Morgunblaðið - 07.01.1954, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 7. janúar 1954
Skák — endurvakið
Ungir og áhugasamir skákmenn
taka við ritinu
NÝTT skákrit hefir nú hafið göngu sína. Er það tímaritið Skák,
sem nú er endurvakið, en það kom út á árunum 1947—50. — Að
þessu nýja blaði standa þeir Friðrik Ólafsson, skákmeistari Norð-
urlanda, Birgir Sigurðsson, Arinbjörn Guðmundsson, sem báðir
eru þekktir skákmenn og Einar Mathiesen, form. Taflfélags Hafn-
arfjarðar.
1 ALLSTÓRU BROTI
Þetta nýja tímarit verður í
allstóru broti, eða allt að helm-
ingi stærra en Skákritið, sem
kom út á árunum 1950—53, en
það er nú hætt að koma út, sök-
um þess að útgefendur eru
bundnir við störf fjarri Reykja-
vík.
í formála blaðsins kemst
Guðm. Arnlaugsson m. a. svo að
orði: „Fjórir ungir og áhugasam-
ir menn ætla sér að reisa merkið
að nýju, hefja á ný útgáfu tíma-
rits, er beri nafnið SKÁK, og
er ætlað að líkjast gömlu SKÁK
að ytra frágangi. Býst ég við,
að allir skákvinir fagni þessu,
því að SKÁK er myndarlegasta
tímaritið, sem við höfum átt síð-
an ,,í uppnámi11 leið, að öðrum
ólöstuðum.“
FJÖLBREYTT AÐ EFNI
Skák er 16 blaðsíður í lesmál,
— með tvöfaldri litprentaðri
kápu. — Annars er innihald
þessa fyrsta tímarits, sem hér
segir: Forystugrein eftir Guðm.
Arnlaugsson — Norðurlands-
skákmótið — Heimsmeistara-
keppni unglinga — Afmælismót
Steingríms Guðmundssonar —
Af innlendum vettvangi — Af
erlendum vettvangi — Skák-
dæmi. — Þá eru í því skákir,
sem bæði innlendir og erlendir
skákmenn hafa teflt. Einnig
prýða það margar myndir.
Umhleypðngasöm veörátta
Fé allþungt á fóðrum — Miklar framkvæmdir —
Ánægjulegt félagslíf — 922 ær sæddar
BORG í Miklaholtshreppi, 2. jan.:
Það, sem liðið er af þessum vetri,
hefur veðráttan verið ákaflega
umhleypingasöm og stormasamt.
Snjó hefur varla fest á jörð að
heitið geti. Sauðfénaður kom
víðasthvar í hús fyrrihluta nóv-
embermánaðar. Þrátt fyrir snjó-
leysið og frostlitla veðráttu mun
vera búið að eyða talsvert miklu
fóðri, vegna hinna miklu hrak-
viðra. — Um jólin var hér svo-
lítið snjóhrím sem setti jólasvip
á umhverfið, því alltaf setur jóla-
snjórinn sinn vissa hátíðasvip.
RÆKTUNARFRAMKVÆMDIR
Unnið var með skufðgröfu hér
í sveitinni þar til í byrjun des-
embermánaðar og mun hennar
bíða mikið verkefni á komandi
sumri. Ræktunarframkvæmdir
hafa verið með mesta móti hér
s.l. ár og einnig talsvert miklar
byggingaframkvæmdir.
VATNSVIRKJANIR
Á Miðhrauni búa tveir ungir
bændur, hafa þeir nýlega lokið
við vatnsvirkjun, sem gefur þeim
orku til ljósa, eldunar og upp-
hitunar. Afl það, sem þeir fá,
er 12 kw. Er þetta önnur vatns-
virkjun, sem sett hefir verið hér
upp s.l. tvö ár. Hin virkjunin er
á Hjarðarfelli, þar eru fjögur
heimili sem eru aðnjótandi þeirr-
LILLU
kryddvörur
eru ekta og
þess vegna
líka þær
bezt. Við á-
byrgjumst
gæði. —
Biðjið um LILLU-KRYDD
þegar þér gerið innkaup.
ar orku til ljósa, eldunar og upp-
hitunar.
MIKIÐ FÉLAGSLÍF
Félagslíf er hér ágætt, Kven-
félag og íþróttafélag starfa í sveit
inni af miklum áhuga. Hefir fólk
ið komið saman við og við í
félagsheimili sveitarinnar að
Breiðabliki og spilað þar félags-
vist. Hafa þar verið verðlaun
veitt og stiginn dans á eftir af
miklu fjöri. Er það mjög vel til
fundið að fólk komi saman við
og við og kasti af sér önnum
hversdagsleikans. — I haust lét
íþróttafélagið byrja á allstórum
íþróttavelli hjá félagsheimilinu.
