Morgunblaðið - 07.01.1954, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.01.1954, Qupperneq 11
Fimmtudagur 7. janúar 1954 MORGUNBLAÐIÐ 11 Ragnhiidnr Jónsdótbr Minning HINN 18. desember síðast liðinn andaðist hér í bænum Ragn- hildur Jónsdóttir, fyrrum hús- freyja á Stóra-Hofi á Rangár- völlum. Ragnhildur var hin mesta merkiskona og skipaði lengi virðulegan húsfreyjusess á einu af höfuðbólum þessa lands. En af því sjónarsviði anna og um- svifa var hún horfin fyrir löngu vegna vanheilsu, sem hún átti við að stríða mörg síðustu ár æfinnar. Það varð hennar hlut- skipti að hverfa fyrir aldur fram af athafnasviði lífsins og úr aug- sýn flestra annarra en vanda- manna og vina. Ragnhildur var fædd á Hvoli í Mýrdal, 11. ágúst 1875. Foreldr- ar hennar voru Jón bóndi Ein- arsson og Gróa Árnadóttir, bæði af gömlum skaftfellskum bænda- ættum. Jón var merkisbóndi, oddviti sveitar sinnar og vel efn- um búinn, hygginn og greindur stillingarmaður og prúðmenni hið mesta. Gróa var vinsæl hús- freyja, hæglát og skapföst. Þau hjón munu hafa eignast fjögur börn, en misstu öll á unga aldri nema Ragnhildi. Ólst hún þar upp í foreldrahúsum, eftirlæti foreldra sinna og allra annarra, sem henni kynntust, enda var hún vel að sér ger bæði til lík- ama og sálar. Nítján ára að aldri kynntist Ragnhildur Guðmundi Þorbjarn- arsyni og giftust þau ári síðar á Jónsmessudag árið 1895. Stóð hún þá á tvítugu, en Guðmund- ur var 12 árum eldri. Hafði Ragnhildur dvalið við nám í Reykjavik veturinn fyrir, nam hún þar hannyrðir og hússtjórn og var þar á vegum frú Elísa- betar, móður Sveins Björnssonar forseta. Umgengni við hana og fleiri ágætiskonur varð Ragn- hildi notadrjúg og mun hafa jafn- ast fyllilega á við skólagöngur nú á dögum. Þau Guðmundur og Ragnhild- ur tóku við búi á Hvoli og bjuggu þar rausnarbúi um fimm- tán ára skeið. En foreldrar henn- ar dvöldu hjá þeim í góðu yfir- læti til æfiloka. Þau létust bæði í hárri elli á Stóra-Hofi. Hjá þeim dvaldist líka síðustu æfi- árin Þorbjörn, tengdafaðír Ragn- hildar. Guðmundur gerðist brátt um- svifamikill bóndi á Hvoli og fram faramaður og brautryðjanrli á mörgum sviðum. Félagsmál lét hann snemma til sín taka, svo sem bindindismálin, og var Ragnhildur hans önnur hönd í því starfi. Þau þjóðþrifamál voru áhugamál þeirra beggja alla tíð. Á Hvoli hefur Ragnhildur átt sínar beztu stundir og notið sín bezt, enda þótt hún yrði þjóð- kunnari síðar sem húsfreyja á Stóra-Hofi. Á Hvoli var hún fædd og uppalin, þar lifði hún sín beztu þroskaár og þar ól hún börn sín öll, sjö að tölu. Elztu dóttur sína, Ingibjörgu, rnisstu þau hjón á tólfta ári. Var það þeim mikill harmur. Son misstu þau líka, á öðru ári, er Björn hét. En fimm mannvænleg börn komust upp og eru öll á lífi, dæt- ur tvær, Elín, kaupmaður í Reykjavík og Helga, forstöðu- kona elliheimilisins í Hveragerði, og synir þrír, Jón, endurskoð- andi og bóndi í Nýjabæ, Hákon, hæstaréttarritari og Ágúst, bóndi á Stóra-Hofi. A Hvoli var þríbýli, og þótti