmiðjur framleiddu 48.1 tonn af handsápu, stangasápu og fleiri sáputegundum 1 verksmiðja framleiddi 1.6 tonn af sápuspæni 1 verksmiðja framleiddi 2 tonn af sápulegi 1 verksmiðja framleiddi 1.2 tonn af bóni BYGGINGAVÖRUFRAMLEIÐSLA 1 verksmiðja framleiddi 117.968 vikurholsteina og 165.933 vikur- plötur til einangrunar 1 verksmiðja framleiddi 485 tonn af gojsull. LEÐURVÖRUFRAMLEIÐSLA 2 verksmiðjur framleiddu 4.960 stk. kventöskur 1 verksmiðja framleiddi 2.800 stk. skjala- og skólatöskur 1 verksmiðja framleiddi 20 þús. belti 1 vei'ksmiðja framleiddi 5.600 pör af hönzkum UMBÚÐ AFR AMLEIÐ SLA Kassagerðin framleiddi 6.004.966 kartonöskjur, 1.478.000 bylgju- pappakassa, 58.284 trékassa og 350.000 stk. af kraftpappírsöskjum. MÁLMIÐNAÐUR OG RAFTÆKJAIDNAÐUR Fálkinn framleiddi 1250 reiðhjól og 250 þríhjól. Vélsmiðjan Héðinn framleiddi m. a. 62 hraðfrystitæki, 2050 frystiventla, 17.600 m kælispírala, 12 harðfiskpressur, 12 línuspil, 125 sjó- og vatnsdælur, 3 síldar- og fiskimjölsverksmiðjur, auk þessa flutningsbönd fyrir hraðfrystihús, kjötbrautir fyrir sláturhús, olíukynditæki fyrir verksmiðjur, fóðurmjölsblöndunartæki og vöru- lyftur. Þá kom Héðinn öllum að óvörum í árslok með fyrstu íslenzku hraðfrystivélina, og er nú að Ijúka smíði þeirrar næstu. —- Vélar þessar eru mjög stórar, afkasta 150.000 kcal/klt. við -^25° C kulda. Hamar h.f. framleiddi m. a. 10 fiskþvottavélar, 40 sjálfvirka olíubrennara, 6 fiskpressur, 20 rafmagnsdælur, 15 lofblásara stóra, 50 brunahana, færibönd, hraðfrystitæki, lofthitara, kælislöngur, vatnshitara, snigildrif og reykofn. • Landssmiðjan byggði einn 40 tonna bát á árinu og eru nú tveir bátar af sömu stærð í smíðum þar. Auk þess framleiddi Lands- smiðjan m. a. 4 bílavogir, en af þeim hefur smiðjan framleitt mikið undanfarin ár. 6 fiskimjölsverksmiðjur, 400.000 ten.feta gasgeymir fyrir áburðarverksmiðjuna og er það stærsti geymir, sem smíðaður hefur verið hér á landi, 20 mykjudreifara og 2600 ten.m. vatns- jöfnunargeymi fyrir Laxárvirkjunina. Stálumbúðir h.f. framleiddu m. a. stáltunnur og minni olíugeyma, sem voru 2.5 millj, 1. að rúmmáli, um 25 þús. element í miðstöðvar- ofna, 2.300 skálar og bakka úr riðfríu stáli (þar með taldir eldhús- vaskar), á annað þúsund „flourecent" lampa og 200 þvottapotta úr riðfríu stáli. Ofnasmiðjan framleiddi m. a. 9.100 m2 af miðstöðvarofnum, 930 vaska úr riðfr. stáli og 2.500 þvegla. Raftækjaverksmiðjan h.f. framleiddi m. a. 1400 eldavélar, 700 þvottapotta, 604 þvottavélar (í samvinnu við Vélsm. Héðinn), og 900 þilofna. Dósaverksmiðjan framleiddi 693.000 samsettar dósir og auk þeías dósir úr 87 tonnum af dósablikki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.