Mun lokið við hann í vor.
922 ÆR SÆDDAR
Hér í héraðinu er mjög mikill
áhugi hjá bændum á sauðfjár-
ræktinni og eru starfandi í öll-
um hreppum sýslunnar (nema
einum) sauðfjárræktarfélög.
Um miðjan des. s.l. fóru tveir
ungir bændasynir hér úr hreppn
um suður að Hesti í Borgarfirði
til þess að læra tæknifrjógun.
Var síðan flutt sæði frá kynbóta-
búinu að Hesti, hingað vestur og
voru sæddar 922 ær í sýslunni, í
öllum hreppum sýslunnar nema
einum. Standa því vonir til þess
að innan fárra ára, muni bænd-
um þessa héraðs takast að rækta
hraust og afurðamikið fé. — Páll
Pálsson.
200 ára árfíðar
Holbergs minnzl
OSLÓ, 6. jan.: — Oslóar-háskóli
minnist 200 ára ártíðar Ludvigs
Holbergs hinn 28. janúar næst-
komandi. — Prófessor Francis
Bull heldur aðalræðuna um skáld
ið, en auk þess verða nokkrar
minni háttar ræður, stúdentakór
syngur o. fl. — NTB.
Málaskóli
Halldórs Þorsteinssonar
Skömmu fyrir jól lauk fyrii
námskeiðum í Málaskóla Halldórs
Þorsteinssonar, en nú eru aðhef j-
ast ný námskeið, sem enda ekki
fyrr en í apríllok.
Halldór efnir og til námskeiða
fyrir væntanlega þátttakendur í
iMðjarðarhafssiglingu Gullfoss.
Egyptar segjia:
Sendiherrann vnr
óvinur Egypfainnds
Tyrkneski sendiherrann í Kairo kominn heim
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB.
ANKARA, 6. jan. — Tilkynnt var í dag í Tyrklandi, að tyrkneska
stjórnin mundi ekki mótmæla því, við egypzku stjórnina, að hún
skyldi hafa rekið sendiherra Tyrkja í Kairó úr landi. — Ástæðan
er sú, segir utanríkisráðuneyti Tyrklands, að hér er um algert
einkamál Egypta að ræða. — Hins vegar fordæma Tyrkir ókurteisi
egypzku stjórnarinnar og móðgun við sendiherrann og benda á, að
venja sé að láta viðkomandi ríkisstjórn kalla sendiherra sína
heim, en ekki reka þá úr landi.
Engir svo kristnir í
verki sem íslendingar
O VILDI IIÆTTA
í tilkynningu utanríkisráðu-
neytisins segir og, að sendiherr-
ann hafi áður farið þess á leit við
stjórn sina að hann yrði settur í
annað embætti. Var því í ráði,
að hann iéti af sendiherrastörf-
um í Kairo innan skamms.
SUNNUDAGINN 3. þ.m. hélt séra
O. J. Olsen fyrirlestur um ísland
í kvikmyndahúsinu LOGEN í
Bergen.
O. J. Olsen er mörgum kunnur
fyrir kristindómsstörf sín hér á
landi, en hann hefur dvalizt hér
í allmörg ár frá því hann kom
fyrst til íslands árið 1911.
í fyrirlestri sínum kom O. J.
Olsen víða við og bar íslending-
um vel söguna. Hóf hann máls á
því, að tala um hina íslenzku
tungu og þakkarskuld Norð-
manna við íslendinga, sem varð-
veitt hafa þeirra gamla tungu-
mál svo vel sem raun er á. Síðan
ræddi hann m. a. um hina heims-
frægu íslenzku gestrisni, um
hagnýtingu hverahitans og foss-
anna, um framtakssemi Islend-
inga til eflingar atvinnuveganna
til lands og sjávar — en þessi
framþróun væri stundum tafin
vegna harðvítugrar stjórnmála-
togstreitu hinna pólitísku flokka,
sem sjálfsagt allir vildu gera vei,
en deildu um leiðir. Þá gat hann
um sambúð Dana og Islendinga,
og hvernig þjóðin var lömuð af
langvarandi verzlunareinokun
fyrr á tímum, og hvert viðhorf
íslendinga væri og hefði verið til
útlendinga í iandi þeirra. Minnt-
ist hann, meðal annarra dugandi
manna, á Thor Jensen, sem ung-
ur að árum hafi komið til Islands
frá Danmörku, en sem tók ást-
fóstri við land og þjóð, giftist is-
lenzkri konu og gerðist ásamt
sonum sínum, einn af umfangs-
mestu framtaksmönnum lands-
ins á fyrri hluta þessarar aldar.