Guðmundi þar helzt til þröngt um sig. Réðst hann því í að kaupa Stóra-Hof á Rangárvöllum af Einari Benediktssyni, skáldi, árið 1908. Hafði hahn bú á báð- um stöðum fram til 1910, er hann flutti alfarinn að Stóra-Hofi með aljt gjtt. ,Qg þar bjuggu þau þjón í fulla þrjá áratugi við mikla rausn og höfðingsskap. Að vísu naut Ragnhildar ekki við í fullu fjöri og heilsu svo lengi, eins og síðar verður sagt. Stóra-Hof er hin mesta vildisjörð, landgæði og lega ákjósanleg, náttúrufegurð stórbrotin og sögulegar minning- ar blasa við sjónum hvert sem litið er. Og hér voru hendur látn- ar standa fram úr ermurn á bióma skeiði þeirra hjóna. Bóndinn gerðist forvígismaður í flestum framfaramáium landbúnaðarins og brautryðjandi í búskaparnýj- ungum. Og húsfreyjan lét ekki sitt eftir liggja á heimilinu. Sam- hent voru þau um það að gera Ilofsheimilið að þeirri fyrir- mynd, sem það var. Þar var fyrirmyndarbragur á öllu úti jafnt sem inni. Það var gaman að koma að Hofi um þessar mundir. Gestrisni var mikil, viðurgern- ingur frábær og viðmót þeirra hjóna og barna þeirra einstak- lega aðlaðandi. Þar var búsæld- arlegt og ríkmannlegt, nýjungum öllum, sem til framfara horfðu, tekið tveim höndum, en þó fast- heldni á fornar og góðar þjóð- legar venjur. Þau hjón voru mjög hjúasæl, enda var það ski’- yrði alls þrifnaðar í búsk&p, áúur en vélaöldin rann upp. ÁUu þ&u bæði sinn hlut að því. Fjöldi barna og unglinga dvaldi hjá þeim á sumrum, og festu mörg þeirra ástartryggð við Ragn- hildi. Hún reyndist þeim móðir og varð þeim ógleymanleg. Enn er eftir að minnast á síð- asta þáttinn í lífssögu Ragnhild- ar, en sá þáttur er fyrir manna sjónum dapurlegur, raunasaga langvarandi heilsuleysis og van- máttar. Þá sögu getur enginn rakið frá sjónarmiði hennar sjáifrar, því að „hugur einn það veit, er býr hjaita nær, einn er hann sér um sefa“. I full tuttugu ár átti hún við mikla og lamandi vanheilsu að stríða. Öll mannleg hjálp, af góðum vilja í té látin, hrökk skammt og gat ekki bjarg- að. En í þeirri löngu og von- lausu baráttu sýndi Ragnhildur bezt, hvern mann hún hafði að geyma. Með óbifanlegri ró og stillingu bar hún þjáningar sín- ar og vanmætti allt til enda. Aldrei hafði hún ofmetnazt í meðlætinu, sem hún naut að vísu mörgum öðrum meir, meðan allt lék í lyndi. En í löngu og ströngu mótlæti heilsuleysis og þjáninga sýndi hún þá hugfestu og þolin- mæði, sem bar fagurt vitni um sálarþroska hennar. Hún vissi það fyrir löngu, að veraldarlán og heimsgæði eru fallvölt og mönnum annað og æðra mark sett en að njóta þeirra. Hún var víðlesin og hugsaði mikið um dulræn efni og hin dýpri rök til- verunnar. Þau rnál voru henni löngum hugleikið umtalsefni. — Engum, sem Ragnhildi kynntist þótt ekki væri fyrr en á efri ár- um hennar, gat dulizt, að hún hafði verið hin rnesta fríðleiks og atgerviskona. Hitt verður þó vcnzlamönnum heríhar óg vinum enn minnisstæðará að henni lát- inni, hversu góð kona og göfug hún var. Fr. G. Jón Ottason — kveðja Vaktmaður var um borð í Hæringi SIGURÐUR Ólafsson vélstjóri, sem er vaktmaður um borð í Hær ingi, óskar þess að gefnu tilefni, að leiðrétt sé, að enginn vaktmað- ur hafi verið í skipinu í ofviðr- inu á þriðjudagsmorguninn. Sigurður var um borð í Hær- ingi um nóttina og morguninn. Klukkan 7,20 um morguninn siltn uðu landfestar Hærings skyndi- lega að aftan í mikilli rokhrinu og sjófyllingu. Hafði Sigurður þá! fyrir skömmu athugað landfest- arnar frá Hæringi og einnig að- stoðað tvo skipverja á varðskip- inu Þór við að koma í land við- bótarfestum frá Þór. Þegar skipið hafði losnað frá að aftan, hljóp Sigurður til hafnsögumann anna í Hafnarhúsinu til að láta þá vita hvernig komið væri. Fór hann um hæl aftur fram á bryggjuna til þess að athuga hvort nokkuð væri hægt að gera til þess að styrkja festingarnar að framan, en þær voru mjög öfl- ugar. Hvildu nú öll átök Hærings og þeirra 6 skipa sem utan á hon- um lágu á landfestum hans að framan. Við þessi gífurlegu átök brotnaði kengurinn í bryggjunni, sem festarnir voru bundnar í og skipin rak frá bryggjunni undan veðurofsanum, þar til eftir ör- skamma stund, að akkeri Hær- ings veitti viðnám og hélt öllum skipunum upp í vindinn og forð- aði því, að þau ræki upp í Norð- urgarðinn. Er þetta skeði var Sigurður staddur á bryggjunni og komst ekki um borð aftur fyrr en síðar um daginn. 50 kommúnistar handðeknir TEHERAN, 6. jan.: — í dag lét persneska herstjórnin handtaka 50 kommúnista vegna þess, að sent hafði verið allmikið af sprengftefni á járnbrautarstöðina í Teheran, sem álitið er, að Tudeh flokkurinn eigi. — Reuter. - Marlinson Framh. af bls. 9. að mæta efnishyggju og skefja- lausri tækniþróun okkar tíma. Fjallar bókin um nokkra um- renninga, sem ekki hafa getað rótfest sig í jarðvegi hinnar miklu vélamenningar. Bókin er mikil ádeila á nútíðarþjóðfélag ef nishygg j unnar. ★ ★ Árið 1949 var Harry Martinson tekinn í Sænsku akademíuna, að- eins hálffimmtugur að aldri. Er hann nú yngstur félaga hennar. — Og í haust sem leið sendi hann loks frá sér nýtt ljóðasafn eftir alllanga þögn, Cikada. Þar varp- ar kjarnorkusprengjan skugga sínum bæði á mannlífið allt — og ekki síður ljóð hans. Draum- urinn er ekki lengur athvarf, gagnar ekki lengur í baráttunni við bitran veruleikann. En sam- úðin, ástin á frjórri list og nátt- úrudýrkunin eru meiri en nokkru sinni: lúánn dig ense i tid med sádant som ár várt att sakna, med allt som tog vágen genom sommaren för att dö. Kánn dig ense i höstens tid med det gula lövet som tveksamt lámnar sin kvist en dag nár sommaren abdikerar i vinden och trádet lágger ner sin krona pá kudden av mossa som skall överleva. - Konfúsíus Framh. af bls. 9. sanni, heldur hins, að það sem koma átti í staðinn var fyrirfram dauðadæmt. — Allt bendir því til, að. Mao-tse-fung verði undir í glímunni við Konfúsíus. Eins og dagurinn, sem vel er varið fær sætan svefn, þannig fær vel varin ævi fagran dauða. ÞESSI orð komu mér í hug, er ég frétti andlát Jóns Ottasonar. Mér fannst þau