Auk þessa minntisi h-nn þeirra
tíma, er eingöngu útlendingar
héldu uppi siglingum til lands-
ins. Hverjir erfiðleikar hafi mætt
þeim er unnu að stofnun Eim-
skipafélags íslands, og hvernig
þessum málum væri nú háttað.
Einnig gat Olsen um hina illu
nauðsyn að landið hefur verið
hersetið á undanförnum árum,
iandhelgisdeilunnar við Breta og
löndunarbannið í Hull og Grims-
by, sem hann sagði að væri „Bret
um til skammar".
Að lokum sagði hann, að ekki
væri hægt að segja um íslendinga
að þeir væru trúhneigðir, en samt
— engir væru svo kristnir í verki
sem þeir, það sýndu m. a. hinar
mörgu hjálpandi her.dur ef með-
bróðir væri hjálparþurfi.
Að fyrirlestrinum loknum var
sýnd kvikmynd frá íslandi, sem
Olsen útskýrði.
Húsið var nærri fullskipað
áheyrendum, og á undan og eftir
fyririestrinum var sunginn sálm-
ur og flutt bæn, auk þess sem
sungin voru tvö kvæði um Isiand.
_________Áheyrandi.
FRAKKAR gerðu í gær heiftar-
legar loftárásir á stöðvar komm-
únista í Indó-Kína. — NTB
REKINN FYRIRVARALAUST
En vegna samtals nokkurs sem
sendiherrann átti nýlega við að-
stoðarutanríkisráðherra Egypta
og ummæla sem hann lét þá falla,
skipaði egypzka stjórnin honum
að hverfa úr landi innan 24 tíma.
— Var komizt svo að orði í yfir-
lýsingu Egypta, að sendiherrann
hefði ætið „verið óvinur Egypta-
lands“.
- Afmælí
SKEMMTIFUND
heldur Giímufélagi'ð Ármann í Sjálfstæðishúsinu í kvöld
7. janúar kl. 9 síðdegis.
SKEMMTIATRIÐI — DANS
Hljómsveit Aage Lorange leikur.
Söngvari: Ragnar Bjarnason.
Aðgönguimðar seldir í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 4 í dag
og við innganginn.
Framh. af bls. 10.
dagana, og vel fór hann jafnan
með fénað sinn. — Jónas var
hygginn maður og útsjónarsam-
ur, og græddist honum því fé, og
var hann yel að því kominn. —
Það hefi ég heyrt nágranna hans
segja, að gott hafi verið nábýli
hans og Bjargar. — Vorið 1911
fiuttust þau hjónin frá Sauðár-
krók að Þverárdal á Laxárdal
fremra í tvíbýli við öðlinginn
Brynjólf Bjarnason, en ekki
bjuggu þau þar nema eitt ár.
Vorið 1912 fluttust þau hjón bú-
ferlum að Uppsölum í Blöndu-
hlíð, keyptu þá jörð og farnaðist
ágætlega, en 1919 brugðu þau
búi, seldu jörðina og fluttust til
Akureyrar. Síðan átti Jónas
heima þar til þess, er fyrri kona
hans andaðist 1934. Eftir það
lengstum bjó hann í Bandagerði
og bætti þá jörð stórum. — Á
síðustu árum hefir Jónas fengist
nokkuð við ljóðagerð. Lesinn er
hann vel, og jafnan hefir hann
verið mikill bókamaður og bóka-
vinur og átti um skeið ágætt
bókasafn. — Það er margt, sem
Jónas Sveinsson hefir lagt á
gjörva hönd um sína daga, og ,,í
engu var hann meðalmaður“.
Á þessum merku tímamótum
í lífi Jónasar Sveinssonar, þakka
ég honum margt og árna honum
Guðs blessunar, bæði þessa heims
og annars.
B. T.
WE
------ M A R K U S Eftir Ed Dodd
•r»y» \ ’tic* •
TH^iV Cc-> V. ^ C’VV!,'*4*b r/f/i i
E'LL BS IM AMDIALO ÍN ^3' ASi'C-isíD "'O -i < 'OAw T-c - • e.'. 1,. , , _ _ . .
Fivn VUM’JTÚS, GCW/r A,;C M'.C. i.r-:_ 0 VA> M02IT ; T..C »..ot : C^" ^
Jíffúíísá'feT)/-' Æ*Sj.
HANKG'
Mll
J;
k —
Cý'\
1) Svjö verðum komn-
ir á ákvuiðunarstað eftir fimm
mínútur. — Þakka þér fyrir upp-
lýsingarnar.
2) — Þú ert beðinn að mæta ur sem er á svipuðu reki og þú.
heima hjá forseta unglingamóts-
ins, en þau eiga undurfagra dótt-
— Það gleður rnig sannarlega að
heyra það.