samhljóma svo vel við þær minningar sem ég á um hann síðastliðin tuttugu og fimm ár. — Og eftir því, sem mér hefur verið tjáð af þeim mönnum, er þekktu Jón allt frá bernsku hans, þá geta þessi orð eins vel fallið um þann ævihluta hans, sem liðinn var þegar við kynntumst. Það er ekki ætlan mín, að skrifa venjulega minningargrein, en mér fannst ég þurfa að senda þér, við leiðarlok, þakklæti og kveðju. • Þakka þér hugljúf aldarfjórð- ungs kynni, sem mér er ljúft að muna, vegna þess að þau voru dálítið sérstæð og fölskvalaus. Það út af fyrir sig að ég dvaldi í húsi þínu og í sambýli við þig allmörg ár, markar ekki dýpst spor í braut minninganna. Held- ur það, að þegar ég varð að dvelja langtímum — af illri nauð syn — fjarri mínu heimili, þá varst þú einn af þeim, sem sér- staklega sýndir ógleymanlega umhyggju og aðstoð, mér og mínu heimili til handa. Vera má að er ég nú eftir nær tuttugu ár, horfi af sama sjónar- hól og undir svipuðum kringum- stæðum á þitt göfuga starf þá, að ég sjái skýrar en ella gullið sindra í athöfnum þínum og orð- um á þeim tíma. Gamlar fagrar minningar eru eins og fjarlæg fjöll frá bernsku- árunum, um þær leikur ávalt blámi heiðríkju hugans. Þær standa óhaggaðar og traustar. Þær veita trú á lífið og traust til þeirra, er maður hefur nán- ust samskipti við. Þær fylla hug- an fegurð og helgi og beina hon- um upp brattann, frá sléttu hversdagslífsins, upp á hæsta tindinn, sem sveipaður blæju ljósvakans, bendir í þöguln tign til himins. Það var táknrænt fyrir þitt líf, að hafa lokað lífsbók þinni um áramót. Það var í samræmi við skapgerð þína og starfshætti, að hafa ávalt hreint uppgjör og áramót er tími reikningsskila. Mér finnst það einnig táknrænt og samþýðast mjög vel þínu dag- fari, að flytja heim á gamlárs- kvöld, inn á litla friðsæla heimil- ið þitt, við hljóm klukknanna í Akraneskirkju. Um 40 ára tíma- bil, hafðir þú, þegar aðstaða leyfði, farið inn á þetta heimili þitt og fært þangað frið og ör- yggi, með þínum góða eðliskosti hjartans, að hafa ætíð tunguna að þjóni en ekki húsbónda. — Og nú í dag, þegar líkami þinn befur verið lagður til hinztu hvíldar í litla grafhýsið þitt, við hlið- ástvina þinna sem farnir voru á undan þér og þú deild- ir hamingju og gleði við, hér í l<fi, áður en hamingjusól þín hneig til viðar, þeir bíða nú á ströndinni fjarlægu, til að veita þér viðtöku, við sólris hins nýja dags. Mér finnst ég sjá þig leggja frá landi, á fannhvítu fleyi með þönd um seglum. Þér er óhætt að sigla hraðbyri. Seglfestan þín er örugg það er hluturinn úr róðri lífs- iris. Það er arður góðvildar þinn- ar og trúmennsku, sem þú flyt- ur með þér yfir landamærin. Það er eflaust þinn bezti fjársjóður við upphaf hins nýja lífs, — „því Guð metur aldrei annað í heimi, en auðmýkt og hjartans trún- að“. Öldurnar, sem í dag brotna við Langasand og Teigavör gefa frá sér ómþýtt andvarp. Það er kveðja þeirra til þín, sem þær senda er þær sjá þig leggja frá landi í hinnsta róðurinn. — Og bylgjurnar sem alla daga gnauða við „Skvetn“ í fjörunni hjá bernskuheimili þínu undir Akra- fjalli, þær senda þér hljóða kveðju því í dag eru þær óvenju þöglar, þær sjá að hinn sterki drangur er óvenjulega hnípinn, þegar hann starir til hafsins, það orkar mildandi á mátt þeirra, svo þær umvefja hann blíðlegar en venjulega. Og þegar þú, sáttur við allt og alla, lítur yfir Akra- nes, þar sem manndómsárin liðn og Akrafjallið, i sinni þöglu kyrrð, þar sem þú sleist barns- skónum, þá birtist þér þar heið- ur himinn, það er bergmál hugs- ana þinna. Því þó harmar sæktu þig heim þá var himininn ætíð llár á bak við skýin. Og-ég veit að aldrei frekar en nú, leggur þú ótrauður Út á haf í alvalds nafni ei er hugur veill. Guð í hjarta, Guð í stafni, gefur farar heill. Með þá bjargföstu trú í huga, þakka ég þér liðnu árin og óska þér og þínum giptu alföður og friðar á nýja árinu. Vilhj. Jónsson. ★ EINN þeirra mörgu, sem gjarná vildu lagt hafa blómsveig á bör- ur Jóns Ottasonar, frá Ármóti á Akranesi, er Vestur-fslendingur*- inn Kristinn Guðnason í Sari Francisco. En því eru orð þessí skrifuð, að hann er vina fjarst- ur. Þeir voru tengdir Jón og Krist- inn. Hallbera systir Jóns Otta- sonar er kona Jóns fiskkaup- manns hér í bæ, bróður Krist- ins. í öll þau skipti, er Krist- inn kom hingað til lands, kom hann jafnan við á Akranesi og gisti þar hjá Jóni og tókst með þeim náin vinátta. Var ég þá oftast með Kristni og barst oft í tal hve skemmtilegur Jón væri heim að sækja. Gestrisinn vnr hann með afbrigðum, glaður eg reifur, kunni vel að segja- frá hafði frá mörgu að segja. Þó var heilsa farin að bila og starís- orka hins mikla þrekmanns á förum, er við komum fyrst til Jóns. En svo var hann andlegá heilbrigður og hress í anda, að hann hafði jafn mikla ánægju af að segja endurminningar frá langri og viðburðaríkri sjómanns- æfi, og tala um störf líðandi stundar og framtíðarhorfur nýrr ar kynslóðar í landinu. Nú mun margur sakna vinar í stað, er að Ármóti kemur. Er ég kom til Jóns síðast, fyrir um það bil tveimur mánuðum, var hon-< um ljóst orðið að fyrir honum væri dagur að kvöldi kominn off að senn yrði lagt upp í síðustu siglinguna. Því tók hann með jafnaðargeði hins reynda manns, hann þekkti hafnsögumann, sem fullkomlega má treysta. Honun^ hafði orðið til góðs trúarlegur arfur æskuáranna og vitnisburð- ur Kristins Guðnasonar. Og nú gat hann örugglega tekið undir með honum sagt: „.... Mér stefnu Frelsarinn góður gaf, ég glaður fer eftir henni.“ Löngum starfsdegi er lokið. „Ljúft er eftir liðinn dag loknu stríði að gleyma“ — en þakka Guði, sem öll góð og fullkomin gjöf kemur frá. — Blessuð sé* minning hins mæta manns. Ólafur Ólafsson. - Foraar grafir Framh. af bls. 7. verið seld í tugþúsunda eintaka. íslenzka útgáfan er skeytt fjölda mynda og hin veglegasta að öll- um frágangi og er langt siðan^ jafn skemmtileg bók og fróðlég1- í senn hefir verið þýdd á íslenzksé tungu. Benjamín Kristjánsson. r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.